Morgunblaðið - 29.07.1992, Page 18

Morgunblaðið - 29.07.1992, Page 18
r 18 MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JÚLÍ 1992 Ríkissjóður: Rekstrartilfærslur og rekstrar- gjöld 445 millj. umfram áætlun 26,1% hækkun vegna atvinnuleysistrygginga ÚTGJÖLD rikissjóðs í formi rekstrartilfærslna voru á fyrri helm- ingi ársins komin 104 milljónir króna fram úr áætlun fjárlaganna og almenn rekstrargjöld 311 milljónir. Viðhalds- og stofnkostnaður á vegum ríkisins hefur staðist áætlun það sem af er árinu. Hlutfalls- leg aukning útgjalda miðað við fyrra ár er mest vegna atvinnuleys- istrygginga eða 26,1%. Starfsmenn ráðuneytanna og annarra stofn- ana ríkisins gefa ýmsar skýringar á því hve illa hefur gengið að halda áætlun fjárlaganna. Allmargir liðir eru vel innan ramma lag- anna og jafna nokkuð heildargreiðslustöðu ríkissjóðs. Rekstrartilfærslur vegna lífeyr- is-, sjúkra- og atvinnuleysistrygg- inga fóru mest fram úr áætlun. Lífeyristryggingar um 278 millj- ónir, sjúkratryggingar um 677 milljónir og atvinnuleysistrygging- ar um 192 milljónir. Utgjöld vegna annarra liða rekstrartilfærslna eru vel innan ramma fjárlaganna. Mest munar um útgjöld LÍN sem eru 248 milljónum innan marka og niður- greiðslur sem eru 326 milljónum króna minni en áætlað var. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins fóru almenn rekstrargjöld menntamálaráðu- neytis 278 milljónir fram úr áætl- un, samgönguráðuneytis 42 millj”- ónir, heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytis 26 milljónir, utanríkisráðu- neytis 22 milljónir, fjármálaráðu- neytis og umhverfisráðuneytis hvors um sig 20 milljónir og land- búnaðarráðuneytis 6 milljónir. Greiðslustaða rekstrargjalda ann- arra ráðuneyta var hins vegar já- kvæð um mitt árið, hagstæðust hjá dómsmálaráðuneyti um 48 milljón- ir. Greiðslustaða mennta- málaráðuneytis hagstæð Enda þótt almenn rekstrargjöld stofnana á vegum menntamála- ráðuneytisins hafi á fyrri hluta árs- ins farið 278 milljónir fram úr áætlun er greiðslustaða ráðuneyt- isins í heild hagstæð um 105 millj- ónir. Samanlögð útgjöld á vegum ráðuneytisins voru áætluð 9,3 millj- arðar króna en stóðu í um það bil 9,2 milljörðum um mitt árið. Að sögn Örlygs Geirssonar skrifstofu- stjóra fjármálaskrifstofu ráðuneyt- isins stafar óhagstæð greiðslustaða rekstrargjalda af því að ákvörðun um flatan niðurskurð í skólakerfínu var ekki tekin fyrr en í desember og þá var orðið of seint að draga saman í útgjöldum vegna skóla- halds, en innan þess eru veiga- mestu liðimir sem nú eru komnir umfram áætlun. Útgjöld vegna framhaldsskólanna voru 117 millj- ónir umfram áætlun, vegna Há- skóla íslands 100 milljónir og vegna grunnskólanna 52 milljónir. Spamaður í skólakerfínu fer ekki að skila sér fyrr en á síðari hluta ársins og má ætla að kostnaður við skólahald í landinu verði innan ramma fjárlaganna í árslok. Greiðslustaða Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna er nú hagstæð um 248 milljónir miðað við áætlun Qárlaganna. Þessar 248 miHjónir vega að sögn Örlygs Geirssonar langþyngst í því að rétta af heildar- greiðslustöðu menntamálaráðu- neytisins gagnvart ríkissjóði. Þjóðleikhúsið og Tilraunastöðin á Keldum hafa farið mest einstakra stofnana menntamálaráðuneytisins fram úr áætluðum rekstrargjöldum það sem af er árinu. Örlygur Geirs- son segir að báðum þessum stofn- unum hafí verið áætlað sama fjár- magn og árið áður við gerð fjár- lagatillagna. Staða Þjóðleikhússins hafí þvi verið fyrirséð þar sem árið 1990 var ekki fullur rekstur í hús- inu. Hvað lélega greiðslustöðu Til- raunastöðvarinnar á Keldum varð- ar segir Örlygur að tvennt komi til. Annars vegar hafí innheimta þjónustugjalda hjá fjölda fiskeldis- stöðva brugðist og hins vegar hafí samdráttur í landbúnaði komið illa niður á stöðinni. Þannig hafi til dæmis sala bóluefna frá stöðinni dregist saman svo skipti milljónum ef ekki milljónatugum. Aðgerðir