Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 Islensk verslun: Auðlind í álögum Hugleiðing í tilefni af frídegi verslunarmanna HEILDARVELTA NOKKURRA ATVINNUGREINA SKV. VIRÐISAUKASKATTSSKÝRSLUM 1990 FISKVEIÐAR OG FISKIÐNAÐUR 17,28% LANDBUNAÐUR 2,57% ÞRÓUN VINNUAFLS í NOKKRUM ATVINNUGREINUM ■ 1972 fH 1988 VERSLUN, VEITINGA- OG HÓTELREKSTUR FISKVEIÐAR OG FISKIÐNAÐUR SAMGÖNGUR LANDBÚNAÐUR Halmlld: LANDSHAGIH1N1 Hagatoti kUnda eftir Birgi Rafn Jónsson Verslun er óijúfanlegur þáttur í lífí hvers íslendings og leikur reyndar stærra hlutverk en flestir gera sér grein fyrir. Hinn sýnilegi hluti, smásöluverslunin, tengist daglegu lífí almennings og mótar um leið oft viðhorf til verslunar í heild. ímynd greinarinnar hefur lengi átt á brattann að sækja og þeir möguleikar sem hún felur í sér fá því oft lítinn hljómgrunn. En verslun er margþætt og flókin at- vinnugrein og fæstir gera sér grein fyrir mikilvægi hennar í hagkerf- inu. Enn færri sjá þau tækifæri sem bjóðast með þeim öru breytingum sem eru að verða á viðskiptaum- hverfí heimsins. Verslun er í eðli sínu mannfrek starfsemi og skapar hlutfallslega mörg atvinnutækifæri miðað við umfang. Á tímum sam- dráttar og atvinnuleysis ætti versl- un því að njóta vaxandi athygli stjómvalda og almennings. Verslun er gjarnan skilgreind sem sú starfsemi sem kaupir og selur vörur sem aðrir hafa fram- leitt. Þau viðskipti teygja sig milli hverfa, bæjarfélaga, landshluta, landa og/eða heimsálfa. Ferill vör- unnar er oft langur og flókinn og minnst af honum er sýnilegt al- menningi. Flestir þættir verslunar þykja nú sjálfsagður hlutur. Gildir það jafnt um almenna neytendur og daglega neysluvöru sem og fyr- irtæki og stofnanir sem þurfa að kaupa margvíslega vöru fyrir starf- semi sína. Þær aukast stöðugt kröf- urnar um fjöibreytt úrval, skjóta afhendingu og lágt verð. Og ef til vill er það besta viðurkenningin sem verslunin í heild sinni getur fengið því væntanlega ýtir góð frammistaða greinarinnar fremur undir auknar kröfur en hitt. Greint er á milli smásölu og stór- sölu eða heildsölu. í smásölu er um að ræða dreifíngu til almennings og endanlegs notanda. Stórsalan sinnir hins vegar stofnunum og fyrirtækjum, sem og smásölufyrir- tækjum og öðrum endurseljendum, auk þess sem hún sinnir milliríkja- verslun. Eitt meginhlutverk versl- unar er að tengja seljendur og kaupendur og brúa bilið milli ólíkra hagsmuna þeirra. Verslunin þarf að vera vakandi og bera boð milli aðila um gæði og magn, stund og stað og verð þeirrar vöru sem markaðurinn óskar eftir. Þróunin er ör og velgengni byggir á að „í hátíðaræðum og á tyllidögum er vinsælt að vitna í Jón Sigurðs- son forseta þar sem hann kvað frjálsa versl- un vera einn af horn- steinum frjálsrar þjóð- ar. Mikið hefur skort á að verslunin hér á landi nyti virðingar í sam- ræmi við þessi fleygu orð.