Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 38
38
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Vinnan skilar góðum
árangri í dag. Dómgreind
þín í fjármálum er góð, en
þér er hætt við að eyða of
miklu í skemmtanir.
Naut
(20. apríl - 20. maí) tfð?
Stattu við loforð sem þú
gafst einhvetjum í fjölskyld-
unni. Horfur í ferðamálum
eru mjög góðar. Ástin
blómstrar í dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Þú hefur glöggan skilning á
fjármálunum. Forðastu ýkj-
ur og öfgar í samskiptum
við einhvem nákominn.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) H86
Þú gætir verið ógætinn í
íjármálum í dag. í kvöld
ættirðu að skemmta þér vel
með ástvinum og kunningj-
um.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Góður dagur til að hugsa
um heimilið. Frami í starfi
er tryggður og heppilegt að
ræða við yfirmenn í dag.
Vertu ekki of ágengur í
kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. septemlxir)
Dagurinn er hagstæður fyr-
ir ástamálin og skemmtanir.
Listrænir hæfileikar láta að
sér kveða.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Fjölskyldumálin snúast þér
í hag í dag. Einn vina þinna
virðist ögn kærulaus. Njóttu
heimilislífsins í kvöld.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Smávegis áhyggjur vegna
peningamála fiijá þig í dag.
Alúð og samstaða einkenna
heimilislífíð. Rasaðu ekki
um ráð fram í vinnunni.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) &
Horfur í peningamálum fara
batnandi í dag og ný tæki-
færi gefast í viðskiptum. Þú
hefur tilhneigingu til að láta
aðra um afgreiðslu mála.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ástamálin gegna stóru hlut-
verki í dag. Þú kannt að
meta trúnað vinar. Gættu
þess að eyða ekki of miklu
í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Góð sambönd reynast þér
til gæfu í viðskiptum og þú
leysir mál sem lengi hefur
valdið þér áhyggjum. Fjöl-
skyldumálin hafa forgang í
dag.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) £
Góður dagur til að koma
skoðunum þínum á fram-
færi, en sýndu nákvæmni á
vinnustað. Félagslífið hefur
upp á margt að bjóða.
Stjömuspána á aö lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vtsindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992
- :—., .. . i—| -rí-—‘4-í í—H —. ■■ ■ "
DÝRAGLENS
LJÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
li was a dark
and stormy night.
Þad var dimm óveðursnótt
Skyndilega kváðu við tutt- Tuttugu og eitt skot? Það voru tuttugu og eitt
ugu og eitt skot kveðjuskot.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Evrópumeistarinn í einmenn-
ingi, Pólveijinn Piotr Gawrys, á
4. tilnefninguna til besta varnar-
spils ársins. Spilið er úr ein-
menningnum í París í vor, þar
sem Gawrys heldur á spilum
austurs.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 763
♦ D9
♦ ÁK6
♦ 109753
Vestur
♦K9 ..
♦ AG8753
♦ 7542
♦ G
Suður
♦ DG82
TK104
♦ DG98
*ÁD
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 grand
Pass 3 grönd Allir pass
Útspil: Hjartasjö.
Sagnhafí átti fyrsta slaginn í
blindum á hjartaníu og spilaði
strax laufí og svínaði drottning-
unni. Þegar gosinn fellur virðist
spilið unnið með því að sækja
einn slag á lauf í viðbót. Slagirn-
ir verða þá 4 á tígul, 3 á lauf og
2 á hjarta ef vörnin heldur sókn-
inni þar áfram. Með þessa áætl-
un í huga tók sagnhafi laufás,
spilaði tígli á ás og lauftíunni
úr borði.
Gawrys drap á laufgosann,
en það hvarflaði ekki að honum
að svara makker upp í hjarta.
Né heldur lét hann freistast, af
spaðanum. Hann fann eina spilið
til að hnekkja geiminu — tígul-
tíul! Þar með var samgangur
sagnhafa í molum og hann gat
ekki sótt sér níunda slaginn án
þess að fría 5. slaginn fyrir vörn-
ina.
Austur
♦ Á1054
♦ 62
♦ 103
* K8642
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á Ólympíuskákmótinu í Manila
kom þessi staða upp í viðureign
stórmeistaranna Eduard Meduna
(2.500) og Jonny Hector (2.535),
Svíþjóð, sem hafði svart og átti
leik.
29 .. .Rxd4! 30. exd4 - Dxd4
(Hvítur nær nú ekki að halda valdi
á öllum veilum sínum í einu, sem
eru biskupinn á b4, peðið á f2 og
c3 reiturinn) 31. Be7 - Dc3+ 32.
Kfi - Df3 33. Hgl - e3! 34.
Hh2 (Jafngildir uppgjöf, en eftir
34. fxe3 - Dxe3+ getur svartur
t.d. hirt biskupinn á e7) 34. -
Rxh2 35. Kxh2 - exf2 36. Hfl
- Hc3 37. Dxf2 - Dh3+ 38. Kgl
- Hg3+ 39. Dxg3 - Dxg3+ 40.
Khl - Dh3+ og hvitur gafst
upp. Svíar unnu góðan sigur,
3-1, í þessari viðureign í 9. um-
ferð mótsins, en tókst ekki að
fylgja honum eftir því næstu um-
ferðum töpuðu þeir fyrir ísrael og
Indlandi, með minnsta mun. Svíar
enduðu í 18., sæti á mótinu, næst-
hæstir Norðurlandaþjóða.