Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
Minning:
Margrét Dungal
í dag kveð ég ástkæra tengda-
móður mína, Margréti Dungal.
Engin orð fá lýst þeim söknuði og
trega, sem fylla mitt hjarta.
Kynni okkar Margrétar hófust
fyrir 17 árum þegar ég og sonur
hennar, Páll Halldór, hófum okkar
lífshlaup saman. Frá upphafi tók
hún mér opnum örmum og með
okkur óx og dafnaði yndislegur vin-
skapur.
A 10 ára búskaparferli okkar
Páls í Kaupmannahöfn, var Margrét
tíður og kærkominn gestur og
dvaldi þá oft allt upp í mánuð í
senn. Þá var það ekki eingöngu
tengdamóðir mín að heimsækja
okkur, heldur einnig vinur okkar
og félagi og mikill vinur vina okk-
ar. Aldrei fann maður fyrir kyn-
slóðabili, það sem Margrét átti í
hlut.
Þegar Kaupmannahafnadvöl
okkar lauk og við fluttum heim með
tvo litla drengi, Baldvin 1 árs og
Alexander nýfæddan, hófst nýr
kapítuli í vináttutengslum okkar
Margrétar. Daglega höfðum við
samband. Alltaf bauð hún fram
aðstoð sína, vildi aka drengjunum
úr eða í skólann og æði oft var það
hún sem gætti þeirra fyrir okkur
kvöldstund.
Á sumrin bættust við þær
ógleymanlegu stundir sem við átt-
um saman í sumarbústað Margrét-
ar, Birkihlíð við Þingvallavatn. Þar
naut Margrét sín allra best. Þar
leið henni alltaf vel. Birkihlíð var
henni helgur reitur. Hún sagðist
fyllast krafti þegar hún væri þar.
Mörg sumarkvöldin sat ég heilluð
og hlýddi á Margréti segja frá lið-
inni tíð, liðnum sumrum, þar sem
allt iðaði af lífi og fólki, hjá henni
og Baldvin, eiginmanninum, sem
hún elskaði , virti og dáði. Saman
byggðu þau upp þennan unaðsreit.
Margar eru minningarnar úr eld-
húsinu í Birkihlíð, vöfflubakstur,
uppvaskið, spjallið og hláturinn sem
alltaf fylgdi Margréti. Síðastliðið
sumar bættist nýfædd dóttir okkar,
Anna Jóna, í hóp aðdáenda hennar.
Á þessari kveðjustund, er mér
hugsað til, hversu mikla gæfu ég
hlotnaðist, að fá að kynnast og eiga
að vin slíka manneskju, sem Mar-
grét var, og hversu margt hún
kenndi mér um lífið og tilveruna.
Þrátt fyrir mótlæti og sorg strax á
unga aldri, þegar hún missti móður
sína, aðeins 9 ára gömul, og seinna
varð ekkja í blóma lífsins, þá missti
hún aldrei sjónar af veginum. Já-
kvætt hugarfar, tillitssemi og bjart-
sýni voru ætíð hennar leiðarljós.
Það sem hryggir mig hvað mest,
er að bömin mín fengu að njóta
ástar og umhyggju ömmu sinnar
svo stutt, en það veit sá sem allt
veit, að minning hennar mun lifa í
hjörtum okkar og að við munum
gera allt til þess að sú minning
endist okkur og börnum okkar um
aldur og æfí.
Guð blessi og geymi elsku hjart-
ans tengdamóður mína. Hennar
mun ég ætíð sakna.
Elín Kjartansdóttir.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst
um í fari hans, getur orðið þér Ijósara í Qar-
veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjall-
ið bezt af sléttunni.
(Spámaðurinn - Kahil Gibran.)
Það er með sorg í hjarta sem við
kveðjum Margréti, vinkonu okkar,
í dag. Fyrir aðeins nokkrum vikum
sáum við saman Þrúgur reiðinnar,
sem var síðasta leikrit á dagskrá
litla leikhúshópsins okkar. Eftir
sýninguna áttum við saman yndis-
lega kvöldstund, þar sem við rædd-
um m.a. um yfirstaðið leikár og
lögðum drög að næsta vetri.
Við tökum lífið alltaf sem svo
sjálfsagðan hlut. Því er dauðsfall
vina alltaf jafn óvænt.
Við höfum átt svo ótal margar
ánægjustundir með vinum okkar,
Palla og Ellu, og mæðrum okkar.
