Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 18
 18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 Kveðjuorð: Knútur Jóns- son, Siglufirði Fæddur 5. ágúst 1929 Dáinn 24. júlí 1992 Knútur var ekki margmáll, hugs- aði þeim mun meira. Þegar ég sá hann síðast á spítalanum sagðist hann vera heldur verri, læknamif vom að reyna eitthvað nýtt og hefðu undirbúið sig og sagt að þetta gæti orðið erfitt fyrstu dagana. Vonandi lagaðist þetta og ekki var meira um það rætt. Við fórum að ræða um pólitík, ekki síst Evrópupólitík og Knúti virtist liggja á að fá svör. Auðvitað vissi hann að venju flest það sem hann spurði um og að venju vomm við líka sammála um flesta hluti. Hann þreyttist og ég bað hann að segja mér til áður en hann yrði of þreyttur. Það gerði hann en bað mig að koma aftur, ég þyrfti ekkert að stoppa, bara líta inn. Daginn eft- ir var Knútur dáinn. Vinátta okkar hófst á unglings- ámm þegar við hittumst í Verslun- arskólanum og urðum samvista öll skólaárin, bjuggum í næsta nágrenni við skólann. Við þekktumst því vel. Að loknu stúdentsprófi sigldi hann til náms. Hann hafði fengið „stóra styrkinn" svokallaða, árleg verðlaun til fjögurra stúdenta í menntaskólun- um fyrir afburða námsárangur. Hann ákvað að læra rómönsk mál og byrjaði það nám í Noregi og Danmörku, en hvarf síðan suður á bóginn. Við hittumst oft erlendis á þessum ámm og fómm víða. Auk þess skrifuðumst við á. Þær bók- menntir voru kannski ekki merkileg- ar, en af þeim lærði ég þó margt, sem ekki verður endurgoldið. Knútur var geysilegur málamað- ur, þannig að ég þori ekki að nefna fjölda þeirra mála sem nýttust hon- um. Hann las ógrynnin öll og að námi loknu störfuðum við saman hjá Almenna bókafélaginu sem þá var nýstofnað. Báðir höfðum við á skóla- ámnum verið við störf í Siglufirði, sumarstörf sem entust Knúti út ævina. Harmaði hann það aldrei, heimsmaðurinn. Þar er hans heimur og þar dvelur nú hugur margra vina. Tilviljanir urðu þess valdandi að ég varð þingmaður fyrir norðan. Höfuðvígið var Siglufjörður þar sem Knútur var herforinginn en sjálfur sneri hann sér að bæjarmálunum. Um starfsferil hans að öðm leyti er rætt annars staðar. Knútur var dulur maður. Fáir gjörþekktu hann, en allir treystu honum. Hann fór alltaf að réttum lögum og dómar hans gátu verið harðir. En líklega var hann þó harð- astur við vini sína og sjálfan sig. En hann var líka ljúfmenni sem gott var að leita til í erfiðleikum. Það vita Siglfirðingar og Anna og bömin fyrst og síðast. Knútur Jónsson var hetja. Hann var íhaldsmaður í orðsins bestu merkingu. Sjálfstæðisflokkurinn var hans flokkur, en ekki trúaijátning. Og hvað var eðlilegra en gagnrýna sinn eigin flokk og gera til hans mestar kröfur? í augum Knúts var það hans skylda. Og þá er aftur komið að upphafi þessa greinarkoms, sámtalinu á spítalanum. Ég bað hann að segjá mér álit sitt á stjórnunarmálum eins og hann alltaf hefur gert og aðvara mig ef honum fyndist sjónarmið mín vafsöm eða röng. Það var eins og hann hefði beðið eftir spumingunni. Hann svaraði á þann veg að hann teldi það ekki vera. „Þú verður að halda þínu striki þótt eitthvað bjáti á,“ sagði hann