Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 Þrettán ára háseti á hunmrveiðum HILMAR Ómarsson er líklega með yngri hásetum á humarveið- um í sumar. Hann er aðeins 13 ára og fékk leyfi frá útburði á Morgunblaðinu til að fara á sjóinn með föður sínum, Ómari Krist- mannssyni skipstjóra á Skúla fóg- eta frá Vestmannaeyjum. „Þetta er fínt,“ sagði Hilmar, þegar Morgunblaðið hringdi í hann út á sjó. Þeir feðgar voru þá að toga og Hilmar sagði, að sér líkaði vel á sjónum. Hann hefði reyndar orðið svolítið sjóveikur fyrst, en það hefði lagazt. „Þetta er gam- an, en kannski ekki endilega betra en að bera út Moggann. Það er þó meira upp úr sjómennskunni að hafa,“ sagði Hilmar. Hann var ekki viss um að hann legði sjó- mennskuna fyrir sig, tíminn myndi leiða það í ljós. „Strákurinn stendur sig vel, það var reyndar Morgunblaðið/Sigurgeir kaldafyla í fyrri túmum okkar og hann varð þá sjóveikur, en hann komst fljótt yfir það,“ sagði Ómar. Ráðstefna um aðferðir til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara: Gróðurhúsaáhrif fjölga fellibyljum TVEGGJA daga alþjóðlegri ráðstefnu verkfræðinga um aðferðir til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara lauk á föstudag. Rúmlega 100 verkfræðingar frá 11 löndum sóttu ráðstefnuna, sem þótti takast n\jög vel. Haraldur Sigurðsson, prófessor í jarðfræði við háskólann á Rhode Isiand og einn fyrirlesara á ráðstefnunni, sagði að hún hefði sýnt að Islendingar væru framarlega á þessu sviði og gætu hugsan- lega flutt út þekkingu sína á náttúruhamförum, sérstaklega jarðsþjálft- um og eldgosum. Ýmislegt athyglisvert kom fram á ráðstefnunni. Meðal annars það að tíðni vissra náttúruhamfara s.s. fellibylja hefði aukist á undanförnum árum. Haraldur sagði að eitt af því sem komið hefði fram væri að tíðni ákveð- inna náttúruhamfara hefði aukist. Nefndi hann í því sambandi vissa Forstjóri St. Louis Colddrawn eftir viðræður á Islandi um verksmiðju Stálfélagsins: Samstarfs leitað um söfnun brotajáms og sjóflutninga Mikill áhugi á þessu af opinberri hálfu, segir iðnaðarráðherra umst vænlanlega innan nokkurra WILLIAM McNair, forstjóri bandaríska stálfyrirtækisins St. Louis Colddrawn, segist enn vera mjög áhugasamur um kaup á verk- smiðju þrotabús íslenska stálfélagsins og segir að samningaviðræður muni halda áfram. Hann var á Islandi ásamt ráðgjafa sínum í þrjá daga í vikunni og hitti m.a. iðnaðarráðherra, fulltrúa Landsvirkj- unar, forystumenn verkalýðsfélaga, skipafélaga, brotajárnsfyrir- tækja og fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar að máli áður en hann hélt af landi brott síðdegis í gær. Hann segir að fyrirtæki hans hafi áhuga á að kaupa rekstur stálverksmiðjunnar sjálfrar en leiti eftir hvort íslensk fyrirtæki hafi áhuga á að taka að sér ýmsa þætti sem snúa að söfnun og móttöku brotajáms og alla flutninga afurða verksmiðj- unnar frá Islandi til Bandaríkjanna. McNair sagði i samtali við Morg- unblaðið í gær að ef samningar takist megi ætla að líði sex mánuð- ir þar til hægt verður að hefja fram- leiðslu í verksmiðjunni. Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra sagði í gær að sér hefði litist vel á fulltrúa banda- ríska fyrirtækisins og þá starfsemi 26 milljarðar hafa veríð gefnir út í húsbréfum: Áætla má að afföll á verðbréfamarkaði nemi 2,5 milljörðum Afgreiðsla húsbréfa vegna notaðs húsnæðis 30% minni en í fyrra SAMTALS hafa verið gefin út húsbréf að upphæð 26 milljarðar króna frá því húsbréfakerfið hóf göngu sína fyrir tæpu tveimur og hálfu ári og gera má ráð fyrir að afföll af húsbréfum á verð- bréfamarkaði hafi numið um 2,5 milljörðum króna á þeim tíma. Byijað var á nýjum flokki húsbréfa að upphæð fjórir milljarðar króna mánudaginn 18. maí. Sigurður Geirsson, forstöðumaður húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar, sagði