Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JULÍ 1992
27
Dagvistarmál í borginni
eftir Signýju
Sigurðardóttur
Ég leyfi mér að koma á framfæri
smáerindi í þeirri von að þið sýnið
því áhuga. Kannski er þetta orðið
„þreytt mál“ og ekkert frekar um
það að segja, þá verður það að vera
svo.
Ég er bara einn af íbúum þessar-
ar borgar og enn einu sinni hefur
verið gengið svo gjörsamlega fram
af mér að ég er orðlaus.
Eins og við vitum sem áhuga
höfum á umönnun bama í þessari
borg eru þau yfirleitt afgreidd sem
afgangsstærð og virðist ekki vera
að borgaryfirvöld líti þannig á að
þau þurfi að veita foreldrum neina
þjónustu eða aðstoð við uppeldi
þeirra. Mér hefur alla tíð þótt það
ákaflega furðulegt að í lok 20. aldar
skuli það enn þykja sjálfsagt í
Reykjavík að fólk á barneignaraldri
skuli ekki hafa annað val en það að
annaðhvort eignast ekki börn eða
að vera heima hjá börnum sínum,
þannig sé ég umhverfið í þessari
borg í dag að minnsta kosti.
Það sem kemur þá mér til að
skrifa þessar línur núna er eins og
oft vill verða að ákveðið mál snertir
mig persónulega. Ég eignaðist dótt-
ur 1989 og var þá í sambúð. Ég var
í góðu starfi sem mér líkaði mjög
vel og hafði hugsað mér að halda
áfram í, jafnvel þó að ég leyfði mér
að gerast foreldri. Þetta starf var
100% starf og gat aldrei orðið annað
og ég fór á stúfana í lok lögbundins
bameignarfrís að sækja um dagvist-
unarpláss fyrir dótturina hjá Dagvist
barna. Ég svo sem vissi fyrirfram
að mér yrði ekki leyft að sækja um
þar sem ég var sek um að vera í
sambúð, en ákvað samt að leita eft-
ir því og vita hvaða svör ég fengi.
Ég fékk að sjálfsögðu strax það
svar að ég fengi ekki að skrá dóttur-
ina vegna minnar aðstöðu. Ég mátti
sækja um fyrir hana í fyrsta lagi
þegar hún væri orðin eins og hálfs
árs og þá einungis um hálfsdagsvist-
un. Eg bað um svar við því á hvaða
forsendu væri hægt að neita mér
um að svo mikið sem skrá hana á
biðlista um heilsdagsvistun og fékk
það svar að það væri ákörðun tekin
af stjórn Dagvistar bama, punktur
og basta, starfsfólkið hjá stofnuninni
hefði fyrirmæli um að fara eftir
þeirri ákvörðun og meira væri ekki
um málið að segja. Ég gaf mig ekki
strax og skrifaði bréf á staðnum til
framkvæmdastjóra Dagvistar barna
og bað um skriflegt svar frá honum
hvernig hann rökstuddi þessa synj-
un. Ég fékk skriflegt svar og á það
enn heima hjá mér þar sem það er
staðfest og undirritað að
hjóna-/sambúðarfólki er ekki heimilt
að skrá börn sín á biðlista eftir heils-
dagsvistun á dagheimilum þessarar
borgar. Þetta er skv. ákvörðun
stjórnar Dagvistar barna.
Þá var ekki um annað að ræða
fyrir mig en að sækja um „dag-
mömrnu" allan daginn ef ég ætlaði
mér að halda starfinu. Nákvæmlega
sama staða, geri ég ráð fyrir, og
flestir aðrir foreldrar lenda í. Til að
fá dagmóður leita ég til sömu stofn-
unar — Dagvistar barna — og tala
þá við umsjónarfóstru viðkomandi
hverfis. Upplýsingarnar sem ég fæ
eru nöfn og símanúmer og þar með
er það upptalið, svo „vesgú“ verð
ég að hjálpa mér sjálf. Upplýs-
ingarnar sem skipta öllu máli, s.s.
