Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 21 brýna nauðsyn þess, að við tökum upp betra búskaparlag. Nýfijálsar þjóðir Austur-Evrópu eru ekki í vafa um það, hvert þær eigi að sækja sér fyrirmyndir. Þær stefna allar hraðbyri að markaðsbú- skap. Efnahagsvandi okkar íslend- inga er að vísu miklu minni en vandi Austur-Evrópuþjóðanna, en við þurfum samt að stefna að sama marki: við þurfum líka að gefa mark- aðsöflum lausari taum í þjóðarbú- skapnum. Aðild að Evrópubandalag- inu gæti skilað okkur áleiðis að þessu marki, því að það er jafnan auðveld- ara að semja sig að háttum annarra í návígi en úr fjarlægð. Ef við ákveðum hins vegar að standa utan Evrópubandalagsins, verðum við hugsa vandlega um það, hvernig við getum komið efnahags- málum okkar í eðlilegt horf á eigin spýtur og hvernig við getum bætt okkur upp óhagræðið af því að standa einir utan bandalagsins. Mér sýnist, að við yrðum þá að ráðast í enn róttækari umbætur í efnahags- málum en bandalagsþjóðirnar til að bæta samkeppnisstöðu okkar gagn- vart þeim og öðrum þjóðum. Utan bandalagsins þyrftum við til dæmis að ganga lengra í einkavæðingu at- vinnulífsins, endurskipulagningu ríkisbúskaparins og bankakerfisins og markaðsvæðingu landbúnaðarins en ella. Utan bandalagsins hefðum við engin efni á því að halda áfram að sóa almannafé á altari harðsnú- inna hagsmunahópa. Það er hægt að halda því fram með skynsamleg- um rökum, að einvera utan Evrópu- bandalagsins geti verið álitlegur kostur fyrir okkur að því tilskildu, að við treystum okkur til að ráðast í nauðsynlegar umbætur á eigin spýtur. Við gætum reynt þetta. Astandið í efnahagsmálum okkar á liðnum árum virðist þó ekki lofa góðu um árangurinn. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. Norrænt gigtarár 1992 Gigt og geðtruflanir eftirKristin Tómasson Allt að 60% gigtarsjúklinga geta fengið þunglyndi og aðrar geðtrufl- anir. Gigtarsjúkdómar eru langvinnir og hamla oft starfsgetu og daglegu lífi þeirra sem þá hafa. Þegar ein- staklingur veikist af gigt þarf hann og aðstandendur hans að laga sig að nýjum og breyttum veru- leika. Þessi nýi veruleiki tekur burt væntingar og gerir stórum hópi sjúklinga erfitt fyrir. Gera má ráð fyrir allt að 40% þessara sjúklinga fái al- varleg þunglyndiseinkenni sem vara í lengri eða skemmri tíma af og til á hinum langa ferli sem gigtin herj- ar. Þessu þunglyndi geta fylgt von- leysi, uppgjöf, einbeitingarörðug- leikar, auknir svefnörðugleikar, truflun á matarlyst og skortur á andlegum krafti og dug, auk þess sem fólk finnur sárar til gigtarein- kennanna. Jafnframt verða sumir sjúklingar hirðulausari um meðferð og gleyma að fylgja ráðleggingum læknis síns. Ætla má að um 20% gigtarsjúklinga til viðbótar fái aðrar geðtruflanir. OrsaMr geðtruflana hjá gigtarsj úklingum Hjá langflestum gigtarsjúkling- um eru orsakir geðtruflana hinar sömu og hjá öðrum einstaklingum sem eiga við slíkar trufianir að stríða. Orsakirnar geta verið sam- bland af álagi, sem oft og tíðum er mikið vegna breytinga á starfs- getu, brostinna vona og aukins álags á nánustu fjölskyldu vegna gigtarsjúkdómsins jafnframt því sem ugplag, erfðir og uppeldi skipta máli. í einstaka tilvikum, t.d. hjá einstaklingum