að húsbréfaútgáfan væri I samræmi við áætlanir á árinu. Samdráttur í húsbréfaút- gáfu vegna sölu á notuðu húsnæði væri í kringum 30% frá þvi sem var á siðasta ári, en húsbréfaútgáfa vegna nýbygginga væri nokkurn veginn sú sama. Talið er að tæplega % hlutar útgefínna bréfa séu seldir á markaði, en sá þriðjungur sem eftir sé eigi fólk sem spamað eða noti í áframhaldandi viðskiptum. Fyrstu flokkar húsbréfa báru 5,75% vexti ofan á verðtrygg- ingu, en þeir voni síðan fljótlega hækkaðir í 6%. Ávöxtunarkrafan hefur sveiflast frá því að vera 6,55% í byijun í 9% þegar hún fór hæst um skamman tíma á síðasta ári. Það jafngildir afföll- um á verðbréfamarkaði frá því vel innan við 10% í nær 25% til að vega upp muninn á nafnvöxt- um bréfanna og ávöxtunarkröf- unni. Sé miðað við að afföll hafi að meðaltali verið í kringum 15% hafa afföllin numið í kringum 2,5 milljörðum króna frá því hús- bréfakerfið hóf göngu sína. Sigurður Geirsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að af- greiðsla húsbréfa frá 15. janúar hefði numið um 4 milljörðum króna og nýr flokkur að upphæð 4 milljarðar króna hefði hafið göngu sína 18. maí. Hann sagði að allar áætlanir varðandi hús- bréfaútgáfu stæðust. í upphafi árs hefði verið gert ráð fyrir að húsbréfaútgáfa á árinu næmi 12 milljörðum króna og endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir aðeins lægri upphæð eða 11,5 milljörð- um. Hann sagði að umsóknir um húsbréf vegna notaðs húsnæðis væru um 30% minni það sem af væri þessu ári en í fyrra og um 2% minni vegna nýbygginga. sem þeir hefðu áform um á Is- landi. Hann segir að niðurstaðan ráðist af samningum fyrirtækisins við lánardrottna en opinberir aðilar sýni þessu mikinn áhuga. McNair sagði að helstu kostir við starfsemina hér á landi væru fram- boð brotajáms innanlands og lágt raforkuverð. Hins vegar væri hár flutningskostnaður ókostur. Því hefði verið ákveðið að St. Louis Colddrawn lýsti áhuga á að taka eingöngu við starfsemi stálverk- smiðjunnar sjálfrar en leitað yrði til annarra fyrirtækja um brota- jámsöflun og sagðist hafa rætt við Hringrás hf. um að taka þann þátt starfseminnar að sér. Þá sagðist hann hafa rætt við tvö skipafélög hérlendis um að taka að sér alla flutninga á afurðum verksmiðjunn- ar til Bandaríkjanna en fyrirtækið áformar að verksmiðjur þess í Bandaríkjunum kaupi framleiðslu stálverksmiðjunnar hérlendis. McNair sagðist einnig hafa rætt við fulltrúa Landsvirkjunar um raf- orkuafhendingu og skilmála varð- andi raforkuverð sem Landvirkjun myndi leggja fram fljótlega. Þá sagðist hann hafa átt viðræður við fulltrúa þriggja verkalýðsfélaga og meðal annars útskýrt stjómunarað- ferðir sem krafist væri við há- gæðastálframleiðslu. „Þessi heimsókn hefur verið mjög upplýsandi og gagnleg. Samninga- viðræður hafa gengið vel þó ekkert hafí enn verið ákveðið en við hitt- vikna,“ sagði hann. Fyrirtækið St. Louis Colddrawn sérhæfír síg í vinnslu úr völsuðu stáli sem er meðal annars notað í höggdeyfa og stýrisstangir bifreiða. Verksmiðjan sem reist yrði á ís- landi veitir 30-40 starfsmönnum störf en allt í allt er talið að skap- ast gætu um 100 störf í kringum alla starfsemina. Jón Sigurðsson sagði að á fundin- um í gær hefði verið fjallað al- mennt um aðstöðu og möguleika fyrirtækisins til að taka við rekstri þrotabús Stálfélagsins. „Þetta er mjög sérhæft stálframleiðslufélag sem fæst við svonefnda kalddregna stálframleiðslu sem er verðmeiri en heitdregin framleiðsla. Fyrirtækið er með beina samninga við við- skiptavini sína, meðal annars í bíla- iðnaðinum og hefur mikinn áhuga á að ná hér langtímasamningum um rafmagn og líst vel á mannskap- inn hér á landi. Við munum reyna að greiða götu þess hér og ég tel að þetta séu mjög efnilegir sam- starfsaðilar en hvort úr þessu verð- ur fer fyrst og fremst