Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 56

Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 56
-=~. HS8SSSSS^M8888S38S88SSSSS8SSESS8S^^lt»»V ásmmsfe 'Vtj MOKGUNBLAmt), ADALSTRÆTI 6, 101 KEYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÚSTHÓLF 1555 / AKURLVRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Aldís fauk á landgang á Keflavík- urflugvelli ALDÍS, ein Boeing 737 flugvéla Flugleiða, skemmdist á Kefla- víkurflugvelli í gærkvöldi þegar snörp vindhviða snéri vélinni sem var tengd við einn af land- göngurönum flugstöðvarbygg- ingarinnar. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða kom dæld á annað vængbarð Aldísar þegar það lenti á rananum. Skemmdirnar rværu ekki miklar en nægar til þess að vélin er óflughæf og hófst viðgerð þegar ,í gærkvöldi. Þá skemmdist raninn eitthvað. Áætlunarflug til Glasgow og Amsterdam verður sameinað í dag vegna þessa óhapps en að sögn Einars er ekki gert ráð fyrir öðrum breytingum á áætlun. Hann sagði þó ekki ljóst hvað viðgerðin tæki langan tíma eða hver kostnaður Flugleiða yrði vegna þessa. Gripnirvið að reykja hass FJÓRIR menn voru hand- teknir vegna gruns um hass- reykingar á almannafæri í miðborginni um helgina. I báðum tilfellum sáu óein- kenniskiæddir lögreglu- menn, sem komið höfðu sér fyrir inni í háhýsum við mið- borgina, til mannanna og gerðu viðvart um athæfi þeirra. Þannig voru tveir rúmlega tvítugir menn handteknir þar sem þeir sátu í skjóli, að því er þeir töldu, í skoti við Gimli í Lækjargötu og reyktu hass. Einnig voru tveir menn handteknir með hass á sér skammt frá stjórnarráðinu við Lækjartorg eftir svipaða ábendingu. Áburðurinn til bænda Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessa dagana eru starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi í óðaönn að koma áburðinum til bænda um land allt. Samdráttur í búvöruframleiðslunni undanfarin ár hefur gert það að verkum að áburðarsalan hefur dregist saman jafnt og þétt. Áætlað er að seld verði 52 þúsund tonn af áburði nú í ár, en það er um fímm þúsund tonnum minna magn en selt var í fyrra. Kvartað yfírstærð- fræðiprófi NEMENDUR í 10. bekk hafa kvartað yfir því að samræmt próf í stærðfræði á þriðjudag lia.fi ver- ið of langt og þeim hafi ekki tek- ist að Ijúka prófinu á tilskildum tíma. Meyvant Þórólfsson, náms- stjóri í menntamálaráðuneytinu, sem liafði umsjón með yfirferð prófanna um helgina ásamt fleir- um segir að greina megi að tími hafi verið naumur fyrir suma en matið sé á þann veg að útkoman virðist ekki ætla að verða lakari en í meðalári. Hann sagði að lengd prófsins myndi hafa áhrif á yfirferð þess. „Prófdómarar munu taka tillit til þess í matinu þegar um er að ræða erfíð matsatriði. Þeir verða fremur mildari en hitt. En gæta þess auðvit- að að allir sitji við sama borð hvað það snertir," sagði Meyvant. Hann sagði að svipað mál hefði komið upp vegna samræmds prófs í íslensku fyrir tveimur árum. Þá hefðu verið gerðar smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi prófsins sem virtust hafa tafið nemendur eins og nú. Nemendur fá einkunnir sínar um miðjan maí og má þá búast við að endanlegur úrskurður fáist í málinu. Stefnt að því að leggja EES-samninginn fyrir Alþingi 12. maí: Tillaga ríkisstjórnar um sumarþing í tvennu lagi JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segist stefna að því að leggja samninginn um evr- ópskt efnahagssvæði fyrir Alþingi næstkomandi þriðjudag 12. maí. Ríkisstjórnin hefur komið sér saman um sérstaka tillögu um meðferð og afgreiðslu málsins á Alþingi sem var kynnt stjórnar- andstöðunni í gær. Var þing- flokksformönnum stjórnarflokk- anna falið að vinna að samkomu- lagi við stjórnarandstöðuflokkana um málið. Gerir tillagan ráð fyrir að umræða um samninginn fari fram fyrir þinglok 15. maí en síð- an verði haldið sumarþing í tvennu lagi, síðustu tíu daga júní- mánaðar og frá 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er m.a. gert ráð fyrir að EES-samningurinn verði lagður fyr- ir utanríkismálanefnd en einnig er til ■ skoðunar að sérnefnd þingsins ljalli um lagafrumvörp auk fasta- nefnda þingsins. „Það má kalla þetta tveggja stoða lausn,“ sagði einn við- Slitnar upp úr sérkjaraviðræðum í