Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGOR 30. MAl WM 33 Sigorn AlþýðuflokKs- félags Reykjavíkur: ■ EFNT verður til sérstaks heim- ilislistadags í Kolaportinu sunnu- daginn 31. maí þar sem um 100 aðilar hvaðanæva af landinu munu sýna og selja fjölbreyttan heima- gerðan varning, en eins og venju- lega verður einnig fjölbreytt mark- aðstorg í öðrum hlutum hússins. Með heimilislíst er átt við hvers konar listir og handiðju í víðtæk- asta skilningi og má t.d. nefna gler- list, leirlist, vefnað, prjónaskap, saumaskap, smíðar og útskurð, skartgripagerð, skúlptúra, grafík og listmálara, en varðandi þá síð- astnefndu má einnig minna á að galleríið í Kolaportinu verður með sérstaka hátíðarsýningu þennan dag. Um allt land eru starfandi samtök og klúbbar fólks, sem og einstaklingar, sem fást við heimil- islist og ætlunin með þessum sér- staka degi er að gefa þeim kost á að koma verkum sínum á fram- færi. Frumkvæðið að þessum við- burði kom frá fólki í Vestmannaeyj- um, en mikill áhugi hefur verið fyrir þátttöku og hafa um 100 aðil- ar skráð sig fyrir plássi, segir í frétt frá Kolaportinu. Á sunnudag- inn verður Kolaportið opið kl. 11-17 og verður þetta jafnframt síðasti sunnudagur sumarsins í Kolaportinu en það verður opið á laugardögum eins og venjulega í allt sumar^, ,,„ö„......d Efnislega rétt afstaða fulltrúans MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi tilkynning: „Stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur harmar þau málalok sem orðið hafa í kjölfar afgreiðslu Menntamálaráðs á tillögu um bókaútgáfu Menningarsjóðs. Telur stjórnin að fulltrúi Alþýðuflokks- ins í Menntamálaráði, Ragnheiður Davíðsdóttir, hafí tekið efnislega rétta afstöðu til tillögunnar, enda samrýmdist efni hennar ekki lög- boðnu hlutverki Menntamálaráðs. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur telur að æskilegast hefði verið að ná sáttum í máli þessu, fremur en að knýja fram þau málalok sem orðið hafa.“ KYNNING á fyrirhuguðu fyrsta sameiginlega grafíkverkstæði ís- lands sem rekið verður af félag- inu íslensk grafík og væntanlega hefur starfsemi sína að hluta til Klúbbur Listahátíðar starfræktur á Hressó Klúbbur listahátíðar verður starfræktur í veitingahúsinu Hressó á meðan Listahátíð í Reykjavík stendur dagana 30. maí til 19. júní. Klúbburinn er opinn vettvangur fyrir íslenska listamenn og verður reynt að gera öllum list- greinum jafnhátt undir höfði, segir í fréttatilkynningu frá klúbbnum. Dagskrá klúbbsins er síbreytileg vegna þess að margir bætast við á síðustu stundu en eftir því sem best er vitað er dagskrá þriggja fyrstu daganna eftirfarandi: Hressó og nágrenni laugar- dag kl. 13.30: Blásarasextettinn Stalla hu. Ungir listamenn sjá um ýmsar uppákomur á Hressó og í næsta nágrenni. • Hressó kl. 22: Gleðisveitin Júpíters. Harpa og Ásta Arnardætur og Bára Lyngdal Magnúsdóttir flytja örleikrit. Dansarar frá Kramhúsinu dansa afródans. Sjón - upplestur. Hressó sunnudag kl. 21: Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving. Skosk-íslenski leik- hópurinn Low - Life Theatre Company flytur brot úr verkinu The White Whore and the Bit Play- er eftir Tom Eyer. Leikarar eru Amanda Beveridge og Graeme Dallas. Bragi Ólafsson - upplest- ur. Jón Hallur Stefánsson flytur ljóð. Hressó mánudag kl. 21: Tríó Karls Möller og Andrea Gylfadóttir. Kristján Hreinsson flytur ljóð. ’ - > 8'^. T-S’ «NÍNT ■'* ur Islandsbanka HALDINN verður skógræktardagur íslandsbanka í dag Er það í annað sinn sem slíkur dagur er haldinn meðal starfsfóíl bankans. Á síðasta ári var ákveðið að ís- landsbanki gæfi