Morgunblaðið - 20.06.1992, Side 10

Morgunblaðið - 20.06.1992, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 Ljósm: Sveinn Grace Bumbry og John Baker hljómsveitarstjóri að tónleikum loknum. GLÆSILEGIR LOKATÓNLEIKAR Q _______Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Söngkonan Grace Bumbry, hljómsveitarstjórinn John Baker og Sinfóníuhljómsveit íslands enduðu listahátíðina 1992 með glæsibrag. Á efnisskránni voru verk eftir Berlioz, Wagner og Beethoven og var fyrsta verk tónleikanna Rómverska „karni- valið“, sem Berlioz upphaflega ætlaði að hafa fyrir forleik að öðrum þætti óperunnar Benven- uto Cellini. Tvö meginstef verks- ins eru „saltarello-stef“ úr öðr- um þætti óperunnar og ástar- söngur Cellinis, „0 Teresa" úr fyrsta þætti. Hljómsveitin lék verkið mjög vel. Wesendonck-ljóðin voru fyrsta vekefni Grace Bumbry og söng hún þessi sérstæðu lög eftir Wagner frábærlega vel, einkum Tristan og Isolde stúd- íurnar (nr. 3 og 5) og tregaljóð- ið (nr. 4). Þá ber að geta þess að sjaldan, ef þá nokkum tíma, hefur SÍ leikið betur undir söng. Annað viðfangsefni söngkon- unnar var konsertarían Ah, Perfido! eftir Beethoven og er talið að hann hafí samið verkið fyrir Josephine de Clari greif- ynju og var arían fyrst flutt í Leipzig 1796 af Josephine Duschek, frægri söngkonu er m.a. starfaði með Mozart. Bumbry söng aríuna af glæsi- brag, þó hún ætti í smá erfiðleik- um með „bravúra“ þáttinn undir lokin. Forleikurinn að Hollendingn- um fljúgandi eftir Wagner var vel leikinn af hljómsveitinni en hápunktur tónleikanna var For- spil og Ástardauði, sem er fyrsta og síðasta atriðið í Tristan og Isolde. Hljómsveitin lék frábær- lega vel og sjaldan hefur gefið að heyra hjá henni eins marglita „dynamik“ og í forspilinu, sem er dýrðleg tónlist og auðheyrt að John Baker er lista góður hljómsveitarstjóri. Ástardáuðinn var glæsilega sunginn af Grace Bumbry, sem ekki aðeins er gefin mikil og góð rödd, heldur og kann hún eitt og annað fyrir sér í túlkun og músíkalskri mót- un, sem kom hvað sterkast fram í Wesendonck söngvunum eftir Wagner. Túlkun Bumbry á ástardauðanum var helst til of stillilega framfærð og hefði mátt vera þrungnari en í þessu sérkennilega verki er dauðinn fagnaðarfull staðfesting á ást- inni, sem vekur með Isolde óum- ræðilega gleði. 21150-2137( \ LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori ) KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: í gamla góða Vesturbænum Skammt frá höfninni neöri haeð 99,3 fm nettó. Nánar tiltekið 3ja herb. ib. öll ný endurbyggð. Reisulegt steinhús, kj., tvær hæðir og ris. Stórt geymslu- og föndurherb. í kj. Eignarlóð. Langtímalán kr. 5 millj. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Við Álftamýri - nýr bílskúr 3ja herb. íbúð 80,2 fm á 3. hæð. Rúmg. stofa. Suðursv. Ágæt sam- eign. Nýr bílskúr 21 fm. Skipti æskileg á stærri eign helst í nágr. Steinhús við Barðavog Ein hæð 165 fm með 5 svefnherb. m.m. Bílskúr 23,3 fm. Skrúðgarð- ur. Eignaskipti möguleg. Skammt frá Fossvogsskóla Mjög góð 5 herb. íbúð á 2. hæð 120 fm. 4 svefnherb. Sér þvottahús. Suðursv. Ágæt sameign. Nú í endurnýjun. Bílskúr. Á góðu verði við Brekkusel Endaraðhús á þremur hæðum um 240 fm með 6-7 svefnhérb. Sér- íbúð má gera á 1. hæð. Góður bílskúr. Vinsæll staður. Nokkrar ódýrar íbúðir Einstaklings- og 2ja herb. íbúðir m.a. við Asparfell, Rauðarárstíg, Grettisgötu og Tryggvagötu (ný glæsileg einstaklingsíbúð, lyftuhús). Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Á góðu verði við Hrafnhóla Stór og góð 3ja herb. ibúð á 1. hæð. Nýtt bað. Ágæt sameign. Stór og góður bílskúr 29,5 fm. • • • Opiðídag kl. 10-16. Fjöidi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASALAN WUgÁvEGM^ÍMAR2ÍÍ50^2Í370 Þrjár listahátíðir á lofti: Setning kirkjutónlistarmóts __________Tónlist______________ Ragnar Björnsson Listahátíðin árvissa, annað hvert ár, Listahátíð til styrktar fjöllista- húsi og svo nú Norræn kirkjutón- listarhátíð, allt á sama tíma. Tón- listaflytjendur og annað áhugafólk um tónlist hlýtur að verða sæmilega mett eftir alla þessa tónlistarrétti og þurfandi fyrir það litla sum- arfrí, sem eftir verður, áður en slag- urinn byrjar svo aftur í haust. En íslenskir tónleikagestir virð- ast afar sólgnir í flestar tegundir tónlista og er það vitanlega vel á meðan skálin ekki yflrfyllist, en lík- lega væri þó hollara ef hægt væri að dreifa svona stórhátíðum á lengri tíma kirkjuársins. Setning 15. Nor- ræna kirkjutónlistarmótsins hófst með ávarpi Kjartans Sigurjónssonar formanns Organistafélagsins og minntist hann fyrsta formanns fé- lagsins og brautryðjanda í tónlistar- málum okkar, Páls ísólfssonar. Fyrsta vekið á tónleikunum var Ecclesia militans fyrir málmblást- urshljóðfæri og trommu, eftir svíann Ingemar Milveden. Einskon- ar inngangs-hátíðarblástur, sem líklega hefur átt að spila á hljóm- borð kirkjunnar, en varð eintívers- konar misskilningur. Þorkell Sigurbjömsson átti kór- verkið Stælið frá 1991, sem kór Langholtskirju með Jón Stefánsson í stafni, flutti. Textinn er tekinn úr Gamla testamentinu (Jes. 35, 3-6). Með einföldum meðulum tekst Þorkatli að skapa mjög góðan kórsats. Eftir Hermann D. Koppel fluttu Ingelise Suppli sópran og Asger Troelsen orgel fimm Davíðssálma sem undirritaður náði því miður litl- um tengslum við og skildi þar af leiðandi ekki eftir djúp áhrif. Aðal- söngur eftir Jón Nordal við texta frá 15. og 16. öld, svo og eftir Jón Helgason, er heilmikil kórsinfónía sem Langholtskirkjukórinn flutti undir stjórn Jóns Stefánssonar. Hér fór saman hrífandi texti og sterk músik sem hélt manni föngnum allan tíman og ætti sannarlega skilda nána umfjöllun. Alleluia „Terribilis est“ eftir I. Milveden fluttu Collegium Cantorum Upsali- ensis (kór), Michal J. Clarke bariton ásamt trompetum, kontrabassa, ásláttarhljóðfærum og orgeli, stjórnandi var Lars Angerdal. Ekki var auðvelt að dæma kórinn af þessum flutningi vegna þess að ásláttarhljóðfærin voru heldur of sterk. Hér voru miklar umbúðir, innihaldinu þyrfti maður að kynnast nánar. A Hymn of Human Rights eftir Knut Nystedt sem Mótettukór Hall- grímskirkju flutti ásamt þrem ásláttarhljóðfærum og orgeli, undir stjórn Bernharðs Wilkinson var mjög áhugavert vek, þrátt fyrir að Bernharði tókst tæplega að nýta kórinn eins og kórinn á skilið. Nystedt er alltaf spennandi tón- skáld. Um alla hluti má deila t.d. hvort N. minni stundum á pólveij- ana P. og L. eða hvort það er öfugt, en Nystedt hefur alltaf eitthvað að segja og segir það þannig að aðrir geta móttekið. Lánasjóður íslenskra námsmanna: Tel rétt að láta reyna á lögin - segir menntamálaráðherra ÓLAFUR G. Einarsson, menntamálaráðherra, segist telja rétt að láta reyna á lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna áður en menn fari að endurskoða þau. Flokksþing Alþýðuflokksins samþykkti um helgina ályktun, þar sem hvatt er til slíkrar endurskoðunar. í tillögunni á flokksþinginu sagði að endurskoða skyldi lögin um LIN, strax og Alþingi kæmi aftur saman og sérstaklega skyldi athuga ákvæði laganna um eftirágreiðslur námsað- stoðar sem og um endurgreiðsluhiut- fall Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, segist eiga eftir að heyra hvernig ráðherrar Alþýðu- flokksins túlki þessa tillögu. Það sé hins vegar sín skoðun, að ríkisstjórn- in hafi gert rétt með lagasetningu sinni um Lánasjóðinn og hann telji eðlilegt og rétt að sjá hvernig nýju lögin reynist áður en farið sé að ræða endurskoðun þeirra. ___________________________MaiEÍM iicáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 645. þáttur í beygingafræðinni var síðast Qallað nokkuð um þá karlkyns u-stofna sem höfðu haft a eða e í stofni og tekið u-hljóðvarpi eða u-klofningu, svo sem köttur, göltur, hjörtur og björn. Nú skal nefna dæmi af öðrum u- stofnum og þá fyrst þeim sem höfðu á eða ó í stofni. Þetta eru orð eins og ás(s) = guð, háttur, spónn (spánn), þáttur og bógur = framlimur. Orðið ás (guð) beygðist svo að fornu: áss - ás - æsi - ásar; æsir - ásu - ásum - ása. Sjálfsagt þykir að halda fleirtölunni æsir í nútímamáli. „Ásar“ er heldur púkaleg flt. í þeirri merkingu. Sömuieiðis er sjálfsagt að segja spænir; illa dugir myndin „spónar", þótt verst af öllu sé að tala um „spúna“. Orðið bógur beygðist með þess- um skemmtilega hætti: bógr - bóg - bægi - bógar; bægir - bógu - bógum - bóga. Svo segir í Guðrúnarhvöt: (7) Hlæjandi Guðrún hvarf til skemmu, kumbl konunga úr kerum valdi, síðar brynjur, og sonum færði, hlóðust móðgir á maga bógu. Þessi beyging er því miður dauð, orðið er tekið að beygjast sem a-stofn, með öðrum orðum eins og hundur. Orðið sonur var svolítið sér á parti í hópi u-stofna og beygðist svo: son(u)r - son - syni - sonar; synir - sonu - sonum - sona. Sem sjá má, hefur þetta lítið breyst, og við getum jafnvel enn sagt við hátíðleg tækifæri að hjónin hefðu eignast tvo sonu. Nokkur orð með i í stofni höguðu sér eins og u-stofnar, a.m.k. að því leyti að þolfall fleir- tölu endaði á u, dæmi: kviður = dómnefnd, kvistur, limur, lit- ur, stigur og viður. Við getum jafnvel enn sagt að stemma stigu við einhveiju = hindra það, en í Völuspá segir um þau Ask og Emblu, áður en þau voru vakin af tré til mannlegs lífs: (18) Ond þau né áttu, óð þau né höfðu, lá né læti né litu góða. Önd gaf Óðinn, óð gaf Hænir, lá gaf Lóður og litu góða. [Þau voru andlaus og sálar- laus, blóðlaus og máttu ekki hrærast; skorti og útlit lifandi manna. Hinir vildustu guðanna veittu þeim alla þá mennsku sem skorti.] Þá er að geta þeirra orða sem höfðu viðskeytið að(u)r, uð(u)r, svo sem batnaður, dugnaður, fögnuður (fagnaður), hagnað- ur, kostnaður, lifnaður, könn- uður og safnaður (söfnuður). Eitthvað bíður sér ekki til batn- aðar, og flas er ekki til fagnaðar. Orðið vöxtur hélt býsna lengi gömlu þolf. flt. í sambandinu að leggja fé á vöxtu. Um rugiing þann sem varð á beygingu og kynferði orðanna fjörður og völlur er fyrir svo skömmu vandlega fjaliað á þessum blöð- um, að ekki þykir við hæfi að endurtaka það nú. Undantekn- ingarnar hönd og fé bíða um sinn. * Baldur Ingólfsson í Reykjavík sendir mér bréf sem hann nefnir Þijú orð úr latínu. Fer fyrri hluti þess hér á eftir: „Þegar vorar og líður að stúd- entsprófum bregður stundum fyrir í fjölmiðlum þremur orðum úr latínu, nefnilega dimittera, dimissjón og dimittendar. Því miður gerist það æ algengára að þessi orð séu afbökuð og skrumskæld, en það er engin afsökun að þau séu ekki auð- fundin í tiltækustu orðabókum. í Danskri orðabók Freysteins Gunnarssonar eru þau vandlega skráð og þýdd. Latnesku orðin þijú eru dreg- in af sögninni mittere sem tákn- ar að senda. Kennimyndir henn- ar eru mitto - misi - missum - mittere. Með forskeyti er mynduð sögnin dimittere, að senda burt. Af langri notkun í íslensku fær sögnin íslenskan svip, dimittera, nefnilega að brautskrá úr skóla. Á seinni tím- um hafa nemendur notað orðið í merkingunni að fara burt (úr skóla) að lokinni kennslu til stúdentsprófs og segjast þá vera að dimittera. Þessu er þó alveg öfugt farið því að það er verið að dimittera nemendurna, þ.e. senda þá í upplestrarfrí. Nafnorðið dimissio, í eignar- falli dimissionis, táknar orðrétt þýtt brottsending og einnig áður skólaslit. íslensk mynd orðsins er dimissjón og er nú notað um það er nemendur eru „sendir“ í upplestrarleyfí fyrir stúdents- próf. Því fylgja oft ærsl og skemmtilegheit eins og sjá má á vorin í miðbæ Reykjavíkur og á fleiri skólastöðum." ★ Sturla Friðriksson kvað: Það var brosandi kona frá Kletti, sem kom sér á bak tígrisketti. Svo snéru þau við. Hún í kattarins kvið, en kisa með brosið á smetti. Þórður Örn Sigurðsson kvað: Hún var brosleit hún Bína úr Ögri, er, hún brunaði úr hlaði á tigri. Heim sneru úr haga - hrundin í maga - og hlakkandi brosið á tigri. Gissur Ó. Erlingsson kvað: Ein brosandi blómrós frá Nígri brá sér í reiðtúr á tígri. Úr þeysingi þeim . kom sú þeldökka heim í belpum á brosandi tígri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.