eins og hvernig þessi eða hin dagm-
amman sé, hvernig aðstæður séu
hjá henni, hvað hún geri fyrir börn-
in o.s.frv. o.s.frv., voru ekki fyrir
hendi. Ég varð sem sagt að hitta
þessar konur og fara eftir minni eig-
■in tilfinningu eingöngu. Ég ætla
ekkert að lýsa óörygginu sem kom
yfir mig á þessum tíma að treysta
á „Guð og lukkuna" þegar ég kom
dóttur minni fyrir. Ég tek það fram
að auðvitað hlýtur það að vera óumf-
lýjanlegt að finna fyrir óöryggi til
að byija með þegar maður er í fyrsta
skipti að láta bamið sitt frá sér dag-
langt, en auðveldara væri það ef
maður vissi eitthvað um umönnuna-
raðilann, í stað þess að þurfa bók-
staflega að renna blint í sjóinn.
Aðstæður dagmæðra eru mjög
misjafnar og t.d. varð ég að sætta
mig við að um útivist var ekki að
ræða hjá þeirri er tók dóttur mína,
og ég hef fengið að heyra frá mörg-
um að hún er ekki sú eina. Þær láta
börnin sofa úti þegar þau em lítil
og kannski ekki þörf á frekari úti-
vist en þegar þau verða eldri og
þurfa hreyfingu þá verða þau annað-
hvort að vera inni allan daginn eða
það verður að leita annað. Það gerði
ég sl. haust, og núna er dóttir mín
hjá dagmóður sem setur börnin á
gæsluvöll, stundum bæði fýrir og
eftir hádegi, tvo tíma í senn. Ég er
báðum þessum konum þakklát fyrir
að hafa getað leitað til þeirra. En
ég er vægast sagt mjög óánægð
með að þetta skuli vera það eina sem
dóttur minni er boðið upp á ef ég
vil ekki gjöra svo vel að vera heima
hjá henni. Ég borga í dag tæplega
27.000 krónur fyrir þessa vistun og
vildi mjög gjarnan borga sömu upp-
hæð fýrir vistun þar sem ég vissi
að eitthvað væri verið að gera fyrir
hana, unnið væri eftir einhverri dag-
skrá. En ég lít þannig á að þessivist-
un sé fyrst og fremst „geymsla" og
hef samviskubit yfir því á hveijum
degi að dóttir mín skuli þurfa að lifa
við það.
Því miður átti ég ekki því láni að
fagna að sambúðin við föður dóttur
minnar gengi upp og skildum við
þegar dóttirin var rúmlega eins árs,
eða fyrir ári. Þá leitaði ég aftur til
Dagvistar barna til að skrá dóttur
mína á biðlista eftir heilsdagsvist
og hafði þá leyfi til þess. Biðlistinn
var langur og var mér sagt að ég
kæmi henni ekki að fyrr en að ári
liðnu, sem er þá núna, 1992. Ég
Signý Sigurðardóttir
„Mér þykir með ólíkind-
um að ástandið hér
skuli vera þannig á
þessum tímum að það
skuli þurfa að setja
svona reglur, að taka
skuli einn hóp fram yfir
annan.“
reyndi til að byija með að hringja
af og til en var bent á að það hefði
engin áhrif. Dóttir mín væri komin
á biðlista og hún kæmist að þegar
að því kæmi, hringingar mínar hefðu
þar engin áhrif. Allan tímann hefur
því verið haldið statt og stöðugt fram
að ég kæmi henni að í síðasta lagi
eftir sumarfrí i ár. Svona var og er
ástandið þó svo að ég sé í forgangs-
hópi. Ég hef þennan tíma treyst
þessu fullkomlega og reiknað með
og hlakkað til að fá loks þetta pláss.