Bæði meðan við bjuggum í Dan-
mörku og eftir heimkomuna. Seint
gleymist ilmandi pönnukökulyktin
sem tók á móti manni þau skipti
sem við heimsóttum Birkihlíð. Það
er engin furða að einn af sonarson-
um hennar hafi svarað spurningu
prestsins um hvað hann héldi að
amma væri að gera núna hjá Guði:
„Baka pönnukökur fyrir englana."
Það hefur sannarlega aukið lífs-
gildi okkar að hafa kynnst Möggu
Dú.
Gurrý, Guðni og Dagur Tómas
Margrét systir mín er látin, svo
fljótt bar þetta að. En vegir Guðs
eru órannsakanlegir og maður hlýð-
ir þegar kallið kemur. Við sem
minnumst Margrétar geymum í hug
okkar mynd af henni sem frískri,
duglegri konu, sem tókst á við
mótlætið í lífinu með reisn og hélt
sínu striki þó margt hafi gerst og
byijað snemma, því Margrét var
aðeins á níunda ári þegar móðir
okkar fórst í snjóflóði á Óshlíð í
febrúar 1928 og skildi eftir fjögur
ung böm. Margrét var elst okkar
systkinanna, síðan kom Guðrún,
Jakop og ég, sem skrifa þessar lín-
ur, þá aðeins 5 mánaða.
Það hafa verið erfið spor sem
pabbi gekk þegar hann fékk fregn-
ir af þessu slysi og lagði af stað
ásamt hjálparmönnum til að freista
þess að finna fólkið á lífi, en aðeins
einn fannst á lífi, afabróðir okkar.
Hin fjögur tók hafið til sín. Eftir
þetta mikla slys skildu leiðir okkar
systkina og við fórum sitt á hvert
heimilið og hittumst ekki oft, sum
á nokkurrra ára fresti. Leið Mar-
grétar lá til Isafjarðar til frændfólks
þar og síðan til Akureyrar þar'sem
hún sótti skóla. Eftir þetta lá leið
Margrétar til Reykjavíkur til at-
vinnu þar. Hún hóf störf hjá Stef-
áni Thorarensen í Laugavegsapó-
teki og einnig vann hún í Týli og
Oculus. Á þessum árum sáumst við
sjaldan, hún kom í frí vestur og
heimsótti okkur þegar hún gat. En
á þessum árum voru samgöngurnar
ekki eins góðar og nú. Samband á
milli okkar Margrétar hófst ekki
aftur fyrr en ég kom til Reykjavík-
ur, 14 ára gömul, þá bjuggu þær
saman á Njálsgötu 72 Guðrún og
Margrét. Dvaldi ég hjá þeim í tvær
nætur. Síðan lá leið mín á Landa-
kotsspítala, sem var mitt aðsetur í
tvö og hálft ár.
Margrét giftist Baldvini Pálssyni
Dungal 22. apríl 1944 og bjuggu
þar fyrst á Reynimel 47 og síðan
á Miklubraut 20, sem varð svo einn-
ig mitt heimili um árabil. Eftir að
þangað kom breyttist viðhorf mitt
til lífsins. Meðan ég dvaldi á Miklu-
braut fæddust börnin þeirra þrjú,
Sigrún, Gunnar og Páll Halldór.
Umgekkst ég þau mikið, enda liggja
taugar mínar sterkt til þeirra systk-
ina og finnst mér ég eiga mikið í
þeim.
Baldvin andaðist 5. mars 1969.
Eftir fráfall Baldvins fór Margrét
að starfa fyrir Rauða krossinn við
bókasafn sjúkrahúsanna og voru
það margir sem tóku á móti bók
úr hendi hennar.
Margrét reyndist dóttur minni
Þórunni sem besta móðir, en við
dvöldum á Miklubraut fyrsta árið
eftir að hún fæddist og síðar sumar-
langt í sumarbústaðnum Birkihlíð
við Þingvallavatn, sem var eftirlæt-
isstaður þeirra og hefur verið alla
tíð, og stefndi hugur þeirra alltaf
austur þegar vora tók og svo var
einnig á þessu vori, hún var búin
að skreppa austur til þess að líta
eftir hvort ekki væri alit í lagi eftir
veturinn.
Við hjónin ásamt dóttur okkar
Þórunni og fjölskyldu hennar kveðj-
um Margréti með þökk fyrir allt
og minnumst hennar sem góðrar
og glæsilegrar konu sem kvaddi
þetta líf með reisn.
Ég minnist orða’' séra Auðar Eir-
ar er hún kvaddi Margréti með
okkur við kistulagninguna að litur
sorgarinnar er ekki bara svartur.
