Morgunblaðið - 29.07.1992, Page 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Moskvustyrkir Máls
og menningar
Jón Ólafsson fréttamaður Rík-
issjónvarpsins dvaldi um
tíma í Moskvu þar sem hann
athugaði fyrrum leyndarskjöl,
m.a. um samskipti Kommúnista-
flokks Ráðstjómarríkjanna við
sovétsinnuð samtök og og sovét-
sinnaða einstaklinga hér á landi.
í fréttum, sem byggðar eru á
þessum heimildum, hefur sitt
hvað komið í ljós, sem styrkt
hefur fyrri frásagnir og grun-
semdir um pólitíska íhlutun Sov-
étmanna í íslenzka menningu og
íslenzk stjómmál.
í fréttum Ríkissjónvarpsins í
fyrrakvöld er varpað ljósi á enn
eitt dæmið þessa efnis. Þar sagði
að sovézki kommúnistaflokkur-
inn hafi veitt bókaútgáfunni
Máli og menningu umtalsverða
fjárstyrki á árunum 1968 og
1970. Samkvæmt skjölunum
sótti þáverandi framkvæmda-
stjóri Máls og menningar um
fjárstyrk til útgáfunnar árið
1970, að jafngildi 6,8 milljóna
króna, og er þess þar getið að
sambærilegur styrkur hafi feng-
izt árið 1968. Þetta er orðað svo
í endursögn Morgunblaðsins í
gær af frétt Ríkissjónvarpsins í
fyrrakvöld:
„Samkvæmt upplýsingum sem
Jón Ólafsson fréttamaður aflaði
í Moskvu nam styrkurinn 20
þúsund Bandaríkjadölum, eða
um 1.760 þúsundum króna á
þáverandi gengi. Jafngildir það
um 6,8 milljónum á núverandi
verðlagi. Kemur þetta fram í
nýfundnum skjölum sovézka
kommúnistaflokksins, sem
geymd eru í Moskvu."
Núverandi framkvæmdastjóri
Máls og menningar segir að þá-
verandi framkvæmdastjóri hafí
sótt um styrkinn algerlega upp
á eigin einsdæmi, ef leyndar-
skjölin skýri rétt frá, en upplýs-
ingar um þessar styrkveitingar
sé ekki að fínna í gögnum fyrir-
tækisins. Þrátt fyrir þau orð
núverandi framkvæmdastjóra
MM verður að líta svo á að frétt-
ir Ríkissjónvarpsins síðustu vik-
ur, sem byggðar eru á rannsókn-
um á fyrrum leyndarskjölum
sovézka kommúnistaflokksins,
styrki rökstuddar grunsemdir,
sem lengi hafa verið tíundaðar
hér í blaðinu, um tengsl fyrrum
valdhafa í Sovétríkjunum við
Kommúnistaflokk íslands, Sam-
einingarflokk alþýðu Sósíalista-
flokkinn og öfl innan Alþýðu-
bandalagsins.
Alþýðubandalagið var stofnað
sem kosningasamtök árið 1956
og sem formlegur stjórnmála-
flokkur árið 1968, sama árið og
fyrri styrkur sovézka kommún-
istaflokksins til Máls og menn-
ingar er veittur, samkvæmt þeim
skjölum, sem fréttamaður Ríkis-
sjónvarpsins hefur upplýst okkur
um. Síðari styrkurinn, sem skjöl-
in tíunda, er frá árinu 1970.
Samkvæmt þessum skjölum virð-
ast því tengsl Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna við hérlenda sam-
heija ennþá haldgóð á árunum
eftir stofnun Alþýðubandalags-
ins, þótt svo hafi verið látið heita
að þau heyrðu þá fortíðinni til.
Kommúnistaflokkur íslands,
stofnaður 1930, var aðili að Al-
þjóðasambandi kommúnista (3ja
Intemationale, Komintern). Arf-
taki hans, Sósíalistaflokkurinn,
fór heldur ekki dult með viðhorf
sín. Höfuðmarkmið hans var „að
vinna bug á auðvaldsskipulaginu
á íslandi og koma á í þess stað
á þjóðskipulagi sósíalismans ...
skoðanir sínar byggir flokkurinn
á grundvelli hins vísindalega sós-
íalisma, marxismanum.“ Stefnu-
skrá Alþýðubandalagsins (1981)
er enn við svipað heygarðshom,
þótt svarið sé fyrir öll tengsl við
Sovétríkin, en þar segir að hreyf-
ingin „hljóti einkum að beijast
fyrir þeim umbótum, sem skapað
geti forsendur fýrir breytingu
þjóðfélagsins í sósíalíska átt“.
