Morgunblaðið - 29.07.1992, Page 16

Morgunblaðið - 29.07.1992, Page 16
16______________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JÚLÍ 1992_ Hjásöglir EES/EB-simiar eftir Kjartan Norðdahl Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, flokksfélagar hans sumir hveijir, Alþýðublaðið (leiðar- ar, sem stundum eru endurbirtir í Mbl.), og aðrir sálufélagar meðal EES/EB-sinna á íslandi og víðar, hafa í ofurkappi sínu við að hlaða lofí á samninginn um hið evrópska efnahagssvæði, ekki skirrzt við að beita bæði ýkjum og hálfsannleika, en einkum þó — hjásögli. Orðasambandið að vera hjásögull er um það bil að hverfa úr íslenzku tungunni og er illt til þess að vita, því það á svo einkar vel við um ýmislegt það, sem stjórnmálamenn láta frá sér fara. Ekki sízt um EES/EB-mál. Að vera hjásögull Egill Ólafsson á Hnjóti, bóndi, flugvallarstjóri og fræðimaður, hef- ur um árabil safnað ýmsum merk- um munum og varðveitt, en einnig leitast við að halda á lofti ýmsum sjaldgæfum íslenzkum orðum. Hann skilgreindi fyrir mér hina eldri merkingu orðsins hjásögull og fékk ég hana síðan staðfesta sem rétta hjá Orðabók Háskóla íslands og mun þar vera stuðst við Talmáls- safn orðabókarinnar. En þar segir að þetta orðalag hafí verið: .. haft um þá, sem þóttu óá- reiðanlegir í frásögnum" og „... notað um mann, sem er ekki beint lyginn en fer framhjá sann- leikanum". Ég tel að stjómmálamönnum hætti mjög til að vera hjásöglir, sérstaklega ef þeim er mikið í mun að viðmælandinn, sá, sem hlýðir á frásögnina eða les um hana, komizt að æskilegri niðurstöðu frá sjónar- miði frásögumannsins, en sú niður- staða getur orðið allt önnur og jafn- vel alveg gagnstæð þeirri, sem orð- ið hefði, ef allur sannleikurinn hefði verið sagður. Þar í liggur hættan. Því þótt maður beiti ýkjum, eins og t.d. veiðimaður sem grobbar af afrekum sínum, eða oflofi og skreytni, eins og t.d. sölumaður sem er að reyna að selja vöm sína, þá er það ekki svo varasamt, því menn reikna hvort eð er með þessu. Það er m.ö.o. afsakanlegt. Og jafnvel þótt maður ljúgi hreinlega þá þarf það ekki að vera svo hættulegt í þessu sambandi, vegna þess að eft- ir að upp hefur um lygina komizt, er viðkomandi dæmdur úr leik — enginn treystir honum lengur. Þú veizt hvar þú hefur hann. En sá, sem er hjásögull, getur lengi komizt upp með þá iðju án þess að eftir því sé tekið, því hann getur haft á sér yfirbragð virðuleika og sannleika, en samt er öll hans frásögn menguð af óheiðarleika. Hann segir part af sannleikan- um, sveigir hann svolítið og sleppir öðru úr þannig, að á endanum virð- izt vera um pottþétta staðreynd að ræða. Þetta virðizt mér vera orðin eins og nokkurs konar sérgrein sumra stjómmálamanna, og því er nauð- synlegt að vera á varðbergi og reyna að greina hjásöglina til þess að hreinsa hana síðan út. Ég ætla nú að nefna nokkur dæmi um hjásöglina í EES/EB-mál- um, sem rúmsins vegna geta ekki orðið mörg þó af nógu sé að taka, en áður langar mig að skjóta hér inn svolitlu skeyti til íslenzkra póli- tíkusa, þeim til sáluhjálpar. Skilaboðin frá Maastricht Nýleg þáttaröð í Sjónvarpinu bar nafnið Island á krossgötum og var þar um margt áhugavert fjallað, en þáttaröðin, sem ég er alltaf að bíða eftir mætti heita — Stjórnmála- menn á krossgötum. Það er nefnilega að koma æ bet- ur í ljós, að pólitíkusar, ásamt öðr- um úr „elítunni“, á ísíandi og helztu nágrannalöndum okkar, eru að verða viðskila við hina almennu borgara. Þeir eru hættir að skilja hver annan. Greinilegast hefur þessi þver- brestur komið í ljós í tengslum við svonefndan „samrunaferiT* í Evr- ópu (á íslandi mætti t.d. nefna Kjaradóms-„farsann“.) Þegar Danir gengu til þjóðarat- kvæðagreiðslu