Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992
Míkíll fjöldi námsmanna hef-
ur fengið námslán án þess
að skila lágmarksárangri
40
NAMSARANGUR LANÞEGA LIN 90-91
Miðað við fullt nám skv. skipulagi skóla
% af fjölda námsmanna
32.5
30
20
10 8.7
I
12.4
35.5
Undir 75% 75-80% 80-90% 90-99% 100%
Árangur m.v. fullt nám
A við þá sem skilað hafa upplýsingnm.
eftir Steingrím
Ara Arason
Því miður er það svo að veruleg-
ir gallar hafa komið í ljós við fram-
kvæmd laga og reglna um starfsemi
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Rúmlega helmingur námsmanna,
sem fengu lán hjá sjóðnum skólaár-
ið 1990-1991, vanáætlaði tekjur
sínar en tekjur manna hafa mikil
áhrif á upphæð námslána. Þannig
hafa námsmenn skammtað sér,
a.m.k. um stundarsakir vaxtalausa
fjármuni svo nemur hundruðum
milljóna króna, sem þeir áttu engan
rétt á að fá. Auk þess hefur fjöldí
námsmanna fengið lán án þess að
skila lágmarks námsárangri.
Hundruð námsmanna hafa einnig
hætt í námi án þess að láta svo lít-
ið að gefa Lánasjóðnum upplýs-
ingar um hvort þeir hafi yfirleitt
stundað nám á viðkomandi misseri
eða skólaári. Þetta eru alvarlegir
annmarkar sem hafa kostað mikil
fjárútlát, sem engu skila í aðra
hönd fyrir námsmenn eða þjóðfé-
lagið. Þessir gallar námslánakerfis-
ins eiga fyrst og fremst rót sína
að rekja til þess að í reglum Lána-
sjóðsins er gert ráð fyrir að einung-
is nýnemar þurfí að skila árangri
áður en þeir fá lán sín greidd. Aðr-
ir námsmenn fá námslán sín í raun
fyrirframgreidd en skila árangri
síðar með fyrrgreindum afleiðing-
um.
Brýn nauðsyn breytinga
Það gefur augaleið að þessu þarf
að breyta, enda er slík framkvæmd
á aðstoð við námsmenn varla til
þess fallin að kenna ungu fólki að
umgangast íjármuni svo til farsæld-
ar horfi. Ætlunin er að gjörbreyta
þessu kerfi með því að taka upp
þá reglu að allir námsmenn fái lán
eftir að þeir hafa skilað náms-
árangri. Þá fá menn t.d. haustlán
sín greidd þegar tekjuárið, sem við
er miðað, er liðið. Strangar kröfur
er þá hægt að gera til þess að upp-
lýsingar um tekjur manna séu rétt-
ar, þegar lán er afgreitt. Þá er ekki
Steingrímur Ari Arason
„Verulegur hluti þess-
ara ofgreiddu lána
greiðast sjóðnum án
vaxta þegar frá líður.
Það er þó ekki kjarni
málsins. Hann er sá að
með röngum upplýsing-
um fékk rúmlega helm-
ingur námsmanna á
þessu skólaári í hendur
mikla vaxtalausa fjár-
muni, sem þeir áttu
ekki rétt á.“
síður mikilvægt að með þessu móti
er hægt að fylgjast miklu betur
með því að menn stundi það nám,
sem þeir fá lánað til og hvort árang-
ur þeirra er í samræmi við reglur
sjóðsins.
Alvarlegar brotalamir
Gerð hefur verið sérstök athugun
hjá LÍN á námsframvindu, skilum
námsmanna á árangri og vanáætl-
uðum tekjum námsmanna og maka
þeirra skólaárið 1990-1991. í ljós
komu eftirfarandi niðurstöður, sem
sýna glöggt stóraivarlegar brota-
lamir í núverandi námslánakerfi.
1. Fjöldi fólks, eða um 1.000
manns, hefur ekki enn skilað sjóðn-
um upplýsingum um námsárangur,
þótt nú sé nærri ár liðið frá lokum
skólaársins 1990-1991.
2. Varlega áætlað hafa 300-400
manns af þessum hópi hætt námi
án þess að skila tilskildum árangri.
Þetta fólk fékk námslán en ekkert
liggur fyrir um hvort þetta fólk
sótti yfirleitt skóla eða ekki.
3. Rúmlega helmingur náms-
manna fékk meiri námslán einhvern
tíma vetrarins en viðkomandi átti
rétt á.
Þetta stafar fyrst og fremst af
því að 4.373 námsmenn og 794
makar þeirra vanáætluðu sér tekj-
ur, þegar haustlán voru reiknuð.
Lánþegar með tekjur voru 8.079.
Samtals nam þessi vanáætlun tekna
640 milljónum króna.
4. Þessir námsmenn hafa því
fengið ofreiknuð haustlán sem
námu 350-400 milljónum króna
umfram það sem þeir áttu rétt á.
í því sambandi má minna á að
skerðing lána vegna tekna umfram
frítekjumark var mjög hátt á þessu
skólaári eða 75%. Þess skal getið
að hjá mörgum leiðréttist þetta
þegar vorlán voru reiknuð, en í lok
skólaársins höfðu eftir sem áður
um 500 manns fengið ofgreidd lán
að upphæð um 50 milljónum króna.
Þessi lán eru öll vaxtalaus en verð-
tryggð.
Verulegur hluti þessara of-
greiddu lána greiðast sjóðnum án
vaxta þegar frá líður. Það er þó
ekki kjarni málsins. Hann er sá að
með röngum upplýsingum fékk
rúmlega helmingur námsmanna á
þessu skólaári í hendur mikla vaxta-
lausa íjármuni, sem þeir áttu ekki
rétt á.
Kostnaður vegna nýrra reglna
um útborgun námslána
Á það hefur verið bent að nýjar
reglur, sem kveða á um aðra tilhög-
un á greiðslu námslána en verið
hefur, hafi kostnað í för með sér
fyrir námsmenn. Það er rétt. Til
þess þarf einfaldlega að taka tillit
þegar námslán eru ákveðin og
hækka lán til þess að mæta þeim
kostnaði. Ennfremur þarf að draga
enn úr því að tekjur hafi áhrif á
námslán. Með því móti er mönnum
gefið aukið svigrúm til þess að afla
sér tekna til þess að standa straum
af námi sínu.
Rúmlega þriðjungur lánþega
LÍN skilaði eðlilegum
afköstum í námi
Það er athyglisvert að einungis
35,5% af námsmönnum, sem fengu
lán hjá LÍN skólaárið 1990-1991
skilaði fullum afköstum eða 100%
námsframvindu samkvæmt skipu-
lagi skóla. (Sjá meðfylgjandi súlu-
rit.) Þá er átt við að menn ljúki því
námi, sem skóli telur eðlileg afköst
á hveiju ári. Álíka hátt' hlutfall
skilaði 75-80% námsframvindu, en
sjóðurinn hefur sett að skilyrði að
námsmenn skili að lágmarki 75%
eða 3/4 af þeim einingaijölda, sem
skóli telur eðlilegt að menn ljúki.
Athyglisvert er þó að 8,7% af þeim
námsmönnum, sem upplýsingar
liggja fyrir um fengu lán, en skil-
uðu ekki lágmarksárangri. Þar er
um að ræða nálægt 600 manns.
Að þessu athugðu hlýtur að koma
til álita að reglur LÍN hvetji menn
í ríkari mæli en gert hefur verið til
eðlilegra afkasta í námi.
Hvernig á að rifa seglin?
Það liggur fyrir að draga þarf
úr fjárþörf LÍN. í stórum dráttum
eru til þess tvær leiðir. Hin fyrri
er sú að skerða öll námslán. Hin
síðari er að sneiða slíka agnúa af
sem hér hafa verið gerðir að umtals-
efni og nýta fjármuni sjóðsins mun
betur. Þetta eru dýrir agnúar í fleiri
en einum skilningi. Einsýnt er að
þá leið á að fara og veijast því um
leið að námsmenn, sem eru í alvöru
námi með eðlileg afköst þurfí að
taka á sig meiri skerðingii námslána
en nauðsynlegt er.
Höfundur er stjórnarmaður í LÍN
og aðstoðarmaður
fjármálaráðherra.
FAGURGRÆN - VATNSÞOUN
Henta á svalir - verandir og tíl útstillinga.
Hagstætt verð! Breidd 200 cm og 400 cm
4 TEGUNDIR
Teimisvelúr(2og4m) kr. 980
Við sníðum eftir þínu málí.
Opið laugardaga kl. 10-14.
TEPPABODIN
GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91 681950
Heill þér þingheimur
eftir Elsu B.
Valsdóttur
Alþingi íslendinga er virðuleg og
valdamikil stofnun. Þar sitja 63 lýð-
ræðislega kjörnir fulltrúar þjóðar-
innar sem fara með löggjafarvaldið.
Lögin sem Alþingi setur hafa víð-
tæk áhrif á líf þegnanna í landinu
og stundum bein áhrif á afkomu
þeirra. Við hljótum því að gera þá
kröfu að lögin sem sett eru séu
réttlát og skynsamleg. Þrátt fyrir
það mikla vald sem við gefum þing-
mönnum okkar erum við ekki alltaf
sátt við þau vinnubrögð sem þeir
beita eða lögin sem þeir vilja setja.
Þessa dagana eru 15.000 náms-
menn mjög ósáttir við það laga-
frumvarp sem nú er komið til þriðju
umræðu í þinginu og íjallar um
Lánasjóð íslenskra námsmanna. Og
það eru ekki bara námsmenn sem
eru ósáttir, það sést best á 30
klukkustunda umræðu sem þegar
hefur farið fram á Alþingi um frum-
varpið og þeim átta þúsund undir-
skriftum sem safnað hefur verið
gegn því hjá fólkinu í landinu. Þetta
frumvarp er hvorki réttlátt né skyn-
samlegt. Það dregur gróflega úr
jafnrétti til náms, eykur aðstöðu-
mun og á eftir að hafa veruleg
áhrif á kjarabaráttuna þegar fram
í sækir. Menntamálaráðherra og
þingheimi öllum hefur hvað eftir
„Getur verið að í þessu
mikilvæga máli sem
LÍN er, sjóður sem
fjöldi manna byggir
tímabundna afkomu
sína á, að ráðherra og
ríkisstjórn séu í póli-
tískum skollaleik með
það á Alþingi?“
annað verið bent á galla þessa
frumvarps. Fulltrúar námsmanna
hafa gert það, þingmenn hafa gert
það og allir sem eitthvað kynna sér
frumvarpið gera sér strax grein
fyrir alvarlegum göllum þess. Þrátt
fyrir þetta er frumvarpið nú komið
til þriðju umræðu og endanlegrar
afgreiðslu í þinginu nær óbreytt frá
fyrstu gerð. Hvernig stendur á
þessu? Getur það verið að í þessu
mikilvæga máli sem LÍN er, sjóður
sem fjöldi manna, kvenna og barna
byggja tímabundna afkomu sína á,
að ráðherra og ríkisstjórn séu í
pólitískum skollaleik með það á
Alþingi? Getur verið að þijóskan
við að „láta undan“ stjórnarand-
stöðunni með því að samþykkja eitt-
hvað af þeim breytingartillögum
sem hún hefur gert á frumvarpinu
Elsa B. Valsdóttir
yfirgnæfi þá rödd skynsemi og rétt-
lætis sem hlýtur að segja hveijum
þingmanni að gera það? Sá þing-
maður sem þannig hugsar er ekki
verður þess trausts sem kjósendur
hafa sýnt honum, sá ráðherra sem
svo hugsar ber ekki hag skjólstæð-
inga sinna fyrir bijósti og sú ríkis-
stjórn, sem þannig starfar, hún
starfar hvorki af skynsemi né rétt-
læti.
Höfundur situr í Stúdentaráði HI
f.h. Vöku, f.l.s.