Fréttir Ríkissjónvarpsins, unn-
ar upp úr skjölum sovézka
kommúnistaflokksins, staðfesta
í megindráttum það sem borg-
aralega sinnuð blöð hafa í ára-
tugi haldið fram um tengsl
Moskvu við vinstri sósíalista hér
á landi. Þau tengsl eiga að vera
okkur víti til vamaðar.
Enginn getur flúið fortíð sína,
hvort heldur hún er marxísk eða
annars konar. Hún er og verður
í farteskinu inn í framtíðina. En
það er mikilvægt að gera upp
við þessa fortíð og draga réttan
lærdóm af henni. Þá er von til
þess að ekki verði myrkur um
miðjan dag uppvaxandi kynslóð-
ar í veröldinn.
Loks má benda á að á sínum
tíma var talað um Rúbluna,
rússagull og annað slíkt. Þá
höfðu samtök sósíalista oft happ-
drætti til styrktar starfseminni,
og Þjóðviljinn, aðalmálgagnið
ásamt Rétti og Tímariti Máls og
menningar, ekki bókhaldsskyld-
ur samkvæmt reglum um stjórn-
málaflokka og málgögn þeirra.
Rússagull átti því greiða leið til
aðalstöðva kommúnista hér á
landi. Enn á vafalaust ýmislegt
eftir að koma í ljós áður en upp
verður staðið eins og rætt var
um í síðasta Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins. Sagan á eftir
að fella sinn dóm yfír marxistum
eins og öðrum.
AFLAHEIMILDIR NÆSTA FISKVEIÐIÁR5
Þorskveiðikvótinn
verður 205 þús. tonn
Málamiðlun, segir Þorsteinn Pálsson
LEYFILEGUR þorskafli landsmanna fyrir fiskveiðiárið sem hefst
þann 1. september nk. verður 205 þúsund tonn, samkvæmt reglu-
gerð þeirri sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra gaf út í
gær. Samtals nemur leyfður heildarafli kvótabundinna tegunda á
næsta ári 439 þúsund þorskígildistonnum. Ríkisstjórnin fundaði
daglangt í gær um málið og fékkst ofangreind niðurstaða laust
fyrir kl. 15.30. Sjávarútvegsráðherra nefnir þessa niðurstöðu mála-
miðlun. Sú málamiðlun felur það ekki í sér að úthlutað verði úr
Hagræðingarsjóði með þeim hætti sem ráðherra hafði lagt til.
Morgunblaðið spurði sjávarút-
vegsráðherra hvort það hefði aldrei
komið til greina í hans huga að
standa og falla með eigin sannfær-
ingu og leggja til á ríkisstjómar-
fundinum að hámarksafli þorsks
yrði takmarkaður við 190 þúsund
tonn: „Ég lagði aðaláherslu á að
finna lausn og ná samstöðu um
málið. Ég sagði það frá upphafí.
Ég neita því ekkert að ég hefði
viljað fá meiri árangur í friðun, en
ég tel þó að við höfum náð hér
mjög umtalsverðum árangri og
stigið skref fram á við. Mín ósk
hefði auðvitað verið sú að ná fram
meiri árangri, en þegar menn þurfa
að miðla málum, þá verða allir að
fá eitthvað af sínum sjónarmiðum
viðurkennd. Ég óttast það, og er
reyndar alveg sannfærður um það,
að ef ég hefði látið reyna á ýtrustu
kröfur af minni hálfu og yfírgefíð
ríkisstjómina vegna þess að þær
hefðu ekki náðst fram, þá hefði
niðurstaðan að öllum líkindum orðið
miklum mun meiri veiði, og minni
verndun þorskstofnsins. Þess vegna
taldi ég réttlætanlegt og reyndar
nauðsynlegt út frá þjóðarhagsmun-
um að gera slíkt samkomulag,"
sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra.