undirbúnar í heilbrigðisráðuneyti Þorkell Helgason aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir að hann líti svo á að rekstrarlega sé ráðu- neytið á réttu róli þó að. það sé komið 26 milijónum króna fram úr áætlun hvað snertir almenn rekstr- argjöld. Hins vegar bendir Þorkell á að í árslok geti staðan orðið verri þar sem rekstrarhalli spítalanna innan ársins sé ekki fjármagnaður úr ríkissjóði. Verði sá halli veruleg- ur segir Þorkell að óhjákvæmilegt verði að taka á því með einhvetjum hætti. „Það sem út af flýtur er svo allt í tryggingageiranum," segir Þor- kell. Hann segir að með tilkomu nýrra tekjuviðmiðana vegna líf- eyristrygginga 1. júlí ár hvert lækki að jafnaði lífeyrisgreiðslur á síðari hluta árs. Þorkell kveðst því reikna með því að þessi liður verði í réttu horfí í ár að frátöldum 160 milljón- um sem samið hafi verið um í kjara- samningum. „Aðalhættan er í sérfræði- og lyfjakostnaði sjúkratrygginga," segir Þorkell. „Við höfðum vænst þess að ávinningurinn af aðgerðum vegna lyfjakostnaðar yrði í kringum milljarður en náum sennilega ekki nema 800 milljónum. Það verður þó reynt til þrautar að ná settu marki með nýrri reglugerð sem tek- ur gildi 1. ágúst. Sú reglugerð á ekki að íþyngja sjúklingum en hún á að leiða til spamaðar með vali á ódýrustu lyfjunum. Sérfræðilækn- ingar eru annar stærsti liðurinn og verið er að undirbúa aðgerðir til að draga úr þeim kostnaði. Þessum Almenn rekstrargjöld Frávik frá áætlun fjárlaga i milljíflum króna fyrstu sex mánuði ársins. Greiðslustaða ráðuneyta 1 2 S RekstrartHfærslur 326 § </> 5 I -677 kúf náum við ekki f einu vetfangi svo að sjálfsagt má reikna með nokkrum halla á þessum lið í lok ársins. Við höfum verið að kort- leggja ástæður þess að sérfræði- kostnaðurinn hefur vaxið svona mikið. Orsakimar eru ýmsar. Áhrif samnings sem fyrri ríkisstjóm gerði við læknana eru að koma í ljós, en sá samningur ætlar að verða okkur dýrkeyptari en menn höfðu búist við.“ Lögreglan á Keflavíkur- flugvelli 22 miiyónir umfram áætlun Þær 22 milljónir sem utanríkis- ráðuneytið hefur farið fram yfír áætlun fjárlaga stafa af slæmri greiðslustöðu Lögregluembættisins á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Þor- steins Ingólfssonar ráðuneyt- isstjóra hafa undanfarið ár staðið yfír mjög umfangsmiklar ráðstaf- anir til að spara hjá embættinu. Starfsemin hefur verið endurskipu- lögð, tekin upp gjaldtaka fyrir þjón- ustu gagnvart fyrirtækjum og stofnunum og vamarliðinu. Við það færist kostnaðurinn af rekstri emb- ættisins af ríkissjóði. Þorsteinn segir að lagt hafí verið upp með spamaðaráform að upphæð 80 milljónir króna í rekstri Lögreglu- embættisins á Keflavíkurflugvelli og þegar hafí náðst að spara 50 milljónir. Frekari spamaður að upphæð 12 milljónir er í augsýn en eftir standa þá 18 milljónir mið- að við frjárlög. Að sögn Þorsteins eru ráðuneytismenn vongóðir um að í árslok komi í ljós að ráðuneyt- ið hafí verið rekið innan fjárlag- anna. Innheímtugreiðslur valda neikvæðri greiðslustöðu fjármálaráðuneytis Hjá fjármálaráðuneytinu er greiðslustaða tveggja liða fjárlag- anna neiðkvæð. Greiðslur vegna gjaldheimtna og innheimtukostn- aðar em 18 milljónir króna umfram áætlun og rekstrarhalli fram- kvæmdadeildar Innkaupastofnunar er 11 milljónir króna. Skýringanna á neikvæðri stöðu fyrri Iiðar er einkum að leita í auknum greiðslum til Póst- og símamálastofnunar vegna innheimtu aðflutningsgjalda og virðisaukaskatts. Mjög hefur aukist að vörur séu fluttar inn í pósti og fær Póstur og sími ákveðna þóknun fyrir afreiðslu slíkra sendinga. Breyting á reglu- gerð til lækkunar á þessum kostn- aði er til skoðunar í ráðuneytinu. Tvennt kemur til varðandi hall- ann hjá framkvæmdadeild Inn- kaupastofnunar. Annars vegar eru óinnheimtar þóknanir fyrir ráðgjöf og eftirlit deildarinnar og hins veg- ar hefur dregið það hratt úr fram- kvæmdum á vegum deildarinnar að ekki hefur tekist að laga