Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992 Island og Evrópa - Hvar stöndum við? 20 Fimmta grein eftir Þorvalcl Gylfason I. Þrenns konar rök Helztu rökum með og á móti EES-samningnum og aðild íslands og annarra EFTA-þjóða að Evrópu- bandalaginu er hægt að skipta í þrennt með nokkurri einföldun. Fyrstu tvær röksemdimar voru reif- aðar í síðustu grein. Aukið viðskiptafrelsi innan Evr- ópska efnahagssvæðisins er talið munu auka framleiðslu, tekjur og atvinnu í álfunni og lækka verðlag að öðru jöfnu. Aðild að efnahags- svæðinu dugir til að uppskera þenn- an ávinning að mestu leyti. Þeir, sem færa rök gegn samningnum, eru í raun og veru að færa rök gegn frjáls- um viðskiptum. Þeir, sem eru and- vígir því, að útlendingar kaupi fast- eignir og fyrirtæki hér heima, mega ekki horfa fram hjá því, að íslending- ar geta notað andvirðið til að kaupa fasteignir og fyrirtæki í útlöndum. Og við þurfum ekki að selja allt, sem útlendingar vilja kaupa, nema við viljum, enda getum við ekki heidur keypt allt, sem við viljum kaupa í útlöndum. Það er allajafna auðveldara að koma gagngerum efnahagsumbót- um á í samfloti við aðra en á eigin spýtur. Hættan á því að dragast aftur úr öðrum getur verið meiri utan Evrópubandalagsins en innan þess. Ef menn hafa hug á efnahags- umbótum í raun og veru, ættu þeir að sjá sér hag í samfloti, sé því haldið innan hóflegra marka. Ef bandalagsríkin gera hins vegar al- vöru úr því að rugla saman reytum sínum í auknum mæli á næstu árum, getur önnur staða komið upp. Smá- þjóðir bandalagsins geta stuðlað að því að halda sameiningarviðleitni stórþjóðanna í skefjum innan frá. Þriðja og síðasta atriðið er erfið- ast viðfangs. Það varðar stjórnmál og menningu. Viljum við íslendingar vera fullir þátttakendur í þeim um- skiptum, sem nú eru að eiga sér stað í Evrópu, eða finnst okkur nóg að fylgjast með úr fjarlægð? Viljum við taka þá áhættu, sem fylgir aðild að bandalaginu, eða er okkur ef til vill enn meiri hætta búin í einveru utan bandalagsins? II. Sljórnmál og menning Þetta eru erfiðar spurningar. Margir íslendingar finna til náins skyldleika við aðrar Norðurlanda- þjóðir og vilja fylgja þeim að málum á alþjóðavettvangi eftirleiðis sem endranær að því tilskildu, að auð- lindum okkar til lands og sjávar og þjóðlegum menningarverðmætum sé ekki teflt í tvísýnu. Auðlindirnar eru ekki í hættu að minni hyggju, ef við höldum vel á málum. Enginn dregur eignarrétt okkar yfir fískimiðunum umhverfis landið eða yfír landinu sjálfu i efa. Eignarréttur okkar er ótvíræður samkvæmt alþjóðalögum. Okkur er það í sjálfsvald sett, hvort við seljum útlendingum landareignir og hvað við gerum við andvirðið. Okkur er það líka í sjálfsvald sett, hvort við seljum útlendingum aðgang að fiskimiðum okkar í einhveijum mæli, ef við sjáum okkur hag í því gagn- vart Evrópubandalaginu, enda gætu íslenzkir útgerðarmenn þá keypt sér veiðiheimildir á erlendum fískimið- um á móti. íslenzkir útvegsmenn eiga ekki að óttast heilbrigða erlenda samkeppni, þeir ættu þvert á móti að einsetja sér hagnast á henni með því að hasla sér völl í erlendum sjáv- arútvegi. „ Menningarverðmæti eru erfíðari viðfangs, því að þar verður engri eignarréttarvernd við komið. Það er Þorvaldur Gylfason „ Það er undir okkur sjálfum komið, hversu vel okkur tekst að fóta okkur í nýrri Evrópu, vernda tungu okkar, menntir og menningu og halda unga fólkinu heima.