„Hér er vissulega um málamiðlun
að ræða, sem hefur líka í för með
sér að það er tekin nokkur áhætta
með þorskstofninn, miðað við þær
vísindalegu niðurstöður sem við
höfum í höndum. Að mínu mati er
hér um að ræða ásættanlega niður-
stöðu miðað við allar aðstæður,"
sagði sjávarútvegsráðherra á fundi
með fréttamönnum síðdegis í gær.
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær
var samþykkt svohljóðandi bókun:
„Ríkisstjómin samþykkir að fela
Byggðastofnun að gera rækilega
athugun á áhrifum þorskbrests á
einstök svæði og vinna að álitsgerð
um þær ráðstafanir sem mögulegar
eru til að milda það áfall sem af
þorskbresti leiðir."
Morgunblaðið spurði sjávarút-
vegsráðherra í gær hvort ofan-
greindri bókun væri ætlað að koma
í stað hugmyndar hans um úthlutun
án endurgjalds úr Hagræðingar-
sjóði til þeirra byggðarlaga sem
ella hefðu farið verst út úr þorsk-
skerðingunni: „Að vissu leyti má
segja það. Ég hafði kynnt hug-
myndir eða dæmi sem fólu í sér
meiri verndun þorskstofnsins en hér
fæst niðurstaða um og jafnframt
að við þær aðstæður yrði Hagræð-
ingarsjóður notaður til að jafna
áfallið gagnvart þeim byggðum sem
verst hefðu orðið úti af þeim sök-
um. Það var ekki samkomulag í
ríkisstjóminni um að nota Hagræð-
ingarsjóðinn í þessu skyni. Það má
segja að á móti komi þessi ákvörð-
un að fela Byggðastofnun þetta
verkefni,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Sjávarútvegsráðherra benti í
þessu sambandi á að Byggðastofn-
un hefði ónýtta lántökuheimild upp
,á um 300 milljónir króna, „lántöku-
heimild, sem stofnunin á að geta
nýtt í þessu skyni og vonandi hefur
ný reglugerð ekki takmarkandi
áhrif á að hægt sé að nota þessa
lántökuheimild," sagði Þorsteinn.
Morgunblaðið spurði sjávarút-
vegsráðherra hvort hann teldi að
þessi niðurstaða yrði ásættanleg
fyrir þau byggðarlög sem verst
færu út úr skerðingunni: „Það
verða ugglaust skiptar skoðanir um
það,“ og aðspurður hvort hann teldi
að málið kæmi til kasta þingsins
svaraði ráðherra: „Ég get ekkert
um það sagt, en það verður ekki
af ríkisstjómarinnar hálfu.“
Sjávarútvegsráðherra sagði að
niðurstaða sú sem fékkst í gær
svaraði til 2,4% lækkunar á afla-
verðmæti milli ára. Hann sagði að
lauslega mætti áætla að þetta þýddi
rétt innan við 1% samdrátt í lands-
framleiðslu, en enn lægju ekki fyrir
endanlegir útreikningar Þjóðhags-
stofnunar þar að lútandi.
„Vissulega er hér um gífurlegan
samdrátt í þorskveiðum að ræða.
Honum er að hluta til mætt með
meiri veiði úr öðmm stofnum, en
þar sem þorskveiðin er hátt hlut-
fall af heildarveiði í einstökum
byggðum, þá verður áfallið meira.
Eina leiðin til þess að mæta því
innan fískveiðistjómunarkerfísins,
hefði verið að nota aflaheimildir
Hagræðingarsjóðs, en um það varð
ekki samstaða," sagði sjávarút-
vegsráðherra og bætti við að áður
en til þessarar ákvörðunar um
heildarafla kom hefðu menn vitað
að sjávarútvegsfyrirtækin í landinu
hefðu mörg hver verið í miklum
rekstrarörðugleikum. „Heildar-
vandi sjávarútvegsins í dag verður
auðvitað nokkuð meiri í þeim sjáv-
arplássum sem verða fyrir mestri
skerðingu — það liggur í augum
uppi,“ sagði Þorsteinn.
Sjávarútvegsráðherra var spurð-
ur hvort hann liti þannig á að hann
hefði orðið undir í þessu máli: „Það
er nú þannig með málamiðlanir að
það fá allir eitthvað fýrir sinn snúð.