starf- semina að samdrættinum. Ráðu- neytið hefur endurskoðað starfsemi stofnunarinnar til þess að snúa þessari þróun við. Þrír liðir óhagstæðir hjá samgönguráðuneyti Greiðslustaða á þremur liðum samgönguráðuneytis var óhagstæð um tæpar 42 milljónir um mánaða- mótin júní-júlí. Þar af var kostnað- ur vegna framkvæmda við hafnir að upphæð 16,5 milljónir. Almenn rekstrargjöld hjá Flugmálastjóm voru komin 19,6 milljónir fram úr áætlun. Stofnunin jafnaði út þessa upphæð með inngreiðslu í byijun júlímánaðar, en að sögn Rúnars Guðjónssonar deildarstjóra í sam- gönguráðuneytinu má ætla að Flugmálastjóm sé nú komin um það bil 10 milljónir umfram fjár- lagaheimildir, einkum vegna launa- greiðslna. Fjármál Flugmálastjóm- ar em að sögn Rúnars í athugun í ráðuneytinu. Framkvæmdaliður Hafnamála- stofnunar var neikvæður um 16,5 milljónir, Upphæðin kemur til vegna þess að hafnaframkvæm- dagjald sem ákveðið var með lögum um sérstakt vörugjald, sem sam- þykkt vom í lok janúar, hafa ekki skilað sér í samræmi við áætlun fjárlaga. Lögin gera ráð fyrir því að gjöldin séu ekki gerð upp fyrr en eftirá. Þetta hefur meðal annars þær afleiðingar að gjöld vegna nóvember og desember á þessu ári innheimtast ekki fyrr „en á því næsta. Því má gera ráð fyrir að greiðslustaða stofnunarinnar hvað varðar framkvæmdalið verði enn neikvæð um áramót. Vita- og hafnamálaskrifstofan var komin 6,6 milljónir fram úr fjárlagaáætlun um mánaðamótin júní-júlí. Þetta er að sögn Rúnars Guðjónssonar ekki óeðlilegt þar sem sértekjum stofnunarinnar er skilað inn um áramót og er gert ráð fyrir því að stofnunin verði innan ramma fjárlaganna í lok árs- ins. Samdráttur í byggingariðn- aði rýrir greiðslustöðu umhverfisráðuneytis Útgjöld umhverfísráðuneytisins á fyrri árshelmingi voru um 20 milljónir umfram áætlun fjárlaga. Meginskýringin er sú að sértekjur Skipulagsstjóra ríkisins hafa ekki fallið til í samræmi við greiðsluá- ætlun. Að sögn Vigfúsar Erlends- sonar hjá skipulagsstjóra eru sér- tekjur stofnunarinnar fólgnar í skipulagsgjaldi sem lagt er á ný- byggingar við brunabótavirðingu. Gjaldið er 3,5%o af brunabótamati. Samdráttar í nýbyggingum er farið að gæta og áberandi lægri fjárhæð- ir skiluðu sér til skipulagsstjóra í formi skipulagsgjalda á fyrri helm- ingi ársins en á sama tíma í fyrra. Þetta er meginskýringin á slæmri greiðslustöðu Skipulags ríkisins nú. Olíuverslun íslands hf: 5 millj. tíl landgræðslu OLÍUVERZLUN íslands hf. afhenti Landgræðslu ríkisins ávísun upp á fimm miiyónir íslenskra króna í gær, þriðjudaginn 28. júlí. Þessi upphæð hefur safnast í landgræðsluátaki OLÍS en ákveðin upphæð af hveijum seldum bensínlítra lyá fyrirtækinu rennur óskipt til upp- græðslu og verður því þannig háttað a.m.k. næstu fjögur árin. Óskar Magnússon, formaður stjómar OLÍS, sagði við afhending- una að með þessu framlagi væri ver- ið að heiðra minningu Óla Kr. Sig- urðssonar, forstjóra, sem lést 9. júlí sl. En hann hafði forgöngu að því að OLÍS hóf átakið „Græðum landið með OLÍS“ til styrktar landgræðslu- starfí. Fyrsta greiðsla í þessu átaki kr. þijár milljónir var afhent í Gunn- arsholti 26. maí sl. Óskar Magnússon sagði að þetta söluátak hefði mælst mjög vel fyrir og umtalsverð söluaukning hefði átt sér stað. Hann sagði að sú upphæð sem væri afhent nú væri ávísuð á framtíðina þar sem hún væri nokkru hærri en safnast hefur. Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, tók við framlagi OLÍS og sagði af því tilefni að hann tæki ekki ein- göngu á móti upphæðinni fyrir hönd Landgræðslunnar heldur einnig fyrir hönd landsins. Morgunblaðið/Júlíus Óskar Magnússon, formadur stjóraar OLÍS, afhendir Sveini Runólfs- syni, landgræðslustjóra, ávisun upp á fimm milljónir íslenskra króna til styrktar landgræðslustarfi. Með þeim á myndinni er Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla Kr. Sigurðssonar, forstjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.