Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992
35
Aldarminning:
Magnús Pálsson,
Hvalnesi
Á morgun 2. ágúst 1992 hefði
hann frændi, Magnús Pálsson, orð-
ið 100 ára hefði hann lifað. Hann
fæddist á Hvalsnesi og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum, Guð-
laugu Eyjólfsdóttur og Páli Magn-
ússyni, ásamt tveimur yngri systk-
inum, Salomon Eyjólfi f. 1895 og
móður minni, Guðrúnu Sigurrós f.
1900.
Frændi mun snemma hafa verið
gjörvilegur drengur, hraustur á sál
og líkama. Hentaði það vel þessa
tíma börnum því þroska sinn og
menntun fengu þau að langmestu
leyti af brauðstriti daglega lífsins.
Innan við fermingu var frændi far-
inn á sjó á sumrin og um fermingu
komust börn í fullorðinna manna
tölu og unnu eftir það sem slík.
Bamaskólagöngu hlaut frændi
eins og önnur börn og nýtti hann
sér vel það sem í boði var. Hann
var mjög næmur og þurfti lítinn
tíma til náms. Hins vegar lét hann
það oft í ljós fullorðinn maður að
ýmislegt annað hefði átt betur við
sig en að sitja á skólabekk. Skóla-
göngunni skilaði hann samt alltaf
með „besta vitnisburði". Ég furð-
aði mig oft á því þegar ég var
komin í skóla sjálf að læra landa-
fræði, sögu o.fl. hvílíkt stálmynni
frændi hafði. Þá var hann að bera
saman bækur okkar og þuldi þá
upp úr sínum heilu og hálfu kaf-
lana utan að, þá rúmlega sextugur
að aldri. „Morten Hansen sagði í
sinni landafræði ...“
Eins og áður er getið fór frændi
ungur á sjóinn. Það gerðu gjarnan
ungir menn á Suðurnesjum eins
fljótt og þeir gátu enda ólust þeir
upp í þjóðfélagi útvegsbænda.
Sumir sóttu þá gjarnan vertíðir í
aðra landshluta. Einu sinni, þá
tvítugur að aldri, hugðist frændi
fara á vertíð til Austfjarða. Er
austur kom fékk hann þau vátíð-
indi að bróðir hans, Salomon hefði
farist í fyrsta róðri og ekki fund-
ist. Við svo búið sneri frændi heim
án þess að fara á sjó og hugði
aldrei framar á langdvöl að heim-
an, heldur stundaði sjóinn á heima-
slóðum með föður sínum og á eig-
in bátu. Sjórinn, bátar og báta-
smíð var ekki bara vinna hjá
frænda, heldur líka áhugamál sem
gagntók huga hans. Það voru
skemmtilegar stundir í eldhúsinu
heima þegar þeir samtíðarmenn-
irnir, frændi, Magnús í Nýlendu
og Sveinn í Nýjabæ sátu saman
yfir kaffisopa og minntust gamalla
sæferða, skipanna, hvort sem það
voru sexæringar, teinæringar eða
eitthvað annað, og mannanna sem
voru með þeim til sjós. Þeir hlógu
og skemmtu sér við þessar umræð-
ur eins og þetta hefði allt verið
indæl tíð þrátt fyrir erfiðið og vos-
búðina. Enda fylgdi gæfan öllum
þessum mönnum á sjónum. Þeir
báru virðingu fyrir náttúruöfl-
unum, lásu veðrið úr skýjafarinu
og stýrðu ávallt í Guðs nafni.
Frændi hafði mjög gaman af að
lesa og hlustaði mikið á útvarp.
Hann las mátti segja allt sem hann
náði í. Á þennan hátt fræddist
hann um allt mögulegt, staði og
staðhætti og mundi svo vel að
hann þekkti jafnvel ljósmyndir af
sömu stöðum á eftir. Höfðu marg-
ir á orði hversu víða hann væri
heima og efuðú jafnvel sannleik
þess hversu lítið hann hafði ferð-
ast.
Tónlistin varð stór þáttur í lifi
frænda, jafnvel stærri þáttur en
hann sjálfan hafði órað fyrir. Ung-
ur byijaði hann að syngja í kirkj-
unni og svo þegar stefndi í það
að kirkjan yrði organistalaus hugði
hann, að áeggjan prestsins, sr.
Friðriks J. Rafnar, á nám í orgel-
leik. Fór hann „fimm sinnum í til-
sögn“ til Þorláks Benediktssonar í
Akurhúsum í Garði og las auk þes
söngfræðina. Þarna var hann 26
ára gamall. Hann keypti sér orgel
til að geta æft sig. í ársbyijun
1919 spilaði hann við messu í
Hvalsneskirkju í fyrsta sinn en
hafði spilað við eina útför áður.
Var þetta upphaf rúmlega 40 ára
starfs hans sem organista við kirkj-
una. Hann minntist margoft góðra
félaga og samverustunda úr því
starfi og sagðist aðeins hafa getað
þetta af því hann hafði svo gott
fólk með sér. Fyrir tíma bifreiða
gekk hann oft inn að Sandgerði
til æfinga, einkum fyrir hátíðirnar,
en það er um einnar klukkustundar
gangur og hafði þá jafnvel olíulukt
meðferðis. Aldrei datt honum í hug
að taka greiðslu fyrir þetta starf
en vann það heils hugar fyrir kirkj-
una sína. En söfnuðurinn kunni
vel að meta verkin hans og færði
honum nýtt stofuorgel að gjöf á
40 ára starfsafmæli hans.
