Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 13
^ idrÁíR ífo2
Ms
r
IMISSAN
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
; JÍ0r0W#In|l|^
Ljóðið kemur úr Versló
Nokkrir höfundar ásamt kennara sínum, Þórði Helgasyni.
eður ei. Flest eiga þau ágætis
spretti, sum ljóðin eru góð, önnur
ekki. Eg hefði þó kosið að sjá meiri
uppreisn, meiri ákafa, sem er oft
drifkraftur ungra skálda. Það er
kannski klént að segja þetta, en
mér finnst framtakið skipta mestu
máli. Mér finnst skipta máli ef
framhaldsskólanemar yrkja og lesa
ljóð. Ljóðdækar skipta máli. Ekki
sem viðburður í bókmenntasögunni,
en vonandi sem hvati á nemendur
Verslunarskólans, og helst aðra
framhaldsskólanema. Ljóðinu er
aldrei ofaukið og það fer aldrei of
víða.
:
0 FERÐ UN NORflURLRND
Bókmenntir
Jón Stefánsson
LJÓÐDREKAR III: Ljóð úr
Verslunarskólanum
Þórður Helgason tók saman.
1992
Yfirleitt hugsa ég ekki um ljóð
þegar verslun og viðskipti ber á
góma, lít jafnvel á þetta sem and-
stæður sem ekki er hægt að sam-
eina. Og það eru ekki margar vikur
síðan ég hélt að nemendur í Versl-
unarskólanum hugsuðu mest um
tölvur og tölur, en minnst um ljóð
og listir. Nú verð ég að éta þessa
fordóma ofaní mig, sem ég geri af
mikilli ánægju; fyrir framan mig
hef ég þijú kver sem nefnast Ljóð-
drekar I-III og þau innihalda ljóð
eftir nemendur úr Verslunarskólan-
um.
Ljóðdrekar voru fyrst gefnir út
árið 1990, aftur 1991 og loks núna
í vor. Ég ætla að byrja á því að
klappa fyrir framtakinu; það er allt-
af ánægjulegt þegar ljóðið nær að
skjóta rótum í hjörtum mennta-
skólanema.
í nýjustu Ljóðdrekum eru fimm-
tíu og tvö ljóð eftir 13 höfunda.
Sumir birta eitt ljóð, aðrir allt að
fjórtán. Flest ljóðanna eru ástarljóð,
þar sem ást rímar á móti brást.
Höskuldur Kári Schram yrkir þó
um pólitík í samnefndu ljóði sínu.
Þar skeggræða menn, drekka vín,
sleikja vindla og síðan „hlógu þeir
að/málstaðnum/og skáluðu fyrir-
/völdunum. í ástarljóðunum er
sorgin hins vegar við völd; ljóðmæl-
andinn stendur einn eftir í heimin-
um, sem er einskisvirði eftir að hin
heitt elskaða eða hinn heitt elskaði
fór. Auðvitað er hægt að tala um
ungæðishátt og stundum er eins
og sorgin sé dulítið uppstillt, ef svo
má að orði komast, eins og vanti
meiri dýpt í orðin svo hægt sé að
finna til með þolandanum. Það er
helst þegar kaldhæðnin er kölluð
til að maður hrifst með, og skynjar
sorgina, reiðina. Ég er ekki að segja
að ég hrífist mest að kaldhæðni,
en með henni geta byijendur kom-
ist framhjá tilgerð eða hreinlega
væmni. Kaldhæðni er auðvitað
vandmeðfarin og oft ávísun á yfir-
borðsmennsku, en Sigríður Geirs-
dóttir er alls ekki yfirborðsleg í ljóð-
inu Bruni, þar sem hún hvæsir af
reiði yfir að þurfa sitja ein eftir:
Við það eitt
að hugsa um ykkur
saman
brenn ég
sé hana fyrir mér
á stóru útigrilli
vel steikta.
Sigrún Ragnarsdóttir fékk mig
líka til að brosa útí annað með ljóð-
inu Stundum:
Ég er yfir það hafin að
velta smámunum fyrir mér
en stundum
þegar ég horfi á þig
er það vel þess virði.
Þessi tvö ljóð eru nokkuð vel
smíðuð og á bak við þau skynja ég
töluverða æfingu. Reyndar virðast
allir í bókinni hafa ort fleiri en eitt
og fleiri en tvö ljóð — og lesið ljóð
annarra af áfergju. Ingvi Már Páls-
son hefur til dæmis lesið Gyrði og
yrkir allvel undir óbeinni hand-
leiðslu hans:
veiðistöng sem leiðir fiðraðan spún í
grænleitri tjörn. urriðinn hugsandi um
liðna daga þegar hann gekk um skóginn og
tíndi hnetur...
Ég þori lítið að fullyrða um hvort
Ljóðdrekar séu upprennandi skáld
Ferðaáætlun okkar:
29.05 Skagaströnd
viö Shell söluskálann
frá kl. 15.00-17.00
29.05 Blönduósi
við Esso söluskálann
frá kl. 18.00-21.00
30.05 Sauðárkrókur
við Bifreiðaverkstæðið ÁKA
frá kl. 14.00- 17.00
31.05 Siglufjörður
við bensínstöðina
frá kl. 14.00-17.00
01.06 Ólafsfjörður
við Tjarnarborg
frá kl. 17.00-21.00
02.06 Dalvík
við Esso bensínstöðina
frá kl. 17.00-21.00
03.06 Húsavík
við Hótel Húsavík
frá kl. 17.00-21.00
04.06 Hvammstangi
við Kaupfélagið
frá kl 12.00- 14.30
Notaðir bílar
mettnir á staönum
Ingvar
Helgason hf
Sævarhöföa 2
Sími 91-674000
Frá 29. maí til 4.júní verðum við
á ferð um Norðurland.
Við munum sýna
og bjóða reynsiuakstur á
Nissan Patrol
Nissan Terrano
Nissan Primera
Nissan Sunny
Subaru Legacy