Vissulega er það svo að ég hefði
talið skynsamlegt að ganga lengra
í vemdun þorskstofnsins og hraða
uppbyggingu hans meir en þessi
niðurstaða segir til um. Á hinn
bóginn má ljóst vera, út frá þeim
þungu kröfum sem uppi voru um
að fara ekki með veiðamar undir
230 þúsund lestir, þá er hér um
verulegan árangur að ræða út frá
verndunarsjónarmiðum. Við hverf-
um frá jafnstöðumarkmiðinu og inn
á braut uppbyggingarmarkmiðs-
ins.“
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
Vildi bókun um að úthlutun úr
Hagræðing-arsjóði var hafnað
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að niðurstaðan sem
varð í ríkisstjórn i gær, þegar tillögur Þorsteins Pálssonar sjávarút-
vegsráðherra um leyfilegan hámarksafla á næsta fískveiðiári voru
samþykktar, sé ásættanleg, þar sem þorskstofninum sé ekki teflt i
tvísýnu, jafnframt því sem dregið sé úr efnahagslegu áfalli eins og
unnt er með því að auka veiðiheimildir í sterkari stofna og með því
að auka þorskveiðikvótann úr 190 þúsund tonna tillögu Hafrannsókna-
stofnunar i 205 þúsund tonn, sem komi Vestfjörðum og Norðurlandi
best.
„Að þessu leyti hefur verið komið
til móts við okkar sjónarmið," sagði
Jón Baldvin í samtali við Morgun-
blaðið í gær, „ásamt með því að
Hagræðingarsjóði er haldið fýrir
utan þetta. 12 þúsund tonna afla-
heimildum verður veitt úr honum
gegn endurgjaldi, samkvæmt gild-
andi reglum. Sá sjóður hleypur ekki
frá okkur og hann verður áfram til
umfjöllunar að því er varðar starf
nefndar þeirrar sem nú endurskoðar
lög um stjómun fiskveiða," sagði
utanríkisráðherra.
Utanríkisráðherra sagði að Al-
þýðuflokkurinn hefði frá upphafi
haft það að leiðarljósi að ekki mætti
tefla í tvísýnu þorskstofninum, auk
þess sem flokkurinn hefði sagt að
það yrði að leita allra leiða til þess
að draga úr efnahagsáfallinu. „Til-
laga sjávarútvegsráðherra sem sam-
þykkt var felur í sér þann gullna
meðalveg, sem fullnægir þessum
sjónarmiðum," sagði Jón Baldvin.
Jón Baldvin sagði að í fjölmiðla-
umfjöllun undanfama daga, hefði
mjög gleymst að gæta þess hversu
fjárhagsleg staða sjávarútvegsins
sem heildar væri hörmuleg og hversu
litlu hefði mátt muna til þess að
fyrirtæki mundu unnvörpum falla
fyrir borð og atvinnuástand verða
ógnvænlegt. „Ég tel að eftir ræki-
lega skoðun og heitar umræður, þá
hafí niðurstaðan verið sú skársta
sem unnt var að fá í þessari stöðu,“
sagði Jón Baldvin.
Utanríkisráðherra sagði jafn-
framt: „Við lýstum okkur reiðubúna
til þess, þegar sjávarútvegsráðherra
opnaði á það í þessu samhengi að
ræða framtíðarfiskveiðistefnuna.
Við vorum og emm reiðubúnir til
þess. í því samhengi vomm við reiðu-
búnir til þess að fallast á að leggja
fyrir Alþingi fmmvarp um breyting-
ar á lögum um Hagræðingarsjóðinn,
en því aðeins að það væri hluti af
sameiginlegri niðurstöðu um fram-
tíðarlausn hvað varðar fískveiði-
stefnu. En niðurstaðan varð sú að
tíminn til þess var of naumur. Það
þarf lengri tíma til þess að eyða
óvissu að því er varðar útfærslu á
þeim tillögum sem nú em til já-
kvæðrar umræðu í fískveiðistjómun-
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
23
Tillöguraar og kvótinn
Hér er gerður samanburður á tillögum Alþjóðahafrannsóknaráðsins
og Hafrannsóknarstofnunar um þorskafla og ákvarðanir ríkis-
stjórnarinnar um kvóta. Þess ber að geta að fyrirfiskveiðiárin
1993-1995 leggur Hafrannsóknarstofnun til 175.000 tonna þorskafla
IÞorskkvóti
1991-1992:
265.000 tonn
2Tillögur Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins fyrir
1992-1993:175.000 tonn
3Tillögur Hafrannsókna-
stofnunar fyrir
1992-1993:190.000 tonn
4Ákvörðun
ríkisstjórnar-
innar um þorsk-
kvóta 1992-1993:
205.000 tonn
Byggðastofnun geri athug-
un á áhrifum þorskbrests
HÉR á eftir fer fréttatilkynning
Þorsteins Pálssonar sjávarút-
vegsráðherra um leyfilegan
heildarafla á næsta fiskveiðiári,
1992-1993.