“ undir okkur sjálfum komið, hversu vel okkur tekst að fóta okkur í nýrri Evrópu, vernda tungu okkar, mennt- ir og menningu og halda unga fólk- inu heima. Smæð okkar getur gert okkur erfítt fyrir. Smáþjóð getur verið viðkvæmari en fjölmennar þjóðir fyrir miklum breytingum í umhverfi sínu. Ég fæ þó ekki séð, að menningu okkar stafí meiri hætta af aðild að Evrópubandalaginu en af einveru og hugsanlegri einangrun utan bandalagsins. Ég fæ ekki held- ur séð, að landið verði meiri útkjálki innan bandalagsins en utan. Þvert á móti sýnist mér, að menning okkar og tunga gætu eflzt af auknum tengslum við aðrar Evrópuþjóðir, því að þjóðleg menning þrífst bezt og nýtur sín bezt í alþjóðlegu um- hverfi, þar sem ólíkir menningar- straumar mætast. Við hefðum þá ríkari ástæðu til að leggja rækt við menningu okkar en ella. Evrópu- bandalagið stuðlar reyndar að slíkri ræktarsemi meðal smáþjóða með ýmsum hætti. Við gætum notið góðs af því. Enginn í Evrópu hefur hug á því að steypa allar þjóðir álfunnar í sama mót, öðru nær. Mér dettur samt ekki í hug að gera lítið úr þeim áhyggjum, sem margir hér heima hafa af þessum atriðum. Mörgum okkar væri eflaust rórra, ef hinar Norðurlandaþjóðirnar hefðu ákveðið að láta sér duga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, þannig að við íslendingar þyrftum þá ekki að standa einir utan Evrópubanda- lagsins. En þetta er ekki í okkar valdi. Það er ekki raunhæft að bera kosti og galla hugsanlegrar aðildar að bandalaginu saman við óbreytt ástand. Nei, samanburðurinn, sem skiptir mestu máli hér, er á milli aðildar og einveru utan bandalagsins eftir nokkur ár. Við getum ekki dregið niður gluggatjöldin og látið eins og lestin standi kyrr. Sérstaða okkar íslendinga gagn- vart Evrópubandalaginu og sú hætta, sem okkur kann að stafa af bandalaginu, sýnist mér vera fólgin í smæð okkar og fólksfæð fyrst og fremst, en ekki í núverandi hagsm- unum okkar í sjávarútvegi. Við verð- um ennþá smáþjóð á útjaðri Evrópu eftir aldarfjórðung, en hlutdeild sjáv- arútvegs í þjóðarframleiðslu og út- flutningi verður þá næstum örugg- lega orðin miklu minni en nú, því að fískimiðin eru fullnýtt nú þegar. Við eigum því ekki að byggja af- stöðu okkar til Evrópubandalagsins á sjónarmiðum hagsmunasamtaka sjávarútvegsins fyrst og fremst. Við eigum heldur að leggja öll efna- hags-, stjórnmála- og menningar- rökin með og á móti á vogarskálarn- ar og reyna að ráða málinu til lykta á þeim grundvelli. Fólksfæð er samt ekki einhlítur veikleiki í alþjóðasamstarfí. Smá- þjóðir hafa hlutfallslega meiri áhrif á ákvarðanir, lög og reglur Evrópu- bandalagsins en fjölmennari þjóðir. Ýmislegt bendir til þess, að við ís- lendingar gætum haft tvö atkvæði (eins og Lúxemborg) í Ráðherraráð- inu, sem fer með æðsta fram- kvæmdavald bandalagsins, borið saman við 3 atkvæði Dana, íra, Finna og Norðmanna, 4 atkvæði Austurríkismanna og Svisslendinga, 5 atkvæði Belga, Hollendinga, Portúgala, Svía og Grikkja, 8 at- kvæði Spánveija og 10 atkvæði Breta, Frakka, ítala og Þjóðveija. Norðurlöndin í heild hefðu þá 16 atkvæði á móti 10 atkvæðum Þjóð- veija til dæmis, þótt Þjóðveijar séu meira en þrisvar sinnum fleiri en Norðurlandabúar. Danir og Irar telja aðeins um 1% eða svo af heildar- mannfjölda bandalagsins hvorir um sig, en þeir hafa unað hag sínum bærilega í bandalaginu hingað til þrátt fyrir það. Ríkisstjórnir Kýpur (tæplega 700.000 íbúar) og Möltu (tæplega 350.000 íbúar) hafa sótt um aðild að bandalaginu, þótt