Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 43

Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 43 kostnað. í kringum Margréti var því oft hlegið dátt og innilega. Margrét hélt ákveðnum skoðun- um sínum aldrei að fólki en þegar eftir var leitað eða nauðsyn bar til, lét hún þær örugglega í ljós þannig að engum duldist að þar fór stefnu- föst kona. Málfarið var að auki rammísienskt og fagurt enda konan borin og barnfædd fyrir vestan. Hún var félagslynd manneskja og var m.a. félagi í kvenfélaginu Hringnum. Hún átti sinn trygga vinahóp og spilafélaga, allt fólk sem henni þótti vænt um og naut þess að vera með. Sama má segja um fjölmarga starfsmenn Pennans sem hún þekkti í áraraðir, það fólk var henni líka mjög kært. Um margra ára skeið starfaði Margrét við bókavörslu á vegum Rauða krossins á Borgarspítalan- um. Það starf veit ég með vissu að veitti henni mikla lífsfyllingu og má segja að þar hafi hún að nokkru leyti verið komin í draumastarf æskuáranna. Á síðstu jólum lét hún þau orð falla að helst kysi hún að annast heimilislausa á þeim næstu. Margrét var glæsileg kona í útliti svo eftir var tekið. Hún gekk hnar- reist um völl og var með áberandi gróskumikið og iglóandi hár sem alltaf fór vel hvernig sem vindar blésu. Út frá henni streymdi þokki sem myndaði á sinn sérstaka hátt svo sérstaklega gjöfult andrúms- loft. Klæðaburður hennar og snyrti- mennska var óaðfinnanleg. Hún hafði vissulega gaman af að skarta sínu fegursta en þá var það eins og svo margt annað í fari Margrét- ar nákvæmlega mátulegt, laust við ptjál og pjatt og fór henni vel. Heimilið og sumarbústaðurinn Birkihlíð endurspegluðu alla sömu eiginleika og óvíða var yndislegra að koma. 1 Birkihlíð er auðvelt að finna fyrir ástinni sem hún gaf staðnum, hún er þar í andrúmsloft- inu og það dylst engum er þangað kemur. Börnum er oft sagt að dánir menn fái vængi og verði að englum. Það er langur vegur frá því að Margrét hafi verið búin að „pakka niður“ til ferðarinnar þegar hún harf okkur sjónum, en hins vegar er ábyggilegt að hún var löngu til- búin með allt það sem til þarf í ferðalög með englum. Eg á í raun mjög auðvelt með að ímynda mér elskulega tengdamóður mína svíf- andi upp með miklum vængjaþyt, hratt og örugglega upp á himins brejðu boga rakleiðis til Guðs. Á leið sinni mætir hún e.t.v. fugl- um himinsins sem eru nú óðfluga að flykkjast Jiingað til sumarheim- kynnanna. Á sorgartímum minna þeir okkur á almætti gangverks lífs- ins. Viðhald sköpunarinnar á sér stöðugt stað og vorið kemur enn á ný þrátt fyrir mörg misstigin spor í mannanna heimi. Sumarheim- kynni ástvina okkar eru hinn mikli leyndardómur, en örugglega mildari en hinn nýliðni íslenski aprílmánuð- ur. Við lok þessara fátæklegu skrifa verður hugurinn aftur hljóður og þakklátur yfir því að vera til og hafa þekkt svo góða manneskju sem Margréti. Minningin um hana hlýjar mér strax um hjartaræturnar, rétt eins og rödd hennar gerði svo oft í símanum eða bara það að sjá henni bregða óvart fyrir í bíl sínum niðri í bæ. í hennar anda vil ég að end- ingu láta smá sögu flakka rétt eins og hún sjálf gerði við mig daginn fyrir andlátið. Eigi alls fyrir löngu tárfelldi ég vegna smá atviks sem henti mig í lífinu. Viðstödd var 9 ára frænka mín hún Ástríður sem starði forviða á mig en sagði svo af hæfilegri vorkunnarsemi: „Við skulum bara segja að þú sért svona kvefuð Þór- dís mín.“ Ég veit að margir verða eflaust á stundum svolítið „kvefað- ir“ á næstunni en tíminn mun von- andi sjá til þess, eins og svo oft áður, að öll hressumst við á nýjan leik. Þökk fýrir allt og allt. Guð blessi minningu Margrétar Dungal. Ég hitti konu, er sigrar sorg, sál, er til himinsins nær, - fágæt perla við flæðarmál, fáguð og undraskær. Guðm. Friðjónsson. Þórdís A. Sigurðardóttir. Fleiri minningargreinar um Margréti Dungal bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minning: Ágúst Eiríksson Fæddur 19. ágúst 1909 Dáinn 22. apríl 1992 í dag kveðjum við Valsmenn góð- an félaga og vin, „Gústa í Hörpu“, eins og hann var oftast nefndur á meðal okkar. Ágúst ólst upp í Austurbænum, ekki fjarri aðsetri KFUM, enda gerðist hann félagi þar mjög ungur að árum. í KFUM komst Ágúst í kynni við knattspyrnuna og um leið margan Valsmanninn, sem varð til þess að hann gerðist strax á unga aldri aðdáandi og stuðnings- maður Vals. Það lá ekki fyrir Ág- ústi að leika knattspyrnu, en þeim mun meira fylgdist hann með æfing- um og kappleikjum allra flokka félagsins. Ágúst var fastagestur á vellinum, eins og sagt er, og á Hlíð- arenda var hann svo að segja heima- gangur um árabil. Hann var fljótur að koma auga á unga og efnilega knattspyrnumenn, fylgdist með þroska þeirra og frama á æfingum og á knattspyrnuvellinum og hvatti þá óspart til dáða. Þegar Ágúst kom af vellinum mátti sjá það á svip hans hvort Valur hefði unnið eða tapað. Hann brosti breitt þegar leik- ur vannst en var þungur á brúnina ef leikur tapaðist og sparaði þá stundum ekki stóru orðin. Ágúst átti sæti í Fulltrúaráði Vals um árabil. Þar var hann mjög virkur, sótti manna best fundi var tillögugóður og ávallt reiðubúinn að taka til hendi þegar á þurfti að halda. í félagi eins og Val hefur í gegnum tíðina verið mikið um alls konar fjár- öflun, eins og gengur, og til þess að hún bæri árangur þurfti félags- menn til að selja. Þar var Ágúst fremstur í flokki og seldi mun meira en nokkur annar, hvort sem um var að ræða happdrættismiða, minja- gripi eða annað, sem þurfti að koma í pening fyrir Val. Velgengni Vals byggist ekki eingöngu á hinum fjöl- mörgu leikmönnum, heldur einnig á dugmiklum stjórnendum og einlæg- um stuðningsmönnum. Ágúst var alla tíð í þeim hópi. Valsmenn, ung- ir sem aldnir, munu sakna þess að sjá ekki „Gústa í Hörpu“ framar á vellinum eða á Hlíðarenda. En minn- ingin lifir. Um leið og Valsmenn þakka Ág- ústi fyrir frábær störf í þágu félags- ins og trausta vináttu er eftirlifandi eiginkonu hans, Jennýju Pétursdótt- ur og fjölskyldu færðar innilegar samúðarkveðjur. Fulltrúaráð Knattspyrnu- félagsins Vals. Sœvar Karl Olason Bankastræti og Kringlunni: 13470 og 689988 NÝR DAGUR ... AU G LÝSING ASTOFA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.