Sjávarútvegsráðherra hefur í dag
gefíð út reglugerð um veiðar í at-
vinnuskyni fyrir fiskveiðiárið sem
hefst 1. september nk. Með reglu-
gerðinni er leyfður heildarafli á
komandi fískveiðiári ákveðinn sem
hér segir (til glöggvunar er jafn-
framt sýndur leyfílegur heildarafli
yfírstandandi fiskveiðiárs og tillög-
ur Hafrannsóknastofnunar fyrir
komandi fiskveiðiár): (SJÁ töflu)
Ofangreindar tölur eru miðaðar
við þyngd á afla upp úr sjó.
I framangreindri reglugerð er
tekin ákvörðun um aflahámark á
næsta fískveiðiári af öllum þeim
tegundum sem sæta ákvörðun um
leyfílegan heildarafla, nema loðnu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Breyting á Hagræðing-
arsióði aldrei raunhæf
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist telja að almennt séð, út frá
heildarhagsmunum þjóðfélagsins, bæði efnahagsmálum ríkisins, ein-
stakra fyrirtækja og þjóðarinnar sem heildar, sé sú niðurstaða sem fékkst
á ríkisstjórnarfundi í gær um hámarksafla landsmanna á næsta fiskveið-
iári góð. „Þess er gætt að reyna að milda það áfall sem þorskbresturinn
óneitanlega veldur, fyrirtækjum í sjávarútvegi og þjóðinni allri," sagði
forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er mjög ánægð-
ur með þessa niðurstöðu," sagði Davíð.
Forsætisráðherra sagðist telja að
ofangreindu markmiði hefði verið náð,
án þess að nokkrum fiskistofnum
væri í voða stefnt. „Það er sótt nokkru
meira í þá stofna sem öruggir teljast,
að mati þeirra sem best þekkja til. Á
hinn bóginn er gengið miklu skemur
í þorskveiðum heldur en nokkru sinni
fyrr í okkar sögu og meðvituð upp-
byggingarstefna á hrygningarstofni
þar með hafin. Auðvitað vonum við
að hún skili árangri, þótt það sé auð-
vitað óvissu háð. Eins og kunnugt er
þá töldu fiskifræðingar að 220 þúsund
tonna afli myndi vera jafnstöðuafli,
arnefndinni. Þess vegna var ekki
unnt á þessum tíma að fallast á kröf-
ur eða óskir um að taka Hagræðing-
arsjóðinn inn í þetta dæmi. Hann fer
hins vegar ekkert frá okkur og á
næstu vikum og mánuðum stöndum
við frammi fýrir meiriháttar verkefn-
um að því er varðar framtíð sjávarút-
vegs á Islandi. Það er skipulags-
vandi sjávarútvegsins sem ekki hefur
verið leystur og er enn brýnna að
leysa nú, þegar aflaverðmæti og
velta fýrirtækja í sjávarútvegi mun
fyrirsjáanlega minnka og hitt er að
móta stefnu til frambúðar sem getur
gefíð sjávarútveginum kost á að búa
við stöðugleika til lengri tíma, að
því er varðar þau skilyrði sem honum
eru búin.“
Jón Baldvin kvaðst sérstaklega
hafa óskað eftir því á ríkisstjórnar-
fundinum í gær að það yrði fært til
bókar að ríkisstjómin hefði hafnað
þeirri kröfu að veiðiheimildum úr
Hagræðingarsjóði yrði úthlutað án
endurgjalds. „En ég tók tiliit til þess,
þegar á það var bent, að þess þyrfti
ekki, þar sem það væri hluti af yfír-
lýstri ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Þannig að það er á hreinu að þetta
tiltekna mál er afgreitt í ríkisstjórn.
Þetta er mikilvægt, vegna þess að
málinu er að sjálfsögðu ekki lokið,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra.