að skilnaði. Knútur gat verið stríðinn og glett- inn mitt í alvörunni. Hann hélt fast um hönd mér og brosti þegar við horfðumst í augu. Bekkjarsystkinin biðja mig að senda og börnunum Önnu kveðjur. Eyjólfur Konráð Jónsson. Knútur Jónsson, fyrrv. bæjarfull- trúi og fyrrv. forseti bæjarstjórnar í Siglufirði, er látinn, tæplegja 63 ára að aldri. Hann átti við erfið veik- indi að stríða síðustu fímmtán mán- uðina sem hann lifði. Hann deyr langt um aldur fram og er öllum, sem hann þekktu, mikill harmdauði. En hann fékk að deyja með reisn, eins og hann lifði, áður en sá erfíði sjúkdómur, sem iagði hann að velli, náði að bijóta hann niður. Knútur Jónsson kom til sumar- starfa hjá Útvegsbankanum í Siglu- fírði árin 1947 og 1948 og hjá Síld- arútvegsnefnd árið 1949, en þessi ár var hann nemandi í Verzlunar- skóla íslands. Hann kom reyndar til sumarstarfa í Siglufjörð öll árin, sem hann var við nám, hérlendis og er- lendis (1947-1954), og einnig eftir að hann varð skrifstofustjóri Al- menna bókafélagsins í Reykjavík (1954-1957). Hann batzt Siglufirði traustum og varanlegum böndum, sótti þangað eiginkonu sína, Önnu Snorradóttur, Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðjunnar Rauðku, og konu hans Sigríðar Jóns- dóttur, en þau hjón vóru kennd við Hlíðarhús í Siglufirði. Anna og Knút- ur gengu í hjónaband 17. október árið 1953 og bjuggu fyrstu árin í Reykjavík. Árið 1957 reistu þau Anna og Knútur heimili sitt í Siglufirði og þar var þeirra starfsvettvangur síð- an. Sumarstörfin, sem Knútur tók að sér árið 1947, uxu í fjölþætt og margslungið ævistarf, sem hann vann Siglufirði og Siglfírðingum af alúð og vandvirkni. Og í þessari fögru og söguríku sjávarbyggð, ólu þau upp börnin tvö, Hafdísi Fjólu, f. 20. júní 1967, og Óskar, f. 2. október 1970, sem gáfu þeim hjón- um svo mikið. Þar fæddist barna- barnið, Anna Þóra, en hún var Knúti einkar kær. Anna Þóra er dóttir Hafdísar Fjólu og eiginmanns henn- ar Jóhanns Þórs Ragnarssonar. Unnusta Óskars er Ásta Ásólfsdótt- ir. Knútur Jónsson var fæddur í Reykjavík 5. ágúst árið 1929. For- eldrar hans vóru hjónin Gíslína Magnúsdóttir frá Hnjóti í Örlygs- höfn við Patreksfjörð og Jón Hall- dórsson ættaður frá Hrauni í Ölfusi. Jón var starfsmaður Gasstöðvarinn- ar í Reykjavík en stundaði jafnframt kennslustörf, sem hann hafði mennt- un til frá Flensborgarskóla í Hafnar- fírði. Alsystur Knúts eru Gyða, ekkja eftir Friðjón Bjarnason prentara, og Erna, gift Sigurði Ingasyni fyrrv. póstrekstrarstjéra. Hálfbróðir Knúts af fyrra hjónabandi móður hans er Ólafur Hólm Einarsson, pípulagn- ingameistari, f. 17. júni 1914, kvæntur Þorgerði Grímsdóttur. Knútur lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands (1949). Stundaði nám í rómönskum málum við háskóla í Ósló, Kaupmannahöfn, Madrid og Róm (1949-1954). Hann var afburða námsmaður, skarp- greindur, víðlesinn og fjölfróður. Það var nánst hægt að fletta upp í hon- um eins, og alfræðiorðabók. Þess nutum við vinir hans og samstarfs- menn oft, bæði í starfí og leik. Og. eklji- skemmdi það frásagnir hans þegar hann brá undir sig betri fæti og blandaði fróðleik sinn og stundum gagnrýni