Lagasmíð stundaði frændi á síð-
ari árum. Fyrsta lagið sem hann
samdi gaf hann mér. Það er lagið
Jólavísa við vísu í vísnabók sem
ég hafði fengið í jólagjöf. Þegar
frændi varð sjötugur sýndi kiiju-
kórinn honum þá virðingu að gefa
honum fjárhæð til útgáfu á lögun-
um hans. Var þá þegar ráðist í að
undirbúa lögin til prentunar og
útgáfu. Tók verkið allmörg ár og
1974 kom út hefti með 22 lögum
eftir hann.
En hann var ekki eingöngu laga-
smiður. Hann var mjög hagur með
hamarinn og sögina. Einnig beitti
hann vasahnífnum af stakri snilld.
Hann smíðaði allmörg líkön af
gömlum seglbúnum árabátum og
sneið og saumaði þá jafnan seglin
sjálfur.
Margar ljúfar minningar á ég
um þennan elsku frænda sem lagi
sitt af mörkum í lífsnestið mitt.
Hvernig hann kíkti inn til að gá
hvort ég væri vöknuð til þess að-
eins að stijúka kinnina eða var
tilbúinn þegar mér var kalt að orna
mér á lófunum og kveða þá gjarn-
an dálítið með. „Pabbi minn er
róinn“ eða „Komdu sæll frá koti
Móa“. Hversu þakklátur hann var
„dúkkunni" sinni á sumrin þegar
hún kom með kringlukaffí í könnu
eða kaffiflösku í sokk til hans út
á tún og aldrei þreyttist hann á
að hvetja mig til að borða hollmet-
ið. „Það sígur í kögglana", sagði
hann ævinlega.
Hann lést 17. júlí, rétt tæplega
78 ára. Ég þakka fyrir allar góðu
stundirnar okkar saman. Guð
blessi minningu Magnúsar Páls-
sonar, frænda míns.
Iðunn Gróa Gísladóttir.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
t
Sonur minn, faðir, tengafaðir, afi og langafi,
PÁLL FRIÐBJARNARSON,
Strandgötu 3B,
Hnífsdal,
sem lést í Sjúkrahúsi ísafjarðarsunnudaginn 26. júlí, veröur jarð-
sunginn frá Hnífsdalskapellu miðvikudaginn 5. ágúst kl. 14.00.
Sólveig Pálsdóttir,
Rannveig Pálsdóttir,
Júlíana Ernisdóttir,
Páll Ernisson,
Katrfn Þorkelsdóttir.
Ernir Ingason,
Þorkell Þorkelsson,
Erla Dögg Ernisdóttir,
t
Hjartans þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
AGNESAR GUÐRÍÐAR GÍSLADÓTTUR
frá Gjögri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss ísafjarðar.
Axel Thorarensen,
Jóhanna Sigrún Thorarensen, Benedikt ívarsson,
Ólafur Gísli Thorarensen,
Steinunn Thorarensen,
Kamilla Thorarensen,
Olga Soffía Thorarensen,
Jakob Jens Thorarensen,
Elva Thorarensen,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Ólafur Grétar Óskarsson,
Rósmundur Skarphéðinsson,
Sveinbjörn Benediktsson,
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓNÍNA R. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Erluhólum 4,
lést f Landspítalanum fimmtudaginn 30. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elsa Aðalsteinsdóttir,
Þorsteinn Már Aðalsteinsson.
t
Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SVEINS VILHJÁLMS PÁLSSONAR
frá Sléttu, Fjótum,
Dalbraut 25,
fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Kristín Þorbergsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hiýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐNA ÁG. GUÐJÓNSSONAR,
Víkurbraut 2,
Sandgerði.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför
INGIGERÐAR EINARSDÓTTUR,
Langholtsvegi 206.
Sigríður Helgadóttir, Einar Helgason,
Vigfús Helgason, Halldór Helgason,
Jakob Helgason, Kristinn Helgason,
tengdadœtur, barnabörn,
barnabarnabörn og langalangömmubarn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
FRIÐFRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Hlfð í Hjaltadal,
Fornósi 8, Sauðárkróki.
Guðmundur Ásgrímsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
GÍSLA FRIÐRIKS PETERSEN
læknis.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki og læknum á sjúkra-
deild Borgarspítalans, Heilsuverndarstöðinni, fyrir frábæra
umönnun í þungbærum veikindum hans.
Sigríður Guðlaug Brynjólfsdóttir,
Þórir Gislason, Helga Sigurjónsdóttir,
Brynjólfur Þórisson,
Herdis Þórisdóttir, Ingvi Guttormsson,
Gfsli Friörik Þórisson,
Guttormur Arnar, Eva írena.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu, langalangömmu og langalangalangömmu,
SIGURJÓNU JAKOBSDÓTTUR
frá Akureyri.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunardeildar Heilsu-
verndarstöðvarinnar við Barónsstíg fyrir frábæra hjúkrun.
Hulda Stefánsdóttir,
Þórir Björnsson,
Jakob Þorsteinsson,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Þórhalla Þorsteinsdóttir,
Halldór Þorsteinsson,
Jón Óli Þorsteinsson,
Hulda Gunnlaugsdóttir,
Anna Lára Þorsteinsdóttir,
Edda Magnúsdóttir,
Sigurjóna Jakobsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Andrea Oddsteinsdóttir,
Ingi Loftsson,
Jóhann Gauti Gestsson,
Jón Þórarinsson,