þótt hrygningarstofninn myndi aukast
nokkuð. Miðað við ákvörðun okkar
má ætla að nú gefist tóm til að byggja
hrygningarstofninn upp, sem er auð-
vitað heilmikið efnahagslegt átak, en
skilar þó vonandi efnahagslegum
árangri, þótt síðar sé,“ sagði forsætis-
ráðherra.
Morgunblaðið spurði forsætisráð-
herra hvort sú staðreynd að ríkis-
stjómin hefði hafnað því að úthluta
úr Hagræðingarsjóði á þann veg sem
sjávarútvegsráðherra hefði viljað,
gerði það ekki að verkum að þau
byggðarlög sem verst færu út úr
þorskskerðingunni, væru beinlínis
skilin eftir á köldum klaka: „Hagræð-
ingarsjóðsdæmið út af fyrir sig hefði
ekki breytt því, þar sem þá hefði ver-
ið veitt minna af þorski á íslandsmið-
um á næsta ári og þá hefði íslenska
þjóðin öll tapað á því, að mínu mati
bæði til lengri og skemmri tíma. Nú-
verandi fyrirkomulag Hagræðingar-
sjóðs var ákveðið með sátt milli stjórn-
arflokkanna. Það var angi af þeirri
stefnu að aukin kostnaðarþátttaka
ætti sér stað í þjónustu ríkisins, bæði
hjá fyrirtækjum og almenningi. Það
er nauðsynlegt að fyrirtækin taki þátt
í slíku. Hér er ekki um stórar upphæð-
ir að ræða miðað við getu sjávar-
útvegsins. Þó að þessi aðferð fari í
taugarnar á sumum forsvarsmönnum
sjávarútvegsins, þá finnst mér full
ástæða til þess að við varðveitum
þetta kostnaðar-„prinsip“ sem upp var
tekið. Það myndi hrynja víða annars
staðar ef við myndum falla frá því í
þessu tilviki. Ég tel að það hafí ekki
verið raunhæft og aldrei verið raun-
hæft að leggja það til núna að hverfa
frá þeirri notkun á Hagræðingarsjóðn-
um, sem samkomulag hafði orðið
um,“ sagði forsætisráðherra.
Davíð benti á að ákveðið hefði ver-
ið í gær að auka þorskaflann um álíka
mörg þorskígildi og Hagræðingarsjóð-
ur hefði yfir að ráða og sú aukning
kæmi auðvitað þeim best til góða, sem
verst hefðu farið út úr þorskveiðita-
kmörkunum. „Þannig að ég tel að
eftir atvikum hafi tekist vel í þeirri
ákvörðun sem sjávarútvegsráðherra
tók í samráði við ríkisstjórn að sam-
ræma sjónarmið," sagði forsætisráð-
herra.
Forsætisráðherra var spurður hvort
hann teldi að málið kæmi hugsanlega
til kasta Alþingis þegar þing kemur
saman og ákveðnir landsbyggðarþing-
menn myndu hugsanlega beita sér
fyrir því að reglum um Hagræðingar-
sjóð yrði breytt í samræmi við fram-
komnar hugmyndir sjávarútvegsráð-
herra: „Ég á ekki von á því að þetta
mál komi til kasta þingsins. Þetta
áfall er auðvitað áfall allrar þjóðarinn-
ar og menn verða að horfa framhjá
þrengstu kjördæmahagsmunum.
Menn eru auðvitað ekki bara á Al-
þingi til þess að sinna hagsmunum
kjördæmanna í þrengstum skilningi.
Það væri að minnsta kosti ekki gott
ef allir þingmenn hugsuðu þannig og
þá yrði nú lítið úr störfum í þinginu.
Við vissum að sú ákvörðun að draga
svo mikið úr þorskveiðum hlaut að
hafa vissar afleiðingar í för með sér.
Menn kölluðu mjög fast eftir því að
þetta væri gert með þessum hætti,
þótt önnur sjónarmið væru einnig á
Iofti um að fara aðeins hægar í sakim-
ar, án þess að stefna málum í tví-
sýnu. Þessi ákvörðun hlaut að kalla á
þá niðurstöðu sem orðið hefur og
menn verða að sæta henni. Önnur
byggðarlög hafa áður þurft að sæta
því að þeirra hagsmunir hafa heldur
liðið miðað við önnur svæði, þegar
aðrir stofnar hafa staðið verr. Við
megum ekki gleyma því að ef það
tekst nú vel að byggja upp hrygning-
arstofn þorsksins, þá munu einmitt
þessi svæði, sem nú taka örlítið meiri
þrengingum en hin, ekki þó neinu sem
sköpum skiptir, njóta mest góðs af
því að hrygningarstofninn og væntan-
lega þar með veiðistofninn verði
byggðir upp,“ sagði forsætisráðherra.