álverinu: VSÍ fellir væntanlega miðlun- artillöguna fyrir hönd ISAL SLITNAÐ hefur upp úr sérkjaraviðræðum Vinnuveitendasambands íshinds fyrir hönd Islenska álfélagsins og starfsmanna ÍSAL og mun því sérstök miðlunartillaga ríkissáttasemjara í deilu þessara aðila koma til atkvæða. AHt bendir til þess að VSÍ felli miðlunartillöguna fyrir hönd ÍSAL, Þórarinn V. Þórarinsson fratn- kvæmdastjóri VSÍ sagði að ISAL . hefði lagt megináherslu á að fá svip- aðan rétt til stjórnunar og svipaðan rétt til að nýta sér utanaðkomandi verktaka og önnur íslensk fyrirtæki hefðu, auk tveggja annarra atriða sem varða hagræðingu. í þeirri samningalotu sem leiddi til miðiun- artillögu ríkissáttasemjara hefði náðst samkomulag um að ISAL hefði svigrúm til samninga við sína starfs- menn með sama hætti og verið hefur undanfarin ár en deilan yrði ekki tekin inn í heildarpakkann. Aðilar hefðu síðan einsett sér að ná saman um þau ágreiningsefni sem stóðu í vegi fyrir samningi en öllum óskum ÍSAL um breytingar á meginatriðum hefði síðan verið hafnað. Gylfí Ingvarsson aðaltrúnaðar- maður hjá ISAL sagði að á samn- ingafundum hefði verið ítrekað af hálfu VSÍ að ef ekki yrði samið um þau atriði sem ISAL vildi fá breytt yrði enginn samningur. Þetta sýndi að VSÍ og ÍSAL hefðu aldrei ætlað sér að semja við starfsfólk heldur stilla því upp við vegg. Það dygði ÍSAL ekki að semja á sömu Iágu nótunum og aðrir. Alltaf þyrfti að vera eitthvað meira í mínus. Sérsök miðlunartillaga var lögð fram gagnvart ISAL sem er efnislega samhljóða almennu tillögunni. Greidd eru atkvæði um hverja tillögu sérstaklega og fer framkvæmda- stjórn VSÍ með atkvæði viðkomandi vinnuveitenda í atkvæðagreiðslunni. Þórarinn sagði að þótt ekki hefði komið fram formleg afstaða frá ÍSAL væri ekki áhugi á því þar að fram- lengja óbreyttan samning með sam- þykkt tillögunnar. Gylfí Ingvarsson sagði að VSI, sem hefði lagt áherslu á að neita öllum sérkröfum verkalýðsfélaga sem hafi í för með sér útgjaldaauka fyrir fyrirtæki, hefði lýst því yfir að ef ekki yrði samið við starfsmenn ÍSAL um sérkröfur verði enginn samningur. „Þarna á að meðhöndla launþega suður í Straumsvík á allt annan hátt en annað launafólk." Þegar Þórarinn var spurður hvort það væri ekki erfið staða fyrir VSÍ að fella miðlunaitillöguna gagnvart einum hópi en samþykkja hana gagn- vart öllum öðrum sagði hann svo vissulega vera. „En viðkomandi fyrir- tæki hljóta að hafa ráðandi afstöðu um hvernig fer með málið á sama hátt og starfsmennirnir ráða þeirra megin. í annan stað verður okkur ekki órótt vegna þess að kröfur ÍSAL eru ekki aðrar en þær að fá að búa við samskonar skilyrði og önnur fyr- irtæki innan Vinnuveitendasam- bandsins. Það teljum við fullkomlega sanngjamar óskir.“ mælenda við Morgunblaðið. Eyjólfur Konráð Jónsson, formað- ur utanríkismálanefndar, sagðist * ekki vita annað en að allt sem skipti máli varðandi samninginn verði lagt fyrir utanríkismálanefnd. Að sögn Jóns Baldvins var enn á viðræðustigi hvernig afgreiðslu samningsins verður háttað þegar hann hélt af landi brott vegna undir- ritunar samningsins fyrir helgina. „Ég hafði gert rækilega grein fyrir hvað væri nauðsynlegt í þeim efnum til að tryggja að unnt verði að málið fái góða og vandaða umfjöllun en þó þannig að stefnt væri að því að afgreiða það fyrir áramót," sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið í gær. Forysta þingflokka stjórnarand- stöðunnar hélt fund síðdegis í gær um tillögu ríkisstjórnarinnar en frestaði að taka afstöðu til hennar og verður annar fundur haldinn fyr- ir hádegi í dag. Að sögn Önnu Ólafs- dóttur Björnsson, Kvennalista, er ýmislegt jákvætt í tillögum ríkis- stjórnarinnar en annað óljósara sem ræða þurfi nánar. Margrét Frí- mannsdóttir, þingflokksformaður Alþýðubandalagsins, sagði að í sum- um atriðum væri komið til móts við sjónarmið stjórnarandstöðunnar. „Við höfum fengið viðbrögð við bréfi okkar og erum að kanna þetta. Það er að hluta til komið til móts við sjónarmið okkar en það er einnig atriði sem við komum ekki til með að geta felit okkur við. Því verður komið til réttra viðsemjenda," sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna í gærkvöidi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.