Nú vitum við að Margrét er kom-
in til Baldvins sem hefur beðið eft-
ir henni og tekið á móti henni opn-
um örmum.
Guð blessi börnin hennar,
tengdabörn og barnabörn og styrki
þau í sorginni.
Inga.
Margrét Dungal lést á Borgar-
spítalanum 25. apríl síðastliðinn,
eftir stutta legu þar. Hún fæddist
19. september 1918 í Bolungan/ík
og ólst þar upp og á ísafirði. Árið
1944 giftist hún Baldvini Dungal
og eignuðust þau þijú börn, Sig-
rúnu, Gunnar og Pál. Baldvin stofn-
setti verslunina Pennann, sem allir
eldri Reykvíkingar muna eftir á
horni Hafnarstrætis og Pósthús-
strætis. Eftir lát Baldvins var versl-
unin áfram í eigu fjölskyldunnar
og er nú stærsta ritfangaverslun
borgarinnar og er reksturinn í hönd-
um sona þeirra Margrétar og Bald-
vins. Hefur Margrét örugglega átt
sinn þátt í vexti og farsæld fyrir-
tækisins.
Margréti kynntist ég fyrir rúm-
um 20 árum, er ég hóf störf á
Bókasafni Borgarspítalans. Hún
var þá ein í hópi elskulegra kvenna
úr kvennadeild Reykjavíkurdeildar
Rauða kross íslands, er unnu sem
sjálfboðaliðar á Sjúkrabókasafni
Borgarspítalans. Mér er minnis-
stætt hversu mjög ég dáðist að öt-
ulu og fórnfúsu starfi þessara
kvenna og geri enn í dag eftir að
hafa starfað með þeim í 22 ár.
Margrét Dungal er sú þriðja sem
fellur frá nú á stuttum tíma. Hinar
voru þær Elísabet Bjarnason og
Hjördís Jónsdóttir og minnist ég
þeirra allra með miklum söknuði
og jafnframt þakklæti fyrir óeigin-
gjarnt og gott starf í þágu Sjúkra-
bókasafns Borgarspítalans.
Margrét Dungal var falleg kona
og hafði einstaklega aðlaðandi og
hlýja framkomu. Veit ég að margir
sjúklingar spítalans minnast henn-
ar, þegar hún kom færandi hendi
með sitt ljúfa bros og lesefni til að
létta sjúkrahúsleguna. Hún var
ákaflega umhyggjusöm gagnvart
öllum, sem hún umgekkst, og er
þess skemmst að minnast, að okkur
hér á bókasafninu bárust kveðjur
frá henni, þar sem hún lá fársjúk
hér á spítalanum, og sýnir það hug-
ulsemina gagnvart okkur sam-
starfsfólkinu þrátt fyrir þrengingar
hennar sjálfrar.
En nú er Margrét okkar öll. Við
bókaverðir Borgarspítalans þökk-
um henni áralanga vináttu og allt
elskulegt í okkar garð. Við munum
ætíð minnast hennar með hlýhug
og virðingu og sendum fjölskyldu
hennar hugheilar samúðarkveðjur á
sorgarstundu.
Matthildur Marteinsdóttir.
Margrét Dungal er dáin — þessar
fréttir bárust okkur laugardaginn
25. apríl sl. Tíu dögum áður hitt-
umst við nokkrir sjúkravinir á bóka-
safni Borgarspítalans. Það hafði
lengi staðið til að við gerðum okkur
dagamun. Margrét var ein úr þess-
um hópi, en einmitt þennan dag
veiktist hún, og olli það okkur von-
brigðum að hún gat ekki glaðst
með okkur þetta kvöld — en ekki
óraði okkur fyrir því að við ættum
ekki eftir að sjá hana aftur, en svo
varð þó, því sjúkdómurinn reyndist
svo alvarlegur að ekki varð við ráð-
ið. Margrét er þriðji sjúkravinurinn
á Borgarspítalanum sem kveður
þennan heim á síðastliðnum þremur
árum.
Margrét var ákaflega ljúf og
elskuleg kona, sem vildi hvers
manns vanda leysa — ekki síst
þeirra, sem áttu við erfiðleika að
stríða. Það var ánægjulegt að starfa
með henni, hún var jafnan róleg
og yfirveguð en samt var alltaf stutt
í brosið hjá henni, enda kímnigáfan
í góðu lagi. Við munu sakna Mar-
grétar og er nú skarð fyrir skildi í
okkar hópi við fráfall hennar.
