Morgunblaðið - 12.05.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 12.05.1992, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1992 t MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Nýr hlutabréfa- markaður Jrgær urðu þáttaskil á hinum unga I íslenzka hiutabréfamarkaði. ímabili ófulikominnar verðskráning- ar lauk, þegar tilboðsmarkaður hóf starfsemi sína í tengslum við Verð- bréfaþing íslands. Framvegis byggist skráð verð hlutabréfa á raunveruleg- um tilboðum og viðskiptum með bréf- in. Jafnframt munu daglega liggja fyrir upplýsingar um þau viðskipti, sem fram fara með hlutabréf, um magn, kaup- og söluverð, fyrirtæki o.s.frv. Þá má búast við, að stöðugt fleiri fyrirtæki láti skrá sig á Verðbréfa- þingið en í slíkri skráningu felst skuldbinding um ákveðna upplýs- ingagjöf um rekstur fyrirtækjanna og viðskipti stjórnenda þeirra með hlutabréf í viðkomandi fyrirtækjum. ÖIl þessi upplýsingagjöf hefur verið mjög takmörkuð fram að þessu. Segja má, að botninn hafi dottið úr hlutabréfamarkaðnum, eins og hann var sl. haust, þegar verð á hluta- bréfum fór lækkandi. Ástæðurnar fyrir því voru vafalaust margar. Meg- inástæðan var áreiðanlega sú, að traust og tiltrú almennings til hins óskipulagða hlutabréfamarkaðar fór dvínandi. Mönnum varð ljóst, að skráð verð hlutabréfa var ekki mark- aðsverð nema að takmörkuðu leyti Og oft voru lítil, sem engin viðskipti á bak við uppgefið verð. Versnandi staða atvinnuvega og hækkandi vext- ir áttu líka sinn þátt í þessari nei- kvæðu þróun. Hlutabréfamarkaður- inn hefur ekki verið svipur hjá sjón á undanförnum mánuðum. Með hinum nýja tilboðsmarkaði, sem hóf starfsemi sína í gær skapast allar forsendur fyrir því, að almenn- ingur og þá sérstaklega fjárfestar öðlist traust og tiltrú til hlutabréfa- markaðarins á nýjan leik. Nú hafa verið settar leikreglur, sem eiga að duga. Að vísu á eftir að fullkomna þær með ýmsum hætti, en þær starfs- reglur, sem settar hafa verið á Verð- bréfaþingi og sá rammi, sem hinum nýja hlutabréfamarkaði hefur verið settur eru góð byijun. Þess vegna má búast við, að viðskipti með hluta- bréf aukist á nýjan leik. Til viðbótar mun vaxtalækkun fremur stuðla að því, að fólk skoði vandlega kosti hlutabréfa í traustum fyrirtækjum, þegar fjallað er um vænlegustu ávöxtun sparnaðar. Atvinnulífið er í mikium öldudal. Það mun enginn rífa okkur upp úr þeim öldudal nema við sjálf. Hins vegar getur það verið hagstæður tími fyrir fjárfesta að leggja bréf í hluta- bréfakaup, þegar kreppa er í atvinnu- lífi. Þá má búast við, að verð á hluta- bréfum sé hagstætt og von til veru- legrar hækkunar á skráðu verði þeirra, ef menn á annað borð hafa einhveija trú á íslenzku atvinnulífí. Það er því alls ekki fráleitt að festa bréf í hlutabréfum á tímum sem nú og raunar frekar ástæða til þess við slíkar aðstæður en þegar verð þeirra er í hámarki. Samhengið í atvinnu- og viðskipta- lífí verður stöðugt Ijósara. Það er ekki við öðru að búast en að þeir, sem hafa Ijármagn til ráðstöfunar, leggi það í spariskírteini ríkissjóðs, þegar saman fara mjög háir vextir á þeim og skattalegt hagræði. En hvaða gagn hefur þjóðin af slíkri fjár- festingu, þegar til lengri tíma er lit- ið? Verðbréfaútgáfa ríkissjóðs er ekki sízt til þess að standa undir halia- rekstri ríkisins, sem að mjög tak- mörkuðu leyti byggist á því, að ríkið sé að fjárfesta í atvinnulífi og auka þar með verðmætasköpun í þjóðarbú- inu. Þvert á móti er ríkið með þess- ari útgáfustarfsemi að ná í peninga til þess að greiða margvíslega eyðslu, sem ekki hefur tekizt að stöðva í ríkis- kerfinu. Þegar horft er til heildarhagsmuna þjóðarbúsins er auðvitað æskilegast, að ríkissjóður sé ekki helzti keppi- nautur atvinnulífsins um fjármuni. Þeir peningar, sem lagðir eru í hluta- bréfakaup eru líklegri til þess að skila þjóðarbúskapnum arði, þegar fram í sækir en þeir peningari sem fara í spariskírteinakaup. Virk starfsemi hlutabréfamarkaðar er líka mikið aðhald fyrir stjómendur fyrirtækj- anna, sem þar eru skráð. Það er t.d. ólíkt meira aðhald að stjórnendum íslandsbanka en ríkisbankanna vegna þess, að hinir fyrrnefndu verða að gera hluthafafundi grein fyrir gerð- um sínum a.m.k. einu sinni á ári. Það er svo aftur annað mál, að aðalfundir þeirra opnu hlutafélaga, sem hér eru starfrækt eru alltof dauf- ir. Einstakir hluthafar taka þar helzt ekki til máls. Þessir fundir eru vett- vangur tilkynninga og skýrslugjafa stjórnenda, sem að jafnaði þurfa ekki að svara nokkrum spurningum frá einstökum hluthöfum. Á þessu er að verða mikil breyting í Bandaríkjun- um, þar sem hluthafar gerast nú æ kröfuharðari um margvíslegar upp- lýsingar frá stjómendum fyrirtækj- anna á aðalfundum og öðmm hlut- hafafundum. Það má ekki gleyma því, að stjómendurnir em starfsmenn hluthafanna en ekki öfugt. Þá er það stöðugt meira umrásðuefni vestan hafs, að stjórnir hlutafélaga, jafnvel hinna stærstu, eru oftast skipaðar vinum og kunningjum stjórnenda og verða þar með óvirkar að mestu leyti. Það vakti því þjóðarathygli í Banda- ríkjunum, þegar stjórnarmenn í Gen- eral Motors tóku ráðin af stjórnend- um fyrirtækisins og búizt við, að sá atburður eigi eftir að valda miklum breytingum á samskiptum stjórna og stjórnenda. Auðvitað er það hlutverk stjórnarmanna í fyrirtækjunum að veita stjórnendum aðhald, en ekki að vera eins konar jámenn þeirra. Nú þegar nýr grundvöllur hefur verið lagður að hlutabréfamarkaðn- um hér má búast við, að þessi sjónar- mið og viðhorf komi til frekari um- ræðu en verið hefur. Aðalatriðið er hins vegar, að settar hafa verið leik- reglur, sem eiga að tryggja virka starfsemi hlutabréfamarkaðarins, eðlilega og sanngjarna upplýsinga- gjöf, sem tiyggir, að allir hugsanleg- ir ljárfestar sitji við sama borð, þeg- ar kemur að ákvörðun um Ijárfest- ingu í hlutabréfum. Þess vegna má búast við, að þau þáttaskil, sem nú hafa orðið á hlutabréfamarkaðnum eigi eftir að verða íslenzku atvinnu- lífi ekki aðeins til farsældar heldur virka eins og sterk vítamínsprauta á viðskiptalífið og fyrirtækin. Ekki veit- ir af. VAXTAAKVARÐANIR LANDSBANKA ISLANDS Útlánsvextir nokkurra lánaflokka fyrir og eftir 1. maí 1992 [—J Landsbanki íslandsbanki í J Búnaðarbanki U [ 1 Sparisjóðir Víxlar, Yfirdráttarlán Algengustu Algengustu Viðskiptavíxlar, forvextir óverðtryggð verðtryggð forvextir Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbanka ísiands; Landsbankinn löngum með lægri útlánsvexti en aðrir HALLDÓR Guðbjarnason, bankasljóri Landsbanka íslands, segir að bankinn muni efna það sem hann segi í þeirri yfirlýsingu sem gefin hafi verið í tengslum við gerð kjarasamninga. Fyrsta skrefið hafi verið stigið til þess með breytingum á vöxtum verðtryggðra og óverð- tryggðra lána, en sjálfsagt eigi vextir á óverðtryggðum lánum eftir að taka meiri breytingum en þeir verðtryggðu og það verði auðvitað að sjá til hvað gerist á eftirmarkaði með vexti á ríkisskuldabréfum. Halldór sagði að Landsbankinn bankar sagði Halldór að það hefði hefði og myndi standa í einu og öllu ekki farið fram hjá neinum að mikil * Forseti ASI og varaformaður Landsbankans funduðu í gær: Bankinn mun standa við yfirlýsimm sína segir Kjartan Gunnarsson ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands og Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Landsbanka Islands, hittust á fundi í gær til að ræða efndir bankans á yfirlýsingu sem bankinn gaf í tengslum við gerð kjarasamninga, en aðilar vinnumarkaðarins telja að hann hafi ekki staðið við hana. Ásmundur sagði að engin niðurstaða hefði orðið af fundinum, en farið hefði verið yfir málið og hefði hann gert grein fyrir hvað þeir teldu ábótavant. Kjartan sagði að Landsbank- inn myndi standa við sína yfirlýsingu og telji sig hafa gert það. Gert er ráð fyrir að fulltrúar Landsbankans og vaxtanefnd aðila vinnumark- aðarins fundi síðar í vikunni, en bankaráðsfundur Landsbankans hefur verið boðaður á fimmtudaginn. „Við fórum yfir þær skuldbinding- ar sem bankinn hefði gengist undir með sinni yfirlýsingu í tengslum við gerð kjarasamninganna og þá að sjálfsögðu í samhengi við þær við- ræður sem aðilar höfðu átt áður en yfirlýsingin var gefin, þannig að það er ekki í mínum huga möguleiki á einhveq'um misskilningi í þeim efn- um. Það er ósköp einfalt og ijóst hvaða skuldbindingar bankinn axlaði og við þær skuldbindingar hljótum við auðvitað að ætlast að bankinn standi á sama hátt og bankinn ætl- ast til þess að þeir sem við hann eiga viðskipti standi við sínar skuldbind- ingar,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að fjallað yrði um málið í bankanum síðar í vikunni og þeir hlytu að treysta því að tekið yrði á málinu eins og kveðið væri um í þeirri yfirlýsingu sem gefin hefði verið við kjarasamningana. Það væri mjög mikilvægt að Landsbankinn sýndi gott fordæmi því hann hefði verið með hæstu útlánsvextina áður en til kjarasamninganna kom og hann yrði því sérstaklega að lækka vextina. Kjaitan Gunnarsson, varaformað- ur bankaráðs Landsbanka íslands, sagði að Landsbankinn myndi standa við þá yfirlýsingu sem hann hefði gefið vegna kjarasamninganna og þeir teldu sig þegar hafa staðið við hana hvað snertir að fylgja eftir lækkun vaxta á eftirmarkaði. Það séu engin ákvæði í yfirlýsingunni um að allir bankar eigi að vera með sömu vexti heldur segi í yfírlýsingunni að þess sé að vænta að markaðsaðstæð- ur leiði almennt til svipaðra og sam- bærilegra kjara banka. við þá yfirlýsingu sem hann hefði gefið í sambandi við lausn kjaradeil- unnar. I henni væri