Morgunblaðið - 29.07.1992, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
« « W
rl. dIULIIuAIu
Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuö innan 16 ára.
Sýnd kl. 5.
Miðaverð kr. 300.
ÓÐURTIL
HAFSINS
Sýnd kl. 9. B.i.14
KROKUR
Sýnd kl. 4.45.
INGALO
Sýnd kl. 7.05.
ENGLISH SUBTITLE
BORNNATTÚRUNNAR
Sýnd kl. 7 í A-sal.
BUGSY
Sýnd ki. 11.15. B.i. 16.
SPECTRal recoRPIJG ._
nni DoœYsrrölHa
í AogB sal
16 500
Meísölublaó á hvetjum degi!
Fræðsluskrifstofan flyt-
ur í nýtt leiguhúsnæði
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis hefur tekið
á leigu Hallveigarstaði, að Túngötu 14, og mun innan
skamms flytja starfsemi sína þangað. Þannig verður
öll starfsemin undir einu þaki þótt boðið verði upp á
sálfræðiþjónustu í skólunum sjálfum eins og áður.
Nýja húsnæðið er talsvert stærra en það gamla að
sögn Áslaugar Bryiyólfsdóttur, fræðslustjóra, en hins
vegar eru leigusamningar hagstæðir og leigukostnaður
því svipaður og áður.
Starfsemin er fjölþætt og
auk þess að bjóða upp á
sálfræðiþjónustu fyrir nem-
endur eru haldin námskeið
fyrir kennara þar sem bæði
er rifjað upp, opnað fyrir
upplýsingastreymi og nýir
hlutir kenndir. Til dæmis
verður í ágúst námskeið
fyrir alla kennara fimm
barnaskóla um sveigjanlega
kennsluhætti. Áslaug segir
að í nýja húsnæðinu verði
aðstaða fyrir alla fundi og
námskeið mun betri.
Hjá fræðsluskrifstofunni
vinna 13 sálfræðingar og í
allt starfa þar rúmlega 20
manns. „Það er alveg eins
gott fyrir fólk í til dæmis
Foldahverfi að koma að tala
við okkur á Hallveigarstöð-
um eins og að fara upp í
Breiðholt á deildina þar“,
sagði Áslaug. Hún sagði
ennfremur að með þessu
móti losnaði líka dýrmætt
pláss fyrir skólana.
Þegar hefur verið hafíst
handa við að undirbúa
flutninginn sem verður
væntanlega á næstunni.
McCarlhy
STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM • -* .
ALLIR SALIR ERU FYRSTA y
FLOKKS HASKOLABIO SIMI2214Q
FRUMSÝNIR SUMARSMELLINN GRÍNMYNDSUMARSINS
baraþú VERÖLDWAYNES
Preston Hunt
Oni f
*»<« IÍ..K- Wl ■ I I
V r»Mioþ m1m.uI I.Miinjx llw ri«M
f«T lUt- *nmí nirl.
GRIN, SPENNA OG ROMANTIK!
Aðalhlutverk: ANDREW McCARTHY
(St. Elmos Fire, Pretty in Pink, Weekend at
Bernies), KELLY PRESTON (Twins og Run),
HELEN HUNT (Project X, Peggy Sue got
married).
Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05.
★ ★ ★ *TVIMÆLALAUST
GAMAIMMYIMD SUMARSINS
F.l. Bíólínan.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
I TERENCE HIL.L.
skyttAn i vHftA vcttHnu
.,. skJútArl cn cljín skusgl'
Tíimuit Máls og merniingar komið út
ÚT ER komið 2. hefti ársins af Tímariti Máls og menn-
ingar. Meðað efnis má nefna grein eftir Birnu Bjarna-
dóttur, sem deilir á freudíska og femíniska túlkun á
Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur og Gerplu
Halldórs Laxness.
Þá fjallar Ástráður Ey-
steinsson um sagnagerð síð-
asta áratugar, Hjálmar
Sveinsson skrifar grein, þar
sem hann varar við þeirri
kröfu að bókmenntir séu
fyrst og fremst skemmtileg-
ar, Kolbrún Bergþórsdóttir
fjallar um verk fjögurra höf-
unda, sem komu út á síðasta
ári og Álfrún G. Guðrúnar-
dóttir, Sigurður A. Magnús-
son, Silja Aðalsteinsdóttir og
Úlfhildur Dagsdóttir skrifa
ritdóma um ný íslensk skáld-
verk.
Af öðru efni má nefna
smásögur eftir Svein Yngva
Egilsson, Atla Magnússon
og Stefán Sigurkarlsson, ljóð
eftir Jón Stefánsson, Hrafn
Harðarson, Kristján Krist-
jánsson, Kristínu Hafsteins-
dóttur, Eyvind og Ásgeir
Lárusson. Alls skrifa 23 höf-
undar í Tímarit Máls og
menningar að þessu sinni og
er það 112 síður að stærð.
Ritstjóri er Árni Sigurjóns-
son.
Mikil veiði í Stóru Laxá
og í Aðaldalnum
Mikill lax er í Laxá í Aðaldal og veiðin miklu meiri nú heldur en
á sama tíma í fyrra. Á sunnudaginn voru kotnnir um 1200 laxar
úr ánni á móti 5-600 löxum á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa
ágætu veiði, er veiðinni verulega misskipt, þannig hefur mjög léleg
veiði verið á Nesveiðum, sem að öllu jöfnu eru með bestu svæðum
árinnar. Einhver breyting sem mannleg augu hafa enn ekki numið,
hefur orðið á rennsli árinnar á þessum slóðum með þeim afleiðing-
um að lax leggst ekki í sín gömlu bæli. Þeim mun meira veiðist á
öðrum svæðum.