hárfínni kímni, en hann réð yfir ríkulegu skopskyni. Áður en Knútur settist að í Siglu- firði var hann skrifstofustjóri hjá Almenna bókafélaginu (1954-57). Árið 1957 tekst hann á hendur full- trúastarf hjá framkvæmdastjórn Síldarútvegsnefndar í Siglufírði. Árið 1968 verður hann fram- kvæmdastjóri Tunnuverksmiðja rík- isins og gegnir því starfí unz fyrir- tækið hættir starfsemi eftir að „síld- arævintýrið" er úti. Árið 1973 verð- ur hann skrifstofustjóri Húseininga hf. og árið 1987 tekur hann við starfí bæjarritara í Siglufirði. Hann ritaði fundargerðir bæjarstjórnar frá því hann tók við starfi bæjarritara og meðan heilsa entist. Hann var og um langt árabil prófdómari við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Hann var og stundum fenginn til að lesa prófarkir, t.d. af Sögu Síldarútvegs- nefndar, sem var mikið verk. Síðstu misserin, þá sjúkur orðinn, starfaði hann hjá skrifstofu Skattstjórans í Norðurlandsumdæmi vestra. En Knútur kom víðar við í sam- tímasögu Siglufjarðar en hér að framan er rakið. Hann var bæjarfull- trúi og bæjarráðsmaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Siglufirði 1966-78. Forseti bæjarstjórnar var hann á árunum 1974 - 1978. Hann gegndi og margs konar öðrum forystustörf- um í þágu fiokksins í heimabæ sínum og í Norðurlandskjördæmi vestra. Hann sat lengi og til hinstu stundar í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar og stjórn Lífeyrissjóðs verkalýsfélag- anna í Norðurlandi vestra. Hann starfaði og lengi í Stúdentafélagi Siglufjarðar, Norræna félaginu í Siglufirði, Stangveiðifélagi Siglu- fjarðar og Lionsklúbbi Siglufjarðar og gegndi stjórnarstörfum í þessum samtökum. Knútur Jónsson varð virkur þátt- takandi í síðasta kapítula síldarævin- týrisins. Það féll meðal annars í hans verkahlut, þegar hann hóf störf hjá Síldarútvegsnefnd árið 1957, að fullgera öll útflutningsskjöl saltsíld- ar frá landinu. Því starfí sinnti hann um árabil og ferðaðist þá gjaman á milli helztu söltunarplássa landsins. Siglufjörður, sem var höfuðstaður síldarævintýrisins meðan það var og hét, minnist þessa ævintýris nú um verzlunarmannahelgina, einmitt þegar Knútur Jónsson, vinur minn, verður lagður til hinstu hvíldar í siglfirzkri moldu. Þessa helgina deila þær systur, sorgin og gleðin, tíma Siglfírðinga, sem stundum áður. Ég hygg að Knútur heitinn hefði látið sér þennan háttinn vei Iíka hefði hann ipátt sjá hann fyrir. Þegar ég lít um öxl, allt til sumar- starfa Knúts Jónssonar í Siglufirði árið 1947, er birta yfír öllum ferli og öllum störfum hans norður þar. Hann var gjörhugull, ráðhollur, kím- inn og velviljaður maður, sem hvar- vetna lét gott af sér leiða. Ég átti því láni að fagna að eiga vináttu og ráðgjöf hans frá því við stunduðum báðir nám við Verzlunarskóla ís- lands fyrir meira en fjörutíu árum. Við áttum náið samstarf í Sjálfstæð- isflokknum, í bæjarmálum Siglu- fjarðar og í margs konar félags- starfi norður þar. Það var gott að eiga jafn skarpgreindan, víðsýnan og velviljaðan mann að vini og sam- starfsmanni. Mér er bæði ljúft og skylt, þegar hann heldur á vit þess sem við tekur, að þakka áratuga samfylgd og