“ fylgja henni vel eftir. Islenskri verslun hefur lengi ver- ið gert að búa við hátt verðlag, m.a. vegna mikilla flutningsgjalda, verðlagsákvæða sem hömluðu sam- keppni og einnig hárra skatta á verslunarrekstur og vöruverð. Þessar aðstæður hafa skaðað ímynd innlendrar verslunar og sett þá er við greinina starfa í varnar- stöðu. Slík starfsskilyrði hafa löng- um verið hemill á eðlilega þróun í verslun hér á landi. Margt hefur breyst til betri vegar en enn þarf miklar lagfæringar svo verslun nái að njóta sín til fullnustu. Máttur hinna mörgn og smáu Sem atvinnugrein hentar verslun íslenskum aðstæðum ákaflega vel. Hún er sem fyrr segir mannfrek á meðan iðnaðurinn er skilgreindur sem fjármagnsfrek atvinnugrein. Verslunin krefst með öðrum orðum lítils fjármagns en þarf mikið af starfsfólki. Hún býður um leið upp á skemmtilegt starfsumhverfi þar sem árangur byggir ekki hvað síst á jákvæðum mannlegum samskipt- um og persónulegum tengslum við viðskiptavinina. I dag starfa yfír 20 þúsund manns við verslun hér á landi eða um 16% af vinnuafli þjóðarinnar. Hefur það hlutfall aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og mun sú þróun væntanlega halda áfram.'Er það vel, því hjá flestum þeim þjóðum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við, starfar enn- hærra hlutfall vinnu- afls við verslun. Og þvert á það sem flestir gætu haldið hefur fjölgun starfa við verslun í þeim löndum alls ekki leitt til hækkunar verðlags á nauðsynjavöru. Annað einkenni greinarinnar er smæð fyrirtækjanna. Sé litið til nágrannaþjóða okkar eru um 86% verslunarfyrirtækja í Svíþjóð með 5 starfsmenn eða færri. I Evrópu- bandalaginu er talið að um 95% af hátt í 5 milljón verslunarfyrir- tækjum séu með færri en 10 starfs- menn. Smáfyrirtæki njóta vaxandi athygli og virðingar enda býr með þeim öflug uppspretta hugmynda og framfara. Þar víkur hagkvæmni stærðarinnar fyrir hagkvæmni sveigjanleikans. Eggjunum er dreift í fleiri körfur og afkoman er traustari. Þau veita jafnframt mikla atvinnu, greiða góð laun, auka vöruframboð til neytenda og síðast en ekki síst örva þau sam- keppni í atvinnulífinu í heild. íslensk verslun sem útflutningsgrein Fáar þjóðir eru jafn háðar milli- rikjaverslun og við íslendingar. Lífsafkomu okkar byggjum við á því að geta selt öðrum vörur, þekk- ingu og þjónustu. Fyrir gjaldeyrinn sem þannig er aflað kaupum við síðan flestar okkar nauðsynjar, enda fábreytni innlendrar fram- leiðslu eðlileg í ljósi smæðar mark- aðarins. íslensk verslun sem útflutnings- grein er í þessu ljósi áhugavert við- fangsefni. Mikil þekking á vörum og alþjóðlegum viðskiptum hefur safnast upp í íslenskum verslunar- fyrirtækjum í gegnum árin. Það sem á skortir hins vegar er sam- keppnishæft rekstrarumhverfí sem hvetur en ekki letur til fram- kvæmda. Allir þekkja þær fjöl- mörgu hindranir sem svonefndir fijálsir útflytjendur _á físki hafa þurft að yfírstíga. í dag standa þeir að útflutnirígi um 25% fískaf- urða þjóðarinnar þrátt fyrir þessar hindranir en ekki vegna stuðnings stjórnvalda. Enn skortir mikið á nútímaleg viðhorf til verslunar og atvinnu- reksturs almennt. Af því leiðir að stefnumótun og ákvarðanataka byggja oftar en ekki á þeim mis- skilningi að atvinnufyrirtæki og vörur þeirra eða þjónusta séu skatt- stofn sem hægt er að ganga í enda- laust. Það sem