Morgunblaðið - 30.05.1992, Síða 29

Morgunblaðið - 30.05.1992, Síða 29
MORGUNELAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 29 Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% endurvinnanleg sem hefur mikið að segja þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Civic fellur undir reglugerð um virðis- aukaskatt og fæst því einnig án vsk. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Verð frá: 778.313,- stgr. án VSK Greiðslukjör við allra hæfi. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 671800 Mú er fjör í bílaviðskiptum! Vantar á skrá og á staðinn allar gerðir af nýlegum bílum. OPIÐ SUNNUDAG KL. 14 - 18 Mercury Cougar sport '83, blár, sjálfsk. ek. 120 þ., rafrúöur, krómfelgur, V6-2.8, eðalvagn. V. 830 þús., skipti á ód. MMC Colt GLX '90, blásans, 5 g., ek. 30 ., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 bús.. sk. á ód. Renault 21 Nevada GTX 4x4 station '90, Ijósblár, 5 g., ek. 72 þús., rafm. í öllu, o.fl. V. 1.120 þús. Sk. á ód. Joseph Wiiting ber Vottuin Je- hóva ekki vel söguna í bók sem nýlega kom út í Noregi. aðarskyldur í starfi. Guðs lög séu lögum mannanna æðri. En í raun, segir Wilting, koma „Guðs lög“ frá höfuðstöðvum trúfélagsins i Brook- lyn í New York. Toyota Corolla XL Liftback '88, rauður, ek. aðeins 46 þ., samlitir stuðarar, o.fl. V. 680 þús. stgr. Ford Escort XR3i ’88, svartur, 5 g., ek. 54 þ., ABS, sóll. o.fl. V. 980 þús., sk. á ód. Peugout 309 XE ’88, 5 g., ek. 26 þ. Gullfal- legt eintak. V. 480 þús. stgr. Daihatsu Charade TS ’88, ek. 51 þ., 4ra g. Fallegur bíll. V. 490 þús. M. Benz 230 E ’81, sjálfsk., sóllúga, álfelg- ur. Gott eintak. V. 620 þús., sk. á ód. Chevroiet Biazer K-5, Silverado '83, sjálfsk., 6,2 disel m/öllu. Toppeintak. V. 1050 þús., sk. á ód. Chevrolet Suburban Silverado ’83, sjálfsk., ek. 75 þ., krómfelgur, upphækk., 36" dekk, spil o.fl. Glæsivagn. V. 1490 þús., sk. á ódýrari. Daihatsu Charade Sedan SG ’90, 5 g., ek. 18 þ. Mjög fallegur bíll. V. 750 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade CX trubo look '87, ek. 45 þ., 5 g., 5 dyra, álfelgur o.fl. V. 460 þús., skipti á dýrari. Honda Prelude 2,0i-16v, 4ws ’88, gullsans, m/öllu, 5 g., ek. 60 þ. Glæsilegt eintak. V. 1080 þús. stgr. Reuter Eldgos í Japan Ferðamenn virða fyrir sér þykkan mökk frá eldgosi í Unzen-eldfjall- inu í suðvesturhluta Japans í gær. Eldgosið kostaði 40 manns lífið fyrir tæpu ári. Tékkóslóvakía: Yinstriflokkarnir sækja í sig veðrið Prag. Reuter. SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun hafa vinstrimenn sótt í sig veðrið fyrir þingkosningarnar í Tékkóslóvakíu á föstudag og laug- ardag, en þær gætu ráðið úrslitum um hvort sambandsríkið heldur velli. Samkvæmt könnuninni nær enginn flokkur meirihluta á þingi. Könnunin gefur til kynna að vinstriflokkar hafi aukið fylgi sitt í tékkneska hluta landsins og að vinstri- og þjóðernismenn fái veru- legt fylgi í Slóvakíu. Lýðræðisflokkur Vaclavs Havels fjármálaráðherra, sem er hægri- flokkur, og bandamenn hans í Kristilega demókrataflokknum, eru með forystuna í tékkneska hlutanum, með um 20% fylgi. Vinstrisamsteypan, sem fyrrver- andi kommúnistaflokkur Bæheims og Mæris á aðild að, er hins vegar í öðru sæti, með 12-13%. Á eftir honum koma tveir aðrir vinstri- flokkar, Sósíal demókratar og Frjálslynda sósíalsambandið. Vinstriflokkarnir þrír gætu fengið tæp 30% þingsæta í tékkneska hlutanum. í Slóvakíu skera þrír flokkar sig úr hvað fylgi varðar og þeir