Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992 37 ■ UPPELDIS- og meðferðar- heimilið í Sólheimum 7 heldur sinn árlega flóamarkað í Safnaðar- heimili Langholtskirkju sunnu- daginn 31. maí kl. 14-17. Uppeld- is- og meðferðarheimilið í Sólheim- um 7, Reykjavík, er heimili fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára sem þurfa á aðstoð að halda. Heimilið sem er deild innan Unglingaheimil- is ríkisins tók til starfa 1. septem- ber 1985 og geta 7 unglingar búið þar á hverjum tíma. Á heimilinu er lögð mikil áhersla á tómstunda- starf og skipa ferðalög stóran sess í því starfi. í sumar er fyrirhugað að fara í hálendisferð og er unnið að fjáröflun til þeirrar ferðar. Einn þáttur í fjáröflun er hinn árlegi flóa- markaður. Þar verað til sölu ódýr föt, búsáhöld, leikföng og skraut- munir. Uppboð verður á húsgögn- um og munum kl. 15. Einnig verð- ur tombóla og blómamarkaður. Kvennalistinn mótmælir úthlutunarreglum LIN ÞINGFLOKKUR Kvennalistans hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega framkomnum tillögum meirihluta stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna að nýjum úthlutunarreglum. „Á síðustu dögum þings voru knúin í gegn ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem fela í sér mun harðari greiðsluskilmála en áður tíðkuðust auk þess sem námsmenn fá engin lán sér til framfærslu fyrr en á næsta ári, hvernig sem á því stendur. Margt bendir til þess að nýsett lög muni valda því að hópur námsmanna, einkum konur, verði að hverfa frá námi og íj'ölda nemenda er beint út á almennan lánamarkað þar sem þeir verða komnir upp á náð og miskunn bankakerfisins. Lánasjóður íslenskra náms- manna hefur um árabil verið eitt mesta jöfnunartæki okkar samfé- lags og hefur gert þúsundum kvenna og karla kleift að afla sér menntunar, samfélaginu öllu til góðs. Nú skal blaðinu snúið við. Greinilega er ætlunin að fækka námsmönnum til muna, gera betur við þá sem mest hafa efnin og koma í veg fyrir að fólk sem er með börn á framfæri stundi skóla- nám. Þessi stefna gengur þvert á þau markmið um jafnrétti til náms sem stefnt hefur verið að um ára- bil og er vægast sagt undarleg hagspeki þegar atvinnuleysi fer vaxandi og atvinnulífið hrópar á menntun, rannsóknir og hugvit. Hvar á það fólk að starfa sem verður að hverfa frá námi? Er betra fyrir þjóðfélagið að greiða atvinnu- leysisbætur en að fjárfesta í menntun?,“ segir í ályktun Kvenn- alistans. Firmakeppni á afmælishátíð Bridsfélags Reykjavíkur: Landsliðin röðuðu sér í fjögur efstu sætin Brids Arnór G. Ragnarsson Pólska landsliðið sigraði í opinni firmakeppni á 50 ára af- mælishátíð Bridsfélags Reykja- víkur sem Iauk sl. fimmtudags- kvöld. Pólverjarnir spiluðu fyrir Ásbjörn Ólafsson og Vélar og þjónustu. Pólska liðið tryggði sér sigur í síðustu umferðinni með því að fá 25 stig gegn sveit Landsbankans. Fyrir síðustu umferðina höfðu landsliðin raðað sér í efstu sætin. Pólveijarnir voru efstir með 167 stig ásamt Bretum sem höfðu sama skor og spiluðu fyrir Jón Ásbjömsson, útflutningsverzlun. Svíar spiluðu fyrir Brimborg og voru í þriðja sæti með 165 stig og heimsmeistaramir spiluðu fyrir ís- landsbanka og vora með 161 stig. Allar þessar sveitir höfðu áður spilað saman í mótinu þannig að þær spiluðu allar gegn íslenzkum sveitum. Eins og áður sagði gerðu Pól- veijar út um mótið með því að fá hámarksskor^ í síðustu umferð. Svíamir spiluðu gegn sveit Eim- skipa og unnu með 21-9, Bretar fengu eflaust erfiðasta hlutskiptið. Þeir spiluðu gegn sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar og unnu leikinn 21-9 og komust þar með að hlið Svía. Heimsmeistararnir okkar spiluðu gegn Sjóvá/Alniennum og unnu 24-6 en það dugði ekki til og þeir urðu að sætta sig við fjórða sætið. Sigur Pólveija var nokkuð sann- færandi þrátt fyrir að þeir séu ekki með sitt sterkasta lið. Þeir spiluðu ekki vel fyrri daginn enda örþreyttir eftir langt og strangt ferðalag en höfðu gott rennsli eins og sagt er síðari daginn. Spilaður var Monrad og spiluðu 33 sveitir. Lokastaðan: Ásbjöm Ólafsson/Vélarogþjónusta 192 Brimborghf 188 Morgunblaðið/Amór Pólveijarnir Krzysztof Jassem og Dariusz Kovalski spila gegn bret- unum Sowter og Smolski. Póverjar sigruðu í mótinu en bretar urðu í 2.-3. sæti ásamt svíunum. Gísli Hafliðason og Björn Theodórsson spila gegn svíunum Anders Morath og Sven Áke Bjerregárd. Jón Ásbjömsson útflverzl. 188 íslandsbanki hf. 185 Hönnun hf. 169 SPR0N 165 Tryggingamiðstöðin hf. 164 Samvinnuferðir/Landsýn 162 Keppnisstjórar vora Kristján Hauksson og Agnar Jörgensson en mótsstjóri Sigmundur Stefáns- son. í gær fór fram keppni erlendu landsliðanna gegn þremur liðum frá BR, heimsmeisturanum, ís- lenzka landsliðinu og sveit Trygg- ingamiðstöðvarinnar. Þeirri keppni lauk seint í gærkvöldi. Pinus mugo. Fura — þöll — pinus Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 235 Hrömar þöll, sús stendr þorpi á hlýrat henni börkr né barr svá es maðr, sás manngi ann hvat skal hann lengi lifa? (Hávamál) Kjörum einstæðingsins sem engum þykir vænt um er hér líkt við kjör furunnar, sem stendur ein sér á hijóstugu berangri. Bæði veslast þau upp fyrir aldur fram. Finnst mér vel við hæfi að rifja upp þetta fallega erindi núna þegar áhugi landsmanna beinist svo mjög að tijárækt til þess að minna okkur á að fara með meiri gát og hlúa betur að öllu sem lifir. Þöll er fomt heiti á furu sem enn er til lítið breytt í norsku og sænsku toll og tall. En það hvarf alveg úr íslensku þar til farið var að nota það sem heiti á öðru fallegu barrtré, en það er tsuga, sem svolítið er ræktað hér á landi. Allmargar tegundir eru til af furu og eru þær útbreiddar á norðurhveli jarðar og margar norðarlega í tempraða beltinu. í Evrópu eru taldar um 10 tegund- ir, 16 í Asíu, um 30 vestantil og 15 austantil í Norður-Ameríku. Fururnar eru barrtré og allar greinar klæddar löngum, mjúk- um barrnálum. Þær eru oftast 4-6 cm á lengd á þeim tegundum sem hér eru ræktaðar en eru oft miklu lengri, allt að 20 cm á sumum erlendum tegundum. Barrnálarnar eru í knippum með slíðri úr himnukenndum blöðum neðst og nálahúsi. Geta verið 2, 3 eða 5 nálar í knippi, mismun- andi eftir tegundum. Flestar fur- utegundir verða einstofna og hávaxin tré, en nokkrar tegundir eru margstofna runnar t.d. fjalla- furan. Furan hefur oftast mjög reglulega greinabyggingu fram- an af aldri, þar sem hliðargreinar koma í krönsum við grunn árs- sprotanna. Kemur þá hver greinakransinn fyrir ofan annan, og trén verða fallega löguð fram- an af. Karlblóm og kvenblóm koma á sama tré, en í sér blóm- skipunum. Varla er þó hægt að tala um blóm þar sem aðeins fijó- blöð og fræblöð eru til staðar. Karlblómimn mynda stórar og áberandi blómskipanir neðst á árssprotunum snemma sumars. Þarf lítið að koma við þær til þess að gul ský af frjódufti þyrl- ist í allar áttir. Kvenblómin, sem eru bara opin fræblöð með tveim- ur eggjum, mynda svolitla blóm- skipun eða vísi að köngli. Fyrsta sumarið eftir fer fijóvgun fram og fræin fara að þroskast. Köng- ullinn vex í fulla stærð og fræ- blöðin verða hörð og trékennd. Könglamir opnast síðan á þriðja ári og fræin losna þá og dreif- ast. En einstöku furutegundir bera köngla sem haldast harð- lokaðir og geyma fræin þannig árum saman og opnast jafnvel ekki fyrr en skógareldur hefur geisað. Könglar sumra furu- tegunda verða mjög stórir og fallegir, t.d. könglar freysfurunn- ar (Jeffreysfurunnar, P. Jeffrey) í Oregon, sem eru 15-20 cm á lengd og eru seldir hér í blóma- búðum fyrir jólin. Fjallafura — pinus mugo Fjallafuran vex víða í fjöllum í Mið-Evrópu, Pyreneafjöllum, Alpafjöllum, Karpatafjöllum og á Balkanskaga. Hún vex mjög hátt uppi í fjöllunum, við skógarmörk eða í allt að 2.600 m hæð, og myndar víða mjög þétt, mishátt kjarr. Þarna er hún ómissandi við að binda jarðveginn með víðfeðmu rótarkerfi og innan um vaxa svo einir, víðir, rósir, blábeijalyng o.fl. fjallaplöntur. Fjallafura er með tvær nálar í hveiju knippi eins og stafafuran, en nálarnar á fjallafuru eru miklu mjórri og oft nokkuð stinnar og beinar. Þær eru 2-8 cm og mislangar eftir afbrigðum, en fjallafura er mjög breytileg í útliti eftir því á hvaða svæðum hún vex. Eftirtalin afbrigði eru algeng í ræktun: Pinus mugo var. pumilo — skriðull, þéttgreinóttur runni, sem verður varla meira en 1 m á hæð. Pinus mugo var. mughus — einnig lágvaxinn runni, en getur þó orðið allt að tveir og hálfur metri á hæð. Þetta afbrigði er mest ræktað í Noregi. Pinus mugo var. rotundata — er margstofna eins og hin afbrigðin en verður miklu hærri eða allt að 6 m í heimkynnum sínum. Hólmfríður Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.