Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 35
35
Sandgerði:
Kynning á
Ingibjörgn
Sigurðardótt-
ur á M-hátíð
KYNNING á Ingibjörgu Sigurð-
ardóttur rithöfundi og verkum
hennar verður í Sandgerði
sunnudaginn 31. maí sem liður
í M-hátíð á Suðurnesjum.
Lesið verður úr eftirtöldum bók-
um Ingibjargar Sigurðardóttur:
Sigrún í Nesi, Læknir í leit að
hamingju, Beggja skauta byr og
Feðgarnir á Fremra-Núpi. Einnig
verður söngur og hljóðfæraleikur
og að lokinni dagskrá verður kaffi-
sala.
Ingibjörg Sigurðardóttir fædd-
ist að Króki í Skagafirði árið 1925
en fluttist til Sangerðis 21 ári síð-
ar og bjó þar í 45 ár. Komið hafa
út 30 bækur eftir hana, sú fyrsta
árið 1958 og nýjasta bók hennar,
Glettni örlaganna, kom út á síð-
asta ári.
Dagskráin verður í Samkomu-
húsinu í Sandgerði og hefst klukk-
an 20.30.
-----» ♦ ♦----
Franskir
listamenn
í Nýlista-
safninu
í Nýlistasafninu sýna frönsku
listamennirnir Michel Verjux og
Francois Perrodin. Þeir hafa
báðir tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum og einnig hafa
þeir haldið einkasýningar m.a.
í Centre George Pompidou og
Musée d’art Moderne de la Ville
de Paris. Þeir eru jafnaldrar
og báðir búsettir í París. Sýn-
ingin opnar sunnudaginn 31.
maí.
Sýningin í Nýlistasafninu er
ávöxtur af góðum samskiptum við
Jack Lang menntamálaráðherra
Frakklands og rausnarlegum styrk
frá Association d’Action Artistique
í París. Þá hafa þessir aðilar hlaup-
ið undir bagga: Eimskip hf., Sjóvá-
Almennar, franska sendiráðið og
Myndlista- og handíðaskóli ís-
lands. Umsjónarmaður með sýn-
ingunni er Kees Visser.
Sýning Francois Perrodins og
Michels Veijux á Listahátið er
opin daglega í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg frá kl. 14.00-18.00 og
stendur til 28. júní.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992
Eru
þeir að
fá 'ann
?
F.v. Ólafur Haukur Ólafsson, Ólafur Ólafsson og Jón G. Baldvins-
son formaður SVFR tylla sér hjá einum bagganum í hrauninu
við Norðurá.
Það var ófögur sjón sem blasti
við mönnum er stjórn SVFR og
starfsmenn árnefndar SVFR fyrir
Norðurá fóru í hreinsunarferð upp
í Norðurárdalinn á dögunum. Er
hersingin kom á svæðið sem veiði-
manna á milli gengur undir nafn-
inu „milli fossa“, þ.e.a.s. á milli
Laxfoss og Glanna kom í ljós
hvað orðið hafði um nokkra tugi
hvítra plastheybagga sem sópuð-
ust af túninu að Veiðilæk í vatn-
avöxtunum miklu í vetur.
í jaðri Grábrókarhrauns, við
svokallaða Paradís, sem er frið-
lýst svæði, voru baggamir á víð
og dreif á stóru svæði og sýnt
að ekki yrði hlaupið að því að
koma bifreiðum eða vinnuvélum
á staðinn til að fjarlægja þá.
Höfðu menn á orði að vatnselgur-
inn myndi hafa þeytt böggunum
eins og um risavaxnar borðtenn-
iskúlur væri að ræða.
Það styttist í fyrstu köstin. 1.
júní opna fyrstu ámar að vanda,
en að þessu sinni, eins og í fyrra,
fá menn ekki fyrstu vísbending-
arnar um fiskigengd frá neta-
bændum í Feijukoti og á Hvítár-
völlum. Veiðin hefði verið byijuð,
því ávallt var miðað við 20. mai.
Mikið vatn hefur verið í Borgar-
fjarðaránum í hlýindunum að und-
anförnu og menn sem hafa kíkt
eftir fiski hafa lítið séð. Aftur á
móti hafa menn séð skvetti í
Hvítá og séð konung fiskanna
berum augum í Laxá í Kjós,
Elliðaánum og í Korpu. Vænn lax
sást einnig á lofti austur í Hólsá,
skammt neðan mynnis Ytri Rang-
ár og óvenjulega mikil umgangur
sela á því svæði að undanförnu
bendir til fiskigengdar. 3 selir
voru skotnir í Ytri Rangá og Hólsá
um síðustu helgi og 8 selir til við-
bótar voru á ferli í ósnum.
Þarna sést hvemig baggarair eru á víð og dreif í hraunjarðrinum
suiuniuDAGinini s í u a s t i
Á morgun,sunnudag, verður sérstakur
heimilislistadagur í Kolaportinu.
Allt aö 100 aðilar hvaöanæva af landinu munu
sýna og selja alls konar listmuni og handiðnaö,
svo sem úr gleri, leir, vefnaði, prjónaskap,
saumaskap, smíöar og útskurö, skartgripagerð,
skúlptúra, grafík og fleira og fleira.
Auk þess verður eins og venjulega |
bráöskemmtilegt markaöstorg í Kolaportinu fullt i
af góðum vörum á góðu verði - grænmeti, s
ávextir, silungur og lax, harðfiskur, broddur,
sælgæti, fatnaður, antík, snyrtivörur, skartgripir,
handverkfæri, blöðrur o.s.fv.
Eftir þessa helgi tekur sumartíminn við hjá okkur
en þá verður markaðstorgið eingöngu opið á
laugardögum.
Opið í dag frá kl.10-16 og á morgun frá kl.11-17.
KOIAPORTIÐ
MrfR KaÐStOftT
- kemur sífellt á óvart!
38 dúkategundir meö 38% meöalafslætti í 38 opnunartíma
Hefst á föstudag kl. 11 til miðvikudags kl. 18.
DÆMI:
Aður kr. 1.730.-..Nú kr. 865.-..-50%
Áður kr. 1.298-...Nú kr. f
r»
Opið kl. 9-18 mán. - fös.
og 10-14 lau.
Teppa
GRENSASVEG113, SIMI813577