Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 55

Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 55 Ályktun miðsljórnar Framsóknarflokksins um EES: Ekkí tímabært að taka eiidan- lega afstöðu tíl samningsins Stuðningur verði bundinn fimm skilyrðum „NIÐURSTAÐAN varð sú að það væri ekki skynsamlegt að taka endan- lega afstöðu nú, hvorki með eða á móti þessum samningi," sagði Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ályktun miðstjórnar flokksins um afstöðuna til samningsins um evrópskt efna- hagssvæði, við lok miðstjórnarfundar á sunnudag. Á fundinum kom í ljós töluverður ágreiningur um hvaða afstöðu flokkurinn ætti að taka til samningsins. Var tillögu framkvæmdasijórnar og þingflokks, sem lögð var fyrir miðstjórnarfundinn, breytt talsvert í meðferð nefnd- ar sem fór yfir hana og dró formaðurinn að því loknu enga dul á að niðurstaðan hefði orðið málamiðlun. I setningarræðu sinni á laugar- dag óskaði Steingrímur hins vegar eftir að miðstjórn mótaði skýra afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum að ýmsir Framsóknarmenn töldu réttast að flokkurinn hafnaði samningnum en flestir virtust þó vera sáttir við þá niðurstöðu sem samkomulag varð um þar sem enn vantaði miklar upplýs- ingar um málið af hálfu stjórnvalda. Endanleg ályktun miðstjórnar til samningsins um EES er svohljóð- andi: „Miðstjórnarfundur Framsókn- arflokksins ályktar að stuðningur við aðild íslendinga að hinu evrópska efnahagssvæði komi ekki til greina nema eftirgreindum skilyrðum sé fullnægt: 1. Samningurinn standist ákvæði stjórnarskrár. 2. í stað fyrirvara sem ekki feng- ust viðurkenndir, verði hagsmunir landsins tryggðir með einhliða laga- setningu á Alþingi. 3. Tvíhliða samningur um fiskveið- ar reynist ásættanlegur enda sé eftir- lit með veiðum erlendra aðila full- nægjandi sem og önnur ákvæði hans. 4. Tryggt verði að íslendingar hafi fullar heimildir til þess að leggja jöfnunargjöld á innfluttar landbún- aðarafurðir. 5. Formlega verði viðhorf Evrópu- bandalagsins kannað til breytinga á samningi um evrópskt efnahags- svæði í tvíhliða samningi íslendinga og Evrópubandalagsins, ef og þegar önnur EFTA-ríki hafa gerst aðilar að EB. Að slíkri breytingu verði stefnt. Verði ofangreindum skilyrðum fullnægt hafa Islendingar tryggt sér það sem þeim er mikilvægt í sam- skiptum við þjóðir Vestur-Evrópu, sérstaklega frjálsan aðgang fyrir framleiðslu Islendinga að markaði þar. Þess er jafnframt vænst að öllum verði þá ljóst að aðild að Evrópuband- alaginu kemur ekki til greina. Samningurinn í endanlegri gerð og hin ýmsu lagafrumvörp liggja hinsvegar ekki fyrir í heild. Tvíhliða samningur um veiðiheimildir er enn ekki gerður. Ríkisstjómin hefur ekki sýnt hvort og hvernig hún hyggst tryggja hagsmuni íslendinga. Af þeirri ástæðu er ekki tímabært að taka endanlega afstöðu til samnings- ins. Miðstjórn ákveður því að koma saman til fundar á ný áður en samn- ingur EES kemur til lokaafgreiðslu á Alþingi, ef ekki næst að ræða hann á flokksþingi. Miðstjórnarfundurinn leggur áherslu á að samningurinn verði vandlega og hlutíaust kynntur fyrir þjóðinni og ítrekar fyrri samþykkt um þjóðaratkvæðagreiðslu." Rétta ríkisstjórninni hjálparhönd „í raun og vera fínnst mér að við séum að rétta ríkisstjóminni hjálpar- hönd í þessu máli. Við erum að reyna að beina áhrifum okkar til að hún lagfæri þá annmarka sem við sjáum á þessum samningi," sagði Stein- grímur. Sagðist hann hafa miklar efasemdir um þá afstöðu sumra að hafna bæri samningnum þar sem fyrirvarar hefðu ekki náðst. „Eg tel að með því skákum við okkur út í hom og að við gætum ekki ætlast til að tekið sé tillit til okkar. Ég ótt- ast mest að við sogumst inn í Evrópu- bandalagið en ef unnt er að koma af stað formlegri viðræðu við EB um breytingar á þessum samningi, þegar önnur EFTA-ríki hafa gengið í EB, þá höfum við unnið stórvirki," sagði Steingrímur í ræðu sinni þegar af- greiðsla ályktunarinnar fór fram á sunnudag en hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Meðal þeirra sem lýstu andstöðu við samninginn bar einna mest á Bjarna Einarssyni og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur sem vildi lýsa því yfir að stuðningur við samninginn kæmi ekki til greina. Hún kvaðst þó. sætta sig við þá málamiðlun sem náðist en sagðist telja að ályktunin hefði þá þýðingu að flokkurinn styddi ekki samninginn í raun þar sem ekki verði hægt að fullnægja þeim skilyrð- um sem sett eru fram í ályktuninni. Guðni Ágústsson alþingismaður lagði m.a. til í ræðu sinni að flokks- þingi verði flýtt fram í ágúst eða september en það fer að óbreyttu fram 27.-29. nóvember. Páll Péturs- son alþingismaður vildi að í ályktun- inni yrði tekið fram að samningurinn um EES þyrfti ótvi'rætt að standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Því hafn- aði Steingrímur með þeirri röksemd að ótvíræð niðurstaða yrði aldrei fengin nema Hæstiréttur fjallaði um samninginn. Alþýðubandalagið: Endanleg* afstaða þeg- ar málið liggur allt fyrir ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að þingflokkur og aðrar stofnanir flokksins hafi lagt mikla vinnu í að skoða samninginn um evrópskt efnahagssvæði að undanförnu en muni gera j*rein fyrir endanlegri afstöðu sinni þegar öll mál lægju ljós fyrir. „Eg reikna með að það verði frekar fyrr en síðar,“ segir hann. Ólafur sagði að á fundi utanríkis- en í fyrsta lagi í lok mánaðarins. Þá málgnefndar í gærmorgun hefði komið fram af hálfu ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins að enginn samningur lægi fyrir um sjávarút- vegsmál og næsti viðræðurfundur um hann væri ekki fyrirhugaður fyrr Þessi framsetning boðar ekki mikinn ágreming -segir utanríkisráðherra um álykt- un miðstjórnar Framsóknarflokksins JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að skilyrði sem miðsljórn Framsóknarflokksins setur við stuðningi við samninginn um evrópskt efnahagssvæði séu öll af sama tagi og bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafi sett fram. „Mér sýnist þessi framsetning ekki boða mikinn ágreining og legg áherslu á að þess er að vænta að framsóknarmenn geti stuðlað að því að gott samkomulag takist á milli stjórnar og stjórnarandstöðu á þinginu um meðferð málsins. Báðum aðilurn ætti að vera það kappsmál að samningurinn og fylgi- frumvörp hans fái vandaða og ítarlega umfjöllun. Við þurfum því að ná samkomulagi um sumarþingið og málsmeðferðina,“ segir Jón Bald- vin. I máli utanríkisráðherra um ein- staka fyrirvara Framsóknarflokksins kom fram að sérfróðir aðilar ættu að skila niðurstöðum sínum um hvort samningurinn stæðist ákvæði stjórn- arskrár fyrir lok júní. „Ég er alveg ásáttur með að bíða þeirrar niður- stöðu en bendi á að málið hefur ver- ið rannsakað rækilega af þjóðréttars- érfræðingum aðildarríkja EFTA og það er athyglisvert að allstaðar nema í Sviss hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði gerð krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að samningurinn kalli ekki á breytingar á stjórnarskrá," sagði hann. Jón Baldvin sagði einnig að í und- irbúningi væri löggjöf sem snerti þá fyrirvara sem settir voru fram, m.a. um rétt til kaupa á hlunnindajörðum og um orkulindirnar. Þá sagði hann að efnissatriði tví- hliða samnings um fiskveiðar væru þegar staðfest með erindaskiptum og hefðu verið þaulrædd í utanríkis- málanefnd. Eftirlitsþátturinn gerði m.a. ráð fyrir að íslenskir eftirlits- menn yrðu um borð í erlendum skip- um sem hefðu leyfi til veiða við Is- land. Þetta lægi allt skýrt fyrir en samningurinn sjálfur yrði væntan- lega útfærður í sumar. Utanríkisráðherra sagði að EES- samningurinn tæki aðeins til land- búnaðarafurða í undantekningartil- vikum. Ráð væri fyrir því gert að álagning jöfnunargjalds væri heimil. Jón Baldvin sagðist ætla að ræða við Frans Andriessen varaforseta framkvædmastjórnar EB um stöðu samningsins um EES ef öll önnur EFTA-ríki ganga í Evrópubandalag- ið, þegar hann