þjóðinni fjórar tijá- plöntur fyrir hvert fætt barn á árinu 1991. Alls fæddust 4.533 börn og mun starfsfólk íslandsbanka og fjöl- skyldur þeirra, ásamt liðsmönnum skógræktarfélaga, því gróðursetja um 20.000 plöntur í ár. í dag mun starfsfólk bankans og útibúanna í Reykjavík koma saman og gróðursetja plöntur við Grunn- vötn í Heiðmörk, starfsfólk útibúsins í Kópavogi í Rjúpnahæð, Garðbæ- ingar gróðursetja í Smalaholti, Hafnfírðinga í Kjóadal, Keflvíkingar við Rósaselsvötn og Mosfellsbæingar ofan við bæinn Teig. Starfsfólk útibúsins á Akranesi ætlar að koma saman við skógrækt- arsvæðið við Akrafjall 2. júní til að gróðursetja og ísfirðingar neðan til í Seljalandsmúla. Þá mun starfsfólk útibúsins á Siglufírði koma saman i landi Saurbæjaráss 2. júní og Hús- víkingar 10. júní og gróðursetja upp með Búðará. Á árinu 1991 gaf íslandsbanka 90.000 plöntur til skógræktar. Af þeim gróðursetti starfsfólk bankans liðlega 25.000. Lokaprédik- anir í dag Þrír guðfræðinemar flytja loka- prédikun í Háskólakapellunni í dag, laugardag, kl. 14. Stúdentamir em Jón Pálsson, Kristín Pálsdóttir og Þórir Jökull Þorsteinsson. Athöfnin er öllum opin. Opið hús í yersl- unar skóla íslands OPIÐ HÚS verður í Verslunarskóla íslands laugardaginn 30. maí nk. kl. 14-18. Nýútskrifuðum grunnskólanemum og aðstandendum þeirra gefst kostur á að skoða húsakynni skólans og ræða við kennara og nemendur um skólalífið. Kennarar verða til viðtals við væntanlega umsækjendur og for- eldra þeirra og nemendur sýna ýmis- legt úr félagslífí og starfí nemenda. Bókasafn skólans, sérkennslustofur og íþróttahús verða opið og gestir geta skoðað tækjabúnað skólans. (Úr fréttatilkynningu) Tónleikar á Hvolsvelli RANGÆINGAKÓRINN í Reylqa- vík heldur tónleika að Hvoli á Hvolsvelli í kvöld, laugardaginn 30. maí, kl. 20.30. Rangæingakóriunn í Reykjavík syngur undir stjórn Elínar Oskar íslensk sönglög fyrir og síðar. Ein- söngvari með kórnum er Kjartan Ólafsson. Tónleikarnir verða fluttir í sama formi og í Finnlandi í júní nk. en þangað em Elín Ósk og Rangæ- ingakórinn boðin á íslenska menn- ingarviku í Rovaniemi. haustið 1992. Kynning verkstæð- isins er haldin í fyrirhuguðu hús- næði á Tryggvagötu 15, 2. hæð, á sunnudaginn kl. 14 og verður opin frá kl. 14-18 um helgar og 16-18 á virkum dögum til 14. júní. í húsnæðinu hafa félagar í ís- lenskri grafík komið fyrir kynningu á starfsemi grafíkverkstæða svo og óformlegri sýningu á verkum félags- manna, þar sem megináhersla er lögð á að sýna það ferli er liggur að baki gerð grafíkmynda í hinum ólíku miðlum grafíkurinnar. Al- menningi gefst þannig kostur á að kynnast hvom tveggja í senn, hinum fjölbreytta miðli og fyrirhugaðri nýrri starfsemi félagsins. Félagið íslensk grafík var endur- reist í sinni núverandi mynd 1969. Milli 40 og 50 myndlistarmenn taka þátt í starfsemi þess. Sýnum ábyrgð, flokkum sorp og notum gámastöðvar Timbur • málmar • garðaúrgangur • pappír • spilliefni • grjót Gámastöðin þín er í næsta nágrenni: • Mosfellsbær: Við hesthúsabyggðina í Mosfellsbæ. • Noröausturhverfi Reykjavíkur, Austurbær, Fossvogur og Árbær: Viö Sævarhöfða. • Hafnarfjöröur, Garöabær og Bessastaöahreppur: Miöhrauni 20, Garðabæ. • Seltjarnarnes og Vesturbær: Við Ánanaust. • Kópavogur: Við Dalveg. • Breiöholt: Viö Jafnasel. • Grafarvogur: Við Gylfaflöt. Stöövarnar eru opnar alla daga frá 10:00 - 22:00. Tekið er á móti förmum allt að tveimur rúmmetrum. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Frá grafíkverkstæðinu. Morgunbiaðið/Sverrir Stofnun sameiginlegs grafíkverkstæðis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.