samstarf. Megi hann uppskera svo sem hann hefur sáð til á landi lifenda. Ég flyt Önnu, Hafdísi Fjólu, Ósk- ari, Ónnu Þóru og öðrum ástvinum og aðstandendum Knúts Jónssonar hugheilar samúðarkveðjur okkar Gerðu og barna okkar. Stefán Friðbjarnarson. Það setti að mér geig föstudags- morguninn 24. júlí, þegar við hjónin vorum kölluð í síma frá Reykjavík þar sem við vorum stödd í Hvera- gerði. Sá geigur reyndist ekki ástæðulaus því Anna eiginkona Knúts tilkynnti okkur andlát hans. Mér varð orða vant, — hvað getur maður sagt við þann sem missir maka sinn — þá verða öll orð léttvæg og lítils virði. Vinir og samferðamenn Knúts báru þá von í bijósti þegar fréttist að hann væri haldinn illkynja sjúk- dómi að möguleiki væri á að halda sjúkdómnum niðri þó ekki væri hægt að lækna hann. Slíka von elur mað- ur með sér þegar vinir og samferða- menn, sem við viljum að séu sem lengst með ökkur á vegferð lífsins, eiga í hlut. Þessa von fannst okkur Knútur einnig hafa þegar við hjónin heimsóttum hann á Landspítalanum 19. þ.m. og virtist hann þá sæmilega hress og ræddi um að ef meðferðin gengi að óskum væri möguleiki á því að dvelja tvo til þijá daga upp í sumarbústað með fjölskyldunni. Við kvöddum hann vonbetri en áður, þó undirvitundin angraði mann sí- fellt og segði annað, og því miður varð hún sannspá. Lát hans kom eins og reiðarslag, svo fljótt höfðu fáir eða engir búist við að kallið kæmi. Mér kemur í hug brot úr sálmi eftir Björn Halldórsson frá Laufási: Heilsa, máttur, fegurð, pr flýgur burt sem elding snðr Hvað er lífið, logi veikur lítil bóla, hverfull reykur. Og nú var blásið á lífsloga Knúts vinar okkar og hann allur, en hann dó með reisn. Aldrei heyrðist hann kvarta þó hann væri stundum sár- þjáður, æðrulaus maður, sem ekki bar áhyggjur sínar á torg. Hann var þó vel meðvitaður um hversu alvar- legur sjúkdómurinn var. Knútur fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1929, sonur hjónanna Gislínu Magnúsdóttur og Jóns Halldórsson- ar. Hann varð stúdent úr Verslunar- skóla íslands 1949 og stundaði nám í rómönskum málum við ýmsa há- skóla erlendis 1949-1954. Hann gekk að eiga skólasystur sína úr Verslunarskóla íslands, Önnu, þann 17. október 1953, dóttur sæmdarhjónanna Snorra Stefánsson framkvstj. síldarverksmiðjunnar Rauðku og Sigríðar Jónsdóttur. Ungu hjónin fluttu til Siglufjarðar vorið 1957 og bjuggu á Hávegi 65, efri hæð en á neðri hæðinni bjó undirritaður ásamt fjölskyidu sinni. Samskipti fjölskyldna okkar voru því mikil enda konur okkar Knúts systradætur. Sérstaklega er það minnisstætt hve börnin okkar voru hænd að þeim og sóttu oft upp á efri hæðina og þar var þeim vel tek- ið enda Knútur og Anna einstaklega barngóð. Börnin okkar minnast þessara stunda með þakklátum huga. Knútur var enginn málskrafsmað- ur og var ekkert fyrir það að trana sér fram til að láta í sér heyra en þó var hann prýðilega máli farinn og talaði kjarnyrta og góða íslensku. Hann var dulur i skapi og ekki allra. Þegar hann var í hópi kunningja og vina var oft glatt á hjalla og naut Knútur slíks félagsskapar mjög og ég gat brosað á stundum þegar hann var að skjóta inn í umræðurn- ar