Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992 Minnning: Þorsteinn Jónsson, Kaðalsstöðum Fæddur 21. ágúst 1921 Dáinn 20. maí 1992 Steini á Kaðalsstöðum, eins og hann var alltaf kallaður, föðurbróðir okkar, er látinn. Hann, sem enn var svo ern og var að huga að kindum sínum þegar kallið kom - allt of snemma. Steini fæddist á Kaðalsstöðum í Stafholtstungum og ól þar allan sinn aldur. Hann var yngsta barn hjón- anna Jóns Ólafssonar bónda og smiðs á Kaðalsstöðum og konu hans Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Jón var sonur Olafs Þorbjarnarsonar frá Helgavatni í Þverárhlíð, síðar bónda á Kaðalsstöðum og konu hans Þor- gerðar Jónsdóttur. Ingibjörg var dóttir hjónanna Ástríðar Þorsteins- dóttur og Þorsteins Magnússonar á Húsafelli. Systkini Steina eru Ólafur smiður á Kaðalsstöðum II, Ástríður sem bjó með Steina á Kaðalsstöðum og elst er Ólína, hálfsystir þeirra, nú búsett á Akranesi. Margir afkomenda séra Snorra á Húsafelli hafa verið nafntogaðir fyr- ir smíðar og það átti svo sannarlega við um Steina.' Hann var sérlega hagur og með eindæmum greiðugur fnaður. Alveg var sama hvernig á stóð hjá honum sjálfum, alltaf var SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • s.fi-62Í7£0 hann reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Hvort sem það var biluð heybindivél um hásláttinn eða veik kýr var hringt í Steina og hann lagði sín verk til hliðar og gerði við eða læknaði og þurfti þá oft langt að fara, jafnvel í aðrar sýslur. Steini gegndi mörgum trúnaðar- störfum gegnum tíðina. Hvort sem það var í slökkviliði, forðagæslu eða búnaðarfélagi var hann tilbúinn að ljá krafta sína og vinna þau störf er þurfti. Þá var hann til margra ára fjallkóngur Stafholtstungna- manna í haustleitum. Á Kaðalsstöð- um er stórt verkstæði og þangað komu margir annaðhvort til að gera við sínar vélar sjálfir eða fá liðsinni Steina til að finna hvað var að og fá hans hjálp til að gera við. Á verk- stæðinu voru oft bæði jarðýta, slökkvibíll auk annarra véla. Steini hafði mjög gaman af að spila brids og mörg voru þau þorra- blótin og böllin sem hann „startaði", enda þótti honum gaman að dansa. Steini var samur við alla. Hjálp- arhönd léði hann hverjum sem í hlut átti - hvort sem það var á nóttu eða degi, virkan dag eða helgan gátu allir leitað til Steina og öllum vildi hann liðsinna. Þakklæti svei- tunganna var líka mikið. Þegar Steini varð fimmtugur gáfu sveit- ungar hans og vinir honum nýjan bíl og sýnir það vel hvern hug menn báru til hans. Steini kvæntist aldrei, var barn- laus, en mörg eru þau börnin og unglingarnir sem hafa dvalist hjá Steina og Ástu í gegnum tíðina. Mörg þeirra komu ár eftir ár og hafa haldið tiyggð við heimilið síð- an. Steini átti mjög gott með að umgangast ungmenni og er okkur Kveðjuorð: Kristín Hannesdóttir minnisstætt að Steini hafði lag á að biðja þannig um hlutina að við lögð- um allt á okkur til að uppfylla óskir hans fljótt og vel. í hugum okkar systranna eru nöfnin Steini og Ásta á hinum bæn- um samofín og til þeirra var alltaf hægt að leita. Nú eru börnin okkar komin á sveitaaldurinn og mikið „sport“ að reyna að hjálpa til og fara með Ástu og Steina í fjósið og fjárhúsin. En nú er Steini horfinn. í Hávamálum segir: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. í dag kveðjum við frænda okkar. Margir munu sakna hans. Okkar innilegustu samuðarkveðjur til Ól- ínu, pabba og Ástu og afkomenda hennar sem voru svo mikið hjá Steina. Blessuð sé minning Þorsteins Jónssonar. Sigrún, Unnur, Björk og fjölskyldur. Kynni okkar ömmu Kristínar hófust fyrir tæpum aldarfjórðungi og þeim lauk nú fyrir skemmstu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa á heimili hennar ásamt foreldrum mínum fyrstu æviárin, og það eru ár sem seint líða mér úr minni. Hún skammaðist aldrei, bannaði aldrei og reiddist aldrei. Hún fyrirgaf alltaf allar yfirsjónir og huggaði þegar þess þurfti með. Og svona var hún við alla. Þegar ég vaknaði á nóttunni, lítil, hrædd og myrkfælin, þá bankaði ég á her- bergisdyr ömmu Kristínar og var alltaf tekið opnum örmum. Fyrst fórum við fram í eldhús og fengum okkur í svanginn og síðan leyfði hún mér að kúra hjá sér í bólinu það sem eftir lifði nætur — yfirleitt við litla hrifningu foreldra minna, því oft varð elsku amma að fara úrvinda til vinnu næsta dag, enda plássið I mjóa rúminu hennar naumt. En amma mátti ekki heyra á það minnst að mér væri bannað þetta athæfi. Hún vildi leyfa börn- unum að koma til sín, eins og Drott- inn hennar og frelsari. Þau voru fleiri barnabörnin sem fengu að stíga sín fyrstu spor undir verndar- væng hennar og handleiðslu, og öll erum við þakklát fyrir þann trygga og raungóða vin sem hún var okkur. Söknuðurinn er mikill, en við vit- um að hvfldin var kærkomin og minningamar um þessa ötulu, ósér- hlífnu, en umfram allt góðu konu eiga eftir að ylja okkur um hjarta- ræturnar alla ævi. Amma Kristín var líka skemmti- leg og naut sín alltaf vel í marg- menni. Og einmitt þannig fékk hún að deyja — með hóp náinna ætt- ingja og vina í kringum sig. Hún veifaði okkur öllum að skilnaði, og fáum mínútum síðar var hún öll. Hún var vænsta og besta mann- eskja sem ég hef þekkt og held að allir sem kynntust henni og hennar milda hugarfari hafí orðið ríkari fyrir vikið. Katrín Axelsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. ERFIDRYKKJUR r&r> Perlan á Öskjuhlíð p h r l a n sími 620200 [y^ARUD } ÓHIISSANDI mn y Höldum kynningu í frá kl. 12 - 15 á b glæsileg sem ris i SOLVOGUR - IBUÐIR FYRIR ALDRAÐA Nú eru framkvæmdir komnar vel á veg við þetta glæsilega fjölbýlishús í Fossvogi. Um er að ræða stórar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir, sem afhendast fullbúnar að utan sem innan, án gólfefna. Suðvestursvalir. Glæsilegt útsýni. Verð frá kr. 8.000.000,- Á 1. hæð í húsinu verður íbúð fyrir húsvörð, salur þar sem verður ýmis þjónusta á vegum Reykjavíkurborgar, gufubað, sturtur, búningsklefar, heitir pottar o.fl. Þá verður sameiginleg setu- stofa á 5. hæð og samkomu- og spilasalur á 8. hæð. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Komum heim með teikningar ef óskað er. Heitt kaffi á könnunni Gerið svo vel að líta inn. ÓDAL fasteignasala Skeifunni 11 a «679999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.