eftir hvort þeir ná samningum við bankana sem eru aðalkröfuhafarnir en það makemur í ljós á næstu vikum,“ sagði Jón. Helgi -Jóhannesson bústjóri þrotabúsins sagði að viðræðurnar hefðu verið mjög jákvæðar og heim- sóknin vel heppnuð. Sagði hann að þeir hefðu hitt fjölmarga aðila að máli hérlendis og meðal annars mögulegan hluthafa auk þess að skoða sjálfa verksmiðjuna. tegund af fellibyljum í Karabíska- og Kyrrahafínu og sagði að ástæðan fyrir því að þeim hefði fjölgað væru gróðurhúsaáhrif. Ennfremur sagði hann að fram hefði komið að áhrif náttúruhamfara yrðu sífellt meiri vegna fólksfjölgunar og vaxandi byggðar. Taka þyrfti meira tillit til náttúrhamfara, sérstaklega í van- þróðu ríkjunum þar sem um vaxandi - vandamál væri að ræða. Hann sagði að töluvert hefði verið fjallað um að hve mikilu leyti náttúru- hamfarir væru sök manna og að hve miklu leyti sök innri og ytri vélar náttúrunnar en innri vélin orsakar t.a.m eldgos og jarðskjálfta en sú ytri stendur í tengslum við loftslagið. Haraldur sagði að fólk hefði verið sammála um að reyna þyrfti að draga úr afleiðingum náttúruhamfara áður en þær riðu yfir meðal annars með því að vara fólk við í tæka tíð, flytja það burt af hættusvæðum og hvetja til þess að ekki væri byggt á varhuga- verðum svæðum. Mikið var rætt um Reykjanesskag- ann á ráðstefnunni. Haraldur sagði að þar væri um að ræða kraftmikið jarðsvæði. Lftið hefði bólað á því á undanfömum árum en virknin væri sveiflukennd og allt eins mætti búast við eldsumbrotum þar næstu árin. Sprungur gætu hugsanlega opnast og hraunstraumur haft áhrif á Hafn- arfjarðarsvæðið og sunnar á skag- anum. ♦ ♦ ♦----- Slippstöðin: 237 milljóna tap í fyrra SLIPPSTÖÐIN hf. á Akureyri tapaði 237 milljónum króna á síð- asta ári. Viðræður standa nú yfir við rafeindafyrirtækið DNG og fyrirtæki í málmiðnaði um kaup á hlutafé í fyrirtækinu. Aðalfundur Slippstöðvarinnar var haldinn í gær. Á hluthafafundi fyrir fundinn var ákveðið að lækka hluta- fé í fyrirtækinu úr 108 milljónum króna í 21,7 milljónir. Sjá frétt á bls. 34. Prentsmiðjan Gutenberg hf.: Átta aðilar lýsa yf- ir áhuga á kaupum FRESTUR til að skila inn skriflegum yfirlýsingum um áhuga á viðræðum um kaup á hlutafé í Prentsmiðjunni Gutenberg hf. rann út á hádegi í gær. Fyrirtækið var auglýst til sölu 21. maí sl. af Landsbréfum hf. fyrir hönd Ríkissjóðs Islands. Þegar Prentsmiðjan Gutenberg var auglýst til sölu var óskað eftir því að þeir aðilar sem hefðu áhuga á að ganga til viðræðna um að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu lýstu því yfir skriflega. Fresturinn rann út á hádegi í gær og skv. upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu bárust skriflegar yfirlýsingar frá átta aðilum, einstaklingum og fyr- irtækjum. Nöfn þeirra fengust ekki gefin upp í gær. Fulltrúar eigenda Gutenberg munu ásamt fulltrúum Landsbréfa hf. eiga viðræður við þessa átta aðila í næstu viku þar sem ýmis gögn um rekstur og fjárhag fyrir- tækisins verða lögð fram. Stefnt er að sölu þess fyrir lok júní nk. Lítil breyting á vöxtum VEXTIR hjá bönkum og spari- sjóðum breytast lítið 1. júní nk. samkvæmt drögum að vaxtabreytingum frá Seðla- banka Islands. Þær breyting- ar sem eiga sér stað eru fyrst og fremst breytingar á geng- isbundnum liðum í samræmi við þær breytingar sem átt hafa sér stað á erlendum mörkuðum. _ Einu breytingarnar sem eiga sér stað á innlendum liðum er að Islandsbanki hækkar vexti á yfirdráttarlánum úr 14% í 14,15% en er þó með lægri vexti á þessum lið en aðrir bankar og sparisjóðir. Einnig hækkar ís- landsbanki vexti á Visa-skipti- greiðslum úr 16,5% í 16,65%. Þann 1. júní eru meðalvextir almennra skuldabréfa 12 2% samanborið við 13,8% þann í maí, og vísitölubundinna lána 9,0% samanborið við 9,7% þann 1 maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.