Morgunblaðið - 12.05.1992, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.05.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ yiDSKDPTI/XIVlNNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 29 iTypPTTTPHF Yfirtaka Skandia á trygginga- félaginu Hafnia úr sögunni Hafnia, annað stærsta tryggingafélag í Danmörku, verður áfram í danskri eigu og fyrri samningar stjórnar fyrirtækisins við sænska tryggingafélagið Skandia eru úr sögunni, í bili að minnsta kosti. Hafa þar með orðið nokkur kaflaskipti í mesta tryggingafélagastríði, sem geisað hefur á Norðurlöndum. Þegar ljóst þótti, að Skandia myndi kaupa upp Hafnia risu ýmsir hluthafar í fyrirtækinu upp á aftur- fætuma enda sveið mörgum Dönum að sjá á bak fyrirtækinu í hendur Svíum. Það var Dýrtíðarsjóður laun- þegahreyfíngarinnar, sem hafði for- ystu fyrir andófinu, og fengu for- svarsmenn iians fljótt aðra hluthafa í lið með sér. 30. apríl sl. ákvað svo stjórn Hafnia, sem átt hefur í miklum fjárhagserfiðleikum, að fallast á „dönsku lausnina", sem svo er köll- uð, en Dýrtíðarsjóðurinn og Eftir- launasjóður sveitarfélaganna hafa einkum beitt sér fyrir henni. Samkvæmt þessari lausn munu fyrrnefndir sjóðir og aðrir hluthafar leggja Hafnia til að minnsta kosti 15 milljarða ÍSK. og verður það í formi hlutafjáraukningar þar sem núverandi hluthafar hafa forkaups- rétt. Allt er þó enn á huldu um hvern- ig og hvenær Hafnia losar sig við hlutabréfin í Skandia og Baltica, stærsta tryggingafélagi í Dan- mörku, en J)au eru metin á um 70 milljarða ÍSK. Eru kaupin á þeim aðalástæðan fyrir fjár- hagsþrengingum Ilafnia. Stjóm Hafnia bar það fyrir sig þegar hún hafnaði yfirtöku Skandia, að forsvarsmenn þess hefðu ekki lagt reikninga yfir stöðu fyrirtækisins á borðið innan tiltekins tíma en í her- búðum Skandia er það að frétta, að þar á bæ hafi menn fengið nýjar og áður ókunnar upplýsingar um slæma stöðu Hafnia. Ymsir forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna harma þó, að ekki skyldi hafa orðið af samrunan- um, sem þeir telja nauðsynlegan með tilliti til samkeppnisstöðunnar á innri markaði Evrópubandalagsins. Búist er við, að ýmsum ráðamönnum Hafn- ia verði fómað ,á altari „dönsku lausnarinnar" en Ebbe J.B. Christ- ensen, núverandi stjómarformaður, sagði, að fyrr en síðar yrði Hafnia að leita sér nýs félaga ef það ætlaði sér að lifa áfram. Tölvur Mips selur einkatölvur MIPS Computer Systems setur uú á vordögum á markað fyrstu einka- tölvu sína, en hingað til hefur Mips sérhæft sig einkum í fram- leiðslu tölvukubba. Nýja vélin er afrakstur samstarfs Mips, Micro- soft, Digital og nokkurra annarra aðila innan upplýsingaiðnaðarins. Tölvan, sem kölluð er ARCSyst- em line, notar nýjan og öflugan tölvukubb sem Mips hefur hannað og framleiðir. Tölvan er ennfremur sérstaklega hönnuð til þess að nota Bílar Japanir draga úr bíla- útflutningi til Evrópu EFTIR viðræður við Evrópubandalagið samþykktu japönsk yfirvöld að draga úr bílaútflutningi til Evrópu á þessu ári, en vegna sam- dráttar eiga evrópskir bílafrainleiðendur nú margir hverjir í erfið- leikum Windows NT stýrikerfið. Nýja Windows NT stýrikerfið er hannað með það í huga að hægt verði að nota það jafnt á vélar sem noti tölvukubba frá Intel, sem og þær sem nota nýja kubbinn frá Mips eða aðra kubba. Aukinn vinnsluhraði byggir á svokallaðri Risc tækni sem einkum hefur verið notuð í dýrari vinnu- stöðvum hingað til. Þeir verða þó ekki einir um að bjóða nýja og öfluga kubba sem byggja á þessu, Jiví Digital hefur einnig kynnt nýjan kubb sem nefndur er Alpha. Að sögn fulltrúa Evrópubanda- lagsins er búist við að samdráttur í sölu nýrra bíla í Evrópu í ár nemi um 5%. Japanir munu hafa sam- þykkt að draga úr útflutningi sínum sem næmi þessu hlutfalli, og örlitlu betur. Á síðasta ári voru seldir 1.250.000 japanskir bílar í Evrópu, þannig að hér er um að ræða sam- drátt upp á 62.500 bíla hið minnsta. Talsmaður Evrópubandalagsins sagði að Japanir hefðu tekið þessa ákvörðun í ljósi þeirra erfiðleika sem bílaiðnaðurinn í Evrópu á nú við að eiga, og þeir vonuðust enn- fremur til þess að með þessu móti mætti forðast að koma á of miklu róti á markaðinn. Síðastliðið sumar var gengið frá samkomulagi milli Evrópubanda- lagsins og Japan um aðlögun- artímabil fyrir framleiðendur í Evr- ópu fram til ársins 1999, en þá verður markaðurinn opnaður að fullnustu fyrir Japani. Samkvæmt þeim samningi verður innflutningur á japönskum bílum á næsta ári tak- markaður við 1.230.000 bíla, en sú tala var byggð á sölutölum frá ár- inu 1990. Hjartans þakkir vil ég fœra öllum þeim, sem glöddu mig meÖ heillaóskum, gjöfum, heim- sóknum eða á annan hátt geröu mér ógleyman- legt 90 ára afmœli mitt þann 5. maí sl. Guð blessi ykkur öll. Oddur Ágústsson. Nýja símanúmerið okkar er: 634000 BEINIR SIMAR: Varahlutadeild .............63 41 30 Bílasala ...................63 40 50 Bílaverkstæði ..............63 40 30 Raftæknideild ..............63 40 40 Rafvélaverkstæði ...........63 40 42 Fóðurafgreiðsla ............68 56 16 Fóðurblöndunarstöð .........68 68 35 JUUiísOHlfej HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK I 1 imrnt í Sbbifrffe Meim en þú geturímyndað þér! co 8.6% Aisávöxlun iimfram verðbólgu s.l. 3 mán. SJOÐSBREF5 Mjög öruggur sjóður sem eingöngu fjárfestir ríkistryggðum verðbréfum. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., AÖalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32. • Akurevri: Sír hf.. Revnishúsinu. Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyðarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13 • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c cn =1 o| o o 3 <Q °:Ö =3 Q II oS Q Q' 3 q£ =50 Q^ 3 Q.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.