ekki kveðið á um dagsetningar heldur tilteknar ákveðnar viðmiðanir og þróun og bankinn hefði lækkað vexti í sam- ræmi við lækkun vaxta á eftirmark- aði eins og kveðið væri á um í yfirlýs- ingunni. Bankinn myndi ekki láta hártoganir hafa áhrif á sig heldur fylgja eftir sannfæringu sinni í þess- um efnum. Aðspurður hvers vegna bankinn hefði síðustu mánuði verið með hæstu útlánsvextina og væri enn sagði Hall- dór að vöxtum hefði verið breytt hveiju sinni eins og þeir teldu rétt. Það væri ekki þar með gefið að þeir sem hefðu breytt öðru vísi hefðu gert rétt. Ef aðrir bankar væru að fjargviðrast yfír að þeir væru með lægri vexti en Landsbankinn í augna- blikinu og teldu sig þurfa að breyta þeim vegna þess, þá ættu þeir hinir sömu að átta sig á því að þeir ættu að taka sínar ákvarðanir sjálfír með hliðsjón af stöðu sinna fyrirtækja. „Ef þeir telja sig hafa lækkað vexti of mikið þá þeir um það. Þeir hljóta að þurfa að ákveða þetta með hliðsjón af hag sinna fyrirtækja," sagði Hall- dór. Hann sagði að samráð um vaxtaá- kvarðanir væri bannað samkvæmt lögum og því væri ekki hægt að kvarta yfir því þó Landsbankinn væri ekki með nákvæmlega sömu vexti og aðrir á sama tíma. Ef litið væri til síðasta árs þá hefði bankinn löngum verið með lægri útlánsvexti en aðrir og að undanförnu hefði hann boðið hærri innlánsvexti en aðrir. Aðspurður hvort skýringarinnar á því að Landsbankinn hefði haft hærri útlánsvexti en aðrir að undanförnu væri að leita í því að Landsbankinn þyrfti meira til sín rekstrar en aðrir útlánatöp hefðu verið að koma fram í reikningum Landsbankans undan- farin þrjú ár. Það helgaðist meðal annars af því að bankinn hefði starf- að mikið í undirstöðuatvinnugreinun- um þar sem oft fylgdi mikil áhætta. Því væri rekstarafkoma hans erfiðari nú heldur en banka og sparisjóða sem ekki sinntu undirstöðuatvinnu- greinunum. Ef bankinn þyrfti hins vegar ekki að ganga í gegnum þess- ar erfíðu afskritir nú, þá gæti hann fullyrt að rekstarkostnaður bankans væri minni en annarra og hann gæti boðið hæstu innlánsvextina og lægstu útlánsvextina. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Eðlilegt að búast við vaxtalækkun Landsbank- ans 21. þessa mánaðar „Landsbankinn gaf tilteknar yfirlýsingar í tengslum við gerð kjara- samninga og hann hefur lýst því mjög ákveðið yfir undanfarið að við þær yfirlýsingar verði staðið og það er mikilvægt," sagði Davíð Odds- son, forsætisráðherra, aðspurður um vaxtastefnu Landsbanka íslands. „Það er hins vegar erfítt að kveða breytingar, sagði Davíð, að í rauninni upp einhvern dóm um vaxtastefnu bankans að öðru leyti. Bankaráðs- menn verða að hafa hag bankans í huga. Bankinn hefur þurft að sinna mörgum og erfíðum skyldum á und- anförnum árum og kannski þess vegna þurft að leggja meira fé til hliðar að undanförnu en áður. Ég man ekki betur en bankinn leggi eitt- hvað á annan milljarð til hliðar í af- skriftarsjóð á þessu ári og hafí gert það undanfarin ár til að bæta sína stöðu. Þama er um gríðarlega pen- inga að ræða,“ sagði Davíð. Hann sagði að aðalatriðið væri að Landsbankinn og forráðamenn hans hefðu lýst því yfír að staðið yrði við yfirlýsingar vegna