Börnum hennar, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum vanda-
mönnum vottum við okkar dýpstu
samúð.
Við þökkum Margréti samleiðina
og biðjum henni guðsblessunar.
Sjúkravinir á bókasafni
Borgarspítala.
Vor mitt, hvert fórst þú, ó hvert?
Til hvaða vidda hvarf ilmur þinn?
Um hvaða lönd leggur þú leið?
Til hvaða himins munt þú höfði lyfta
oghveijumhugþinnsegja? (Kahlii Gibran.)
Kristur Jesús afmáði dauðann, en leiddi í ljós
líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu.
(2. Tím.1.10.)
í dag verður jarðsungin Margrét
Dungal, kona sem var mörgum svo
einkar kær. I huganum kristallast
nú minningarbrot um þessa yndis-
legu manneskju sem mér auðnaðist
að eiga sem vin og tengdamóður
síðastliiðna tvo áratugi. Brotin
renna saman í undur tæra traust-
byggða og glaðlega mynd. Fyrir
þessi kynni langar mig að þakka
og minnast hennar örfáum orðum.
Margrét hafði það eðli að eldast
svo fallega hægt. Hún stóð enn í
blóma þegar strengurinn sem skilur
að lifendur og dána slitnaði mjög
snögglega. Hún var eins og ein af
þessum fágætu rósum sem virðast
ætla að standa að eilífu. Undruðust
margir er þeir heyrðu að árin væru
orðin 73. Stelpan í henni var alltaf
til staðar.
Ýmsir heilsubrestir höfðu þó knú-
ið á dyr hennar síðustu árin, en
alltaf beitti hún stórkostlegri hæfni
til að yfirvinna kvíðann sem fylgir
slíku andstreymi. Þar var í ríkum
mæli gripið til skopskyns og still-
ingar á þann veg að henni fipaðist
aldrei flugið. Af þeim orsökum átt-
um við bágt með að trúa því að
þessi síðasta og óvænta hindrun
næði að stöðva Margréti okkar og
vorum svo sannfærð um að hún
kæmi til með að hlaupa áfram í
hópnum að nokkrum tíma liðnum.
Sú varð þó ekki raunin.
Hér verður aðeins stiklað á stóru
í æviferli Margrétar. Hún hét fullu
nafni Margrét Ingunn Kristjáns-
dóttir. Síðar notaði hún ættarnafn
eiginmanns síns Dungal í stað föð-
urnafnsins. Foreldrar hennar voru
Þórunn Björg Jensdóttir og Kristján
Bárður Sigurðsson búsett í Bolung-
arvík. Margrét var elsta barnið, þá
Guðrún Blöndal búsett í Reykjavík,
Jakob Elías (d. 1982) og Ingibjörg
Kristín búsett í Reykjavík. Faðir
þeirra stundaði sjómennsku og fisk-
verkun.
Þann 11. febrúar 1928 grípa ör-
lögin ógnvænlega inn í líf þessarar
fjölskyldu og annarra í Bolungar-
vík. Móðirin ferst þá í miklu snjó-
flóði er fellur á veginn í Óshlíð,
fimm Bolvíkingar eru á heimleið frá
ísafirði og verða að ganga um Ós-
hlíðarveg, því slæmt var í sjóinn.
Skyndilega fellur á þá mikið snjó-
flóð. Fjórir menn farast, þar á með-
al Þórunn Björg, móðir framan-
greindra systkina. Engin orð fá
nokkurn tíma lýst hvílík angist og
sorg nístir fjölskyldur sem verða
fyrir slíkum harmi og hve langvar-
andi áhrifa gætir vegna atburða af
þessum toga.
Þarna urðu algjör þáttaskil í lífi
Margrétar og fjölskyldu hennar.
Heimilið leystist upp og varð úr
ráði að koma börnunum ýmist fyrir
hjá ættmennum eða vandalausum.
Margrét var send til ísafjarðar og
ólst þar up fram yfir fermingarald-
ur hjá Ingibjörgu Jensdóttur móður-
systur sinni og manni hennar Rögn-
valdi Guðjónssyni. Þar á heimilinu
var og fósturmóðir Rögnvalds, Kar-
itas Hafliðadóttir, mjög merk kona
sem m.a. tók börn í lestrarnám og
fleira. Hún er einnig þekkt fyrir
sérkennilega myndgerð úr manns-
hári og er myndir eftir hana að
finna á Byggðarsafninu á ísafirði
og víðar. Margrét minntist oft þess-
arar konu.
