Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGOR 30. MAl WM 33 Sigorn AlþýðuflokKs- félags Reykjavíkur: ■ EFNT verður til sérstaks heim- ilislistadags í Kolaportinu sunnu- daginn 31. maí þar sem um 100 aðilar hvaðanæva af landinu munu sýna og selja fjölbreyttan heima- gerðan varning, en eins og venju- lega verður einnig fjölbreytt mark- aðstorg í öðrum hlutum hússins. Með heimilislíst er átt við hvers konar listir og handiðju í víðtæk- asta skilningi og má t.d. nefna gler- list, leirlist, vefnað, prjónaskap, saumaskap, smíðar og útskurð, skartgripagerð, skúlptúra, grafík og listmálara, en varðandi þá síð- astnefndu má einnig minna á að galleríið í Kolaportinu verður með sérstaka hátíðarsýningu þennan dag. Um allt land eru starfandi samtök og klúbbar fólks, sem og einstaklingar, sem fást við heimil- islist og ætlunin með þessum sér- staka degi er að gefa þeim kost á að koma verkum sínum á fram- færi. Frumkvæðið að þessum við- burði kom frá fólki í Vestmannaeyj- um, en mikill áhugi hefur verið fyrir þátttöku og hafa um 100 aðil- ar skráð sig fyrir plássi, segir í frétt frá Kolaportinu. Á sunnudag- inn verður Kolaportið opið kl. 11-17 og verður þetta jafnframt síðasti sunnudagur sumarsins í Kolaportinu en það verður opið á laugardögum eins og venjulega í allt sumar^, ,,„ö„......d Efnislega rétt afstaða fulltrúans MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi tilkynning: „Stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur harmar þau málalok sem orðið hafa í kjölfar afgreiðslu Menntamálaráðs á tillögu um bókaútgáfu Menningarsjóðs. Telur stjórnin að fulltrúi Alþýðuflokks- ins í Menntamálaráði, Ragnheiður Davíðsdóttir, hafí tekið efnislega rétta afstöðu til tillögunnar, enda samrýmdist efni hennar ekki lög- boðnu hlutverki Menntamálaráðs. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur telur að æskilegast hefði verið að ná sáttum í máli þessu, fremur en að knýja fram þau málalok sem orðið hafa.“ KYNNING á fyrirhuguðu fyrsta sameiginlega grafíkverkstæði ís- lands sem rekið verður af félag- inu íslensk grafík og væntanlega hefur starfsemi sína að hluta til Klúbbur Listahátíðar starfræktur á Hressó Klúbbur listahátíðar verður starfræktur í veitingahúsinu Hressó á meðan Listahátíð í Reykjavík stendur dagana 30. maí til 19. júní. Klúbburinn er opinn vettvangur fyrir íslenska listamenn og verður reynt að gera öllum list- greinum jafnhátt undir höfði, segir í fréttatilkynningu frá klúbbnum. Dagskrá klúbbsins er síbreytileg vegna þess að margir bætast við á síðustu stundu en eftir því sem best er vitað er dagskrá þriggja fyrstu daganna eftirfarandi: Hressó og nágrenni laugar- dag kl. 13.30: Blásarasextettinn Stalla hu. Ungir listamenn sjá um ýmsar uppákomur á Hressó og í næsta nágrenni. • Hressó kl. 22: Gleðisveitin Júpíters. Harpa og Ásta Arnardætur og Bára Lyngdal Magnúsdóttir flytja örleikrit. Dansarar frá Kramhúsinu dansa afródans. Sjón - upplestur. Hressó sunnudag kl. 21: Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving. Skosk-íslenski leik- hópurinn Low - Life Theatre Company flytur brot úr verkinu The White Whore and the Bit Play- er eftir Tom Eyer. Leikarar eru Amanda Beveridge og Graeme Dallas. Bragi Ólafsson - upplest- ur. Jón Hallur Stefánsson flytur ljóð. Hressó mánudag kl. 21: Tríó Karls Möller og Andrea Gylfadóttir. Kristján Hreinsson flytur ljóð. ’ - > 8'^. T-S’ «NÍNT ■'* ur Islandsbanka HALDINN verður skógræktardagur íslandsbanka í dag Er það í annað sinn sem slíkur dagur er haldinn meðal starfsfóíl bankans. Á síðasta ári var ákveðið að ís- landsbanki gæfi