Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 29
MORGUNELAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 29 Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% endurvinnanleg sem hefur mikið að segja þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Civic fellur undir reglugerð um virðis- aukaskatt og fæst því einnig án vsk. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Verð frá: 778.313,- stgr. án VSK Greiðslukjör við allra hæfi. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 671800 Mú er fjör í bílaviðskiptum! Vantar á skrá og á staðinn allar gerðir af nýlegum bílum. OPIÐ SUNNUDAG KL. 14 - 18 Mercury Cougar sport '83, blár, sjálfsk. ek. 120 þ., rafrúöur, krómfelgur, V6-2.8, eðalvagn. V. 830 þús., skipti á ód. MMC Colt GLX '90, blásans, 5 g., ek. 30 ., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 bús.. sk. á ód. Renault 21 Nevada GTX 4x4 station '90, Ijósblár, 5 g., ek. 72 þús., rafm. í öllu, o.fl. V. 1.120 þús. Sk. á ód. Joseph Wiiting ber Vottuin Je- hóva ekki vel söguna í bók sem nýlega kom út í Noregi. aðarskyldur í starfi. Guðs lög séu lögum mannanna æðri. En í raun, segir Wilting, koma „Guðs lög“ frá höfuðstöðvum trúfélagsins i Brook- lyn í New York. Toyota Corolla XL Liftback '88, rauður, ek. aðeins 46 þ., samlitir stuðarar, o.fl. V. 680 þús. stgr. Ford Escort XR3i ’88, svartur, 5 g., ek. 54 þ., ABS, sóll. o.fl. V. 980 þús., sk. á ód. Peugout 309 XE ’88, 5 g., ek. 26 þ. Gullfal- legt eintak. V. 480 þús. stgr. Daihatsu Charade TS ’88, ek. 51 þ., 4ra g. Fallegur bíll. V. 490 þús. M. Benz 230 E ’81, sjálfsk., sóllúga, álfelg- ur. Gott eintak. V. 620 þús., sk. á ód. Chevroiet Biazer K-5, Silverado '83, sjálfsk., 6,2 disel m/öllu. Toppeintak. V. 1050 þús., sk. á ód. Chevrolet Suburban Silverado ’83, sjálfsk., ek. 75 þ., krómfelgur, upphækk., 36" dekk, spil o.fl. Glæsivagn. V. 1490 þús., sk. á ódýrari. Daihatsu Charade Sedan SG ’90, 5 g., ek. 18 þ. Mjög fallegur bíll. V. 750 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade CX trubo look '87, ek. 45 þ., 5 g., 5 dyra, álfelgur o.fl. V. 460 þús., skipti á dýrari. Honda Prelude 2,0i-16v, 4ws ’88, gullsans, m/öllu, 5 g., ek. 60 þ. Glæsilegt eintak. V. 1080 þús. stgr. Reuter Eldgos í Japan Ferðamenn virða fyrir sér þykkan mökk frá eldgosi í Unzen-eldfjall- inu í suðvesturhluta Japans í gær. Eldgosið kostaði 40 manns lífið fyrir tæpu ári. Tékkóslóvakía: Yinstriflokkarnir sækja í sig veðrið Prag. Reuter. SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun hafa vinstrimenn sótt í sig veðrið fyrir þingkosningarnar í Tékkóslóvakíu á föstudag og laug- ardag, en þær gætu ráðið úrslitum um hvort sambandsríkið heldur velli. Samkvæmt könnuninni nær enginn flokkur meirihluta á þingi. Könnunin gefur til kynna að vinstriflokkar hafi aukið fylgi sitt í tékkneska hluta landsins og að vinstri- og þjóðernismenn fái veru- legt fylgi í Slóvakíu. Lýðræðisflokkur Vaclavs Havels fjármálaráðherra, sem er hægri- flokkur, og bandamenn hans í Kristilega demókrataflokknum, eru með forystuna í tékkneska hlutanum, með um 20% fylgi. Vinstrisamsteypan, sem fyrrver- andi kommúnistaflokkur Bæheims og Mæris á aðild að, er hins vegar í öðru sæti, með 12-13%. Á eftir honum koma tveir aðrir vinstri- flokkar, Sósíal demókratar og Frjálslynda sósíalsambandið. Vinstriflokkarnir þrír gætu fengið tæp 30% þingsæta í tékkneska hlutanum. í Slóvakíu skera þrír flokkar sig úr hvað fylgi varðar og þeir beij- ast