Morgunblaðið - 05.05.1992, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 05.05.1992, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 sannCu<3.rn.b ?* Með morgunkaffínu /2-27 . . . eins og bálið sem yljar. TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghts reserved ° 1991 Los AngelesTimes Syndicate 4V? ífc-. Keyrðu ljósavélina í botn ... HOGNI HREKKVISI /, é<3 £"Æ. V/SS UM A£> CfVUUkJNN GERJf? ítTT OAGN 'ANrfiii-:K,4TU LE/&6G1N/NGA." BREF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 EB og framtíðin Frá Einarí Birni Bjarnasyni: EF HALDIÐ verður áfram að dýpka samstarfið innan EB, eins og stefnt er að samkvæmt Maastrichtsam-- komulaginu, munu Þjóðvetjar óhjá- kvæmilega verð allsráðandi innan þess. Spumingin er sú hvort Suður- Evrópuríkin, t.d. Frakkland, muni sætta sig við yfírráð Þjóðverja. Ég segi að þau muni ekki gera það og að hætt verði við Maastricht og frekari samruna Evrópu. Evrópu- bandalagið muni því þróast yfir í stærra og laustengdara bandalag fyrst og fremst sjálfstæðra ríkja, en er nú í stíl við Norðurlandasam- starfið að sumu leyti. Því eina leið- in sem Suður-Evrópuþjóðirnar munu hafa til að koma í veg fyrir yfirráð Þjóðverja er að draga úr völdum þeirra stofnana EB sem Þjóðvetjar verða allsráðandi í. Austur-Evrópuþjóðunum mun svo verða hleypt smám saman inn í EB í kjölfar EFTA-þjóðanna, nema ís- landi sem mun vitaskuld ekki sækja um aðild. íslendingar munu ekki heldur ganga í EES. Enda er hagur okkar af EB- og EES-aðild augljós- lega mun minni en kostnaðurinn sem fylgir henni. Meirihluti lands- manna mun sjá hve EES-aðild er heimskuleg, sérstaklega vegna þess að hún getur aðeins leitt til EB- aðildar sem meirihluti landsmanna er andvígur. Nú þegar eru ýmsar blikur á lofti í sambandi við Maastrichtsamkom- ulagið. Helmingslíkur virðast vera á að Danir felli það. Þýsku sam- bandslöndin eru óánægð með það vegna þess að það virðist geta falið í sér valdatilfærslu frá þeim til Bonnstjórnarinnar og þau heimta að fá neitunarvald um allt frekara fullveldisafsal. Á írlandi rekst lög- gjöf þeirra um bann við fóstureyð- ingum á Maastricht, sem þýðir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla þarf væntanlega að fara fram þarlendis um það mál. Bretar hafa alltaf ver- ið andvígir Maastricht og fengust aðeins til að samþykkja það með því að fá umfangsmiklar undanþág- ur frá einstökum ákvæðum þess. Þjóðernissinnum virðist vera að vaxa fiskur um hrygg innan EB, sérstaklega þeim af öfgakenndara taginu sbr. nýlega kosningasigra öfgahægrimanna í Frakklandi og á Ítalíu. Slíkir öfgaflokkar munu ekki komast til valda, en þeir munu hafa þeim mun meiri áhrif á stefnu ann- arra stjórnmálaflokka á hægri vængnum, enda keppa þeir helst við þá um fylgi. Með það í huga ber að skoða að skoðanakannanir- og niðurstöður síðustu bæjar- og sveitarstjórnakosninga, sem benda til ósigurs sósíalista í næstu þing- kosningum og taps meirihluta þeirra á þingi. Mikil og vaxandi andstaða virðist vera komin upp í Frakklandi gegn Maastricht ef marka má nýlegar skoðanakannan- ir þarlendis. Kröfur um þjóðarat- kvæðagreiðslu um afstöðuna til Maastricht eru orðnar háværar í kjölfar fullyrðinga mikilsvirtra manna um að það þyrfti að breyta stjórnarskránni svo hægt yrði að staðfesta Maastrichtsamkomulagið, en tvísýnt væri um úrslit slíkrar atkvæðagreiðslu. Nýlega hvatti Jacques Chirac, formaður Lýðveld- isfýlkingarinnar (RBR), til þess að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Því til þess að þingið gæti samþykkt nauðsynlegar stjórnar- skrárbreytingar, yrði að vera ljóst að það hefði þjóðina á bak við sig. Þá er spurningin hvað hinn aðal hægriflokkurinn gerir þegar RBR hefur tekið þannig afstöðu gegn Maastricht. Hafandi í huga fortíð Gaullista sem stækra þjóðernis- sinna veðja ég á að sá flokkur muni taka svipaða afstöðu og Lýð- veldisfylkingin og þannig komið í veg fyrir að hægt verði að ná nauð- synlegum aA meirihluta fyrir slíkum stjórnarskrárbreytingum. það verð- ur spennandi að fylgjast með því hvað gerist eftir næstu þingkosn- ingar. Öfgaflokkur Le Pen gæti þá hugsanlega komist í oddaaðstöðu sbr. skoðanakannanir og úrslit síð- ustu bæjar- og sveitarstjórnakosn- inga. Þetta mikla fylgi öfgahægri- manna mun náttúrulega setja þá flokka sem standa þeim næst í varn- arstöðu, þ.e. flokk gaullista og Lýð- veldisfylkinguna, svo þeir munu lík- lega sveigja lengra til hægri og á áttina að þjóðernissinnum sbr. kröfu