Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992
41
Einar G. Guðmundsson
aðalbókari - Minning
Fæddur 21. janúar 1905
Dáinn 1. apríl 1992
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
að alast upp á heimili móðurfor-
eldra minna. Á því heimili kynntist
ég mörgu góðu vinafólki afa og
ömmu. Meðal þeirra var Magga,
systir ömmu minnar og eiginmaður
hennar, Einar Gunnar Guðmunds-
son, sem nú er nýlátinn.
Fyrstu minningar mínar af Ein-
ari voru frá æskuheimili mínu við
Bræðraborgarstíginn. Þau hjóna-
kornin Magga og Einar voru oft
gestir á heimili móðurforeldra
minna. Ennfremur minnist ég þess
þegar ég var barn og starfaði sem
sendill fyrir Stálsmiðjuna að oft
þurfti ég að erinda fyrir húsbændur
mína hjá Hamri. Einar starfaði
hátt í 60 ár fyrir hlutafélagið Ham-
ar, hann var farsæll í starfi. Þegar
ég birtist á skrifstofunni hjá honum
þá gaf hann sér alltaf tíma til að
tala við mig, það þótti mér vænt
um. Einar og Magga höfðu þann
skemmtilega sið að bjóða tveimur
nánum starfsmönnum Einars úr
Hamri ávallt í skötu í hádeginu á
Þorláksmessu, ömmu minni var allt-
af boðið með. Þessum sið héldu þau
þó Einar var löngu hættur störfum
hjá Hamri. Ég held að þetta hafi
gefið Einari mikið.
Einar var heimakær maður og
þótti fjarskalega vænt um konu
sína. Fyrir nokkrum árum fór
Magga ein út til Danmerkur með
ömmu minni. Einar hringdi daglega
í hana. Hann varð að heyra í henni
Möggu sinni. Einnig sagði amma
mér þá sögu að þegar þau hjóna-
korn buðu ömmu til Mallorca og
Magga fór með henni en Einar varð
eftir heima, að þegar þær systur
komu til hótelsins á Mallorca, beið
Möggu fallegt bréf frá Einari í af-
greiðslu hótelsins. Hanri var ávallt
með hugann við hana Möggu sína.
Einar var vingjarnlegur og róleg-
ur maður og þægilegur í allri um-
gengni. Hann reykti sína vindla,
enda mikill vindlareykingamaður.
Ég minnist þess að sem barn þurfti
ég ávallt að fara út í búð og kaupa
„London Docks“ þegar Einar og
Magga komu í heimsókn. Það varð
að geta boðið honum Einari vindla.
Einar var víst mikill laxveiðimaður
enda fóru þau hjón oft austur að
Sogi í Grímsnesi hér áður fyrr til
veiða.
Ég er Einari og Möggu frænku
ákaflega þakklátur hvað þau reynd-
ust mér vel fyrir nokkrum árum,
þegar þau leigðu mér húsnæði þeg-
ar ég hóf minn fyrsta búskap.
Lífið er ekki búið þó andinn hafi
yfirgefið líkamann, lífíð sjálft er
aðeins dyrnar að eilífðinni. Minning
um góðan mann geymist.
Elskuleg frænka, í sorg þinnþ
skaltu skoða huga þinn og þú sérð
að þú grætur vegna þess sem var
gleði þín. Ég sendi þér og fjölskyldu
þinni mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Svenni.
Þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafns Islands:
Oskar upp-
lýsinga um
trúlofarnir
o g giftingar
GEFIN hefur verið út spurninga-
skrá frá Þjóðháttadeild Þjóðminja-
safns íslands og er hún sú 79. sem
komið hefur verið út. í þetta skipt-
ið er spurt um trúlofanir og gift-
ingar í gamla daga og þeim breyt-
ingum, sem orðið hafa í þeim efn-
um á 20. öldinni. Það sem af er
þessu ári hafa Þjóðháttadeidinni
borist um 100 handrit frá eldri
borgurum um útsaum, meindýr og
æðarfugl. Þeir sem geta veitt upp-
lýsingar um ofangreint efni eða
vilja fá sendan spurningalista geta
haft samband við starfsmenn Þjóð-
háttardeildar, Árna Björnsson eða
Hallgerði Gísladóttur.
BLÓM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiðöllkvöld
til kl. 22,-einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
r
YFIR 150 BÍLAR Á STAÐNUM
VEITUM ABYRCÐ
A MÖRGUM
NISSAN OC
SUBARU BlLUM
BILAB
SÆVARHöfða 2 674848 i húsi Ingvars Helgasonar
OPIÐ:
LAUGARDAC
frá 10-1700
Örugg bflasala
á góðum stað
Munið að við höfum 30 bíla Við bjóðum greiðslukjör til þriggja ára og
í hverjum mán sem við bjóðum jafnvel enga útborgun
á tilboðsverði og tilboðskjörum
NISSAN PATR0L TURBÓ DISEL ÁRG. 1991 ekih 23 þ.km,
5 gira, splittað drif, álfelgur, spil, 33‘'dekkofl. Ath. skipti á ódýrari,
verð 2800 pús. stgr. Höfum flestar árg. af Patrol.
SUBARU LECACY1800 ST 4X4 ÁRC. 1990 ekinn 48 p.km,
5 gíra„ samlæsing, rafm. rúður ofl. Ath. skipti á ódyrari,
verð 1250 pús. stgr. Höfum einnig árg. 1991
NISSAN SUNNY1600 SLX 4X4 ÁRC. 1991 ekinn aðeins7p.km,
5 gíra, rafm. rúður, samlæsing ofl. Aðeins bein sala,
verð 1050 pús. stgr. Höfum flestar árg. af Nissan Sunny.
MMC PAJER0 TURBÓ DISEL ÁRC. 1989 ekinn 68 p.km, 5 gira,
intercooler, samlæsing 31" dekk, ofl. Ath. skipti á ódýrari,
verð 1950 pús. stgr. Höfum allarárg. afPajero á skrá.
DAIHATSU FER0SA EL - IIÁRC. 1990 ekinn 31 p.km,
5 gíra, upphækkaður, álfelgur ofl. Ath. skipti á ódýrari,
verð 1120 pús. stgr. Höfum einnig árg. 1989
MMC L-300 4X4 árg 1990 ekinn 40 þ.km,
5 gíra, aukadekk, rafm. rúðurofl. Ath. skipti á ódýrari,
verð 1470 pús. stgr. Höfum einnig árg. 1988