með rauða úlfa, koma fyrir sérstök geðræn einkenni þegar sjúkdómurinn leggst á mið- taugakerfið. Einnig er þekkt, þótt sjaldgæft sé, að meðferð við gigt á mjög alvarlegu stigi geti valdið geðtruflunum. Álagið á aðstandendur Það er ekki einvörðungu að gigt- in taki toll af geðheilsu sjúklinga sem hafa gigtareinkenni, hún bitnar einnig á fjölskyldu sjúklingsins. Þetta kom m.a. fram við rannsókn í Bandaríkjunum þar sem gerð var athugun á tíðni hjónaskilnaða með- al liðagigtarsjúklinga og saman- burðarhóps. Meðal liðagigtarsjúkl- inganna voru hlutfallslega fleiri hjónaskilnaðir. Þetta lýsir m.a. því mikla álagi sem aðstandendur þjáðra sjúklinga með óljósar bata- horfur búa við. Eru geðrænu einkennin læknanleg? Geðtruflanir gigtarsjúklinga eru yfírleitt læknanlegar að hluta til eða að öllu leyti. Mikilvægt er að sjúkl- ingurinn greini lækni sínum ekki aðeins frá líkamlegri líðan sinni, heldur einnig andlegri. Oft og tíðum eru skýringar læknis varðandi með- ferð og horfur gigtarsjúkdómsins góð meðhöndlun á andlegu ástandi sjúklingsins, bæði fyrir hann sjálfan og aðstandendur. Þær hjálpa sjúkl- „Það er ekki einvörð- ungu að gigtin taki toll af geðheilsu sjúklinga sem hafa gigtarein- kenni, hún bitnar einn- ig á fjölskyldu sjúkl- ingsins. Þetta kom m.a. fram við rannsókn í Bandaríkjunum þar sem gerð var athugun á tíðni hjónaskilnaða meðal liðagigtarsjúkl- inga og samanburðar- hóps.“ ingnum að átta sig á því við hveiju má búast, hvaða væntingar megi hafa og þær eyða óvissunni, sem er oft mesti óvinurinn. Ef fræðsla dugar ekki til þess að lina andlegar þjáningar sjúkl- ingsins innan skamms tíma og vanlíðan heldur áfram eða magnast getur meðferð með geðlyfjum eða annarri sérhæfðri geðlæknishjálp verið nauðsynleg þannig að hann geti fullnýtt sér þá lækningamögu- leika sem til eru við gigtarsjúk- dómnum. í þessu sambandi má minna á að það getur skipt verulegu máli að upplýsingar komi einnig frá aðstandendum um andlega líðan sjúklingsins svo hlutlægt mat fáist. Margir þunglyndir einstaklingar vanmeta sig og gera lítið úr sér svo að kvartanir þeirra eru ranglega metnar þannig að meðferð verður ófullnægjandi. Mikilvægt er fyrir I tilefni þess, að við höfum hafið sölu á drykkjum frá COCA COLA, bjóðum við á tilboðsverði í dag og á morgun : Pítu með buffi, frönskum og Coca Cola Kr. Grænmetispítu með frönskum og Coca Cola Kr. Hamborgara með frönskum og Coca Cola Kr. Kristinn Tómasson þennan hóp sjúklinga að aðstand- endur taki þátt í meðferðinni og hjálpi lækninum og sjúklingnum við meðferðina og mat á árangri. Líkur eru á að það auki þolinmæði að- standenda og komi í veg fyrir sundrungu fjölskyldna. Lokaorð Það er skiljanlegt að sjúklingar með erfiðan sjúkdóm eins og gigt finni til geðrænna einkenna. Þar með er ekki sagt að þau þurfí ekki að bæta og lækna eins og önnur einkenni sem fylgja gigtarsjúkdóm- um. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að sjúklingarnir, að- standendur þeirra, læknar og aðrir sem aðstoða þá taki tillit til allra kvartana og einkenna, auk félags- legra aðstæðna. Höfundur er geðlæknir og starfar á Landspítala, m.a. sem ráðgefandi læknirá gigtardeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.