beij- ast allir fyrir aukinni sjálfstjórn lýðveldisins. Hreyfing fyrir lýð- ræðislegri Slóvakíu (HZDS), sem er vinstriflokkur, er með 28% fylgi samkvæmt könnuninni og Flokkur lýðræðislegra vinstrisinna (fyrr- verandi kommúnista) 13%. Slóvak- íski þjóðernisflokkurinn (SNS), sem vill að Slóvakía lýsi tafarlaust yfir sjálfstæði, er í þriðja sæti. Aðhaldsaðgerðir í Flórída: Kennurum sagl upp og fjölgað í bekkjum til að lækka launakostnað Fógetar stytta vinnuvikuna til að spara Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL fjárhagsvandræði og greiðsluhalli eru viðfangsefni flestra ríkja og sveitarfélaga í Bandaríkjunum. Þing flestra ríkjanna hafa á undanförnum mánuðum endurskoðað fjárlög sín og gert tillögur um niðurskurð á fjölmörgum sviðum i tilraunum til að ná endum saman fjárhagslega. í Flórída hefur. verið fyrirskip- aður samdráttur á flestum svið- um stjórnsýslunnar. Er það gert með ýmsum hætti, sem oft er æði nýstárlegur í augum þeirra sem alist hafa upp og lifað í evr- ópsku velferðarþjóðfélagi. Dómsmálayfirvöld í mörgum sýslum Flórídaríkis riðu á vaðið og skáru niður þjónustu sína. Vegna minnkandi fjárframlaga tilkynntu fógetar í nokkrum sýsl- um starfsfólki sínu að vinnutími þess yrði styttur og laun þess lækkuð að sama skapi. Sumir tilkynntu t.d. að felld yrði niður vinna eftir hádegi á miðvikudög- um. Þannig gátu þeir lækkað launakostnað um 10—12%. Þetta hefur að vonum mikil áhrif á gang ýmissa dómsmála, því fyrir skerðinguna hafði starfsfólkið nóg að gera, og óleyst verkefni lágu fyrir í hrönnum. En þessi skerðing gekk hljóðlaust og átakalaust fyrir sig. Nú eru aðalátökin á niður- skurðarsviðinu tengd skólum og menntamálum og hafa yfirvöld fyrirskipað róttækar aðgerðir, m.a. niðurskurð á kennslu og fjölgun nema í bekkjardeildum, svo fækka megi kennurum og draga þannig úr launakostnaði. Kennurum hefur verið sagt upp í tuga- og hundruðatali í ýmsum sýslum, en hver sýsla hefur mik- ilsvert vald í sínum menntamál- um. I nokkrum skólum var kennslu hætt tveimur vikum fyrr en áætl- að var, af því að fjárveitingin til reksturs skólanna var uppurin. Jafnframt eru þess dæmi að til- kynnt hafi verið að 40 nemar verði í hverri bekkjardeild á næsta skólaári svo fækka megi kennurum. Nú hefur sú frétt borist að laun skólanefndarmanna og eft- irlitsmanna skóla í Flórída verði lækkuð um allt að 60% frá og með 1. júlí. Það er ráðgefandi nefnd yfir- stjórnar menntamála sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að færa eigi laun þessa fólks í það horf sem þau voru 1980, af því að þau hafi ekki átt að hækka í samræmi við hækkandi fram- færslukostnað á sama hátt og laun kennara á sama tíma. í blöð- um eru nefnd dæmi um að ef farið verði að niðurstöðum nefnd- arinnar muni laun skólanefndar- manna í einni sýslu lækka úr 23.247 dollurum á ári í 9.069 dollara á ári og í annarri úr 20.444 dollurum í 7.975 dollara. Þessi ákvörðun nefndarinnar hefur nú valdið miklu írafári í skólanefndum og víðar. Er nú miklum þrýstingi beitt á þjóðþing Flórída í Tallahassee til að hrinda með ótvíræðum lagabókstaf þessari niðurstöðu ráðgjafar- nefndarinnar. Mikið er fjargviðrast yfir öllum þessum ákvörðunum og ýmsum öðrum í svipuðum dúr í blöðum og sjónvarpsfréttum og foreldra- fundir eru haldnir til formlegra mótmæla. En allt gengur þetta fyrir sig án verkfallsaðgerða og fjöldauppsagna eins og fjölmörg dæmi eru um í „gamla heimin- um“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.