Skyggnstí
munann á
laxastig;
anum í Ár-
bæjarfossi í
Ytri Rangá
fyrir fáum
dögum.
Morgunblaðið/gg.
Að sögn Orra Vigfússonar for-
manns Laxárfélagsins hafa verið
að veiðast milli 50 og 60 laxar á
degi hvetjum í allri ánni og með
sama áframhaldi sé ekki of bjart-
sýnt að gera sér vonir um að heild-
arveiði verði í kring um 2500 laxa.
„Ofan á allt saman, þá eru komnar
rokheimtur úr sleppingu göngu-
seiða frá vorinu 1991. Þetta eru
stórir smálaxar, 6 til 8 punda.
Þriðjungur seiðanna voru örmerkt,
en laxamir eru flestir auðþekkjan-
legir. Orri sagði enn fremur að
hann væri með í athugun að fá til
þess sérstakt leyfi til að færa til
venjulegan dagveiðitíma þegar
mjög bjart væri í veiði, að veiða
lengur á kvöldin á meðan birtan
leyfði. „Veiðimálastofnun þarf að
vera með í ráðum, en segja má að
ég hefði þurft að vera hálfum mán-
uði fyrr á ferðinni með þetta. Við
sjáum þó hvað setur,“ sagði Orri.
Vopnafjörðurinn góður.
„Það er mikill lax í ánum hér fyrir
austan og veiði góð miðað við að-
stæður. Hofsáin er best, hefur gef-
ið tæpa 500 laxa, Seláin milli 270
og 280 laxa og Vesturdalsáin 130
laxa. Seláin er kannski lökust
vegna þess að hún er köldust þeirra
og svo hefur verið óvenjulega mik-
ið um mink víða við ána og er að
sjá að tilvist hans hafi komið í veg
fyrir að lax hafí lagst á nokkru
rótgróna staði og styggt hann veru-
lega á öðrum. Ekki er það vegna
þess að það vantar í hana laxinn,
af honum er nóg eins og í hinum
ánum tveimur," sagði Garðar H.
Svavarsson í samtali við Morgun-
blaðið í gærdag. Garðar sagði
stærstu laxanna úr ánum hafa ver-
ið 17 til 18 punda, en miklu stærri
fískar væru á sveimi og hefðu slit-
ið sig af, einkum þó í Selánni. Sem
dæmi um veiðibatann í Vopnafírði
sagði Garðar að 130 laxa veiðin í
Vesturdalsá væri meiri en 100 pró-
sent aukning frá síðasta sumri og
meiri veiði en kom á land allt síð-
asta sumar. í ánni er einnig góð
sjóbleikjuveiði.
Glimrandi gengi Stóru
Laxár...
í gær voru komnir 183 laxar á
land úr Stóru Laxá í Hreppum.
Efsta svæðið hafði gefið 58 laxa,
miðsvæðið 50 og neðstu svæðin 75
iaxa. Er sýnt að veiðin í ánni verði
vel yfir meðallagi stðustu ára og
hefur áin nú gefið mun fleiri laxa
heldur en á sama tíma í fyrra.
Sunnudaginn 19. júlí var mikil
ganga í ána og þá veiddust 14 lax-
ar á neðstu svæðunum og eitthvað
ofar í ánni. Eitthvað er til af óseld-
um leyfum á skrifstofu SVFR.
Hér og þar...
Rangámar eru enn að gefa reyt-
ingsveiði og í vikubyrjun voru
komnir um 160 laxar af öllu svæð-
inu sem er betri útkoma en á sama
tíma í fyrra. Eystri áin hefur gefið
betur þessa daganna og hefur það
komið dálítið á óvart því yfirleitt
er hún mun seinni til en Ytri Rangá.
Á mánudag veiddust t.d. 9 laxar í
Eystri Rangá, en aðeins einn í Ytri
Rangá. í Ytri ánni er þó lax á öllum
svæðum og nýr fískur að koma inn
flestar nætur. Góð nýting er á leyf-
um í Ytri Rangá, en lítið bókað í
Eystri Rangá.
Gljúfurá í Borgarfirði hafði gefið
110 laxa í vikubyijun og veit það
á gott og bendir til að þessi litla
og fallega á sé að jafna sig eftir
mörg mögur ár.
Lítið hefur verið farið í Hvítá
fyrir landi Gíslastaða, sem er
skammt neðan við ósa Brúarár.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur er
með svæðið á leigu og á skrifstofu
félagsins fengust þær fregnir að
þeir fáu sem hafi farið á svæðið
hafí flestir fengið einhvem afla og
sumir eftirminnilegan, t.d. Jón G.
Guðmundsson sem fór fyrir
skömmu og fékk tvo laxa, 18 og
22 punda. Um síðustu helgi veidd-
ust enn boltalaxar, allt að 18 punda
laxar og herma fregnir að talsvert
sé af laxi á svæðinu. Mikið er óselt
á svæðið þrátt fyrir lágt verð veiði-
leyfa.
Brynjudalsá hikstar enn, þar
hafa einungis veiðst um 40 laxar.