þjóðinni fjórar tijá- plöntur fyrir hvert fætt barn á árinu 1991. Alls fæddust 4.533 börn og mun starfsfólk íslandsbanka og fjöl- skyldur þeirra, ásamt liðsmönnum skógræktarfélaga, því gróðursetja um 20.000 plöntur í ár. í dag mun starfsfólk bankans og útibúanna í Reykjavík koma saman og gróðursetja plöntur við Grunn- vötn í Heiðmörk, starfsfólk útibúsins í Kópavogi í Rjúpnahæð, Garðbæ- ingar gróðursetja í Smalaholti, Hafnfírðinga í Kjóadal, Keflvíkingar við Rósaselsvötn og Mosfellsbæingar ofan við bæinn Teig. Starfsfólk útibúsins á Akranesi ætlar að koma saman við skógrækt- arsvæðið við Akrafjall 2. júní til að gróðursetja og ísfirðingar neðan til í Seljalandsmúla. Þá mun starfsfólk útibúsins á Siglufírði koma saman i landi Saurbæjaráss 2. júní og Hús- víkingar 10. júní og gróðursetja upp með Búðará. Á árinu 1991 gaf íslandsbanka 90.000 plöntur til skógræktar. Af þeim gróðursetti starfsfólk bankans liðlega 25.000. Lokaprédik- anir í dag Þrír guðfræðinemar flytja loka- prédikun í Háskólakapellunni í dag, laugardag, kl. 14. Stúdentamir em Jón Pálsson, Kristín Pálsdóttir og Þórir Jökull Þorsteinsson. Athöfnin er öllum opin. Opið hús í yersl- unar skóla íslands OPIÐ HÚS verður í Verslunarskóla íslands laugardaginn 30. maí nk. kl. 14-18. Nýútskrifuðum grunnskólanemum og aðstandendum þeirra gefst kostur á að skoða húsakynni skólans og ræða við kennara og nemendur um skólalífið. Kennarar verða til viðtals við væntanlega umsækjendur og for- eldra þeirra og nemendur sýna ýmis- legt úr félagslífí og starfí nemenda. Bókasafn skólans, sérkennslustofur og íþróttahús verða opið og gestir geta skoðað tækjabúnað skólans. (Úr fréttatilkynningu) Tónleikar á Hvolsvelli RANGÆINGAKÓRINN í Reylqa- vík heldur tónleika að Hvoli á Hvolsvelli í kvöld, laugardaginn 30. maí, kl. 20.30. Rangæingakóriunn í Reykjavík syngur undir stjórn Elínar Oskar íslensk sönglög fyrir og síðar. Ein- söngvari með kórnum er Kjartan Ólafsson. Tónleikarnir verða fluttir í sama formi og í Finnlandi í júní nk. en þangað em Elín Ósk og Rangæ- ingakórinn boðin á íslenska menn- ingarviku í Rovaniemi. haustið 1992. Kynning verkstæð- isins er haldin í fyrirhuguðu hús- næði á Tryggvagötu 15, 2. hæð, á sunnudaginn kl. 14 og verður opin frá kl. 14-18 um helgar og 16-18 á virkum dögum til 14. júní. í húsnæðinu hafa félagar í ís- lenskri grafík komið fyrir kynningu á starfsemi grafíkverkstæða svo og óformlegri sýningu á verkum félags- manna, þar sem megináhersla er lögð á að sýna það ferli er liggur að baki gerð grafíkmynda í hinum ólíku miðlum grafíkurinnar. Al- menningi gefst þannig kostur á að kynnast hvom tveggja í senn, hinum fjölbreytta miðli og fyrirhugaðri nýrri starfsemi félagsins. Félagið íslensk grafík var endur- reist í sinni núverandi mynd 1969. Milli 40 og 50 myndlistarmenn taka þátt í starfsemi þess. Sýnum ábyrgð, flokkum sorp og notum gámastöðvar Timbur • málmar • garðaúrgangur • pappír • spilliefni • grjót Gámastöðin þín er í næsta nágrenni: • Mosfellsbær: Við hesthúsabyggðina í Mosfellsbæ. • Noröausturhverfi Reykjavíkur, Austurbær, Fossvogur og Árbær: Viö Sævarhöfða. • Hafnarfjöröur, Garöabær og Bessastaöahreppur: Miöhrauni 20, Garðabæ. • Seltjarnarnes og Vesturbær: Við Ánanaust. • Kópavogur: Við Dalveg. • Breiöholt: Viö Jafnasel. • Grafarvogur: Við Gylfaflöt. Stöövarnar eru opnar alla daga frá 10:00 - 22:00. Tekið er á móti förmum allt að tveimur rúmmetrum. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Frá grafíkverkstæðinu. Morgunbiaðið/Sverrir Stofnun sameiginlegs grafíkverkstæðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.