þessi lönd sé litlu fjölmennari en ísland. I augum þessara þjóða er fólksfæð ekki frágangssök. En við þurfum samt að fara varlega. III. Að endingu íslenzk efnahagsmál hafa verið í hættulegum farvegi síðastliðin tutt- ugu ár að minnsta kosti. Við höfum haldið uppi góðum lífskjörum meðal annars með því að ganga á fiskstofn- ana umhverfís landið og með því að safna skuldum í útlöndum án þess að gæta þess sem skyldi að leggja grundvöll að fjölbreyttu og heil- brigðu efnahagslífi til að búa í hag- inn fyrir komandi kynslóðir í land- inu. Fiskstofnarnir hafa minnkað um þriðjung eða jafnvel helming síðast- liðinn mannsaldur að mati fiskifræð- inga, en mannauðurinn, sem er fólg- inn í menntun og menningu þjóðar- innar, hefur að vísu vaxið á móti. Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa næstum tvöfaldazt síðastliðin ellefu ár miðað við þjóðarframleiðslu. Mik- il verðbólga hefur valdið miklum óskunda, en nú hefur hún að vísu hjaðnað í bili. Mikil óhagkvæmni í þjóðarbúskap okkar hefur leynzt á bak við uppgrip í skjóli skuldasöfn- unar. Þessi óhagkvæmni bitnar á afkomu fólks og fyrirtækja. Lang- varandi ófremdarástand í efnahags- málum þjóðarinnar þrátt fyrir gott ytra árferði yfirleitt ber vitni um Á gráu efnahagssvæði eftir Gísla Tryggvason Utanríkisráðherra íslands hefur nú undirritað samning þann sem kenndur er við Evrópskt efnahags- svæði (EES). Til að slíkur samning- ur verði þjóðréttarlega skuldbind- andi þarf forseti íslands að stað- festa hann enda er EES ekki venju- legur viðskiptasamningur. Áður en til staðfestingar kemur þarf Alþingi hins vegar að sam- þykkja samningsgerðina enda felur hún í sér breytingu „á stjórnarhög- um ríkisins" eins og segir í 21. gr. stjórnarskrárinnar en þar er átt við lagabreytingar eins og þær sem fylgja í kjölfar EES-samningsins. Vafa skal skýra stjórnarskránni í vil Álitamál er hvort efni samnings- ins samrýmist stjórnarskránni. Fuli- trúi annars stjórnarflokkanna og formaður utanríkismálanefndar, Eyjólfur Konráð Jónsson, hefur full- yrt að EES-samningurinn stangist á við stjómarskrána. Annar fulltrúi Alþingis í utanrík- ismálanefnd, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, segir samninginn fela í sér fullveldisafsal fyrir íslenzka ríkið. Einn helzti sérfræðingur íslend- inga í EB-rétti, prófessor Stefán Már Stefánsson, viðurkennir að áhrif samningsins séu „á gráu svæði“ hvað þetta varðar. Guðmundur Alfreðsson, doktor í þjóðarétti frá Harvard-háskóla, seg- ir að nauðsynlegt sé að fram fari „fagleg, lögfræðileg umræða — óháð allri pólitík — um hvort við getum og megum fullgilda þennan samning að óbreyttri stjórnarskrá." Yfirþjóðlegt vald Fullveldi er fullt löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Ef Evrópubandalagið á að hafa frumkvæði að nýrri lagaetningu á sviði samningsins er efnislegt lög- gjafarvald löggjafans skert og þar með fullveldi þjóðarinnar. Þetta samrýmist ekki 2. gr. stjómarskrár- innar. Ef dómar EB-dómstólsins eiga að hafa bindandi réttaráhrif á Evr- ópska efnahagssvæðinu samrýmist það hvorki 2. gr., um að íslenzkir „dómendur fara með dómsvaldið,“ né 61. gr. stjórnarskrárinnar sem segir að dómendur skuli fara að lögum en þar er átt við íslenzkar réttarheimildir en ekki yfirþjóðleg- ar. EES að vettugi vir ðandi? „Ég tala hér ekki um „brot á stjórnarskránni.