Morgunblaðið - 29.07.1992, Page 19

Morgunblaðið - 29.07.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 19 Aflaheimildir næsta fiskveiðiárs Kristján Ragnarsson: Gengi þarf að gefa frjálst 205 ÞÚSUND tonna þorskkvóti á næsta fiskveiðiári er gríðarlegt áfall fyrir þá, sem byggja á þorsk- veiðum, að sögn Kristjáns Ragn- arssonar formanns Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. „Ég hef hins vegar áhyggjur af þorsk- stofninum og tel að með 205.000 tonna kvóta sé teflt á tæpasta vað,“ segir Kristján. Hann harmar að ákveðið hafi verið að aflaheim- ildir Hagræðingarsjóðs skuli seld- ar en ekki útdeilt ókeypis. Kristján Ragnarsson segir að allt sé á heljarþröminni í sjávarútvegin- um. Gera þurfi ýmsar ráðstafanir, til dæmis að gefa gengið fijálst, þannig að það ráðist af framboði og eftirspum. „Allt annað er fijálst og forstjóri Þjóðhagsstofnunar hef- ur útlistað með mjög skynsamleg- um hætti hvernig hægt er að koma þessu við. Við getum ekki sætt okkur við að heildsalar geti keypt gjaldeyri fyrir ákveðið verð og lagt svo á hann það sem þeim þóknast." Óskar Vigfússon: Sýnd veiði en ekki gefin „ÉG hefði viljað sjá að farið hefði verið eftir þeirri tillögu sjávarút- vegsráðherra að veiða 190 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári og hagnýta sér Hagræðingar- sjóð,“ segir Óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambands ís- lands. Óskar Vigfússon telur áhættu fólgna í því að veiða 15 þúsund tonn- um meira af þorski á næsta fiskveið- iári en Hafrannsóknastofnun hafí lagt til. Þá sé meiri aflakvóti á öðrum tegundum en þorski, heldur en Haf- rannsóknastofnun leggur til, sýnd veiði en ekki gefin, þar sem óvíst sé að það takist að veiða upp í þessa kvóta á næsta fiskveiðiári. Oskar telur að með því að beita Byggða- sjóði til að aðstoða fyrirtæki í byggð- arlögum, sem verða fyrir mestu kvótaskerðingunni, sé einungis verið lengja í hengingaról þeirra. Amar Sigurmundsson: Ekkí hægt að ganga lengra í úthlutun ARNAR Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðvanna segir að aflaheimildir á næsta fiskveiðiári séu innan þeirra marka sem teljast verði eðlileg. Miðað við stöðu fiskistofanna hafi varla verið hægt að ganga lengra. „Það eitt og sér er ég sæmilega sáttur við. Það sem veldur hins- vegar hvað mestum vonbrigðum er að haldið skuli áfram með þau áform að innheimta fyrir tonnin sem Hagræðingarsjóður ræður yfir, 525 milljónir króna,“ segir Arnar. „Okkur finnst það hafa verið prófsteinn á ríkisstjórnina hvort hún hefði fallið frá þessari innheimtu eða ekki. Þess vegna studdum við þau áform sjávarút- vegsaráðherra að falla frá þessari innheimtu." Amar segir að fiskvinnslan sé rek- in með halla og hafí verið í heilt ár. „Nú er sjávarútvegur í heild rekinn með halla. Þessar úthlutanir núna bera með sér að þorskvinnsla dregst verulega saman en aðrar tegundir koma til,“ segir Arnar. „Framlegðin af þessum tegundum, ekki síst karfa og ufsa, er mun minni en í þorski. Það þýðir að þótt komi tonn á móti tonni mun afkoma fyrirtækjanna versna. “ Aðspurður um til hvaða aðgerða fískvinnslan vilji grípa við núverandi aðstæður segir Arnar að menn hafí farið þá leið, og vilji áfram fara þá leið, að dragá úr kostnaði í grein- inni. „Við höfum við farið þess á leit við Landsvirkjun og dreifiveitur að raforkukostnaður verði lækkaður verulega, eða um 200 milljónir á ári, og að ríkið falli frá nýjum álög- um. Við verðum að halda áfram hag- ræðingu í sjávarútvegi en ef við kom- um allsstaðar að lokum dyrum líst mér ekki á þetta.“ Kristín Ástgeirsdóttir: Þjóðarhags- munum tefit á tæpasta vað „MÉR finnst framtíðarhagsmun- um þjóðarinnar teflt á tæpasta vað til þess að leysa ágreining innan ríkisstjórnarinnar," sagði Kristin Astgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, spurð um álit á ákvörðun ríkisstjórnar- innar um afla. „í þorskveiðunum er sérstaklega gengið helzt til langt.