Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992 Sigrid Valtingojer: „Systkin sem hittast." Sigrid Valtingoj er Myndlist Eiríkur Þorláksson Um þessar mundir heldur iista- konan Sigrid Valtingojer sýningu á grafíkmyndum í FIM-sainum við Garðastræti. Sigrid hefur um ára- bil verið meðal þekktustu grafíkl- istamanna okkar, og hefur tekist á við fjölbreytt viðfangsefni í þeim miðli. Þessi sýning er nokkuð ólík síðustu sýningu Sigridar, sem var haldin í Gallerí einn einn fyrir einu og hálfu ári, en þar tók hún persón- ur og andlit til meðferðar; í stærri verkunum hér er hún aftur komin Systkin í Gallerí Borg Myndlist Eiríkur Þorláksson í Gallerí Borg stendur nú yfir sýning á verkum þriggja systkina, þeirra Guðrúnar E. Olafsdóttur, Stefáns Ólafssonar og Sverró Stormskers, eins og sá yngsti kallar sig hér, en hann hefur hing- að til verið þekktari sem hljómlist- armaður. Þau systkin koma að myndlist- inni úr mismunandi áttum, og sér þess glöggt merki í verkunum. Guðrún lauk námi í Myndlista-og handíðaskóla íslands 1986, og hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum, en bræður hennar eru sjálfmenntaðir í myndlistinni, og hafa ekki tekið þátt í sýningum fyrr. Við uppsetningu sýningarinnar fá verk Guðrúnar öndvegisstöðu, og er það vel, enda bera þau af því sem á boðstólum er. Hún sýn- ir hér grafíkverk og pastel- og olíumyndir, og bregður víða fyrir nokkrum tilþrifum. I mörgum verkum hennar getur að líta margskiptan myndflöt, líkt og séð út um glugga, og römmun ein- stakra myndþátta verður til þess að samsetningin skiptir ekki minna máli en úrvinnsla myndefn- isins. Flest verk listakonunnar fjalla á einn eða annan hátt um náttúrusýn; Guðrún nær að byggja myndirnar upp á skipuleg- an hátt, og litanotkun er oft fjör- leg og skemmtileg, t.d. í „ Að fj'alli (nr. 12) og „Haustleikur (nr. 24); , „Næturþel (nr. 37) er einnig vel unnið verk, sem sýningargestir leita til aftur og aftur. Framlag bræðranna er öllu sundurleitara, og víða leitað fanga með efni og vinnuaðferðir. Stefán Ólafsson sýnir hér nokkur vel' unnin glerverk, t.d. „Blómálfur (nr. 21), og í myndinni „Hollend- ingurinn fljúgandi (nr. 6) er skemmtilegur hrynjandi í þessu sígilda viðfangsefni. í ýmsum öðr- um verkum bregður fyrir skondn- um hugmyndum, en þær koðna niður í ónógri úrvinnslu og til- raunum til að gera eitthvað „snið- ugt“. Svipað má segja um flest verk- in sem Sverró Stormsker sýnir: Löngunin til að gera „sniðuga“ list ber útfærslu hugmyndanna ofurliði. Sumt af þessu eru gaml- ar lummur ætlaðar unglinga- markaði (t.d. „Svertingi með sól- gleraugu ..." , „Smekklaus sýningargestur") en aðrar hug- myndir ná einfaldlega ekki flugi; það er helst í mynd eins og „Er ekki tilveran unaðsleg" (nr. 32) sem skín í þann nöturleika, sem skapað hefur Sverri ótvíræðan sess í tónlistarlífi landsmanna. Guðrún E. Ólafsdóttir hefur vissulega nokkuð til að bera sem listakona, og er full ástæða til að hvetja hana eins og flest annað ungt listafólk til að vinna áfram að list sinni og halda áfram að sýna hana opinberlega. Með fullri virðingu verður hið sama tæpast sagt um bræður hennar, en fram- lög þeirra hér bera meiri keim af stundargamni en nokkrum list- rænum ásetningi. Gamansemi á sér vissulega nokkurn sess í myndlist, en verður því aðeins minnisstæð, að hún sé sett fram af frumleika og ligtrænni hæfni; svo er ekki hér. Sýning þeirra Ólafsbarna í Gallerí Borg stendur til þriðju- dagsins 2. júní. á slóðir landslagsins, sem hefur um árabil verið helsti myndvaki henn- ar. Fremur en að landslagið sjálft sé ríkjandi efni í verkunum hefur það verið