Morgunblaðið - 12.05.1992, Side 35

Morgunblaðið - 12.05.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 35 KENTUCKV ÁRMÚl.l FELLSMÚLI SKEIFAN MIKI ARRÁUT This Masquerade sem heyrist ekki oft á jasstónleikum. í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. verða tónleikar með tríói Hilmars Jenssonar, en auk hans koma fram Kjartan Valdimarsson og Matthías M.D. Hemstock. Kl. 22 hefst jass á veitingahúsum. Kvartett Björns Thoroddsen er á Hressó, skipaður James Olsen, Bjarna Sveinbjörnssyni og Pétri Grétarssyni. í Djúpinu verða KGB og Dave Cassidy, í Jazz verður Andrea Gylfadóttir og tríó Carls Mollers, á Kringlukránni kvartett Reynis Sigurðssonar skipaður Jóni Páli Bjarnasyni, Þórði Högnasyni og Alfreð Alfreðsyni. í Púlsinum verður stórsveit Tónlistarskóla FÍH. Richard Boone og KGB ___________Jass_____________ Guðjón Guðmundsson RÚREK ’92 var sett í Tjarnarsal Ráðhússins sl. laugardag. Þar komu fram Stórsveit Reykjavíkur, Ric- hard Boone og tríó Carls Mollers, en það verður fulltrúi íslands á norrænum jassútvarpsdögum í Ósló í sumar. Tríóið er með skemmtilegt prógramm af velþekktum jasslög- um og íslenskum dægurlögum sem Carl hefur útsett á bráðskemmtileg- an hátt, t.a.m. Sigurður er sjómað- ur og vögguvísuna Sofðu unga ást- in mín, sem Andrea Gylfadóttir gerir frábær skil. Á sunnudag hófst svo hin eigin- lega jassvika sem stendur til laugar- dagsins 16. maí. Richard Boone fór á kostum í Púlsinum með öflugum liðstyrk heimamanna, þ.e. Kjartani Valdimarssyni, Þórði Högnasyni og Pétri Grétarssyni. Flutt voru tvö lög sem Billie Holliday gerði fræg, There is no greater love og When your lover has come. Boone hefur mjög sérstæðan stíl sem básúnu- leikari. Hann spilar ofurveikt en spuninn er í fínu lagi. In a mellow tone í latín-takti var skemmtilega flutt og píanósólóið var stórglæsi- legt. Svo fór Boone af sviðinu og tríóið lék skemmtilega útsetningu á Someday your prince will come. Fyrri hluta tónleikanna lauk með því að Boone söng á sinn einstæða hátt Misty. Það má segja að rödd hans dragi dám af básúnuleiknum, eða öfugt. Hann syngur lágt en af góðri tilfínningu og hann skattar öðrum mönnum betur. Næst lá leiðin í Hressó þar sem KGB bandið var að hefja síðara settið. Þar var mikið fjör þegar sveitin lék C-jam eftir Ellington. Fiðlarinn bandaríski Dave Cassidy var í sólóhlutverkinu ásamt Krist- jáni Guðmundssyni píanista og Stefán Ingólfsson og Steingrímur Guðmundsson héldu bítinu í lagi. Næst kom sambaperlan Wave í fremur hefðbundnum flutningi og svo var aftur farið í smiðju Ellingt- ons með Take the A-train. Síðasta lag sem undirritaður heyrði var ____________Brids_______________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmótið í parakeppni 1992 Islandsmótið í parakeppni var hald- in á Hótel Höfn, Siglufirði, 9.-10. maí og var metþátttaka, 41 par. 27 pör frá Norðurlandi, 13 pör frá Reykjavík ogJ frá Suðurlandi. Spilaður var baró- meter 2 spil á milli para. Hjördís Ey- þórsdóttir og Sigurður B. Þorsteins- son, Reykjavík, tóku strax afgerandi forystu og sigruðu með glæsibrag, enduðu með 394 stig, 128 stigum fyr- ir ofan næstapar, Esther Jakobsdótt- ir og Sverrir Ármannsson, Reykjavík, sem hlutu 266 stig. Næstu sæti skip- uðust þannig: Sólveig Róarsd. - Gunnar Sveinsson, Skagastr.222 Björk Jónsdóttir, — Jón Sigurbjömss., Sigluf. 216 Guðrún Jóhannesd. - Jón H. Elíasson, Rvík 171 Ágústa Jónsd. -Kristján Blöndal, Sauðárkr. 142 Mótið fór vel fram undir öruggri stjórn Jakobs Kristinssonar og reikni- meistari var Sveinn R. Eiríksson. Bridsfélag Breiðholts Eftir fyrra kvöld firmakeppninnar er staðan þessi: A-riðill stig Nuddstofa Þórunnar spilari: Haraldur Þ. Gunnlaugsson 116 Bílaverkstæði Steindórs spilari: María Ásmundsdóttir 107 Neon spilari: Rúnar Einarsson 102 Hreyfill spilari: Bryndís Þorsteinsdóttir 100 B-riðill Stjörnusalat spilari: Kolbrún Thomas 112 íslandsbanki spilari: Guðjón Siguijónsson 110 Árni Gunnarsson sf. spilari: Óli Björn Gunnarsson 102 Kjötborg, Ásvallagötu spilari: Ingvar Ingvarsson 100 Keppninni lýkur næsta þriðjudag. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst þriggja kvölda vortvímenningur. Spilað var í tveim riðlum. Staðan: A-riðill stig Þröstur Ingimarsson - Ragnar Jónsson 139 Jón Steinar Ingólfsson - Sigurður ívarsson 121 Haraldur Ámason - Trausti Finnbogason 120 B-riðill stig Þórður Bjömsson - Birgir Örn Steingrímsson 130 Magnús Aspelund - Steingrímur Jónsson 121 Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 120 Önnur umferð verður spiluð næsta fimmtudag. Bridsfélag Breiðfirðinga Sl. fimmtudag var spilaður eins kvölds Michell-tvímenningur með þátttöku 18 para. Hæsta skor í N/S: Guðrún Jóhannesdóttir - Gróa Guðnadóttir 251 Björn Arnarson—Jón Gíslason 250 Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 245 Hæsta skor í A/V: Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 258 Sigríður Pálsdóttir - Eyvindur Valdimarsson 256 V aldimar Elíasson - Óli Björn Gunnarsson 233 Fimmtudaginn 14. maí verður létt spilamennska fram eftir kvöldi og af- hent verðlaun fyrir keppni vetrarins. Richard Boone ?. . ‘W - ' V- V „BUÐURIANDSBRAUT Re / ðhjó/avers/unin ÖRNINN SÍMI67 98 90 verkstæSio sími 67 98 91 ÞAR SEM FJALLAHJÓUN FÁST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.