kjarasamninganna og hann tryði því að þeir myndu gera það. Þess vegna væri eðlilegt að bú- ast við vaxtabreytingum frá þeim 21. þessa mánaðar. Aðspurður hvort það skýti ekki skökku við að Landsbankinn skyldi ekki þegar vera búin að gera vaxta- hefði enginn þurft að hreyfa vexti fyrr en kjarasamningar hefðu hlotið staðfestingu og það væru ekki nema tveir til þrír dagar síðan þeir hefðu verið samþykktir. Ríkisstjórnin hefði hins vegar ákveðið strax og sáttatil- lagan kom fram að lækka sína vexti. Það hefði verið gert fyrr en lofað hefði verið vegna þess að vitað væri að vaxtalækkun þyrfti ákveðinn að- draganda. Vextir á eftirmarkaði þyrftu að lækka og vextir banka einn- ig. Sú þróun hefði verið að ganga eftir, en aðalatriðið væri að vextir lækkuðu þegar til lengri tíma væri horft. Hvort það gerðist vikunum fyrr eða síðar skipti kannski ekki öllu máli í því sambandi. „Meginmálið er að það verður auð- vitað fylgst með því bæði af hálfu viðsemjenda og annarra þar með tal- ið ríkisstjórnar að bankarnir standi við þær yfirlýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Davíð að lokum. Tilboði Samskipa í 65% sjó- flutninga varnarliðsins tekið Flutningsgjöldin rúmlega 150 milljónum kr. lægri en Eimskip fékk á síðasta ári FLUTNINGADEILD bandaríska sjóhersins hefur gengið að tilboði Sam- skipa hf. um 65% sjóflutninga fyrir varnarliðið í Keflavík. Ákvörðun þessi var tekin sl. föstudag og gildir samningurinn til eins árs eða frá 1. júní 1992 til 31. maí 1993. Skv. upplýsingum Marge Hope hjá upplýs- ingadeild sjóhersins buðu Samskip lægst verð í flutningana og er tilboð félagsins í þá í heild metið til 3,8 milljóna bandaríkjadala eða rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Félagið fær 65% flutninganna á móti hol- lenska skipafélaginu Van Ommeren, sem hefur útibú í Bandaríkjunum, en tilboð þess hljóðaði upp á 6,2 millj. dala. Að sögn Ómars Jóhannsson- ar, framkvæmdastjóra Samskipa, mun félagið fá allt að 150 milljónir króna fyrir 65% flutninganna. Eimskipafélagið gerði einnig t.ilboð í flutn- ingana en Eimskip hefur haft sjóflutninga varnarliðsins með höndum frá því að skipafélagið Rainbow Navigation hætti 'þessum siglingum í maí á síðasta ári. Að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips, voru tekjur félagsins af 65% flutninganna fyrir varnarliðið á síðasta ári 5,1 miiljón dollara eða rúmlega 300 millj. kr. Heildartekjur félags- Guðmundur Kjærnested, viðskipta- fræðingur, sem starfar á skrifstofu skipafélagsins Van Ommeren í Banda- ríkjunum, en hann vann að tilboðs- gerðinni fyrir fyrirtækið, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að félagið fengi tæplega 4 milljónir dala fyrir 35% flutninganna eðartæplega 240 milljón- ir kr. Guðmundur benti þó á að skýr- ingar þess hversu há bandarísku til- boðin væru samanborið við íslensku tilboðin fælust í að útgerðarkostnaður í Bandaríkjunum væri mun hærri en á Islandi. Sex tilboð bárust Bandaríski sjóherinn auglýsti út- boðið í flutninga á sjó fyrir varnarlið- ið um mánaðamótin febrúar og mars sl. en flutningarnir voru síðasst boðn- ir út árið 1987 og fékk þá Eimskipafé- lagið 65% flutninganna en bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation 35%. í samræmi við samning ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda er gert ráð fyrir að flutningunum verði deilt á milli íslenskra og bandarískra skipafélaga og það sem býður lægst fái 65% flutninganna til og frá landinu en það sem býður lægst í hinu landinu fái 35%. Alls bárust sex tilboð í flutningana en heildarmagn þeirra er metið til 4.200 gámaeininga. Frá íslandi bár- ust tilboð frá Samskipum, Eimskipa- félaginu og frá Magnúsi Baldvins- syni. Bandarísku tilboðin voru frá Van Ommeren, Rainbow Navigation og einstaklingi að nafni Phil Busby. 52 prósent lækkun Eimskip hefur séð um alla flutninga á sjó fyrir varnarliðið frá því snemma á síðasta ári þegar Rainbow Navigati- on hætti þessum siglingum. Hörður Sigurgestsson sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hefði fengið 5,1 milljón dollara fyrir 65% flutning- anna á síðasta ári. „Á næsta samn- ingsári verður 65 prósent af flutning- *T unum flutt fyrir 2,47 milljónir dollara, sem er 52% lækkun. Við teljum ekki áhugavert að flytja þetta á verðum eins og þessum og teljum ekki ávinn- ing af því,“ sagði Hörður. Omar Jóhannsson sagði að tilboð Samskipa nú hefði verið hærra en það einingaverð sem Eimskip hafi boðið í þessa sjóflutninga árið 1987. „Hins vegar hafa þeir síðan hækkað þau verð um 150 til 200 prósent," sagði Omar. Um tilboðsupphæð Samskipa sagði Ómar: „Þetta eru verulega lægri verð en gilda hjá Eimskip í dag enda hefur hækkunin orðið gífurleg síðan síðasta útboð átti sér stað. Einhvern veginn hafa þeir hækkað þær fraktir sem voru boðnar í byijun árs 1988. Þrátt fyrir að það útboð hafí eingöngu átt að gilda í tólf mánuði hafa þeir haft einkarétt á flutningunum síðan," sagði hann. Hörður sagði að tilboð Eimskips í flutningana nú væri trúnaðarmál. Bandaríski sjóherinn gæfi ekki upp önnur tilboð en þau sem gengið var að og benti auk þess á að aftur færi fram útboð í þessa flutninga eftir 12 mánuði. "" * 1 «« m Uppskipun á varnarliðsgámi úr Rainbow Hope í Njarðvíkurhöfn. „Við munum halda áfram að sigla á þessari leið á tveimur skipum og á sömu staði. Við munum minnka fram- boðið og aðlaga okkur að breyttri eft- irspurn og leggja áherslu á aðra mark- aði á þessari siglingaleið, sérstaklega á Nýfundnaland," sagði Hörður. Auka nýtingu skipanna „Við höfum verið að styrkja okkar flutningastarfsemi og nú síðast gerð- um við samning við græn- lenskt/danskt skipaféla'g í byijun síð- ast liðins árs og höfum síðan flutt fisk frá Nýfundnalandi og vesturströnd Grænlands til Evrópu. Þetta var ein- faldlega gert nú til að auka nýtingu skipanna. Niðustaða þessa útboðs ger- ir að verkum að við sjáum aukna möguleika á að styrkja okkar almennu flutningastarfsemi fyrir íslendinga frá New York og Norfolk,“ sagði Ómar Jóhannsson. Að sögn Ómars er tilboð bandaríska skipafélgsins ekki sambærilegt við til- boð Samskipa þar sem verulegur munur sé á rekstrarkostnaði bandarí- skra og íslenskra skipafélaga. Þá sagði hann að flutningsmagn fyrir varnarliðið hefði minnkað nokkuð á síðustu árum. Van Ommeren stefnir á auknar Islandssiglingar Guðmundur Kjæmested hóf nýlega