Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992 ----------------------------------- Draumahlutverkið er að syngja Carmen - segir Sigurbjörg H. Magnúsdóttir mezzó-sópran, sem heldur einsöngstónieika á M-hátíð í Sandgerði „Svo hlý og nota- leg stemmning“ - segir Alda Ármanna Sveinsdóttir sem opnar 11. einkasýningu sína „Það er svo hlý og notaleg stemmning í bænum þessa dagana, sumarið að koma og Listahátíð að hefjast, að ég vildi endilega vera hluti af þessu og ákvað að setja upp sýningu," sagði Alda Ármanna Sveinsdóttir myndlistamaður í samtali við Morgunblaðið, en sýning hennar verður tvískipt, 10 myndir verða á veggjum Esperantistasamtakanna, en 11 myndir verða á veggjum „Komdu í París“ í Hlaðvarpanum. Alda sýnir aðallega „konumyndir“, eins og hún kallar þær. „Eg get ekki stoppað mig með þetta við- fangsefni, ég hef svo gaman af því. Það koma margar konur til mín og spjalla. Ég mála þær og legg áherslu á stemmninguna sem skapast við fund okkar. Stundum verður eitthvað úr þessum mynd- um,“ segir Alda. Sem fyrr segir er hluti mynd- anna á veggjum Esperantistasam- takanna, en þau eru til húsa að Skólavörðustíg 6b. Samtökin munu kynna starfsemi sína sam- hliða sýningu Öldu, en hún hefst í dag og stendur til 20. júní. Þetta er 11. einkasýning Öldu Ármönnu. „Þetta kann að virðast svo í fljótu bragði, en þó mezzó-sópranar séu færri í óperuheiminum, þá eru jafnframt færri hlutverk fyrir mezzó-sópran í óperum en sópran. Það er helst í óperum eftir tón- skáld á borð við Verdi og Wagner, sem hafa skrifað stór hlutverk fyr- ir allar raddtegundir. Hins vegar er algengast að aðalhlutverkin séu skrifuð fyrir sópran og tenór," sagði Sigurbjörg, og bætti því við að draumahlutverkið væri auðvitað að syngja Carmen, en þó það væri ef til vill eitt frægasta sönghlut- verkið fyrir mezzó-sópran, þá væru einnig til mörg önnur góð en minna þekkt hlutverk. Áhugi á óperum hefur farið vax- andi í heiminum undanfarna tvo áratugi að mati Sgurbjargar, og segir hún þessarar grósku ekki síst hafa orðið vart á Islandi þar sem söngáhugi hafi verið mikill frá fornu fari. „Söngskólinn í Reykjavík er fimmtán ára gamall og byrjaði því á alveg hárréttum tíma, og sömu- leiðis íslenska óperan, sem hóf starfsemi upp úr því. Og sé Island tekið sem dæmi, þá kynnir hver sá íslendingur sem lærir að syngja sönginn fyrir sínum nánustu, og kynningin vekur þannig áhuga sem breiðist fljótt út. Hlustendur eru oft íhaldssamir á okkar dögum, en þeír vilja heyra gömlu óperurnar, og óperuhúsin uppfæra þau verk sem búist er við að sem flestir komi að sjá. Metropolitan í New York hefur til dæmis verið gagn- rýnd fyrir að vera íhaldssöm í óperuvali. Nýverið var þar hins vegar flutt ný bandarísk ópera, The Ghosts of Versailles etir John Corigliano, sem þótti mjög góð og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Þannig get ég vel ímyndað mér að á næstu tíu til tuttugu árum fari þessi aukni áhugi á óperum að skila sér í fleiri nýjum óperum," sagði Sigurbjörg H. Magnúsdóttir. Alda Svelnsdóttir SIGURBJÖRG Hvanndal Magn- úsdóttir mezzó-sópran heldur fyrstu einsöngstónleika sína hér á landi í samkomuhúsinu í Sand- gerði á næstkomandi sunnu- dagskvöld kl. 20.30, en tónleik- arnir eru liður í dagskrá M- hátíðar á Suðurnesjum. Sigur- björg er nýútskrifuð með meist- aragráðu í óperusöng frá Boston University í Bandaríkjunum, en þar stundaði hún nám í rúmlega þrjú ár að loknu námi í Söngskól- anum í Reykjavík. Undirleikari á tónleikunum í Sandgerði verð- ur Ólafur Vignir Albertsson. Sigurbjörg er ættuð frá Sand- gerði og í samtali við Morgunblað- ið sagði hún að sér hefði fundist vel við hæfi að koma fyrst fram þar. Á efnisskrá tónleikanna verða mestmegnis íslensk lög eftir þau Jórunni Viðar, Pál ísólfsson, Karl O. Runólfsson og Sigvalda Kalda- lóns, en einnig syngur hún lög eft- ir Brahms og Sibelíus. Hún sagði óvíst að hún héldi aðra tónleika hér á landi að þessu sinni, þar sem hún á von á barni eftir rúman mánuð. Síðan er hún á förum til Stokkhólms þar sem eiginmaður hennar, Bjöm Auðunsson, er að fara í framhaldsnám, en þar ætlar hún að reyna fyrir sér í sönglist- inni. „Ég held að það ættu að vera nokkuð góðir möguleikar þar því mikið er um söng í Svíþjóð, og þar eru margar góðar óperur. Síðan er stutt þaðan til meginlands Evr- ópu. Við verðum í Svíþjóð í þijú ár, og síðan verður bara að sjá til hvernig gengur,“ sagði hún. Sigurbjörg er mezzo-sópran, en lengi vel var hún talin dramatískur sópran og naut kennslu samkvæmt því. Þegar hún hélt lokatónleika sína við Boston University var hún því ekki aðeins að Ijúka námi, held- ur einnig að koma fram í fyrsta sinn sem mezzó-sópran. Kennari hennar við skólann var Richard Cassilly, sem sungið hefur stór ten- Sigurbjörg H. Magnúsdóttir óperusöngkona. órhlutverk í La Scala óperunni í Mílanó, Metropolitan í New York, Vínaróperunni og víðar, og fljót- lega eftir að Sigurbjörg hóf nám hjá honum kom í ljós að það hent- aði raddsviði hennar betur að syngja sem mezzó-sópran en dramatískur sópran. Rödd hennar þykir kraftmikil, og að eigin sögn var alltaf frá því hún man eftir sér verið að biðja hana um að hafa ekki svona hátt. „Þegar ég var krakki heyrðist óvenju mikið í mér og ég hef alltaf haft mjög sterka rödd. Og þótt það sé mikill kostur er það líka mjög erfitt, því það er erfitt að temja hana. Mér líkar samt miklu betur að hafa farið úr því að vera dramatískur sópran í að vera mezzó-sópran, því nú ræð ég betur við röddina,” sagði hún. Þótt ýmsar dyr lokist við að syngja neðar þá opnast aðrar, því það eru færri mezzó-sópranar í heiminum en sópranar, og því ættu möguleikarnir kannski að vera meiri. • Grafík eftii • Haok Oór • logikerg M. • Jóo Reykdal t Karólínu L. t Tolla t Þðrð Hall í tilefni Listahátídar Nýkomið mikið úrval eftir J. MIRÓ o.fl. ★Ath.: veitum afslatt af plaggðtum fra 30. mai til 6. jum nk O Opiö: • I dag. RAMMA MIÐSTOÐIN Joan Mirö INNROMMUN SIGTÚNI 10 -SÍMI 25054 Sunnudag. 12.00-11.00 ★ Málverk eftir • Atla Má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.