um Maastricht-sam- runasamninginn 2. júní sl., hafði dunið á almenningi þar í landi lát- laus áróður pólitíkusa og hand- benda þeirra um að segja já í at- kvæðagreiðslunni. Völd, áhrif og peningar þeirra er stunduðu já- áróðurinn samanborið við hina sem börðust fyrir nei-i, minnti á slaginn milli Davíðs og Golíats. Af átta stjómmálaflokkum'. í landinu sögðu fímm þeir stærstu af öllum sínum þunga — segið já!, allir talsmenn atvinnurekenda og jafnvel stéttarfélaga, öll dagblöðin í landinu og allar rásir bæði útvarps og sjónvarps, þ.e. allt fjölmiðla- gengið eins og það lagði sig, sagði — segið já, samt, gegn eindregnum tilmælum þessa þungavigtarliðs, sagði almenningur í Danmörku — nei! Áfallið, sem „elítan" (þ.e. yfír- stéttin) fékk við nei-ið var gífur- legt. Hver spekingurinn á fætur öðrum kom fram á fjölmiðlasviðið og sagði — það var útaf þessu, það var útaf hinu, en næst sannleikan- um tel ég að hafi verið komizt með eftirfarandi orðum, sem birtust í leiðara Berlinske Tidende hinn 4. júní, en þar segir: „Máske har der været for mange halve historier og for mangé halve sandheder, som skaber skepsis og mistroiskhed." Leiðarahöfundur kemst sem sagt að þeirri niðurstöðu, að það hafí verið hjásöglin, sem úrslitum hafi ráðið. En hveijar urðu svo afleiðingarn- ar af danska nei-inu? Elítan hafði sagt, að allt myndi hrynja í rúst í Danmörku og þeim yrði sennilega sparkað úr EB, danskur mórall færi niður í núll. En hvað gerðist — það upphófst margradda stuðn- ingskór frá almenningi nágranna- landanna og sumir sögðu, að Danir hefðu bjargað lýðræðinu í Evrópu. Eitt er víst að þjóðarkennd og stolt dönsku þjóðarinnar tóku kipp upp á við, sem kórónaðist svo með fræg- um sigri þeirra á knattspyrnuvellin- um, þar sem þeir lögðu að velli sjálf- ar EB-kempurnar Frakka, Hollend- inga og Þjóðveija. Endurheimt traust Dananna á sjálfum sér birtist síðan í slíkri fagnaðarbylgju að annað eins hefur ekki sést þar í landi síðan við lok heimsstyijaldarinnar síðari. Halda menn að það hafí aðeins stafað af ánægju með fótboltasigur? . . . En þá eru það dæmin: Um stjórnarskrárbreytingar Hið EES/EB-sinnaða blað Al- þýðublaðið segir að engin þörf sé á því að breyta íslenzku stjómar- skránni vegna EES, enda sé það sameiginleg niðurstaða allra EFTA- ríkjanna sjö, að samningarnir feli ekki í sér framsal löggjafarvalds og þess vegna séu engar stjómar- skrárbreytingar fyrirhugaðar í neinu (leturbreyting mín) EFTA- ríkjanna — og það segi nú sína sögu. Það var og. En hvaða sögu segir svona fullyrðing? Hún segir að Al- þýðublaðið sé hjásögult blað, því það sleppir úr að geta þess að stjómarskrárbreytingar hafa þegar verið gerðar í a.m.k. Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi og þar verða þess- ir samningar ekki keyrðir í gegn með einföldum meirihluta, eins og til stendur á íslandi, heldur þarf samþykki aukins meirihluta til þess að pakkinn fari í gegn. Það var einmitt fyrir þessa teg- und af málflutningi, sem menn fengu hér áður fyrr á sig stimpilinn — að vera hjásögull. Utanríkisráðherra hefur marg- sagt, að ekki sé um neitt valdafram- sal að ræða, m.a. af því að fyrst þurfi Alþingi að samþykkja samn- inginn. Þetta finnst mér sérkennileg lógík. Að segja að um ekkert valda- afsal Alþingis sé að ræða af því það hafi samþykkt valdaafsals- samning (EES/EB), væri líkt og að segja að maður, er yrði að sæta aflimun (tekinn af honum annar handleggurinn) hafí í raun ekkert misst, af því hann hafí samþykkt missinn. Nú vill svo til að annar helming- urinn af nefndinni frægu hefur sagt hér áður, að víst sé um valdframsal að ræða, og að sumt í samningnum sé á „gráu svæði“, spurningin sé hins vegar í „hversu