Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. AGUST 1992 29 Tannlæknastofa Aðstoð óskast á tannlæknastofu í miðbænum. Vinnutími frá kl. 13.00 - 18.00. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „T - 10331“ fyrir 12. ágúst. „Au pair“ 19 ára þýsk stúlka óskar eftir að dvelja á íslensku heimili við barnagæslu í eitt ár. Eingöngu heimili á stór-Reykjavíkursvæðinu kemur til greina. Upplýsingar gefnar í síma 93-11070. Fóstrur óskast á leikskólann Lönguhóla, Höfn í Hornafirði. Flutningskostnaður greiddur. Húsnæði í boði. Upplýsingar á bæjarskrifstofum í síma 97-81222 og 97-81929. Skrifstofustjóri óskast í fyrirtæki úti á landi. Reynsla af skrifstofustörfum og uppgjöri bókhalds nauðsynleg. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Skriflegar umsóknir um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „K - 8212“, fyrir 8. ágúst. Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðing vantar til starfa á Heilsu- gæslustöðina, Bíldudal. Heilsugæslustöðin er HO-stöð og þjónað frá Heilsugæslustöð- inni, Patreksfirði. Móttaka lækna er tvisvar í viku. í boði er góð starfsaðstaða, góð launa- kjör, 4ra herbergja íbúð og notalegt mannlíf í þorpi, sem þekkt er fyrir líflegt félagslíf. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri í síma 94-1110. Stýrimaður Vanan 1. stýrimann vantar á ísfisktogara, sem gerður er út frá Norðausturlandi. Viðkomandi þarf að geta leyst af skipstjóra. Plássið er laust í byrjun september. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og/eða útgerðarstjóri. Jökullhf., 675 Raufarhöfn, sími 96-51200. Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um hlutastörf getur verið að ræða. Góð starfsaðstaða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraðs og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja er laus til umsóknar. Um verksvið framkvæmdastjóra fer sam- kvæmt 29. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi sé eða verði búsettur á Suðurnesjum. Umsóknir berist formanni stjórnar S.K. og H.S.S. fyrir 15. ágúst 1992. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. Heilsugæslustöð Suðurnesja. Organisti óskast til starfa Söfnuðir ísafjarðarprestakalls auglýsa stöðu kirkjuorganista. Um fullt starf er að ræða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra organleikara. Allar nánari upplýsingar veita formaður sókn- arnefndar ísafjarðar, Björn Teitsson, í síma 94-4119 eða 94-4540 og varaformaður, Elísa- bet Agnarsdóttir, í síma 94-3391. Sóknarnefndir ísafjarðarprestakalls. Heilsugæslustöðin Patreksfirði Staða heilsugæslulæknis er laus frá 1. september nk. Sérgrein ,í heimilislækningum er æskileg. Stöðin er rekin í starfstengslum við Sjúkra- húsið á Patreksfirði og fylgir stö.ðinni hálf aðstoðarlæknisstaða við sjúkrahúsið. Vinnuaðstaða er mjög góð og ágætir læknabústaðir. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra fyrir 10. ágúst nk. Framkvæmdastjóri og yfirlæknir gefa nánari upplýsingar í síma 94-1110. Ræstingarstörf Traust þjónustufyrirtæki í austurborginni, óskar að ráða ræstingarfólk til starfa vegna skipulagsbreytinga á fyrirkomulagi ræstinga hjá fyrirtækinu. Störfin eru laus 1. sept. nk. Um er að ræða tvö störf, í annað þarf tvo einstaklinga sem taka það saman, en í hitt einn einstakling. Vinnutími er á bilinu frá kl. 17 til kl. 23. Eingöngu koma til greina drífandi og strang- heiðarlegir einstaklingar. Umsóknir, er tilgreini nauðsynlegar upplýs- ingar, sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „V - 1033“ fyrir 7. ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað. fg} ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Yfirmaður í hljóðdeild Þjóðleikhúsið auglýsir starf yfirmanns í hljóð- deild laust til umsóknar. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Þjóðleikhúss- ins, Lindargötu 7, fyrir 17. ágúst nk. Þjóðleikhúsið, Lindargötu 7. Aðstoð á tannlækna- stof u óskast Þarf að geta byrjað 1. september. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist aug- lýsingadeild Mbl. eigi síðar en 10. ágúst merktar: „S - 11275“. Kirkjuvörður Laugarneskirkja í Reykjavík óskar eftir starfs- krafti til að annast kirkjuvörslu og meðhjálp arastörf. Umsóknir og upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist til formanns sóknarnefnd- ar, Carls Stefánssonar, Rauðalæk 23, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. 1. flokks ritari sjálfstætt starf Fyrirtækið er innflutnings- og smásölufyrir- tæki í Reykjavík. Ritari mun annast bréfaskriftir í ritvinnslu; ■* Word for Windows, halda utan um pantanir, gögn og tollskjöl, hafa umsjón með banka- málum auk þess sem ýmis erlend samskipti falla inn í verksviðið. Áhersla er lögð á að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegu, séu ná- kvæmir og skipulegir í vinnubrögðum auk þess vanir að vinna sjálfstætt. Góð laun eru í boði fyrir hæfan starfsmann. Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst nk. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RAÐNINGARÞJONUSTA Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hœö, 105 Reykjavik Framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofa íslands óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust strax eða samkvæmt nánara samkomulagi. Ráðstefnuskrifstofa (slands var stofnuð af Ferðamáiaráði íslands, Reykjavíkurborg, Flugeiðum hf., Félagi íslenskra ferðaskrifstofa og Sambandi veitinga- og gistihúsa. Tilgangur félagsins er: - Að koma upplýsingum um ísland á framfœri á alþjóðamarkaöi og möguleika landsins til funda- og ráðstefnuhalds og móttöku hvata- ferða. - Að miðla á hlutlausan hátt upplýsingum um aöila að RSÍ og á sama hátt að miðla upplýsingum á hlutlausan hátt til sömu aðila. - Að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar af móttöku erlendra ferða- manna, stuðla að faglegum vinnubrögðum allra þeirra, er veita þjónustu við fundi og ráðstefnur. - Að afla tölfræðilegra upplýsinga um ferðamál. Leitað er að drífandi og kröftugum einstakl- ingi, sem hefur góða markaðsþekkingu, ásamt skipulags- og stjórnunarhæfileikum, er nýtast í þetta nýja og krefjandi starf. Góð tungumálakunnátta er skilyrði. Nánari upplýsingar um starfið fást á skrif- stofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist Guðna Jóns- syni, ráðgjöf og ráðningarþjónustu, Tjarn- argötu 14, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. CtUÐNI Tónsson RÁÐGJÖF & RÁÐN l N CARTJÓN U5TA TfARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.