Lýðveldisfylkingarinnar. um þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnvöld eru andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja láta þingið staðfesta Maast- richtsamkomulagið sem fyrst og telja það ekki bijóta í bága við stjórnarskrána, enda var Francois Mitterrand, forseti Frakklands, einn af höfundum þess. Ef Maastric- htsamkomulagið verður fellt í Frakklandi, verður það úr sögunni í bili. Að vísu er því haldið fram í nýjasta tölublaði Economist að það nægi að Danir felli Maastricht. Þá yrði komin upp ankannaleg staða fyrir bandalagið og eina lausnin væri að semja að nýju. Það verður spennandi að fylgjast með atburð- um næstu vikna og mánaða í aðild- arlöndum EB. EINAR BJÖRN BJARNASON, nemi í stjórnmálafræði, Brekkugerði 30, Reykjavík. Mörg- er ambaga okkarmáls Frá Asmundi U. Guðmundssyni: MÖRG er ambaga okkar ritmáls, ekki er með nokkru móti hægt að kenna prentvillupúkanum um, þó blaðamenn sem aðrir geti ekki með góðu skilað frá sér réttorð- uðum setningum, í töluðu orði hvað þá í rituðu. Æði oft bera slíkar hörmunga andagiftir fyrir augu mér við lestur dagblaðanna. Sú allra nýjasta var i Morgun- blaðinu 15. marz 1992, í smá- klausu á öftustu síðu, undir fyrir- sögninnni „Fékk tundurdufl í trollið". Þar var sagt frá því að togarinn Drangavík VE 555 fékk slíkan vágest inn á dekk í troll- inu. Síðan segir orðrétt: „Duflið var virkt og tóku sprengjusér- fræðingar frá Landhelgisgæsl- unni við duflinu þegar skipið lagðist við höfn í Sandgerði upp úr kl. 17 í gær.“ Aldrei hef ég vitað það fyrr en nú, að skip legð- ist við höfn þá komið er að landi, hingað til hafa skip lagst við bryggju í þessari eða hinni höfn- inni, kannski er þarna á ferðinni ný skilgreining á sagnorðinu bryggja, gaman væri að vita nánar af því. Seinni hluti greinar- innar var að góðum hluta til upptalning á því sem áður var komið fram. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON Suðurgötu 124, Akranesi Víkverji skrifar Operusmiðjan réðist í að setja upp La Bohéme í Borgarleik- húsinu um páskana og það var ljóst að mikill metnaður lá að baki upp- setningunni. Þrátt fyrir það hefur Víkveiji ekki orðið var við mikla umræðu um hana manna á meðal og varð satt að segja undrandi þeg- ar hann sá að síðustu sýningar hafa þegar verið auglýstar. Vík- veiji átti þess ekki kost að sjá sýninguna fyrr en núna um helgina og ekki minnkaði undrun hans, vegna þess að La Bohéme er tví- mælalaust meðal bestu óperusýn- inga sem hafa verið settar upp hér á landi. Óperusmiðjan er um það bil tveggja ára gömul og er félagsskap- ur ungra söngvara, sem hefur sam- starf við leikhúsið Frú Emilíu. Vegna reynsluleysis á óperusviðinu hefði verið vel fyrirgefanlegt að einhveijir hnökrar hefður verið á sýningu þeirra á La Bohéme. En það var alveg ljóst að hér var á ferð fólk sem vissi hvað það var að gera og kunni sitt fag. Þrátt fyrir reynsluleysi — í óperuflutningi — tókst söngvurunum að fleyta þessari líflegu og skemmtilegu sýn- ingpi áfram af krafti og uppskáru viðtökur sem Víkveiji hefur ekki áður séð í íslensku leikhúsi. Það er greinilegt að það mikla starf sem hefur verið unnið í Söng- skólanum hefur þegar skilað árangri. Þeir fjölmörgu söngvarar sem hafa útskrifast úr honum, stundað framhaldsnám erlendis og starfa bæði hér heima og á er- lendri grundu, eru fullfærir um að halda uppi líflegu óperulífi hér heima. Þetta unga fólk sem starfar hjá Óperusmiðjunni er mjög fram- bærilegt og hefur hæfni til að halda út stór óperuhlutverk. Það sem er kannski enn athyglis- verðara, er hversu góðir leikarar þessir ungu söngvarar eru. Tjáning þeirra á tilfinningum og örlögum persónanna er lofsverð, svo það er óhætt að segja að þarna sé á ferð- inni hörku gott leikhús. Við ættum kannski að fara að gefa því meiri gaum sem er að gerast í kringum okkur og skoða Setur það unga hæfileikafólk sem við höfum verið að ala upp í lista- lífi okkar á seinustu árum. Þetta á ekki síst við um unga söngvara og hljómsveitarstjóra. Tónlistin var mjög vel flutt og áheyrileg og Vík- veija varð hugsað til þeirra und- arlegheita að hér skuli vera upp undir tíu menntaðir hljómsveitar- stjórar, sem ganga að mestu um atvinnulausir. Við þurfum að líta okkur nær og gera okkur grein fyrir þeim efniviði sem er í kringum okkur. Öll umgjörð sýnigar Óperusmiðj- unnar á La Bohéme er vel unnin og enginn ætti að láta þennan ein- stæða viðburð framhjá sér fara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.