verið einfaldað og leyst upp í nokkur ákveðin form, sem síðan öðlast ákveðin tákngildi sem koma fram í mörgum myndum, raðað á mismunandi hátt og í fjöl- breyttum tengslum við aðra mynd- þætti. Þannig eru einstakir þættir úr landslaginu í raun orðnir að óhlutbundnu myndmáli, sem í höndum listakonunnar geta orðið þáttur í fjölskrúðugum myndverk- um. Jafnframt þessu hefur Sigrid tekið í notkun ýmis tákn, sem rekja má til japanskrar og kínverskrar ritlistar, og loks til hins egypska myndleturs; þessi tákn leika síðan saman við formin í flötunum og mynda nýtt og væntanlega afar persónulegt myndmál sem lista- konan beitir í verkum sínum til að byggja upp myndirnar. I sýningarskrá lýsir listakonan þessu sem svo: „Formin eru líkt og nótur á blaði sem hver um sig táknar ákveðinn tón, en sameigin- lega mynda heiidstætt tónverk, sí- breytilegt eftir því hvernig það er byggt upp. Þannig hafa ytri form í verkum mínum öðlast innri merkingu. I sumum tilvikum not- ar Sigrid sömu samsetningar í nokkrum verkum (t.d. nr. 3, 4 og 8 annars vegar og nr. 5 og 6 hins vegar) og lætur liti og prentun ráða þeim mun,_sem verður á heild- arsvip þeirra. í þessum myndum gefst gott tækifæri til að kynnast grafíktækninni, og sjá á hvern hátt listamaðurinn getur breytt ein- stökum verkum með hnitmiðuðum en einföldum vinnubrögðum. Myndin „Systkin sem hittast (nr. 9) er ef til vill gott dæmi um þessi vinnubrögð, en þar koma fram nokkrir helstu formþættir og myndtákn, sem eru ríkjandi í verk- um listakonunnar. Sýningin í FIM-salnum skiptist í raun í tvennt, því að á neðri hæðinni getur að líta nokkurn fjölda af einþrykks- myndum, sem Sigrid nefnir einu nafni „Gamanmyndir". Hér er manneskjan á ný í aðalhlutverki; persónur í stílfærðum formum kljást í litlum flötunum, og frjálsleg úrvinnsla efnisins skapar skemmti- legan hrynjanda og nálægð í þess- um líflegu verkum, eins og sést t.d. í verkum nr. 15, 18 og 25, svo nokkur bestu verkin séu nefnd. - Þau hröðu vinnubrögð sem þessi verkháttur býður upp á eiga sýni- lega vel við listakonuna, og ætti hún að athuga þennan möguleika af kostgæfni í framtíðinni. _ Sýningu Sigridar Valtingojer í FÍM-salnum við Garðastræti lýkur mánudaginn l.júní. Tilbrigði við krossa Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Það er ekki langt síðan mynd- listarkonan tíarpa Björnsdóttir hélt stóra sýningu í Austursal Kjarvalsstaða, sem drjúga at- hygli vakti fyrir óheft og frískleg vinnubrögð. Nú er hún komin aftur á kreik, en í þetta sinn með litla sýningu í gallerí 15 á Skólavörðustíg sem stendur til 6. júní. Myndmál Hörpu virðist á þess- um sk'amma tíma hafa gengið í gegnum nokkrar breytingar, því að nú eru vinnubrögð hennar öllu agaðri og rólegri en áður. Hvort þetta sé til bóta má vera umdeilt, en að mínu mati fórnar hún of miklu af sinni uppruna- legu form- og litakennd, sem korn svo vel fram í hennar at- hyglisverðustu myndverkum að Kjarvalsstöðum. Það má þó meir en vel vera, að einhveijir álíti þetta nær sam- tímanum í myndrænni rökræðu og víst eru myndverkin meira hugmyndafræðilegs eðlis en áður. En hins vegar vita fæstir hvað raunverulega er efst á baugi fyrr en löngu seinna, er áhrif listamarkaðsins eru ekki eins afgerandi, en hann er harð- Harpa Björnsdóttir myndlistarkona. ur og miskunnarlaus eins og glögglega hefur komið fram á síðustu árum. Að þessu sinni hefur Harpa gengið út frá krossforminu, sem hún meðhöndlar á ýmsa vegu, en ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að fylgja henni í þessari þróun, því að til þess eru myndverkin of lífvana. Þau höfð- uðu einfaldlega ekki til mín fyrir