Forsætisráðherra var spurður hvort
hann liti þá þannig á að í heildina
ættu flestir að geta unað nokkuð vel
við þá niðurstöðu sem fékkst í ríkis
stjórn í gær: „í heildina býst ég við
að vart finnist nokkur maður sem
segi að niðurstaðan sé nákvæmlega
eins og hann vill hafa hana. Auðvitað
hefðu menn viljað hafa margt öðm
vísi í þessari niðurstöðu og ég er einn
af þeim. Raunar býst ég við að flestir
ráðherrar ríkisstjómarinnar séu sama
sinnis. En miðað við að þetta er sam
komulagsmál við mjög þýðingarmikla
ákvörðun, þá held ég að allir ættu að
geta mjög bærilega við unað,“ sagði
Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Heildarafli fiskveiðiárið 1991 til 1992 Þús. lestir TillSgur Hafrannsókna- stofnunar fiskveiði- árið 1992 til 1993 Þús. lestir Heildarafli fiskveiðiárið 1992 til 1993 Þús. lestir
Þorskur 265 190 205
Ýsa 50 60 65
Ufsi 75 80 92
Karfi 90 90 104
Grálúða 25 30 30
Skarkoli 11 10 13
sna 110 90 110
Úthafsrækja 35 35 40
Innfjarðarrækja 7,1 7,3 7,3
Humar 2,1 2,2 2,4
Hörpudiskur 11,2 11,3 11,3
Þegar hefur verið ákveðinn 500
þús. lesta bráðabirgðakvóti af loðnu
en endanleg ákvörðun um heildar-
afla mun verða tekin þegar niður-
stöður liggja fyrir úr haustleiðangri
Hafrannsóknastofnunar.
Með ákvörðun um 205 þús. lesta
þorskafla á komandi fiskveiðiári er
stefnt að uppbyggingu á hrygning-
arstofni þorsks og horfíð frá fyrri
leið um jafnstöðu þorsksins. Ljóst
er að hrygningarstofn þorsks mun
vaxa hægar en orðið hefði ef farið
hefði verið að tillögum Hafrann-
sóknastofnunarinnar um 190 þús.
lesta hámarksafla.
Þá var svohljóðandi bókun gerð
á fundi ríkisstjómarinnar í dag:
„Ríkisstjómin samþykkir að fela
Byggðastofnun að gera rækilega
athugun á áhrifum þorskbrests á
einstök byggðarlög og svæði og áð
álitsgerð um þær ráðstafanir sem
mögulegar eru til að milda það áfall
sem af þroskbresti leiðir.“
Með framangreindri ákvörðun er
farið talsvert fram úr tillögum Haf-
rannsóknastofnunar varðandi flesta
aðra nytjastofna en þorsk. Er reynt
að ganga eins langt og fært þykir
til móts við tillögur um samdrátt í
þorskveiðum, en til að vega upp
tekjutap þjóðarbúsins sem af því
hlýst á næsta ári er afli ákveðinn
nokkuð meiri en tillögur fískifræð-
inga gera ráð fyrir að ýsu, ufsa,
karfa, skarkola, síld og úthafs-
rækju. Allt eru þetta stofnar sem
era í góðu ástandi og því ekki
ástæða til að ætla að þessi ákvörð-
un hafí alvarleg áhrif á viðkomu
þeirra. Aukin sókn í þessa stofna
til lengri tíma litið mun hinsvegar
ekki skila þjóðarbúinu auknum arði,
en er réttlætanleg á næsta ári
vegna þess áfalls sem 22,6% sam-
dráttur í þorskveiðum milli ára hef-
ur í för með sér.
Varðandi ýsuna er hámarksafli
ákveðinn 15 þús. lestum meiri en
á yfírstandandi fískveiðiári og er
það 30% aukning. Góðir ýsuárgang-
ar eru að bætast við veiðistofninn
og mun hrygingarstofn ýsuna fara
vaxandi þrátt fyrir þessa veiðiaukn-
ingu.