Þá er ég komin að því sem kemur
mér til að skrifa þetta bréf. Þegar
ég hringi til Dagvistar barna í morg-
un og spyr hvað líði þessu bréfi sem
búið var að segja mér að yrði sent
út nú í apríl, er mér sagt að þetta
sé nú allt breytt. Líklega fæ ég ekk-
ert bréf frekar en margir aðrir for-
eldrar í sömu aðstöðu. Stjóm Dag-
vistar barna hefur nefnilega tekið
ákvörðun um það að í öllum tilfellum
séu fjögurra ára börn látin ganga
fyrir! Það er alveg sama hvenær
sótt var um fyrir þau börn, hvort
stutt er síðan þau komust á biðlista
eða ekki, þau ganga fyrir. Þessi
ákvörðun var bara tekin si svona
fyrir tveimur eða þremur mánuðum
og var hún hvorki kynnt starfsfólki
Dagvistar áður né foreldrum bama
á biðlistum síðan. Ég hef ekki feng-
ið að heyra hvað þetta þýðir fyrir
dóttur mína, þar sem ég hef ekki
getað náð sambandi við þann starfs-
mann Dagvistar sem hefur með
þessa ákveðnu biðlista að gera, en
geri ráð fyrir því versta eða að
ég/hún þurfi að bíða í einhveija
mánuði eða ár enn eftir plássi.
Ég vil að síðustu taka það fram
að ég hef fulla samúð með foreldrum
íjögurra ára bama alveg eins og ég
hef samúð með foreldrum allra
bama í þessari borg, sem búa við
þessa þjónustu ef hægt er að kalla
þetta það. Mér þykir með ólíkindum
að ástandið hér skuli vera þannig á
þessum tímum að það skuli þurfa
að setja svona reglur, að taka skuli
einn hóp fram yfir annan. Mér þyk-
ir ekki mikið að gera þær kröfur til
samfélagsins (ekki síst yfirvalda hér
í Reykjavík þar sem peningar eru
til en það er meira en hægt er að
segja um flest sveitarfélög önnur)
að það hjálpi til við uppeldi bama
og lái mér hver sem vill. Af hveiju
þurfum ég og aðrar konur (ég segi
konur því þannig er það í reýnd) að
sætta okkur við þetta ástand? Að
velja á milli þess að eiga ekki bam
eða eiga bam og þurfa þá um leið
annaðhvort að vera heima og gleyma
eigin þörfum (ef þær eru aðrar en
að vera heima hjá baminu) eða senda
bamið eitthvert í vistun og sitja
uppi með eilíft samviskubit.
Ég gæti haldið lengi áfram og er
svo sem búin að skrifa 100 greinar
í huganum síðan ég varð móðir en
aldrei gert í því að koma neinu nið-
ur á blað. Mig langar til að koma
þessum hugleiðingum mínum á
framfæri í þetta skiptið í von um
að eitthvað af þessu geti komið af
stað umræðu um þessi mál.
Höfundur starfar við
útflutmngsverslun.
1
SUZUKIVITARA
5 DYRA LÚXUSJEPPI
Suzuki Vitara er rúmgóður 5 manna lúxusjeppi, búinn öllum helstu þæg-
indum fólksbíls og kostum torfærubíls. Hann er grindarbyggður og má
auðveldlega hækka og setja undir hann stærri dekk. Suzuki Vitara er
með 4ra strokka, 16 ventla vél með beinni innspýtingu.
Jjr SUZUKI
Verð frá kr. 1.576.000.- .
SUZUKI BÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00
wm
SKUTBILL
Daglegt amstur gerír ólikar
kröfurtil bifreiða. Lada
station sameinar kosti fjöl-
skyldu- og vinnubíls, ódýren
öflugur þjónn, sem mælir
með sérsjálfur.
Veldu þann kost,
sem kostar minna!
Opið kl. 9-18.
Laugard. 10-14.
BifreUSarog
landbúnaðarvéiarhf.
Ármúla 13,
Suðurlandsbraut 14.
Sfmi681200.
REGNFATNAÐUR
vind- og vatnsheldur
JAGGER regnjakki.
Verð kr. 6.390,- =
»hummél^
SPORTBÚÐIN
ÁRMÚLA 40 ■ simar 813555 og 813655.