miklum mæli“ slíkt sé um að ræða. Spurningin snýst máske um það, hvort við séum að rétta fram litla puttann (dettur einhveijum í hug ákveðið orðatil- tæki?), eða eitthvað meira. Auðvitað á bara að viðurkenna valdaafsalið en benda á, hvað fáist í aðra hönd í staðinn. Það fínnast áreiðanlega margir, sem vildu láta annan handlegginn, ef nógu mikið væri í boði fyrir það. Um öryggisfyrirvara Hér er um meiriháttar hjásögli að ræða. Við samanburð á ákvæðum í Kjartan Norðdahl „Menn eiga ekki að vera hjásöglir, sér í lagi ekki þegar um svo þýð- ingarmikið mál er að ræða og hér er á dag- skrá, heldur segja bara eins og er, segja sann- leikann og allan sann- leikann. Þá er miklu betra að átta sig. Miklu meiri líkur á að rétt ákvörðun sé tekin.“ „Samningi um sameiginlegan nor- rænan vinnumarkað", og svo 112. til 114. gr. frumvarps til laga um EES-pakkann, kemur í ljós, að það eina sem ér sameiginlegt með hinu einfalda ákvæði norræna samnings- ins og hins vegar margvísandi ákvæðis EES-samningsins, er, að í báðum tilvikum er talað um að sam- ráð sé haft við samningsaðilann áður en gripið er til einhliða ráðstaf- ana (sem er auðvitað sjálfsögð kurt- eisisregla). Skv. noræna ákvæðinu getur rík- isstjórn íslands ákveðið alveg ein- hliða að taka upp skilyrði um at- vinnuleyfi og stöðvað þannig inn- flutning erlends vinnuafls, ef henni sýnist svo. Skv. EES-ákvæðinu skal þessu ákvæði ekki beitt nema að uppfylltum m.a. þessum skilyrðum: 1) Það þurfa að hafa komið upp eða vera yfirvofandi — alvarleg- ir, efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfíslegir erfíðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum — 2) Erfiðleikamir verða að vera lík- legir til þess að vera viðvarandi 3) Ekki má beita öryggisákvæðinu vegna skammtímaerfiðleika — 4) Ráðstafanirnar verða að tak- markast við það, sem bráðnauð- synlegt er til að ráða bót á ástandinu — 5) Umfang og gildistíma ráðstaf- ananna má bera undir gerðar- dóm, sem einnig metur hvort ráðstafanirnar eru í hlutfalls- legu samræmi við það vandamál sem þeim er beitt gegn — 6) Samningsaðila (þ.e. ríkisstjórn íslands) ber að tilkynna fyrirætl- an sína til sameiginlegu EES- nefndarinnar — 7) Hafa ber samráð um málið í sameiginlegu nefndinni — 8) Finnist engin lausn getur ríkis- stjórnin samt gripið til ráðstaf- ana en þá ber henni að tilkynna um þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið — 9) Hinir samningsaðilarnir mega beita gagnráðstöfunum og um þær gilda sömu reglur og um ráðstafanirnar. Ákvæði norræna samningsins eru þijár línur í f-lið 7. gr. en ákvæðin í EES-samningnum, þ.e. í texta frumvarpsins, eru ein og hálf blaðsíða í þremur greinum. Þetta finnst utanríkisráðherra vera „samsvarandi“ ákvæði. Og eftir gagnrýni frá stjómarandstöð- unni svarar hann enn, að hér sé um að ræða „samskonar öryggis- ventil" og í norræna ákvæðinu! Um kaup útlendinga á íslenzku landi í nýútkomnu áliti 3 manna lög- fræðinefndar sem dómsmálaráð- herra, Þorsteinn. Pálsson, og land- búnaðarráðherra, Halldór Blöndal, skipuðu segir, sbr. Mbl. 15. júlí sl.: „Samkvæmt álitsgerðinni yrði það andstætt EES-samningnum ef almennt væri gerð krafa um búsetu erlends aðila á jörð til þess að hann mætti eignast hana“ (ath. að þetta er tilvitnun í Mbl.). í umræðum um þetta mál á Al- þingi í vor sagði utanríkisráðherra: „Eins og margsinnis hefur komið fram er ekkert því til fyrirstöðu að sett séu almenn skilyrði, t.d. að sá einn geti keypt jörð sem stundar þar búskap sjálfur.