Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992 45 Þórmundur Guð- steinsson - Minning Þórmundur Guðsteinsson bíl- stjóri er Iátinn og upp í hugann koma endurminningar æskuár- anna og rás tímans til þessa dags. Þórmundur var kvæntur Sigur- björgu Guðmundsdóttur, Boggu frænku frá Hurðarbaki, sem lifir mann sinn. Þórmundur var einn þeirra fjöl- mörgu sem settist að á Selfossi á upphafs- og uppgangsárum staðarins sem sveitarfélags. Þetta fólk skóp og lagði grunn að menn- ingar- og athafnalífi samfélagsins við Ölfusárbrú. Þórmundur, eða Mundi eins og við kölluðum hann, bjó á Flúðum utan árinnar ásamt konu sinni og börnum. Húsið var byggt á þeim árum þegar menn nefndu þau með nafni. Flúðir standa á sérstökum stað þar sem horft er út yfir flúð- ir Ölfusár. Og það var með Þórmund eins og svo marga aðra að hann átti það að tómstunda- gamni að renna fyrir lax, enda stutt niður á árbakkann. í hafsjó minninganna kalla nöfn fólks fram myndir sem gott er að staldra við. Þau Mundi og Bogga voru eins og aðrir ættingjar ómiss- andi við afmælisborð okkar systkinanna og það var sérlega gaman að eiga afmæli og það var ekki afmæli nema Hurðarbaks- systur væru til borðs ásamt mök- um og þannig var það langoftast. Á þessum árum snerist umræðu- efni heimilisfeðranna um ýmis framfaramál í ungu byggðarlagi. Vissulega höfðu strákapollar lítið til mála að leggja en með tímanum hafa þessi samtöl karlanna krist- allast og sýna hversu mikilvægt er að íbúar hafi skoðanir á málefn- um umhverfis síns og þeirri upp- byggingu sem þar á sér stað. Karlarnir voru ekki alltaf sam- mála, þeir höfðu skoðanir. Þórmundur hafði ákveðnar skoðanir á málum og sagði þær umbúðalaust svo skildist. Árin liðu og afmælin hættu að vera sömu ættarmótin og áður. En í hvert sinn sem Mundi birtist hafði hann lag á því að fá ungvið- ið til við sig með spaugsemi. „Hvað segirðu Lási minn,“ sagði hann gjarnan og fékk hjá okkur nafnið Mundi lási og Mundi lási var góð- ur karl. Það var gaman að fara í kröftuga krumlu við hann, reyna sig í sjómann eða krók með skemmtilegri örvun frá Munda. Síðan kom góðlátlegur hlátur og hvatning um að borða meira og verða sterkur. Tíminn leið og leiðir lágu sam- an, á brúsapallinum í Mjólkurbúi Flóamanna og áfram þegar fjöl- skyldurnar hittust. Alltaf var stutt í spaugsemina og undir hijúfu yfirborði fundu þeir sem hann þekktu þá hlýju sem laðar að. Hlýja Munda var ríkuleg og henn- ar nutu börn hans, barnabörn og vinir. Þórmundur var vinnsuamur maður eins og þeir fjölmörgu sem byggt hafa upp þjóðfélag okkar. Hann vann 10 stundir daginn áður en hann lauk störfum, hélt sínu striki eins og bílstjórastarfið hafði ávallt boðið honum. Og manni seg- ir svo hugur að svo mikill vinnu- maður sem hann var hafi hann viljað vinna áfram einhver ár. Á skilnaðarstundu þökkum við Munda fyrir að hafa gefið okkur stundir af lífi sínu. Endurminning- in er dýrmæt. Hún laðar fram hughrif hlýrra minninga og dregur upp mynd af traustum manni sem alltaf var á sínum stað, tiltækur þeim sem lögðu leið sína til hans. Bestu kveðjur eru færðar frá fjölskyldunni á Austurvegi 31. Sigurbjörg, börn og allir aðstand- endur fá innilegar samúðarkveðj- ur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Sigurður Jónsson. ingar, standandi í dyrunum með kökudiskinn eða annað góðgæti því ekki mátti maður fara án þess að fá eitthvað, en það var eitt af því sem fylgdi heimili þeirra Ingu og Nonna alla tíð. Frá Hyrningsstöðum fluttust þau að Hofstöðum en árið 1954 reistu þau nýbýli á Seljanesi í Barmahlíð og þjuggu þar þangað til að heilsan bilaði hjá Nonna en þá byggðu þau sér hús við Reykjabraut 9 á Reyk- hólum og bjuggu þar síðan. Ég fór ung úr Reykhólasveitinni en kom seinna vestur að Seljanesi, þá sem tengdadóttir þeirra Ingu og Nonna og þá fann ég strax sömu gestrisnina og hjartahlýjuna og áður, sem hélst alla tíð. Ég held að á Seljanesi hafí þau átt sín bestu ár. Þar var oft margt um manninn, enda stóð heimilið ávallt öllum opið og aldrei heyrði ég Ingu kvarta þótt mikið væri að gera, en oft minnist ég þess þegar hún var búin að búa um alla og einhver spurði, hvar ætlið þið að sofa? þá var svarið alltaf það sama „elskurnar mínar, það er nóg pláss“. Mér finnst þetta lýsa henni nokkuð vel, því hún gerði aldrei neinar kröf- ur fyrir sjálfa sig. Síðastliðinn vetur veiktist Inga af krabbameini og lá þá lengi á Landakotsspítala og var vart búist við að hún ætti afturkvæmt í sveit- ina sína, sem hún þráði þó, en heim komst hún og þegar ég talaði við hana næst og spurði um heilsuna svaraði hún „ég fann að mér batn- aði um leið og flugvélin lenti“. Ég veit að Inga mín þjáðist oft þótt hún kvartaði aldrei en að kvarta eða hugsa um sjálfa sig voru hugtök sem hún þekkti ekki. Ég veit Iíka að hún var orðin ósköp þreytt og því sátt við að losna við þennan jarðlíkama „því hvað er það að deyja annað en standa nakin í blænum og hverfa inn í sólskinið" (Kahlil Gibran) og eins og hún tók alltaf vel á móti öllum veit ég að það hefur verið tekið vel á móti henni og ég efast ekki um að bæði Nonni og Jói hafa beðið hennar við strönd- ina hinum megin. Um leið og ég þakka tengdamóð- ur minni allt það sem hún var mér sendi ég aðstandendum samúðar- kveðjur og kveð hana með erindi sem mér finnst segja meira en mörg orð. Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjamið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og bamið, og gefa þeim, sem gðtu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragamið? Svo þekki hver, sem þigpr hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (D. St.) Wivi Hassing. ■ Á SAMEIGINLEGUM stjórn- málafundi framkvæmdastjórnar Sambands ungra framsóknar- manna og Félags ungra fram- sóknarmanna við Djúp sem hald- inn var á ísafirði 16. maí sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundurinn mótmælir þeirri ójafn- aðarstefnu sem núverandi ríkis- stjórn framfylgir. Ríkisstjórnin hef- ur á einu ári brotið niður og afnum- ið fjölmörg atriði jafnréttis og fé- lagshyggju, sem komið hefur verið á hér á Iandi á síðustu áratugum, sum hver eftir mikla baráttu og fórnir. Það fólk sem harðast verður úti vegna þessara grundvallarbreyt- inga á þjóðfélagi voru, sem ríkis- stjórn hægri flokkanna er að koma í kring, er fyrst og fremst barna- fólk, menntafólk svo og sjúkir og aldraðir. Á sama tíma er ekki hreyft við afkomu hópa í þjóðfélaginu sem mest eiga og hæstar hafa tekjurn- ar, nema þá helst til að auka hag- sæld þeirra. Til þessara óhæfuverka hefur ríkisstjórnin ekkert umboð, því ætti hún að segja af sér strax. og leggja verk sín undir dóm þjóðar- innar.“ (Fréttatilkynning) BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. Ármúla 13 • Sími: 68 12 00 Bein lína: 3 12 36 HYunoni ...til framtíðar „flaggskipið“ 4 dyra stallbakur • 131 eða 143 hestafla vél • 2000 DOHC 16 ventla eða V6 3000 vél • Tölvustýrð fjölinnspýting • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting • Rafdrifnar rúður og samlæsing á hurðum • Hvarfakútur Verð frá: 1.284.000,-kr. • Aukabúnaður (t.d.) : Topplúga: 48.000,- kr. og álfelgur: 45.000,- kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.