Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR L ÁGÚST 1992 Jóhann J. Ólafsson sljórnarformaður íslenzka útvarpsfélagsins: Ásakanir um umboðs • l i i : 1 _ i | n SVl se n u < > rc > ksi a n a Ld ia V m JÓHANN J. Ólafsson, sljórnarformaður íslenzka útvarpsfélagsins hf. og Fjölmiðlunar sf., segir að ásakanir um að hann hafi brotið lög er hlutur Fjölmiðlunar í Utvarpsfélaginu var seldur til Utherja hf., séu úr lausu lofti gripnar. Hann segist vilja koma í veg fyrir að menn úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins nái of miklum völdum á Stöð 2 og að eigendur fyrirtækisins noti það viðskiptahagsmunum sínum til framdráttar. Jóhann segir stjórn Islenzka útvarpsfélagsins nú eiga í viðræðum við erlendan aðila um kaup á hlutafé i fyrirtæk- inu á mun betra verði en fyrirtæki Siguijóns Sighvatssonar hafi boðið. „Þetta eru mjög alvarlegar ásak- anir frá varaformanni stjórnar ís- lenzka útvarpsfélagsins í garð stjómarformannsins og ég tel þær raunar vítaverðar," sagði Jóhann J. Ólafsson um þá fullyrðingu Jó- hanns Óla Guðmundssonar að með VEÐUR sölu hlutabréfa Fjölmiðlunar sf. til Útheija hf., gegn vilja nokkurra eigenda félagsins, hafí Jóhann J. brotið lög og gerzt sekur um um- boðssvik. í lögum segir að ef mað- ur, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hef- ur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnoti þessa aðstöðu sína, sé um umboðssvik að ræða og varði refs- ingu. „Ásakanirnar eru algerlega órök- studdar. Umboðssvik eru auðgunar- brot, en með ákvörðun um að selja hlutabréfín vorum við ekki að auðg- ast á neinn hátt. Þessu er aðeins haldið fram til þess að sverta mig,“ sagði Jóhann. „Jóhann Óli lýsti því yfír í útvarpi að tilboð Siguijóns Sighvatssonar í hlut í íslenzka út- varpsfélaginu hefði uppfyllt öll skil- yrði, sem eigendur félagsins hefði ÍDAGkl. 12.00 Helmild: Veóurstofa íslands (Byggt ó veðurspó kf. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 1. AGUST YFIRLIT: Viö Jan Mayen er 997 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur. Um 700 km suðsuðaustur af Hvarfi er heldur vaxandi 990 mb lægð á leið austnorðaustur. SPÁ: Hægviðri og skýjað um allt land, en aö mestu úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg austan- og suðaustanátt, víða súld eða rigning á Suður- og Austurlandi en bjart og hlýtt norðvestan- og vestanfands. Hiti 9-16 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðaustanátt, víðast stinningskaldi. Rigning eða skúrir austan- og norðaniands en bjart um suðvestanvert landið. Hiti 7-5 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ■D Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V 'v' v Skúrir Slydduél Él / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fært er nú fjallabílum um allt hálendið nema Hlöðuvallavegur er ennþá ófær. Uxahryggir og Kaldi- dalur eru opnir allri umferð. Vegagerðin og verktakar hennar hafa lagt allt kapp á að undirbúa vegi landsins fyrir Verslunarmannahelgina. Allir fjölfarnir malarvegir eru nýlega heflaðir og víða hefur verið rykbundið. Þó má benda á að þjóðvegur 37, austan Laugarvatns, er mjög grófur og leiðiniegur yfirferðar. Ferðalangar eru hvattir tii þess sð leita upplýs- inga um færð áður en lagt er af stað í langferð. Vegaeftirlit verður um allt land um helgina í samráði við Umferðarráð í þeim tilgangi að fyigj- ast með ástandi vega og laga þá kafla sem gætu farið illa. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Hægt er að ná í eftirlitsmann í bílasíma 985-38510 eða í sím- boða 984-52386. Vegagerðin. vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 11 skúr Reykjavlk 11 skýjafi Bergen 13 skýjað Helsinki 14 skúr Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Narssarssuaq 13 lóttskýjað Nuuk 7 léttskýjað Ósló 20 léttskýjað Stokkhólmur 19 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 25 heiðsklrt Amsterdam 22 heiðskírt Barcelona 24 þokumóða Berlín 26 skýjað Chicago 22 léttskýjað Feneyjar 29 þokumóða Frankfurt 24 skýjað Glasgow 21 skýjað Hamborg 21 léttskýjað London 26 ■éttskýjað Los Angeies 22 mistur Lúxemborg 28 hálfskýjað Madrid 33 iéttskýjað Malaga 28 mistur Mallorca 28 þokumóða Montreal 17 skúr New York 25 skúr Orlando 35 léttskýjað París 29 skýjað Madelra 21 skýjað Róm 29 léttskýjað Vín 24 skruggur Washington 32 skýjað Wlnnipeg 23 úrkoma getað. dreymt um. Siguijón bauð sama verð og Útheiji keypti bréf Fjölmiðlunar á. Með þessari yfirlýs- ingu sinni er Jóhann Óli raunar að segja að hann hafi fyrir sitt leyti verið ánægður með verðið fyrir bréf Fjölmiðlunar." — í firmaskrá kemur fram að enginn hafi prókúru fyrir Fjölmiðl- un sf. og að félagsmenn skuli rita fírma sameiginlega. Þurfti ekki að leita samþykkis allra félagsmanna fyrir sölu hlutabréfanna? „Þessi ákvæði eru hugsuð til þess ef skuldsetja þarf fyrirtækið. Það var hins vegar um mjög einfalda breytingu eigna í aðrar eignir að ræða. Eignir voru fluttar í annað fé og enginn tapaði á því.“ — Því hefur verið haldið fram að Gunnar Þór Ólafsson, aðaleig- andi Útheija, sé svo nátengdur Haraldi Haraldssyni, stjórnarmanni í Fjölmiðlun, að ekki geti verið um eðlileg viðskipti að ræða, og málið sé ekki heldur svo einfalt að góðu tilboði hafi verið tekið. Frekar sé um að ræða anga af valdabarátt- unni innan íslenzka útvarpsfélags- ins og þið stjórnarmennirnir í Fjöl- miðlun hafið verið að selja sjálftim ykkur bréfin. „Gunnar Ólafsson hefur lýst því yfir í blöðum að hann bjóði öllum sameigendum í Fjölmiðlun að kaupa hlut í Útheija. Ég vísa því þessum aðdróttunum á bug, og þeim er í raun svarað með tilboði Gunnars til þessara manna að vera með í félaginu. Það er yfirleitt ekkert að marka Jóhann Óla Guðmundsson. í tilboði því, sem Jóhann Óli lagði fram á stjórnarfundinum 30. júlí, var tekið fram að með það skyldi fara sem trúnaðarmál. Þetta er al- varlegt brot á trúnaðarmálum stjórnarinnar. Málið snýst um að það eru menn að seilast til valda og áhrifa í Stöð 2, sem sitja í fjármálaráði Sjálf- stæðisflokksins eða eru nátengdir því. Það er óeðlilegt að svona áhrifamikill frjölmiðill eins og Stöð 2 tengist innsta hring ákveðins stjórnmálaflokks. Mér segir líka svo hugur að Jóhann Óli Guðmundsson ætli að nota aðstöðu sína í íslenzka Jóhann J. Ólafsson útvárpsfélaginu viðskiptahagsmun- um sínum til framdráttar og þrýsta upp á þjóðina sækapli til Skotlands, en hann er umboðsaðili fyrir fram- leiðendur sækapla. Ég vísa aftur til trúnaðarbrests Jóhanns Óla. Maður með slíka siðferðiskennd er ekki heppilegur siðferðispostuli í áhrifamiklum fjölmiðli.