“ Hér er hann að svara fyrirspurn- um um það, hvernig koma megi í veg fyrir stórfelld landakaup út- lendinga, en sleppir að geta þess að þetta almenna skilyrði yrði einn- ig að ná yfír Islendinga sjálfa. Þetta er hjásögli. Það ætti að vekja athygli, hvern- ig skrifstofustjóri viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins kemst að orði vegna þessarar niðurstöðu lögfræðinganefndarinnar, hann segir að það: „ ... hafi aíla tíð ver- ið ljóst, að eitt verði yfír íslendinga og útlendinga að ganga í þessum efnum“. Hvers vegna eru þá Halldór Blöndal og Þorsteinn Pálsson að panta þetta álit lögfræðinganna, ef þetta mál hefur „alla tíð verið ljóst“? Um þjóðréttarsamninga Bæði Alþýðublaðið og utanríkis- ráðherra, sem og fleiri EES/EB- sinnar, hafa sagt, að þessi EES- samningur sé bara venjulegur milli- ríkjasamningur, að vísu viðamikill, en engu að síður bara venjulegur þjóðréttarsamningur. Það er sem sagt álit þessara að- ila, að samningur, sem ágreinings- laust er talinn sá viðamesti, flókn- astí og þýðingarmesti, sem jslend- ingar hafa gert frá upphafi íslands- byggðar, samningur, sem á að lög- taka sem íslenzk landslög, og bind- ur því þegnana beint, samningur, sem felur í sér innleiðingu erlends réttar, sem er að yfirgripi meiri en fjórfaldur á við íslenzka lagasafnið, þ.e. gildandi íslenzkan rétt, samn- ingur, sem það tæki einn mann fleiri mánuði að lesa yfír, samningur, sem kallar á afgreiðslu 55 fylgifrum- varpa minnst, þar af þijá „band- orma“ sem fela í sér breytingar á mörgum íslenzkum lögum, sé bara venjulegur þjóðréttarsamningur, er auðvitað slíkur ótrúlegur þvætting- ur að engu tali tekur. Mér er nær að halda að meirihluti þingmanna okkar geri sér alls ekki grein fyrir umfangi þessa máls. Svo er það hjásögli að segja, eins og Alþýðublaðið gerir, að þetta sé samningur milli 19 ríkja. Réttara væri að segja, að þetta væri þjóð- réttarsamningur milli alþjóðastofn- ananna, EFTA og EB, því EB er sérstakt fyrirbæri, þar sem valdhaf- ar eru ekki kjörnir í beinni kosn- ingu, eru ekki fulltrúar sem sækja vald sitt til fólksins í viðkomandi löndum, eru ekki kjömir lýðræðis- lega. Enda segir í bók próf. Stefáns Más Stefánssonar, Évrópuréttur: „Það sem greinir EB frá öðmm alþjóða stofnunum er það hversu langt aðildarríkin hafa gengið í því að framselja fullveldi sitt í hendur EB sjálfu —. Það erþess vegna ljóst, að þegar gerður er þjóðréttarsamn- ingur við slíkan aðila sem EB er, þá getur alls ekki verið um venju- legan þjóðréttarsamning að ræða. Lítum aðeins á, hvernig valdhaf- arnir í EB líta á þetta mál. Telja þeir þennan samning „bara venju- legan þjóðréttarsamning"? Jacques Delors, ekki forseti framkvæmdastjórnar EB, eins og segir í forsíðufrétt Mbl. frá 13. febr. sl., og Uffe Ellemann hættir einnig til að kalla hann, heldur formaður framkvæmdastjórnarinnar, lítur svona á málið, skv. fyrrnefndri for- síðufrétt Mbl.: „Sagði hann að Evrópubandalag- ið væri sérstök stofnun og Fríverzl- Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Þátttakendur á frjálsíþróttaæfingu ásamt þjálfara sínum. Vogar: Ungmennafélag Þróttur stofnar frjálsíþróttadeild Vogum. UNGMENNAFÉLAGIÐ Þróttur í Vogum hóf í sumar að starfrækja fijálsíþróttadeild. Að sögn Rakelar Gylfadóttur þjálfara deildarinnar sækja 10 til 12 krakkar á æfingarnar hveiju sinni en þær eru þrisvar I viku. Starfíð hefur farið vel af stað og krakkarnir tekið þátt í mótum. Á móti fyrir 10 ára og yngri sem haldið var í Mosfellsbæ í júní unnu krakkarnir til verðlauna, þar á meðal var ein stúlka, Þóra Jónsdótt- ir, sem vann þrenn verðlaun. Þá sendi félagið þátttakendur á Ungl- ingalandsmót Ungmennafélags Ís- lands á Dalvík og nú er verið að undirbúa þátttöku í Meistaramóti íslands. Ungmennafélagið hyggst síðan efna til móts í fijálsum íþróttum í Vogum í ágústmánuði. - E.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.