“ Kristín sagði að athygli vekti að það væri alveg óljóst hvernig ætti að leysa vanda einstakra byggðar- laga. „Þessum vanda er í raun frest- að. Þeir sem fá úthlutað kvóta í kjölfar þessara ákvarðana vita lítið um hvar þeir standa. Það er vand- séð að Byggðastofnun sé í stakk búin til að vinna úttekt á vanda einstakra byggðarlaga. Og hvernig á þá að taka á vandanum í kjölfar niðurstöðu Byggðastofnunar? Það er algjörlega óljóst," sagði Kristín. Jóhann Ársælsson: Jafna hefði átt skerð- inguna JÓHANN Ársælsson, þingmaður Alþýðubandalagsins og nefndar- maður í sjávarútvegsnefnd Al- þingis, telur að fara hefði átt aðra leið við niðurskurð veiði- heimilda og sjá til þess að skerð- ingin kæmi svipað niður á öllum útgerðum í þorskígildum talið. Leið ríkisstjórnarinnar geri stöð- una erfiðari en hún þyrfti að vera miðað við áformaðan niður- skurð. „Það hefði þurft lengri tíma til þess að ákveða endanlega úthlutun veiðiheimilda og sá tími er í raun fyrir hendi,“ sagði Jóhann. Hann sagði að ríkisstjómin hefði átt að úthluta í tveimur skömmtum, fyrst af ýtrustu varkámi, t.d. 160- 170.000 tonnum af þorski og einnig frekar litlum afla í öðrum tegund- um. Jóhann sagði að með þessari aðferð hefði mátt koma í veg fyrir ójafnvægi í útgerðinni, sem óhjá- kvæmilega myndi skapast með nið- urskurði í þorski en aukningu í öðrum tegundum. „Þeir sem veiða hlutfallslega minnst af þorski verða fýrir minnstri skerðingu, en fá hins vegar einnig meira en aðrir þegar viðbótarafla í öðmm tegundum er úthlutað," sagði Jóhann. „Þetta þýðir að erfiðara verður að leysa vanda útgerðarinnar almennt á eft- ir.“ Matthías Bjarnason: Óskiljanleg ósanngirni „MÉR finnst þetta dapurleg niður- staða og óskiljanleg ósanngirni," sagði Matthías Bjarnason, 1. þing- maður Vestfjarða og sljórnarfor- maður Byggðastofnunar, er ákvarðanir ríkisstj órnarinnar um afla á næsta fiskveiðiári voru bornar undir hann. Matthías sagði að hann skildi ekki ákvörðun ríkisstjómarinnar um fara fram á úttekt Byggðastofnunar á vanda illa staddra byggðarlaga. „Hvað á Byggðastofnun að skoða? Til hvers? Ekki lifa neinir á að skoða og ekki má hún lána neitt," sagði hann. „Ef ríkisstjórnin óskar eftir því að eitthvað sé skoðað er sjálfsagt að það sé gert, en ég gef ósköp lítið fyrir það.“ Matthías sagði að nú skipti höfuð- máli að fá aðgerðir í efnahagsmálum þjóðarinnar „en ekki alls staðar nei- kvæð sjónarmið og neikvæðar yfir- lýsingar, hvort sem það er forsætis- ráðherrann, fjármálaráðherrann eða ritstjórar Morgunblaðsins," eins og hann komst að orði. „Þetta er ósanngjamt. Það er allt- af vegið í sama knérunn. Það virðist stefnt að því að koma ákveðnum byggðariögum í eyði. Þetta tal’ um stærri einingar í öllu, sem þessir menn og jQölmiðlarnir viðhafa, er marklaust," sagði Matthías. „Fram að þessu hafa verið til lítil fyrirtæki, sem eru vel rekin og standa sig vel, en nú er það búið og liðin tíð.“ Halldór Ásgrímsson: Engin nið- urstaða „MIÐAÐ við þá ráðgjöf, sem kom fram, hefur ríkisstjórnin tekið ákvörðun, sem í felst allnokkur áhætta,“ sagði Halldór Ásgríms- son, varaformaður Framsóknar- flokksins og fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra. „Ég var þeirrar skoðunar að rétt væri að ákveða lægri mörk og taka síðan nýja ákvörðun á næsta vetri í ljósi þeirra aðstæðna, sem þá væru uppi.“ Halldór sagði að ríkisstjórnin hefði heldur ekki tekið neina ákvörðun um hvernig ætti að jafna það áfall, sem þjóðarbúið yrði fyrir. „Einstakir útgerðaraðilar verða fyr- ir mun meiri skerðingu en aðrir. Það er ákveðið að beita ekki Hag- ræðingarsjóðnum til jöfnunar, sem er eina leiðin að mínu mati,“ sagði Halldór. „Hins vegar er málinu vís- að með furðulegum hætti til Byggðastofnunar, án þess að sú stofnun hafi nokkra möguleika á að grípa til aðgerða. Þetta minnir á frumvarp ríkisstjórnarinnar á síð- astliðnum vetri þegar Hagræðing- arsjóður var gerður óvirkur. Þá var málinu vísað til Byggðastofnunar en um leið tekin ákvörðun um að skerða þá fjármuni, sem stofnunin hafði yfir að ráða.“ Jakob Magnússon: Lítið skref í rétta átt ÞORSKKVÓTI upp á 205 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári er ofur- lítið skref til uppbyggingar á þorskstofninum, að sögn Jakobs Magnússonar aðstoðarf orstj óra Hafrannsóknastofnunar. „Ég hefði þó gjarnan viljað sjá þetta skref stærra,“ segir Jakob. Jakob Magnússon segir óvíst hvaða tillögur Hafrannsóknastofn- un komi með varðandi þorskkvót- ann á þarnæsta fiskveiðiári. „Það eru þannig sveiflur í náttúrunni að gera þarf dæmið upp á hverju ári fyrir sig en við vitum að lélegir þorskárgangar eru að koma inn í veiðina. Mér finnst miklu minni áhætta tekin með því að leyfa meiri veiðar á öðrum tegundum en þorski en við leggjum til, heldur en að leyfa meiri þorskveiðar en ákveðið hefur verið,“ segir Jakob Magnússon. ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.