störf á skrifstofu Van Ommeren í Bandaríkjunum. Hann sagði fyrirtæk- ið væri 153 ára gamalt. Höfúðstöðvar þess væru í Rotterdam í Hoilandi en það væri með skrifstofur í 50 löndum. AIls sagði hann að 9.000 manns störf- uðu hjá fyrirtækinu. Guðmundur sagði að félagið hefði áhuga á að taka í framtíðinni þátt í samkeppni um flutninga á öðrum vör- um frá íslandi. „Við fórum eins lágt og við þorðum. Flutningarnir fyrir Bandaríkjaher eru aðallega til íslands sem þýðir að við verðum með tóma gáma til baka og við höfum áhuga á að fá einhvern annan flutning frá ís- landi,“ sagði hann. Guðmundur sagði að fyrirtækið hefði lengi íhugað að gera tilboð í þessa sjóflutninga fyrir varnarliðið og það hefði áhuga á að gera aftur tilboð í flutningana þegar samningurinn rynni út á næsta ári en einnig væri gert væri ráð fyrir í samningnum að hægt yrði að framlengja hann til sex mánaða. Atriði úr kvikmyndinni „Svo á jörðu sem á himni“ Kvikmyndahátíðin í Cannes: Islensku myndunum vel tekið á frumsýningn Canncs, frá Þorfinni Ómarssyni frcttaritara Morgunblaðsins. Islensku myndirnar Svo á jörðu sem á himni og Ingaló voru sýndar fyrsta skipti á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Báðai hlutu góða aðsókn og var vel tekið af kröfuhörðum áhorfendum. Ingaló er sýnd á svokallaðri gagn- rýnendaviku, sem er innan aðaldag- skrár. Sex aðrar myndir taka þátt í þessum hluta og eru veitt verðlaun fyrir bestu myndina. Ingaló var fyrst sýnd fyrir blaðamenn um hádegið í gær, en önnur sýning var á henni síð- ar um daginn. Ásdís Thoroddsen, leik- stjóri, og Sólveig Arnardóttir, sem leikur Inguló, voru kynntar blaða- mönnum fyrir sýningu. Aðspurð um myndina sagði Ásdís hana vera ódýra og því hafí eðlilega komið upp ýmis ófyrirsjáanleg atvik og tökur þannig skemmtilegar. Myndinni var fagnað með lófataki, en fáeinir áhorfendur sáu sér þó ekki fært að sitja hana til enda. Áhorfendur í Cannes eru jafnan sagðir þeir kröfuhörðustu sem fyrir fínnast og kemur fyrir að meirihluti sýningargesta yfírgefi salinn. Heimsfrumsýning var á kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörði sem á himni, seint í gærkvöldi. Húi er einnig innan aðaldagskrár eða svokölluðum Fókus, sem að þessi sinni er helgaður kvikmyndum fr; Norðuriöndum. Fyrsta myndin í þess um fiokki var sýnd á sunnudagskvöld Það var framlag Dana, Strákarnir fr; Sankt Petri, sem sýnd hefur verið ; íslandi á undanförnu. Mun meiri að ' sókn og áhugi var á Svo á jörðu sen á himni, en á dönsku myndinni. Tvær aðrar íslenskar myndir, Sögu frá norðurslóðum, og Börn náttúrunn ar, eru sýndar á sölumarkaði kvik myndahátíðarinnar. ítalska ríkisfyrir tækið Sacis hefur gert samning vi<’ Friðrik Þór Friðriksson um dreifingi á myndinni og er ætlunin að dreif; henni í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu. Friðrik Sophusson um samning við Borgina: Bar að leita samþykkis fjárveitinganefndar ÓLAFI Ragnari Grímssyni bar, sem fjármálaráðherra í apríl 1991, ac fá samþykki fjárveitinganefndar Alþingis fyrir samningi ríkis og Reykja- víkurborgar um greiðslu á skuld ríkisins vegna vegagerðar. Þetta segii Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í