“ — Hvers vegna setti minnihluti stjórnar Útvarpsfélagsins, þú þar með talinn, sig upp á móti því að samþykkja kauptilboð fyrirtækis Sigutjóns Sighvatssonar í hlutafé í Stöð 2? Tölduð þið að verðið væri ekki nógu hagstætt eða að eitthvað annað en viðskiptahagsmunir lægju að baki því? „Ég hef ekkert á móti Siguijóni Sighvatssyni og ég tel að Stöð 2 væri styrkur að því að fá hann til samstarfs. En ég tel að tilboðinu sé komið í kring af Jóhanni Óla Guðmundssyni í annarlegum til- gangi. Hópur manna undir forystu Jóhanns Ola hefur ætlað að leið- rétta valdastöðu sína í fyrirtækinu eftir að bréf Fjölmiðlunar voru seld Útheija. Á sama stjórnarfundi og rætt var um tilboð Siguijóns var fyallað um möguleika á að selja hlutaféð er- lendum aðila, sem við erum í við- ræðum við, og hefur mikinn áhuga á fyrirtækinu. Erlendir fjárfestar líta lengra fram í tímann en íslenzk- ir og eru tilbúnir að kaupa hlutafé á tvö- eða jafnvel þreföldu nafn- verði. Þessi aðili mun koma mun koma hingað til lands til viðræðna við okkur fyrir lok ágústmánaðar. Sú staðreynd að Jóhann Óli og félagar eru tilbúnir að selja hluta- bréfin á genginu 1,6 þegar þeim býðst gengi 2 til 3, sýnir að hags- munir fyrirtækisins eru ekki í fyrir- rúmi hjá þeim, heldur aðeins eigið valdabrölt," sagði Jóhann J. Ólafs- son. Lögreglan varar við hættu á innbrotum LÖGREGLUYFIRVÖLD um allt land hafa séð ástæðu til að vara fólk sérstaklega við hvers konar hættu á innbrotum og þjófnuðum. Þau ítreka að ástæða sé til að óttast því tíðni slíkra brota hefur aukist. Ef tölur um innbrot í júlí á þessu ári og samsvarandi tölur frá júlí á síðasta ári eru bornar saman kemur í ljós að tíðnin hefur aukist um 25 af hundraði. „Það er nauðsynlegt fyrir fólk hvar sem það er á landinu að gæta að eignum sínum og bílum,“ sagði Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn þegar Morgunblaðið spjallaði við hann um komandi ferðahelgi. „Inn- brotum hefur fjölgað mikið undan- farið og voru þau 13 í Reykjavík síðustu helgi. Það er allt of mikið. Og þar sem nú fer í hönd mesta ferðahelgi ársins í hönd er nauðsyn- legt að hafa augun opin.“ Magnús vildi ennfremur benda ferðafólkinu sjálfu á að passa upp á eigur á borð við tjöld og annan úti- legubúnað. „Lögregluyfirvöld víða um land sitja oft og einatt uppi með óskilamuni eftir útihátíðir eins og þær sem nú fara fram.“ Aðspurður staðfesti Magnús að lögreglan muni halda uppi reglu- bundnu eftirliti með sérstakri áherslu á innbrotaþáttinn. „Ég vil þó benda öllum, sem hafa tækifæri til, að hafa gætur á húsum ná- granna sinna sem eru í burtu og hafa augun opin fyrir grunsamleg- um bílum og mannaferðum. Ná- grannaaðstoð er mikilvæg, en einnig er upplagt fyrir fólk, sem er fjarri heimilum sínum, að biðja ættingja eða vini að gæta húsa sinna.“ Í júlímánuði einum hafa rétt rúm 100 innbrot verið tilkynnt í höfuð- borginni og samsvarandi tala um þjófnaði er 150. Á síðasta ári voru í júlí framin 84 innbrot og vitað var um 134 þjófnaði. Þessi aukning er að mati Magnúsar áhyggjuefni og er rík ástæða fyrir almenning að gæta að eigum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.