Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 37 Prúðbún- ir verslun- armenn á góðri stund Það getur verið ágæt dægrastytting fyrir þá, sem komnir eru á „seinna gelgjuskeið- ið“, eins og vinkona mín, Ágústa Thorberg, kallaði efri árin, að taka sér gamlar myndir í hönd og reyna að riíja upp minningar, sem þeim tengjast. Löngu liðnir atburðir, atvik, sem hulin voru mistri og móðu koma í hug- ann og öðlast líf, „líkt eins og mynd á þili“. Þeir, sem ekki eiga heimangengt um helg- ina, mestu ferðahelgi ársins, geta seilst eft- ir gamalli mynd frá góðum degi og látið hugann sveima til löngu liðinna daga. Minnst ánægjustunda í góðum félagsskap. Þegar horft er til verslana, sem settu svip á bæinn um áratuga skeið á fyrri hluta aldarinnar kemur Haraldarbúð fyrst í hug- ann. Ber þar þrennt til. Þar var vöruúrva! hvað fjölbreyttast. Þar var lipurt og vin- gjarnlegt starfsfólk. Og síðast en ekki síst, þar var loftbraut sem flutti peningasending- ar milli hæða. Það var furðuverk, sem mörg- um varð starsýnt á. Haraidur Árnason kaupmaður var fremur lágvaxinn maður, dökkum yfirlitum, ljúf- menni í lund, kurteis og viðmótsþýður. Har- aldur dvaldist á yngri árum í Bretlandi, vann þar verslunarstörf, en stundaði jafn- framt nám í kvöldskóla. Hann var einkar farsæll í starfi og ávann sér traust og vin- sældir. Haraldur stofnaði eigin verslun árið 1915. Hafði áður unnið hjá Th. Thorsteinsson. Það fylgdu honum ýmsir starfsmenn sem reynd- ust verslun hans tryggir og traustir. Má segja að það hafi verið Haraldi Árnasyni mikið happ að njóta starfskrafta á borð við Guðrúnu Árnadóttur, sem afgreiddi um ára- tuga skeið í herradeild Haraldarbúðar. Margur Reykvíkingur, sem nú er kominn á efri ár minnist leiðbeininga Guðrúnar við val á fatnaði. Þolinmæði hennar og holl- ráða, góðrar þekkingar hennar á efnum og sniði. „Ég hef alia tíð orðið aðnjótandi sér- stakrar vináttu," sagði Guðrún þegar hún var spurð um störf á afmæli Haraldarbúð- ar. Slíkt hið sama má segja um aðra starfs- menn verslunarinnar. Haraldur var heppinn í vali á starfsfólki. Flestir þeirra er til hans réðust áunnu sér vinsældir fyrir lipurð í afgreiðslu. Auk verslunarstarfa tóku ýmsir starfsmenn verslunarinnar virkan þátt í fé- lagslífi bæjarins, t.d. má nefna Kristján L. Gestsson og Sigurð Halldórsson, sem voru í forystusveit KR um langt skeið. Þessa dagana stendur yfir sýning, sem kölluð er „Höndlað í höfuðstað". Að henni standa Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Vert er að vekja athygli á því að ljósmyndasafnið hefir þegar unnið gott starf þótt skammt sé liðið frá stofnun þess. Nauðsynlegt er að Reykvíkingar styðji safn- ið í starfi þess að varðveislu gamalla mynda og stuðli að nafngreiningu og upplýsingum sem að gagni koma. Pétur Pétursson, þulur. JÖKULSVEITIN & GESTIR Heiðursgestur EIÐUR ÖRN EIÐSSON hinn frábæri söngvari EXIZT. Kl. 0.45 kemur suður-ameríska þjóðlagahljómsveitin TITICACA „Raza de Bronce“ Aðgangur aðeins kr. 800. Matargestir Argentínu steikhúss fá boðsmiða á Púlsinn sem gildir á meðan húsrúm leyfir. Ath. Titicaca leikur kl. 22.00-23.30 á Argentínu - borðapantanir i s. 19555. Blúsmannahelgin er hátíð ætluð þeim, sem vilja skemmta sér í Reykja- vík yfir verslunarmannahelgina - í fyrra var uppselt öll kvöldin. PULSINN - þar sem kvöldið endar! LAUGARDAGS- OG SUNNUD AGSKV ÖLD Smellir, Ragnar Bjarnason og Evo Asrún sjó um að allir skemmti sér vel. SJÁUMST HRESS ■ MÆTUM SNEMMA! Aðgangseyrir kr. 800,- Snyrtilegur klæðnaður. Opið fró kl. 22.00 - 03.00. BREYTT OG BETRA DANSHÚS Hótel Borg - Heitust á sumrin OPIÐ ALLA HELGINA KL. 23 - 03 | Meimenþúgeturímyndaóþér! Laugavo^i 45 - t. 21 255 Opið frá kl. 19 til 03 - lofar góðu! mmt m mswm- MMmum Opið 18-03 föstud., laugard. og sunnud. Á miðnætti hefst söngvarakeppni og veitt verðlaun. Keppnin stendur í 11/2tíma og verðlaunaafhend- ing kl. 02. Vegleg verðlaun Irá P.S. musik og BOiF &tOWA!,BtBXSlr S, E©.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.