kæmi til Reykjavíkur 20. maí á fund ráðherraráðs EFTA. „Það er mál sem verður ekki til lykta leitt á þessum tímapunkti. Það er mikilli óvissu undirorpið hvort og hvenær þau lönd sem eru í biðröð- inni um aðild hafa lokið þeim gamn- ingum. Það er opinbert leyndarmál að menn telja með öllu óraunsætt að þeim verði lokið 1995 heldur taki þeir lengri tíma. Fari hins vegar svo að þessi lönd verði orðin aðilar að EB mun þurfa að taka upp þann þátt samningsins sem lýtur að stofn- unum, sérstaklega varðandi eftirlit og lausn deilumála,“ sagði Jón Bald- þyrfti álit sérfróðra manna um hvort samningurinn stæðist stjórnarskrá að liggja fyrir og einnig þyrfti að vera ljóst hvort ríkisstjómin ætlaði að hafna endanlega þjóðaratkvæða- greiðslu um samninginn áður en umræða um hann gæti hafíst á AI- þingi. Olafur sagði að ekkert samkomu- lag væri komið á milli stjórnar og stjórnarandstöðu urn afgreiðslu málsins á Alþingi. Ef ríkisstjómin sétlaði að þrýsta á að Alþingi tæki samninginn til umfjöllunar áður en þessi atriði lægju öll fyrir yrði aldrei um samkomulag að ræða. „Mér skilst að ríkisstjómin hafi guggnað á að taka málið úr utanrík- ismálanefnd en til að bjarga ein- hveiju andliti hafi í staðinn verið komið með sérstaka hugmynd um að öll önnur mál færu til sérstakrar nefndar. Það gengur hins vegar ekki upp því um er að ræða tvennskonar mál, annars vegar hinn eiginlega samning og fylgisamninga sem hljóta að fara til utanríkismálanefndar og hins vegar sjálfstæð lagafrumvörp sem þurfa að fá venjulega þingmeð- ferð.“ SagðisttMafur ekki hafa neina trú á að fastanefndir þingsins féllust á að vísa umboði sínu yfir í eina sémefnd og því væri hugmyndin andvana fædd. Ólafur sagði ennfremur að sér þætti út í hött að ræða sumarþing fyrr en fullbúinn samningur um sjáv- arútvegsmál og skýr niðurstaða um að samningurinn stangaðist ekki á við stjómarskrá lægju fyrir. Hins vegar hefði stjórnarandstaðan boðið að nefndir störfuðu að einstökum þáttum sem vörðuðu samninginn í sumar þótt hin eiginlega umræða hæfíst ekki fyrr en öll atriði lægju fyrir. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands: Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands gengst fyrir námskeiði í skyndihjálp sem hefst miðvikud. 29. apríl kl. 20 og stendur 4 kvöld. Kennsludagar verða 29., 30. apríl og 4. og 6. maí. Kennt verður frá kl. 20 til 23. Námskeiðið verður haldið í Ármúla 34, 3. hæð (Múlabæ). Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á að komast á námskeið- ið geta skráð sig í síma 688188 á skrifstofutíma. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástui'saðferðin, hjartahnoð, hjálp við bruna, bein- broti og mörgu öðru. Einnig verður fjallað um það hvernig má koma í veg fyrir slys. Þetta er síðasta nám- skeiðið í vor sem skólafólk getur treyst á að geta fengið metið í fram- haldsskólum. Margir aðilar halda reglulega námskeið í skyndihjálp fyr- ir sitt starfsfólk. Meðal þeirra fyrir- tækja sem standa myndarlega að þessum málum er Rafmagnsveita Reykjavíkur sem hélt 8 námskeið með alls 143 þátttakendum í febrúar sl. Leiðbeinandi var Guðlaugur Leós- son. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta hópsins. Næsta barnfóstrunámskeið hefst 29. apríl. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar- innar verður haldinn 12. maí í Ár- múla 34 kl. 20.30. (Fréttatilkynning) VANN MN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin : 125.251.781 kr. 18. leikvika 2.- 3. Röðin : 11X-211-112-1X11 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 309 raðir á 5.528 raðir á 43.576 raðir á 210.664 raðir á 109.440- kr. 3.850 - kr. 510- kr. 220 - kr. Alls komu 37 raöir fram meö 13 réttum hérlendis, 549 meö 12 réttum, 3.554 meö 11 réttum og 13.713 meö 10 réttum. Þaö var tippaö fyrir 9.852.890 kr. á íslandi en greiddir veröa út vinningar fyrir 11.101.013 kr = 112 % vinningshlutfall. - fyrir þlg og þina fjölskyldu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.