athugasemdum eða hnittiyrðum, sem hittu beint í mark. Það er enginn vafí á því að Knút- ur hefði getað haslað sér völl annars- staðar en á Siglufírði með slíka menntun og færni en hann kaus að helga starfskrafta sína heimabæ konu sinnar, síldarbænum fræga. Starfaði hann hjá Síldarútvegsnefnd þar til hún flutti bækistöðvar sínar til Reykjavíkur en þá tók hann við framkvæmdastjórastöðu Tunnu- verksmiðju ríkisins. Svo segja má að hann hafí verið með fingurinn á slagæð þessa mikla síldarævintýris. Knútur varð bæjarfulltrúi og bæj- arráðsmaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á Siglufirði og forseti bæj- arstjórnar eitt kjörtímabil. Hann vann um árabil í ýmsum stjórnarstöðum í flokksstarfinu á Siglufirði og Norðurlandskjördæmi vestra. Við vorum saman í stjórn fulltrúaráðs flokksins um árabil svo og í uppstillingarnefnd og öðrum nefndum Kjördæmisráðs, betri sam- starfsmann var ekki hægt að kjósa sér. Knútur átti sér mörg áhugamál þegar hið daglega amstur var að baki. Farið varí badminton og spil- aði ég með honum í mörg ár og all- ir erfíðleikar gleymdust í hita leiks- ins. Hann var í Lionsklúbbi Siglufjarð- ar, þar undi hann sér vel, enda fund- irnir kærkomin hvíld frá erli dags- ins. Alltaf reiðubúinn til starfa að hinum ýmsu velferðarmálum klúbbs- ins. Hann var einn af stjórnarmönnum Sparisjóðs Siglufjarðar, tillögugóður og aðgætinn, setti sig vel inn í hvert mál. Hann gegndi ýmsum öðrum trún- aðarstörfum er að viðskiptum lutu og öll þau störf er hann kom að, voru unninn af mikilli samviskusemi og trúmennsku. Þau verkefni sem hann lét frá sér fara einkenndust af snyrtimennsku og nákvæmni. Það var sannkallað gæfuspor, sem hann steig, þegar hann gekk að eiga skólasystur sína Önnu. Þau voru ákaflega samrýnd og betri lífsföru- naut gat hann vart fengið. Hún hef- ir staðið við hlið hans í blíðu og stríðu og síðastu mánuðina hefir hún verið kletturinn, sem allt brotnaði á. Allt- af uppörvandi og umhyggjusöm. Þau hjón tóku tvö fósturbörn 1973, þau Fjólu og Óskar, sem hafa fært þeim mikla ánægju, enda bæði börnin vel gerð og ekki brugðist vonum þeirra. Fjóla er gift Jóhanni Ragnarssyni og eiga þau eina dóttur Önnu Þóru, sem var augasteinn afa síns. Minningamar hrannast upp hver af annarri, þegar þessi ágætis mað- ur er allur, langt um aldur fram. Þessi hægláti kurteisi maður sést nú ekki lengur á gangi um götur Siglufjarðar, þar sem allir þekkja alla. í mínum huga er minn kæri heimabær snöggt um fátækari en áður eftir fráfall Knúts. Við hjónin og börn okkar þökkum honum samfylgdina og þær gleði- stundir er við áttum með honum og fjölskyldu hans og biðjum, guð að styrkja og styðja Önnu og börnin svo og systkini hans og aðra ást- vini. Sjálfur vil ég þakka mörgu góðu stundirnar er við tveir áttum saman í leik og starfi þær eru mér hugljúfar og kærar. Guð blessi minningu góðs drengs. Óli J. Blöndal, Siglufirði. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga * að heilast og kveðjast það er lífsins saga í lífí okkar mannanna er oft OKEYPIS LlTFILMA FYLGIR HVERRI FRAMKÖLLUN i/nri MYNDSYIM SlMI 91-77765

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.