þá sök að þau skorti þann fersk- leika og þann lit og formrænu lífsmögn, sem einmitt hefur ver- ið aðal mynda hennar fram að þessu. Þó skynjar maður gamla takta í einstaka mynd svo sem „Einmana fiskur kafar í djúpið“ (5), en í henni er ákveðinn ljóð- rænn strengur... Lágfiðluleikur Berklatilfellum hefur ekki fjölgað - segir Þorsteinn Blöndal berklayfirlæknir ÁRLEGA greinast miili 15 og 20 berklatilfelli hér á landi eða sex til- felli fyrir hverja 100 þúsund íbúa. Að sögn Þorsteins Blöndals, berklayf- irlæknis á Heilsuverndarstöðinni, hefur tilfellum ekki fjölgað hér á landi undanfarin ár og er tíðnin með því lægsta sem gerist í heimin- um. Er ísland þar í hópi með Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Tónlist Jón Asgeirsson Lisa Ponton, starfandi lágfiðlu- leikari í Sinfóníuhljómsveit Islands, hélt tónleika í Norræna húsinu sl. miðvikudag og hafði sér til aðstoð- ar Sólveigu Önnu Jónsdóttur píanó- leikara. A efnisskránni voru verk eftir Reger, Hilaud og Vieuxtemps. Tónleikarnir hófust á fjögurra þátta einleikssvítu eftir Max Re- ger. Hann var af samtíðarmönnum sínum talinn rnikijl byltingamaður, þrátt fyrir að hann byggði tónverk sín gjarnan á formgerðum og vinnuaðferðum, sem rekja má beint til J.S. Bach. Það sem einkum þótti nýstárlegt í tónmáli hans voru brött tóntegundaskipti og sérlega krómatískt raddferli, sem margir samtímamenn hans sögðu bera vott um að hann kynni ekki að skipta um tóntegundir og skildi ekki krómatíkina. Lágfiðlusvítan er ekki flókin eðá stórbrotin tón- smíð en á köflum faliega unnin. Lisa Ponton lék verkið mjög vel, t.d. fyrsta kaflann, með sínu fallega upphafsstefi og hröðu kaflana, þar sem einleikarinn fékk ýmis skemmtileg tækifæri, er hún út- færði mjög fallega. Annað viðfangsefni tónleikanna var Quatre Visages eftir Darius Milhaus. Verkið á að vera eins konarí tónræn myndlýsing á fólki frá ýmsum stöðum, en mörg af seinni verkum Milhaud eru með ýmsum hætti ort til eða um borgir og staði. Ekki verður sagt að hon- um hafi tekist að draga upp ein- kennandi tónmyndir af fóki frá Kalifornínu, Wisconsin, Brussel eða París, eins og ætlun hans mun hafa verið. Þrátt fyrir það var þetta bragðlausa verk vel leikið. Sónata op. 36 eftir Henri Vieuxtemps er tæknilega erfitt verk og þar mátti heyra margt glæsilega gert hjá Lisu Ponton og Sólveigu, sérstak- lega í fyrsta kaflanum, sem er vel unnin rómantísk tónsmíð. Lisa Ponton er góður lágfiðlu- leikari, svo sem vel kom fram í svítunni eftir Reger og sónötunni Vieuxtemps, þar sem hún naut góðs samleiks Sólveigu Önnu Jóns- dóttur, sérstaklega í sónötu Vieux- temps, en það verk er á köflum mjög erfitt. Hann sagði að erlendis væru sí- fellt að koma upp sjaldgæf berklatil- felli sem erfitt væri að fást við. Sjúkl- ingarnir væru oft utangarðsfólk sem ekki væri alltaf hægt að fylgjast með eftir að sjúkrahúsvist lýkur. Á þingi lungnalækna, sem nýlega var haldið í Bandaríkjunum, lýstu læknar mikl- um áhyggjum vegna þessa en þar hefur atvinnu- og heimilislausum fjölgað verulega síðustu ár. „Fólk ferðast meira núna og þá oft til landa, þar sem tíðni berkla er mun meiri en hér,“ sagði Þor- seinn. „Lönd í Austur-Evrópu hafa verið vinsælir ferðamannastaðir eins og til dæmis Júgóslavía en þar hefur tíðni nýgengiberkla lengst af verið 80 til 100 tilfelli á ári fyrir hverja 100 þúsund íbúa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 121. tölublað (30.05.1992)
https://timarit.is/issue/124784

Tengja á þessa síðu: 12
https://timarit.is/page/1765518

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

121. tölublað (30.05.1992)

Aðgerðir: