Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992
41
Höldum kynningu í dag, laugardag, kl. 12-15
á þessu glæsilega fjölbýlishúsi, sem rís í jaðri
Suðurhlíða Kópavogs
Kapella vígð
í Fella- og
Hólakirkju
SÉRSTÖK hátíðarguðsþjónusta
verður sunudaginn 31. maí kl.
14.00 í Fella- og Hólakirkju. M
mun vígslubiskup, séra Jónas
Gíslason, vígja kapellu eða bæna-
herbergi í kirkjunni og einnig
viðbyggingu sem lokið var við
nú í vetur. Einnig verður vígt
orgel sem lokið var við að selja
upp í kirkjunni í sl. mánuði.
Orgelið er frá verksmiðjunni
Marcussen & son, Orgelbyggeri í
Aabenraa í Danmörku. Það er hið
fyrsta sinnar tegundar sem sett er
í kirkju hér á landi. Þetta er mjög
vandað orgel, tuttugu og þriggja
radda og hafa allir sem spilað hafa
á það lokið miklu lofsorði á það.
Hálftíma fyrir guðsþjónustuna
mun Haukur Guðlaugsson söngmál-
astjóri leika á orgelið.
Við guðsþjónustuna mun vígslu-
biskup predika en sóknarprestar
þjóna fyrir altari. Kirkjukór Fella-
og Hólakirkju annast söng undir
stjórn Guðnýjar M. Magnúsdóttur.
Einsöngvarar eru Ragnheiður Guð-
mundsdóttir og Kristín R. Sigurðar-
dóttir. Eftir guðsþjónustuna verður
boðið upp á veitingar.
Frá kl. 16 til kl. 18. munu hinir
ýmsu organistar í Reykjavík og
nágrenni leika á orgelið. Þar gefst
einstakt tækifæri til að hlýða á
helstu organista landsins leika á
hið nýja hljóðfæri.
(Fréttatilkynning)
------»-»-4-----
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Rauða
kross íslands heldur námskeið í
aðhlynningu aldraðra og sjúkra
dagana 3. og 4. júní nk. í Eir-
bergi. Námskeiðið er ætlað ófag-
lærðu fólki er annast aldraða og
sjúka í heimahúsum eða á stofnun-
um. Skráning og nánari upplýs-
ingar eru veittar á skrifstofu RKÍ.
Bygging þessa glæsilega
fjölbýlishús við Lækjarsmára 78-90
í Kópavogi er nú komin vel á veg.
Um er að ræða 2ja, 3ja, 4ra og 5—6
herbergja íbúðir sem afhendast tilbúnar
undir tréverk og málningu, sameign
fullfrágengin að utan sem innan þ.m.t. lóð.
Allar ibúðirnar eru mjög rúmgóðar og vel
skipulagðar.
VESTNORRÆNT KVENNAÞING1992
F0ROYAR • ÍSLAND • KALAAL1.IT NUNAAT
Á EGILSSTÖÐUM
20. - 23. ÁGÚST
Yfirskrift þingsins er
Vinnumarkaðurinn,
en jafnframt hefur hver þingdagur sérstakt þema:
Föstudagur: Vinnumarkaðurinn og menntun.
Laugardagur: Hafið - Umhverfismál.
Sunnudagur: Konur og möguleikar þeirra til áhrifa.
Auk hefðbundinna þingstarfa verða fyrirlestrar og kynningarbásar
frá ýmsum félagasamtökum, menningardagskrá, íþróttir fyrir alla
og margt fleira.
Þátttökueyðublöð liggja frammi hjá Jafnréttisráði, Laugavegi 13,
101 Reykjavík, ASÍ, Grensásvegi 16a, BSRB, Grettisgötu 89, Ferða-
miðstöð Austurlands á Egilsstöðum, auk bæjarskrifstofa á eftirtöld-
um stöðum: Keflavík, Akureyri, Neskaupstað, Akranesi, ísafirði,
Vestmannaeyjum, Blönduósi.
Hægt er að fá nánari upplýsingar og eyðublöð send frá
Jafnréttisráði, símar 91-27877 og 91-27420.
-k
-k
Stutt í íþróttasvæði Kópavogs.
Opið útivistarsvæði.
Skjólgott umhverfi.
Hagstætt verð.
Stutt í skóla (sjá skipulag).
Mjög traustur byggingaraðili:
Óskar Ingvason múrarameistari.
ÓÐAL
fasteignasala
Skeifunni lla
"679999
Þórður frá Dagverðará við Pólarskipti.
Málverk, ljóð og falar byssur
- sýning Þórðar frá Dagverðará
ÞÓRÐUR Halldórsson frá Dag-
verðará opnaði málverkasýningu
í Hamragförðum, Hávallagötu 24,
29 maí. Þórður er þjóðkunn refa-
skytta og hagyrðingur; á sýning-
unni liggur einnig frammi sýnis-
horn af kvæðum Þórðar. En einn-
ig ætlar refaskyttan að bjóða
byssur sínar falar.
Málverkasýning Þórðar Halldórs-
sonar verður opin til 7. júní kl.
14-22 daglega. Sýnd verða rúmlega
50 málverk, öll nýleg, og fylgir
kvæði hverri mynd. í fréttatilkynn-
ingu segir m.a: „Svo sem fyrri dag-
inn er hann trúr átthögunum sínum
á útnesi hörðu og sækir myndefni
sitt að mestu í snæfellska nátt-
úrufegurð." En einnig er að finna
„nokkra norðlenska tinda, hamra
og fjöll, auk huldra vætta af ýmsu
tagi sem orðið hafa á vegi málarans
á síðari árum“.
Aðstandendur sýningarinnar
vöktu athygli Morgunblaðsmanns á
því að Þórður refaskytta hygðist
bjóða byssur sínar falar, kosta-
gripi, fornfræga refabana. Þórður
fullvissaði Morgunblaðsmann um
það að hann ætlaði sér að fá nýjar.
Svo fremi sem hann fengi veiðikort
en eitthvert vandræðafrumvarp á
Alþingi kvæði á um slíkt.
markaðstorg,
Grensásvegi 14,
sími 651426 e. kl. 18.
RMAUn
STÓRKOSTLEGUR
PRÚTTMARKAÐUR
T.d. notuðfötfrá 25 kr., nýfötfrá kr. 100,
kex 30 kr., hveiti 30 kr. o.s.frv.
Komið með gömlu myndböndin
og skiptið!
Leiga á söluplássi kr. 1.900.
Líf og fjör. (Ath.: Aðeins opið um helgar).