allir fyrir aukinni sjálfstjórn lýðveldisins. Hreyfing fyrir lýð- ræðislegri Slóvakíu (HZDS), sem er vinstriflokkur, er með 28% fylgi samkvæmt könnuninni og Flokkur lýðræðislegra vinstrisinna (fyrr- verandi kommúnista) 13%. Slóvak- íski þjóðernisflokkurinn (SNS), sem vill að Slóvakía lýsi tafarlaust yfir sjálfstæði, er í þriðja sæti. Aðhaldsaðgerðir í Flórída: Kennurum sagl upp og fjölgað í bekkjum til að lækka launakostnað Fógetar stytta vinnuvikuna til að spara Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL fjárhagsvandræði og greiðsluhalli eru viðfangsefni flestra ríkja og sveitarfélaga í Bandaríkjunum. Þing flestra ríkjanna hafa á undanförnum mánuðum endurskoðað fjárlög sín og gert tillögur um niðurskurð á fjölmörgum sviðum i tilraunum til að ná endum saman fjárhagslega. í Flórída hefur. verið fyrirskip- aður samdráttur á flestum svið- um stjórnsýslunnar. Er það gert með ýmsum hætti, sem oft er æði nýstárlegur í augum þeirra sem alist hafa upp og lifað í evr- ópsku velferðarþjóðfélagi. Dómsmálayfirvöld í mörgum sýslum Flórídaríkis riðu á vaðið og skáru niður þjónustu sína. Vegna minnkandi fjárframlaga tilkynntu fógetar í nokkrum sýsl- um starfsfólki sínu að vinnutími þess yrði styttur og laun þess lækkuð að sama skapi. Sumir tilkynntu t.d. að felld yrði niður vinna eftir hádegi á miðvikudög- um. Þannig gátu þeir lækkað launakostnað um 10—12%. Þetta hefur að vonum mikil áhrif á gang ýmissa dómsmála, því fyrir skerðinguna hafði starfsfólkið nóg að gera, og óleyst verkefni lágu fyrir í hrönnum. En þessi skerðing gekk hljóðlaust og átakalaust fyrir sig. Nú eru aðalátökin á niður- skurðarsviðinu tengd skólum og menntamálum og hafa yfirvöld fyrirskipað róttækar aðgerðir, m.a. niðurskurð á kennslu og fjölgun nema í bekkjardeildum, svo fækka megi kennurum og draga þannig úr launakostnaði. Kennurum hefur verið sagt upp í tuga- og hundruðatali í ýmsum sýslum, en hver sýsla hefur mik- ilsvert vald í sínum menntamál- um. I nokkrum skólum var kennslu hætt tveimur vikum fyrr en áætl- að var, af því að fjárveitingin til reksturs skólanna var uppurin. Jafnframt eru þess dæmi að til- kynnt hafi verið að 40 nemar verði í hverri bekkjardeild á næsta skólaári svo fækka megi kennurum. Nú hefur sú frétt borist að laun skólanefndarmanna og eft- irlitsmanna skóla í Flórída verði lækkuð um allt að 60% frá og með 1. júlí. Það er ráðgefandi nefnd yfir- stjórnar menntamála sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að færa eigi laun þessa fólks í það horf sem þau voru 1980, af því að þau hafi ekki átt að hækka í samræmi við hækkandi fram- færslukostnað á sama hátt og laun kennara á sama tíma. í blöð- um eru nefnd dæmi um að ef farið verði að niðurstöðum nefnd- arinnar muni laun skólanefndar- manna í einni sýslu lækka úr 23.247 dollurum á ári í 9.069 dollara á ári og í annarri úr 20.444 dollurum í 7.975 dollara. Þessi ákvörðun nefndarinnar hefur nú valdið miklu írafári í skólanefndum og víðar. Er nú miklum þrýstingi beitt á þjóðþing Flórída í Tallahassee til að hrinda með ótvíræðum lagabókstaf þessari niðurstöðu ráðgjafar- nefndarinnar. Mikið er fjargviðrast yfir öllum þessum ákvörðunum og ýmsum öðrum í svipuðum dúr í blöðum og sjónvarpsfréttum og foreldra- fundir eru haldnir til formlegra mótmæla. En allt gengur þetta fyrir sig án verkfallsaðgerða og fjöldauppsagna eins og fjölmörg dæmi eru um í „gamla heimin- um“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.