yfirlýsingu sem hann hefur senl frá sér og bætir við að þetta hafi ekki verið gert. Tilraun Ólafs Ragnars að koma sök á aðra og kenna þeim um eigin mistök sé enn eitt dæmic um sérkennileg viðbrögð þingmannsins þegar vanræksla hans komi i ljós Yfirlýsing fjármálaráðherra er eft- irfarandi: Að undanförnu hafa á Alþingi og í fjölmiðlum orðið nokkrar umræðu um lögmæti samnings, sem gerður var á miili ríkis og Reykjavíkurborgar um greiðsiu á skuld ríkisins, sem til- komin er vegna framkvæmda við þjóð- vegi í Reykjavík á undanförnum árum. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í þess- um umræðum haldið því fram, að núverandi fjármálaráðherra hafi borið að leita samþykkis fjárlaganefndar vegna þessa samnings. Af því tilefni vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Krafa Reykavíkurborgar um greiðslu úr hendi ríkisins var rétt- mæt, enda hafði Vegagerðin sam- þykkt framkvæmdirnar. Þess vegna var eðlilegt að samkomulag yrði gert um greiðslu á gömlum skuldum vegna fyrri framkvæmda og þær teknar af vegafé. Ljóst er að samkomulagið er bindandi gagnvart Reykjavíkurborg. 2. Samningurinn er byggður á 6. gr. fjárlaga, lið 6.7. Þessi heimild var í fjárlögum ársins 1991, en kom fyrst í Ijálög árið áður, eða 1990. Heimild- in féll niður við síðustu áramót. Við afgreiðslu þeirra íjárlaga í desember 1989 kom skýrt fram hver var sameig- inlegur skilningur Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi fjármálaráð- herra, Sighvats Björgvinssonar, þá- v.erandi formanns ijárveitinganefndar og undirritaðs, sem þá var 1. þingmað- ur Reykjavíkur. Sá skilningur var að heimildin næði til vegagerðar vegna framkvæmda í vegamálum í Reykja- vík og kom fram við atkvæðagreiðslu um fjárlög og var áréttað af hálfi ráðherra í desember 1990. Fjárveit inganefndarmönnum, eins og öðrun alþingismönnum, var því ljóst að heim ilt væri að ganga til slíkra samning; við Reykjavíkurborg. 3. Viðræður urðu á milli Reykjavík ur og ríkisins um fyrirhugaðan samn ing á árinu 1990, en samkomulag vai gert 3. apríl 1991. Fyrrum fjármála ráðherra, sem gerði samkomulagic fyrir hönd ríkisins, bar, skv. heimild- arákvæði fjárlaga, að fá samþykk, íjárveitinganefndar fyrir samkomu laginu. Það var ekki gert. 4. í athugasemdum með fjárlaga frumvarpi fyrir árið 1992 var teki< fram hvernig haga skyldi greiðslun samkvæmt samkomulaginu me< framlagi á vegaáætlun til þjóðvega þéttbýli. Tillaga núverandi ríkisstjórn- ar lá því fyrir þegar við upphaf yfir- standandi þings. 5. Til að núverandi ríksstjórn get staðið við samninginn er lagt til vic Alþingi í vegaáætlun, hvernig greiða skuii. Meirihluti samgöngunefndar, sem fékk málið til meðferðar, leggur til að vegaáætlun verði samþykkt með greiðslum til að efna samninginn. Samgöngunefnd fer með málið með sama hætti og fjárveitinganefnd gerði áður. 6. Tilraun Ólafs Ragnars Grímsson- ar til að koma sök á aðra og kenna þeim um eigin rnistök er enn eitt dærnið um sérkennileg viðbrögð þing- mannsins, þegar vanræksla hans kem- ur í ljós. Stórmannlegra er að viður- kenna mistökin og greiða fyrir að hægt sé að bæta úr þeim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.