Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 56
56 > nmmm [k J -— I0TAÐIR ðíU\R MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 f/ VÍ&þur-fum bil númer évö, þanqað tít Vio hö-fum efni d biL húmer- eitt." Ást er... 2-1 ...a(5 dansa undir stjörnubjörtum himni. TM Reg. U.S Pat Off.—all rlghts reserved ® 1992 Los Angetes Times Syndicate Réttu mér sykurinn. HÖGNI HREKKVÍSI „Vórr" Ræktum börnin Frá Bryndísi Torfadóttur: METURÐU nógu mikils að eignast hraust og heilbrigt barn? Ekkert er dásamlegra en að upplifa slíkt augnablik og fá síðan að sjá barnið stækka og þroskast og fylgjast með framförum þess. En við erum ekki öll svo heppin. Sum börn fæðast fötluð eða veik á annan hátt og þurfa að dvelja lang- tímum saman á sjúkrahúsum en er það gefið mál að ekkert komi fyrir heiibrigðu bömin? Gætu þau veikst alvarlega eða slasast svo að þau þurfi á sjúkrahúsvist að halda? Gæti það hent barnið mitt? Já, það er nú einu sinni svo að slys og sjúk- dómar gera ekki boð á undan sér né heldur fara í manngreinarálit. Hvernig er búið að veikum og fötluð- Frábær Suð- ur- Ameríku- ferð - Ingólf- ur stóð við orð sín Frá Baldri Bjarnasyni, Þórey Önundardóttur, Daða Ágústssyni, Halldóru Kristjánsdóttur, Sævari Þótjónssyni, Ásdísi Kristjánsdóttur, Hjalta Þorvarðarsyni og Guðrúnu Vigfúsdóttur: Ummæli Ingólfs Guðbrandssonar um ferðakostnað íslendinga á um- hverfisráðstefnu í Ríó, sem stendur fyrir dyrum, vöktu þjóðarathygli. Fimmtíu manna hópur í ferð Heims- klúbbsins er nýlega kominn úr ferð til Suður-Ameríku. Sú leið, sem sem hann lagði að baki var um 33 þús- und kílómetrar eða um þriðjungi lengri leið en til Ríó, því að auk Brasilíu var farið til Chile alla leið að Kyrrahafi, stansað í Buenos Air- es og við Iguazu-fossa. Ferðin var samfellt ævintýri og vandi að telja það sem upp úr stend- ur, fegurð garðanna og hestakerru- reið í Vina del Mar, breiðstræti, glæsibyggingar, skinnavörar og tangósýningar í Buenos Aires, sveitasæluna á búgarði Los Pampas í Argentínu, fegurð fossasvæðisins við Iguazu ásamt skógarferðinni undir fagurbláum himni, eða samba- sýningar, Sykurtoppurinn og Krists- um bömum á íslandi? Við íslendinga sem státum okkur svo oft af að vera stærstir, mestir, sterkastir og falleg- astir, eða eiga heimsmet í hinum undarlegustu hlutum, ásamt því að reikna með að augu alheimsins bein- ist sífellt að okkar litla eyríki í norðri. Einnig erum við í stöðugum saman- burði við grannþjóðir okkar í hinum ýmsu málefnum. En hvernig standa þá barnaspítalamál á íslandi? Eigum við stærsta og besta barnaspítalann? Nei, hér er samanburðurinn okkur ekki í hag og við langt frá því að vera stærstir og bestir. Stjórn ríkisspítalanna hefur ekki enn tekið ákvörðun um staðsetningu bamaspítala. Yfírlæknir barnadeild- ar Landspítalans, Víkingur Amórs- son, segir að reiknað sé með að barn- aspítali verði byggður á árunum styttan í Ríó á páskadagsmorgni. Þessi ferð var veisla í besta skiln- ingi, einnig í mat, drykk og léttri stemmningu í stíl við latnesku Ameríku, og lauk með miklu hófi á franska veitingastaðnum í Ríó Palaee-hótelinu, þar sem við bjugg- um við gott atlæti og fyrirhugað mun að íslenska sendinefndin búi einnig. En hvað kostnaðinn varðar, kostaði öll þessi ferð okkar tæpar 200 þúsund krónur í 17 daga, sem mun vera rétt um helmingur af ferð- akostnaði umhverfisnefndar í 10 daga. Eftir því sem við vitum best er Ingólfur Guðbrandsson þekktur fyr- ir orðheldni sína, smekkvísi og vönd- uð vinnubrögð. Því fannst okkur ummæli í sjónvarpi þar sem maður lýsti yfir að ummæli Ingólfs væru „bara rugl“, einkar ósmekkleg og óverðskulduð. Um það eram við þátttakendur í Suður-Ameríkuferð Heimsklúbbsins öll til vitnis, því að Ingólfur stóð við allt sitt og rúmlega það. Þá reynslu hefur þjóðin raunar öll af löngu og farsælu starfi hans að ferðamálum. Við fögnum því að njóta reynslu hans og leiðsagnar og þökkum frábæra ferð. BALDUR BJARNASONog ÞÓREY ÖNUNDARDÓTTIR Klapparstíg 1 Reykjavík DAÐIÁGUSTSSON og HALLDÓRA KRISTJANSDÓTTIR Stuðlaseli 9. Reykjavík. SÆVAR ÞÓRJÓNSSON og ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Ennishlíð 2, Ólafsvík. HJALTIÞORVARÐARSON og GUÐRÚN VIGFÚSDÓTTIR Nesbala74, Seltjarnarnesi. 1994—1997. í þessum sérhannaða barnaspítala á að verða pláss fyrir 100 rúm og verður þar aðstaða til myndrannsókna, bráðamóttaka, að- staða fyrir foreldra sjúkra barna og sérstök aðstaða fyrir böm. Einnig verður hægt að sinna endurhæfíngu barna. I byggingarsjóði í dag eru um 6 milljónir króna sem era gjafaframlög en reiknað er með að heildarverð spítalans verði yfir 500 milljónir króna svo betur má ef duga skal. En hvernig standa þeessi mál raun- verulega? Verður byijað á barnaspít- ala 1994 og verður honum lokið 1997? Sem foreldri krabbameinsveiks barns er dvalið hefur langtímum saman á barnadeild Landspítalans, verð ég að segja að þörfin er brýn. Ef ekki væri fyrir ótrúlega fórnfúst starf lækna og hjúkrunarfólks væri dvölin oft á tíðum óbærileg, bæði fyrir börn og foreldra. Styrktarfélag krabameinssjúkra barna var formlega stofnað 2. sept- ember 1991 af foreldram slíkra barna sem vildu helga sig baráttunni um betri kjör fyrir langtímaveik börn og fjölskyldur þeirra. Eitt af mark- miðum félagsins er að vekja athygli á þörfinni fyrir byggingu barnaspít- ala. í tilefni þess fengu féalgsmenn, frísk og heilbrigð böm, til að gróður- setja 25 grenitré í okkur úthlutaðan reit niður á Landspítalalóð síðastliðið sumar. Kannski verðum við svo hepp- in að reiturinn okkar víki fyrir nýjum barnaspítala og við getum flutt trén okkar á lóð hans. 24. maí kom út óvenjuleg bók sem heitir Rækt. Er hún einkaframtak Herdísar Benediktsdóttur, konu sem vildi leggja málefninu lið. Tilgangur útgáfu bókarinnar er að koma á fót sjóði til hjálpar langveikum börnum. Þannig holar dropinn steininn. Bókin fjallar um börn á sjúkrahúsum og segir frá myndtjáningu þeirra, hvern- ig þau lýsa líðan sinni í myndrænu formi og með textum. Einnig eru greinar eftir faglært fólk og for- eldra, forseti íslands, Frú Vigdís Finnbogadóttir fylgir bókinni úr hlaði með hlýlegum inngangsorðum sem ég vona að sem flestir lesi. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna vill vekja athygli á sölu bókar- innar i bókabúðum með von um að henni verði alls staðar vel tekið og hún einnig lesin af foreldrum, ennþá hraustra og heilbrigðra bama. Rækt- ið böm þessa lands með okkur. Ver- um málsvarar bamanna. Tökum öll þátt í þjóðarátaki til byggingar bam- aspítala á íslandi. BRYNDÍS TORFADÓTTIR Ofanleiti 9, Reykjavík. Yíkverii skrifar Kunningi Víkverja hélt yfir hon- um smátölu og vandaði ekki blaðamönnum — og ekki síður út- varpsmönnum — kveðjurnar. Það væri oft eins og þeir gerðu sér far um að leita uppi allt það neikvæða og velta sér upp úr því, en aðeins væri drepið á hið jákvæða í framhjá- hlaupi — eins og af illri nauðsyn. Áberandi væri hvemig fjölmiðlafólk reyndi að þefa uppi ef ágreiningur væri einhvers staðar á milli manna, og allt gert til þess að magna hann. Jafnvel þyrfti ekki ágreining til — heldur hugsanlegan ágreining. Oft væri klifað á slíku dag eftir dag og þá ekkert mið tekið af hversu ómerkilegt málið væri í sjálfu sér. Ekki bætti svo úr skák þegar yfirheyrslur hefðust. Ósjaldan væra þær eitthvað á þessa leið: Ef þessi gerði nú þetta og ef afleiðingarnar yrðu þessar, hvað myndir þú þá gera? Eitt sinn sagðist viðmælandi Víkveija hafa heyrt þijú ef áður en spurningin loks kom. Hann sagð- ist hafa á tilfinningunni að ýmsir fjölmiðlamenn væra að leika „töff“ karla — en hefðu svo ekki til þess burði. Verst væri þó slagsíðan í fréttaflutningi, þegar hálfgerð hé- gómamál væru blásin upp. xxx nnað atriði minntist kunningi Víkveija einnig á. Hann spurði: Hvers vegna í ósköpunum eru blaðamenn með siðanefnd fyrst þeir sjálfir taka ekkert mark á úr- skurði hennar? Hvað eftir annað rísa þeir sem nefndin telur brotlega við siðareglur upp, atyrða nefndina og telja hana ekki starfi sínu vaxna. Tilgangur með siðareglum er ör- ugglega ekki sá að vekja upp deilur innan vikomandi stéttar heldur sá að bæta stéttina. Vakin er athygli þeirra sem ekki hafa gætt sín nægi- lega i hita leiksins á að nú hafi þeir farið út á ystu nöf — ekki sýnt þá tillitssemi eða gætt þess velsæm- is sem nauðsynlegt er. Þannig ætti úrskurður siðanefndar að vera þeim sem í hlut á til viðvörunar — og einnig blaðamönnum almennt til íhugunar, er þeir fjalla um einstök mál, ekki síst viðkvæm mál. En ef blaðamenn blása bara á úrskurðinn — gott ef siðanefndin sjálf er ekki orðin sökudólgurinn — væri hyggilegast fyrir þá að vera ekki að burðast með siðanefnd. xxx msar stéttir era með siðareglur og siðanefndir, t.d. læknar og Iögfræðingar. Viðmælandi Víkveija kvaðst aldrei hafa séð úrskurði siða- nefnda þessara stétta birta almenn- ingi með jafnáberandi hætti og tíðk- aðist hjá blaðamönnum. Örugglega væri þeim þó komið til skila innan stéttanna. Vafalaust m'ætti deila um hvor aðferðin væri líklegri til bætandi áhrifa — en stanslausar deilur í fjölmiðlum um úrskurði siðanefndar blaðamanna væri óneit- anlega ekki traustvekjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.