Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 23 Nikulás keisari í haldi í Tsarshoe Selo árið 1917. Vopnaðir verð- ir gæta hans. Rússland: Jarðneskar leifar Romanov-keisarafj öl- skyldunnar fundnar London. Reuter. RÚSSNESKIR fornleifafræðingar hafa fundið jarðneskar leifar Nikulásar II, síðasta keisara Rússlands, og fjölskyldu hans en bylt- ingarmenn kommúnista tóku hana af lífi fyrir nærri 75 árum. Var sagt frá þessu í breska blaðinu Sunday Times en keisarafjölskyld- an var Nikulás, kona hans, Alexandra, og fimm börn þeirra. Auk þess fundust beinaleifar fjögurra hirðmanna. Fornleifafræðingarnir segja það engum vafa undirorpið, að um sé að ræða Romanov-fjölskylduna, sem kommúnistar tóku af lífi 17. júlí árið 1918, ári eftir byltinguna. Eru grafirnar, sem eru tvær, rétt við bæinn Ekaterínbúrg í Úralfjöll- um, 1.360 km austur af Moskvu. Að sögn Ljúdmílu Kotjakova, tals- manns fornleifafræðinganna, skipaði Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti sjálfur svo fyrir um, að líkam- sleifar keisarafjölskyldunnar skyldu grafnar upp. { annarri gröfinni voru bein níu manna en tveggja í hinni, þar á meðal Anástasíu, yngstu dóttur keisarans. Hafa lengi verið á kreiki sögur um, að hún hafi komist lífs af og kona nokkur, Anna Ander- son, stóð á því fastar en fótunum í 64 ár eða þar til hún lést 1984, að hún væri Anastasía. Sunday Times sagði, að með uppgreftinum hefðu einnig verið staðfestar frásagnir um, að keis- aradæturnar hefðu lifað af skot- hríðina frá afstökusveitinni vegna þess, að þær höfðu vafið sig með skartgripum innanklæða, en þá voru þær stungnar til bana með byssustingjum. Að því búnu voru líkin svipt klæðum, bensíni hellt yfir þau og kveikt í. Síðan voru teknar tvær grafir' og yfir líkin níu í þeirri stærri var hellt brenni- steinssýru en áður en mokað var ofan í var vörabíl ekið fram og aftur yfir líkin til að gera þau sem óþekkjanlegust. Gerðar verða erfðafræðilegar samanburðarprófanir á líkamsleif- unum og hárlokkum, sem varð- veist hafa af Romanov-fjölskyld- unni, og er búist við, að þær stað- festi fullyrðingar fornleifa- fræðinganna. Samsteypustj órn í Tadzíkhístan Dúshanbe. Reuter. RÍKISSTJÓRN Tadzíkhístans og leiðtogar stjórnarandstöðunnar komust að samkomulagi í gær um myndun samsteypustjórnar til að koma í veg fyrir að borgarastyijöld brjótist út í landinu. Samkomu- lagið tókst á fundi með Rakhmon Nabíjev, forseta Tadzíkhístans, stjórnarandstöðuleiðtogum og Qazi Akbar Turazhondzade, helsta trúarleiðtoga múslima í landinu. Þessir aðilar hófu samingavið- ræður sl. sunnudag en þeim var frestað þegar öryggislögregla landsins skaut á mótmælendur við bækistöðvar öryggislögreglunnar með þeim afleiðingum að níu manns létust og 24 særðust alvarlega. Vjatsjeslav Zabolotníj, ofursti í setuliðinu í höfuðborginni Dúsh- anbe, sem var í forsvari fyrir friðar- viðræðunum, sagði að ekki hefði verið rætt um hvort Nabíjev segði af sér sem forseti. Einn af leiðtog- um íslamska endurreisnarflokksins, Davlat Uzmon, sagði hins vegar að það væri enn meginkrafa stjórnar- andstöðunnar. „Ríkisstjórn hefur verið mynduð, en þrátt fyrir það hafa viðræðurnar engum árangri skilað. Okkar meginkrafa er afsögn Nabíjevs,“ sagði Uzmon. Samkomulagið kveður á um að stríðandi aðilar leggi niður vopn og mótmælafundir múslima og lýðræð- issinna í miðborg Dúshanbe verði leystir upp, en þeir hafa verið haldn- ir daglega í meira en einn og hálfan mánuð. Her Samveldisríkjanna mun afvopna almenning í höfuðborginni og á eftirlitsstöðvum í útjöðrum hennar. Samveldisherinn og innan- rfkisráðuneyti Tadzíkhístan munu sameiginlega beita sér fyrir því að samkomulagið verði haldið. FYRIR ÞÁTTTÖKUINIA TIL HAIVIIIMGJU ÍVIEÐ GÓÐAIM ÁRAIMGUR / 1 tilefni af nýafstaöinni teikni- og slagorðasamkeppni grunnskólanema, viljum viö koma sérstöku þakklæti til skólastjóra, kennara og nemenda þeirra grunnskóla sem tóku þátt í keppninni - en alls voru skólarnir 44 talsins. Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun fyrir teikningar: Bjarnfríður Einarsdóttir, Garði. Jens Freymóðsson, Garði. Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir, Garði. Guðmundur Gisli Gunnarsson, Sandgerði. Daöi Bertelsson, Sauðárkróki. Stefán Örn Stefánsson, Kópavogi. Margrét Sæný Gísladóttir, Hveragerði. Árni H. Gunnlaugsson, Stykkishólmi. Stefán Bogi Sveinsson, Egilsstöðum. Þráinn Gíslason, Hellu. Gunnar Marel Hinriksson, Selfossi. Auðunn Karlsson, Hvammstanga. Jóhann Gunnlaugsson, Hvammstanga. Kristin Þorsteinsdóttir, Hvammstanga. Perla Ósk Kjartansdóttir, Hvammstanga. Þórarinn Sigurvin Jónsson, Hvammstanga. Sigursteinn Agnarsson, Raufarhöfn. Elsa Rún Erlendsdóttir, Hvammstanga. Lára Betty Harðardóttir, ísafirði. Ágústa Sigurðardóttir, ísafirði. Bára Dröfn Kristinsdóttir, lsafirði. Birna Sveinbjörnsdóttir, Dalvik. Daníel Páll Jónasson, Reykjavik. lnga Maria Brynjarsdóttir, Reykjavik. Embla Kristjánsdóttir, Reykjavík. Þuriður Uelgadóttir, Reykjavík. Geir Þór JóKannsson, Reykjavík. Eyrún Björk Jóhannsdóttir, Eiðum. Hólmfríður Leifsdóttir, Reykjavík. Amar Haraldsson, Reykjavík. Gunnar Tryggvason, Reykjavik. Rúna Egilsdóttir, Reykjavík. Pétur Már Egilsson, Reykjavík. Guðjón Birgir Tómasson, Borgarnesi. Hallbera Eiríksdóttir, Borgarnesi. Guðrún Ðalía Salómonsdóttir, Reykjavík. Steindór G. Steindórsson, Reykjavík. Aðalheiöur Ýr Ólafsdóttir, Reykjavík. Birgitta Anný Baldursdóttir, Reykjavík. Rósa Dögg Gunnarsdóttir, Reykjavik. Ása Gunnarsdóttir, Reykjavík. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Reykjavík. Katrin íris Kortsdóttir, Reykjavík. lvar Unnsteinsson, Kópavogi. Páll Heiðar Halldórsson, Kópavogi. Þórir Breiðfjörð Kristinsson, Kópavogi. Ólafur H. Sverrisson, Seltjarnarnesi. Jóhann H. Gunnarsson, Reykjavik. Gunnar Torfi Jóhannsson, Reykjavík. Logi Guðjónsson, Garðabæ. Anna Stefanía Kristmundsdóttir, Reykjavík. Jóhann D. Kristjánsson, Reykjavik. lngunn Ósk Benediktsdóttir, Reykjavík. Brynja Kristjánsdóttir, Mosfellsbæ. Sigurður Steinn Sveinsson, Reykjavík. Eyjólfur Hannesson, Reykjavík. Kolbrún Eva Helgádóttir, Grenivík. Ama Óttarsdóttir, Eáskrúðsfiröi. Una Lorenzen, Reykjavík, verðlaun iyrir tvær myndir. Eftirtaldir bekkir fengu verðlaun fyrir slagorð: 7.1M Hlíðaskóla, Reykjavík. 6. BH Hamraskóla, Reykjavik. 3. Y Grunnskóla SigluQarðar. 9. bekkur Grunnskólans í Borgamesi. 6. SK Grundaskóla, Akranesi. 4. A Myllubakkaskóla, Keflavík. 6. ÓS Seljaskóla, Reykjavik. 7. S Grandaskóla, Reykjavík. 8. SS Brekkubæjarskóla, Akranesi. Eftirtaldir skólar fengu verðlaun fyrir heildarframlag til keppninnar: Gerðaskóli, Garði. Laugarbakkaskóli, V-Húnavatnssýslu. Laugarnesskóli, Reykjavík. Fyrstu verðlaunamyndirnar munu birtast á umbúöum skóla- mjólkurinnar næsta vetur. Fyrir hönd Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins, Óskar H. Gunnarsson formaöur Mjólkurdagsnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.