Guðrún systir hennar fór til
ömmu sinnar, Guðrúnar Þórðar-
dóttur í Bolungarvík, ásamt Jakobi
sem síðar fór til vandalausra í ná-
lægðri byggð. Þau voru sjö og fjög-
urra ára er slysið varð. Ingibjörg,
yngsta dóttirin, var aðeins fimm
mánaða gömul og ólst hún upp hjá
fjölskyldu Valdimars Samúelssonar
á Ósi sem er skammt frá bænum
í Bolungarvík.
Margrét sjálf var 9 ára að aldri
er þetta átti sér stað og mundi því
vel þann dag. Nærri má geta að í
barnshjartanu hefur myndast djúpt
sár, en gæfa hennar var þó að lenda
hjá góðu fólki sem ræktaði mann-
kosti hennar. Faðir hennar fluttist
til ísafjarðar og bjó þar síðan. Þar
lést hann árið 1961. Fljótlega eftir
ferminguna fór Margrét til dvalar
á Akureyri. Þar bjó hún hjá systrun-
um Elísabetu og Margréti Eiríks-
dætrum. Höfðu þær þekkt Þórunni
móður Margrétar. Á Akureyri
stundaði hún gagnfræðaskólanám
í fyrstu og einnig vann hún um tíma
á Kristneshæli. Hana langaði að
læra hjúkrunarfræði, og víst hefði
hún orðið úrvals starfskraftur á
þeim vettvangi menntunar ef
draumamir hefðu ræst.
Um 1937 flyst Margrét svo til
Reykjavíkur. Þar starfaði hún
næstu árin, m.a. hjá Guðna Jóns-
syni gullsmiði, við afgreiðslustörf í
Laugavegsapóteki og í snyrtivöru-
versluninni Öcúlus. Árið 1944 gift-
ist Margrét Baldvini Pálssyni Dung-
al, stofnanda ritfangaverslunar
Pennans sf. Þau bjuggu við Miklu-
braut, þar sem Margrét bjó fjöl-
skyldu sinni hlýtt og fallegt heim-
ili, annaðist uppeldi barna sinna af
aðúð og kostgæfni og bjó þar síðan
til æviloka. Börn þeirra hjóna urðu
þijú. Elst er Sigrún, sem er gift
Sveini Björnssyni, börn þeirra eru
Anna Margrét og Henrik Baldvin,
þá Gunnar, kvæntur Þórdísi Öldu
Sigurðardóttur, og yngstur er Páll
Halldór, sem kvæntur er Elínu
Kjartansdóttur og eiga þau þijú
börn, Baldvin, Alexander og Önnu
Jónu.
Margrét missti mann sinn með
snöggum hætti árið 1969 er hann
var í innkaupaferð erlendis á vegum
fyrirtækisins. Þá var hann 65 ára
gamall en hún 50 ára. Þarna upp-
lifði Margrét annað undirbúnings-
laust fráfall ástvinar og eflaust
voru erfiðir tímar í sjónmáli. Börnin
og fjölskyldur þeirra, auk minning-
ar um mann hennar, skipuðu önd-
vegi í lífi Margrétar. Það var henni
mikið hjartans mál að halda hópn-
um sínum heilum og glöðum. Hún
var stolt af þeim og dyggur stuðn-
ingsmaður þeirra til æviloka.
Um persónuleika Margrétar væri
margt hægt að skrifa, sem gott er
og fallegt og erfitt að koma því
fyrir í stuttri grein. Hún var ríku-
lega búin ýmsum þeim mannkostum
sem reynast haldbestir í lífinu.
Kærleikur er samheiti þessara
kosta og af honum átti hún gnótt.
Innan kærleikans rúmast svo margt
og í daglegu fari Margrétar mátti
m.a. skynja fordómaleysi, tryggð,
rausn og alúð við umhverfið að
ógleymdu skopskyni hennar. Ekki
var því að undra hve allir aldurshóp-
ar löðuðust að henni. Hún átti vini
í vinum barna sinna og tengda-
barna. Barnabörnin tóku líka þátt
í ýmiss konar leikjum og uppátækj-
um með ömmu sinni og höfðu gam-
an af.
Hún var svo greind og djúphygg-
in á hvernig manneskjan fær lifað
best og kunni alveg þann leik að
lifa í núinu. Manneskja sáttar og
réttlætis. Brosin voru bæði glettin
og ljúf, húmorinn alltaf til staðar
og sögurnar hennar sjaldnar fyndn-
ari en þegar spaugað var á eigin