Að mati Hafrannsóknastofnunar
nemur langtímaafrakstursgeta
ufsastofnsins 70-80 þús. lestum.
Leyfður heildarafli þessa fiskveið-
iárs er 75 þús. lestir en ákvörðun
er tekin um að auka veiðamar í
92 þús. lestir eða um 22,7%.
Karfaafli er ákveðinn 104 þús.
lestir sem eru 14 þús. lesta aukning
milli ára en Hafrannsóknastofnun
leggur til óbreyttan hámarksafla.
Er aukningin 15,6% varðandi karfa-
stofninn er rétt að taka fram að
nýjar bergmálsmælingar benda til
þess að djúpkarfastofninn sé stærri
en áður hafði verið ætlað og tillög-
ur um afla næsta árs miðuðust við.
Hafrannsóknastofnun gerir til
lögu um 5 þús. lesta aukningu
gráðlúðuaflans og er þeirri tillögu
fylgt. Þá er skarkolaaflinn ákveðinn
13 þús. lestir sem er 2 þús. lestir
umfram aflaheimildir yfírstandandi
árs.
Leyfður heildarafli af síld er
ákveðinn hinn sami og á síðustu
vertíð. Islenski sumargotssíldar-
stofninn er afar sterkur eftir mark-
vissa uppbyggingu undanfarinna
ára og mun stofninn stækka þrátt
fyrir að með ákvörðuninni fari afl-
inn í 20 þús. lestir eða 22,2% fram
úr tillögum Hafrannsóknastofnuh-
ar.
Uthafsrækjustofninn hefur farið
vaxandi undanfarin ár og var leyfð-
ur heildarafli aukinn í 35 þús. lest-
ir eftir upphaf yfírstandandi fisk-
veiðiárs. Á næsta fískveiðiári er
leyfður heildarafli 40 þús. lestir sem
era 14% umfram tillögur Hafrann-
sóknastofnunar.
Samtals nemur leyfður heildar-
afli kvótabundinna tegunda á
næsta ári 439 þús. lestum í þorskí-
gildum talið og er þá miðað við
sömu aflaheimildir af loðnu og á
yfirstandandi ári. Verður heildar-
afli af þessum tegundum því um
10 þús. þorskígildislestum minni á
næsta fískveiðiári en því sem nú
er að ljúka, eða sem svarar til 2,4%
lækkunar á aflaverðmæti milli ára.
í þessu sambandi er þó rétt að
benda á að vaxandi áhugi er fyrir
veiðum á vannýttum tegundum og
benda nýjar rannsóknir á djúp-
karfastofninum til að verulega megi
auka veiðar af honum. Er því
ástæða til að ætla að fiskiskipaflot-
inn geti bætt sér upp aflasamdrátt-
inn með aukinni sókn í nýjar teg-
undir.
í reglugerðinni er einnig kveðið
á um veiðitímabil og fjölmörg önnur
atriði er varða fyrirkomulag veiða
á komandi fískveiðiári. Era flest
ákvæði reglugerðarinnar óbreytt
frá því sem gilt hefur varðandi veið-
arnar í ár. Þannig er t.d. óbreytt
ákvæði um að afli sem seldur er
óunninn úr landi skuli metinn með
tilteknu álagi sem og ákvæði varð-
andi undirmálsfísk. Ekki era heldur
gerðar breytingar á reglum um
endurnýjun fiskiskipa.
I samræmi við nýsamþykkt lög
um Fiskistofu miðar reglugerðin
við að dagleg framkvæmd fískveiði-
stjórnunar sem og veiðieftirliti flytj-
ist frá ráðuneytinu til Fiskistofu frá
upphafí næsta fiskveiðiárs. Þá er í
reglugerðinni kveðið á um að út-
gerðir skipa skuli senda Fiskistofu
svonefndar kvótaskýrslur á þriggja
mánaða fresti í stað mánaðarlegra
skýrsluskyldu nú. Munu upplýs-
ingar um afla einstakra skipa fram-
vegis fyrst og fremst byggðar á
gögnum um landaðan afla sem
daglega berast frá fískihöfnum
landsins en í samvinnu milli Hafna-
sambands sveitarfélaga og ráðu-
neytisins hefur á undanfömum
misserum verið unnið að því að
koma upp samræmdri skráningu
'og gagnavinnslukerfi fyrir sjávar-
afla.