“ Ástæðan er sú að ef milliríkjasamningar (eða lög) samrýmast ekki stjórnarskránni eru þeir að vettugi virðandi. „Dómstól- ar, stjórnvöld og almenningur verða að fara að landslögum þangað til þeim er breytt með lögformlegum hætti,. .eins og Ólafur Jóhannes- son kemst að orði á bls. 374 í Stjórn- skipun íslands. í rauninni ættum við því ekki að hafa áhyggjur af kjalfestu stjóm- skipunar okkar; það er ekki hægt að vaða yfir stjómarskrána! Við búum jú í réttarríki sem byggist ekki sízt á óháðum dómstólum. Þjóðaratkvæði stoðar ekki — dómstólar eiga síðasta orðið Krafa stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæði er vissulega pólitískt réttlætanleg. Þjóðaratkvæða- greiðsla er hins vegar ekki bindandi nema í þeim tilfellum sem sérstak- Iega er gert ráð fyrir henni í stjóm- arskránni. Því síður veitir þjóðarat- kvæði heimild til breytinga á stjóm- arskránni. Stjórnarandstaðan bendir einnig á að ólýðræðislegt sé að láta gildi EES-samningsins velta á áliti fjög- ura lögfræðinga sem utanríkisráð- herra hefur sjálfur skipað í nefnd til að meta samþýðanleika EES við stjórnarskrána. I rauninni ættum við ekki að þurfa að deila með Ól- afí Ragnari Grímssyni áhyggjum um að tveir prófessorar við HI, einn hæstaréttardómari og einn háttsett- ur embættismaður séu of „evrópu- sinnaðir“ og því ekki hlutlausir í fræðilegu mati sínu. Dómstólar eiga ótvírætt síðasta orðið hvað þetta varðar en aðal þeirra á að vera sjálf- stæði gagnvart öðrum stjómvöld- um. Mætur hæstaréttarlögmaður í höfuðborginni hefur hins vegar dregið hlutleysi íslenzkra dómstóla í efa og segir þá draga taum ríkis- valdsins í hvívetna. Gísli Tryggvason „í rauninni ættum við því ekki að hafa áhyggjur af kjalfestu sljórnskipunar okkar; það er ekki hægt að vaða yfir stjórnar- skrána! Við búum jú í réttarríki sem byggist ekki sízt á óháðum dómstólum.“ Fullveldisafl óheimilt — vörn s(j órnar skrárinnar Stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins veitir alls enga heimild til fullveldis- afsals eins og t.d. 20. gr. dönsku grundvallarlaganna. Þar er reyndar krafist aukins meirihluta (6A) fyrir fullveldisafsali — „í nánar tilteknum efnum,“ eins og greinin er orðuð. Hvorki undirskrift utanríkisráð- herra, staðfesting forseta né sam- þykki Alþingis heimila fullveldisaf- sal. Fyrirhugaðar lagabreytingar, í samræmi við EES-samninginn, heimila heldur ekki framsal á valdi sem skv. stjórnarskránni tilheyrir íslenzkum stofnunum. Islenzk stjómskipun hefur vörn sína gegn fullveldisafsali í stjórnar- skránni sjálfri. Henni verður ekki þokað nema með stjórnarskrár- breytingu skv. 1. mgr. 79. gr. stjórn- arskrárinnar sem krefst samþykkis stjómarskrárgjafans — tveggja þinga með almennum kosningum á milli eins og sl. vor. Ef EES-samningurinn og þau lög, sem eru ósamrýmanleg stjórnar- skránni, eiga ekki að vera fullkomin markleysa verður stjómarskrárgjaf- inn að veita heimild til að afsala íslenzku þjóðinni þeirri vöggugjöf sem iýðveldinu var gefin með nær einróma samþykki íslendinga. Árið 1944 hefði íslendingum ekki dottið í hug að afsala því fullveldi sem glataðist með Gamla sáttmála og vannst aftur í kjölfar langrar og strangrar sjálfstæðisbaráttu með Sambandslögunum þann 1. desem- ber 1918. Verður fullveldisafsal af- mælisgjöfin á hálfrar-aldar-afmæli Lýðveldisins Islands? Höfundur er laganemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 121. tölublað (30.05.1992)
https://timarit.is/issue/124784

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

121. tölublað (30.05.1992)

Aðgerðir: