Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 Atvinnuleysi námsmanna: Aldrei fleiri námsmenn á skrá atvinnumiðlana Nefnd á vegum félagsmálaráðherra skilar tillögnm til úrbóta eftir helgina ATVINNULEYSI skólafólks er nú mun meira en undanfarin ár. Gunn- ar Helgason, forstöðumaður Ráðningarskrifstofu Reylgavíkurborgar, segir umsóknir skólafólks hafa alls verið 3.112 sl. miðvikudag en á sama tíma í fyrra hafi þær verið 1.769. „Nú hafa 820 verið ráðnir og á næstu dögum verða verulega fleiri ráðnir til viðbótar. Reynt verður að hjálpa eins mörgum og auðið er,“ segir Gunnar. Nefnd sem félags- málaráðherra skipaði um sumaratvinnu skólafólks skilar tillögum til úrbóta eftir helgina. Ásgeir Leifsson, formaður nefnd- ar, segir að lagðar verði til aðgerðir til að bæta úr starfsmöguleikum skólafólks bæði fyrir þetta sumar og til lengri tíma. „Það er hins veg- ar ekki tímabært að greina frá þeim niðurstöðum núna, fyrst verður fé- lagsmálaráðherra gerð grein þeim.“ Fulltrúar námsmanna héldu fund með forsætisráðherra, Davíð Odds- syni, fyrr í vikunni til að fá úr því skorið hvað stjórnvöld hyggjast gera í atvinnumálum námsmanna. Þar kom fram að nefnd, sem Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri er for- maður í, væri að vinna í málinu og myndi skila sínu verki fljótlega. Nú hafa um 1.300 námsmenn skráð sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna sam- anborið við tæplega 800 á sama tíma í fyrra. Ásta Snorradóttir, framkvæmda- stjóri Atvinnumiðlunar námsmanna, segir að námsmenn séu flestir komn- ir úr skólum og tilbúnir að heíja störf. „Atvinnuástandið í ár er mun verra en í fyrra. Við óskum eftir því að nefndir sem fjalla um málið skili áliti sem fyrst, helst á næstu dögum, þannig að hægt sé að gera sér fyrir vandamálinu og þá koma til móts við það. Mjög margir námsmenn eru nú um hvert starf, sem í boði er. Á sama tíma í fyrra höfðu alls komið inn liðlega 300 tilboð um störf. Nú eru þau eitthvað færri, þeim er þó eitthvað að fjölga núna,“ segir Ásta Snorradóttir. Að sögn Gunnars Helgasonar er almennt atvinnuleysi á höfuðborg- arsvæðinu nú aðeins minna en það var í lok apríl sl. Nú eru alls 1.282 skráðir atvinnulausir, þar af 709 karlar og 573 konur en í apríl voru atvinnulausir alls 1.404. Þetta er hins vegar mun meira atvinnuleysi en í lok maímánaðar í fyrra þegar atvinnulausir voru samtals 540. Al- mennt atvinnuleysi á höfuðborg- arsvæðingu hefur verið um 3,6%. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Hetmlld: Voðurslola Islands {Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) I/EÐURHORFUR I DAG, 30. MAI: YFIRLIT: Yfir vestanverðu landinu er iægðardrag sem grynnist og mjak- ast hægt austur. Suðvestur af Hvarfi er 997 mb lægð á leið norðaustur, SPÁ: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Skúrir sunnanlands og vestan en þurrt að mestu og skýjað með köflum norðaustanlands. Held- ur kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Fremur hæg sunnan- og suð- austanátt og hlýtt. Dálítil rigning með köflum um sunnan- og vestan- vert landið en þurrt og víða léttskýjað norðanlands. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Poka itig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, undantekning er þó á Norð- austurvegi (Sandvíkurheiði), þar er mikil aurbleyta og er því aðeins faer fyrir jeppa og fjórhjóla drifna bíla. Einstaka vegakaflar eru þó ófærir, svo sem Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum, Hólssandur og öxarfjarðar- heiði á Noröausturlandi, Mjóafjarðarheiði á Austfjörðum er lokuð vegna aurbleytu. Vegna aurbleytu eru sums staðar sérstakar Öxulþungatak- markanir á vegum og eru þær tilgreindar með merkjum við viökomandi veg. Aliir hálendisvegir landsins eru lokaðir vegna aurbieytu og snjóa. Vegageröín. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hitl 12 8 veður rtgning rigning Bergen 24 léttskýjað Hetsinki 22 heiðskírt Kaupmannahöfn vantar Narssarasuaq 2 skýjað Nuuk 1 hálfskýjað Ósló 27 léttskýjað Stokkhólmur 23 léttskýjað Algarve vantar Amsterdam 24 léttskýjað Barcelona 21 skýjað Berlín 21 skýjað Chicago vantar Feneyjar vantar Frankfurt 23 skýjað Glasgow 20 mistur Hamborg 23 léttskýjað London 17 rigning Lob Angeles vantar Lúxemborg 12 rignlng Madrfd 16 rigning Malaga 27 skýjað Mallorca 24 skýjað Montreal 12 skýjað NewYork 15 heiðskfrt Orlando vantar París 21 skýjað Madeira vantar Róm 21 alskýjað V/n 12 rigning Washington 16 alskýjað Winnipeg 13 hálfskýjað Frá Mývatni Fálkahreiður í Mývatns- sveit eru eftirlitslaus STAÐA fálkaeftirlitsmanns í Mývatnssveit var lögð niður á þessu ári og því er nú ekkert opinbert eftirlit með fálkahreiðrum. Að sögn Inga Þórs Ingvasonar, fyrrverandi fálkaeftirlitsmanns í Mývatns- sveit, hefur reglulegt eftirlit ekki verið með fálkahreiðrum á þessu ári og því sé ekki vitað hvemig varp hafi gengið eða hvort um þjófn- að á eggjum hafi verið að ræða. Jóhann Jóhannsson hjá Útlendinga- eftirlitinu segir að líkt og áður sé reynt að fylgjast með þeim mönn- um sem hafa tengst þjófnaði á fálkaeggjum og ungum. Jóhann segir lögregluna á við- komandi stöðum reyna að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum í kringum varpsvæði fálkans, en erfitt sé að koma í veg fyrir þjófnað á eggjum og ungum nema að fólk í grennd við varpsvæði fylgist með og láti yfirvöld vita ef vart verður um grunsamlegar mannaferðir. Að sögn Inga Þórs hefur hingað til verið haft reglulegt eftirlit með fálkahreiðrum þannig að þess verði vart ef þau verða rænd og þá sé hægt að grípa til nauðsynlegra ráð- stafana. „Ég veit ekki hvemig varp hjá fálkanum hefur gengið þetta vorið. Bágt ástand á ijúpnastofnin- um líkt og vérið hefur, leiðir oft til þess að varp verður lítið en varp- árangur hjá fálkanum hefur verið lélegur undanfarin ár. Mjög slæmt er að ekki sé hægt að halda úti fálkaeftirliti, en hingað til hefur það einungis verið hálf staða í tvo og hálfan mánuð á ári.“ Ingi þór segir endur nú vera að hefja varp og býst hann við að varp gangi ágætlega hjá þeim í ár. Hann hefur nú þegar séð til álftar með unga, sem er fyrr en oft áður enda hafi veturinn verið snjóléttur. Þrotabú fsno: Teknar upp viðræð- ur við norðanmenn BÚSTJÓRAR þrotabús fsno hf. hafa tekið upp viðræður við heimamenn í Kelduhverfi og fiskeldisstöðina Svarthamar hf. á Húsavík um kaup á eldisstöð- inni í Lónum i Kelduhverfi. Hluti fyrrverandi eigenda ísno hf. átti hæsta tilboð í eignirnar og voru hafnar viðræður við þá en þeir drógu tilboð sitt til baka þegar andstaða heimamanna við þá var opinberuð. Á sama tíma náðu hinir tveir tilboðsgjafarnir sam- an um nýtt sameiginlegt tilboð sem lagt var fram í skiptarétti á miðvikudag. í bréfi sem Þórarinn Kristinsson lagði fram í skiptarétti á miðviku- dag, fyrir sína hönd, Kristins Guð- brandssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar, kemur fram að þeir sjá sér ekki fært að halda áfram við- ræðum um kaupin á grundvelli til- boðsins sem þeir höfðu lagt fram. Bent er á að þeir hafi talið það mikilvæga forsendu fyrir kaupum á eignum þrotabúsins að gott sam- starf tækist við heimamenn í Keldu- hverfi um rekstur stöðvarinnar. Reynt hafi verið að fá heimamenn til samstarfs um tilboðsgerð en samkomulag hafi ekki náðst vegna kröfu þeirra um meirihlutaeign í nýju hlutafélagi þrátt fyrir að fyrir lægi að þeir myndu leggja fram minnihluta íjármunanna. Hins veg- ar hafí því verið lýst yfír af báðum aðilum að eðlilegt væri að skoða málin að nýju þegar ljóst yrði hvort annar hvor aðilinn næði samningum um kaupin. Segir Þórarinn að nú hafi opin- berast að heimamenn störfuðu í algerri andstöðu við þá félaga og að teknu tilliti til þess að hér væru um að ræða menn sem yrðu starfs- menn nýs eldisfyrírtækis og leigðu fyrirtækinu aðstöðu sæu þeir sér ekki mögulegt að halda áfram við- ræðum um kaupin. ----♦-------- Samkomulag um loðnuveið- ar endumýjað Veiðar Norðmanna innan íslenzkrar lögsögu takmarkaðar SAMKOMULAG íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um nýtingu loðnustofnsins hefur ver- ið framlengt til tvegga ára lítið breytt. Sú breyting var þó gerð, að veiðar þjóðanna innan lögsögu hinna eru skertar. Samkvæmt samkomulaginu eins og það var skiptist leyfilegur afli milli þjóðanna þannig að í hlut okk- ar komu 78% og 11% í hlut Norð- manna og Grænlendinga, hvorrar þjóðar fyrir sig. Þá voru okkur heim- ilar veiðar innan norskrar lögsögu og Norðmönnum innan lögsögu okk- ar. Takmarkanir voru á veiðum Norðmanna hvað varðaði tíma og veiðisvæði, en ekki hvað varðaði magn. Nú er það magn, sem hvorri þjóð er heimilt að veiða innan lög- sögu hinnar takmarkað við 35% úr hlut hvorrar þjóðar. Þetta mun að . öllum líkindum draga úr veiðum Norðmanna hér, en hefur ekki áhrif á veiðar okkar frá því, sem verið hefur, því við höfum engar veiðar stundað innan norskrar lögsögu lengi. Hvað Grænlendinga varðar hefur þetta engin áhrif, þar sem þeir stunda engar loðnuveiðar sjálf- ir, heldur framselja kvóta sinn öðrum — að'ollu jjöfnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.