skortir er skilningur á að blómleg verslun er eins og annar blómlegur atvinnurekstur undirstaða aukinnar velmegunar. Fyrst þarf að skapa skilyrðin sem fela í sér hvatningil til dáða. Spennandi möguleikar Svonefnd sérleyfisverslun (franchising) er gott dæmi um verslunarstarfsemi sem er óháð staðsetningu og getur átt höfuð- stöðvar hvar sem æskileg rekstrar- skilyrði bjóðast. Eðli sérleyfisversl- unar sem er tiltölulega ný af nál- inni er alþjóðlegt og teygir hún anga sína til æ fleiri vöruflokka og landa. Hún byggir á hugviti sem felur í sér heildarmarkaðsfærslu ákveðinna vörutegunda og býður óneitanlega upp á marga spennandi möguleika. Nýleg dæmi hér á landi eru Benetton og Body Shop. Höfuð- stöðvar slíks fyrirtækis geta sem best verið á einum stað, þó fram- leiðslan fari fram í annarri heim- sálfu og hugmyndin/ímyndin ásamt vörunni sé markaðsfærð og seld um heim allan. Með slíkri starf- semi mætti auka útflutningstekjur okkar umtalsvert. Hér á landi vilja slíkar hugmyndir þó kafna í fæð- ingu vegna neikvæðra viðhorfa og tregðu kerfisins til að meðtaka nýjungar. Verslun er undirstaða í efnahagslífinu Viðast hvar í hinum vestræna heimi er litið á verslun sem eina af undirstöðum í efnahagslífinu. Innan EB er talið að verslun standi fyrir um 17% af verðmætasköpun og að við hana starfi um 13 milljón- ir manna. Er því ekki að furða þó vaxandi áhersla sé lögð á mikil- væ^ verslunar sem atvinnugrein- ar. í Danmörku og Hollandi gefur dreifing vöru til þriðja lands af sér umtalsverðar tekjur. Vísi að slíku er nú að finna hér á landi og munu verslunarmenn morgundagsins ugglaust skapa aukin tækifæri á því_ sviði. í hátíðaræðum og á tyllidögum er vinsælt að vitna í Jón Sigurðsson forseta þar sem hann kvað fijálsa verslun vera einn af hornsteinum fijálsrar þjóðar. Mikið hefur skort á að verslunin hér á landi nyti virð- ingar í samræmi við þessi fleygu orð. Verslun er í raun auðlind í álögum — auðlind sem byggir á fijóum hugmyndum og kraftmiklu framtaki einstaklinga og fyrirtækja þeirra; auðlind sem öll þjóðin á og tengist beint og óbeint. Það er verð- ugt verkefni okkar sem störfum við verslun að bæta ímynd greinar- innar og sjá til þess að hún njóti trausts og áhrifa í samræmi við framtíðarhlutverk sitt og vaxandi gildi í efnahagskerfi þjóðarinnar. Það er kominn tími til að kasta af sér álögunum. Samkvæmt því sem fram kemur í veglegu afmælisriti Verslunar- mannafélags Reykjavíkur sem gef- ið var út á aldarafmæli félagsins á síðasta ári, var fyrsti frídagur verslunarmanna haldinn hátíðlegur árið 1894. Er þess því skammt að bíða að verslunarmenn haldi sinn hundraðasta frídag í sameiningu. Eg óska öllum þeim sem starfa við verslun hér á landi til hamingju með daginn og greininni heilla um ókomna framtíð. Höfundur er formaður íslenskrar verslunar og Félags íslenskra stórkaupmanna. r T iíltóáur iff M 1 f jM«f a mnrrrtm Lm P 1 ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Organleikari Kjartan Sigurjónsson. Dómkórinn syngur. Sr. Hjalti Guð- mundsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14.00. Organleikari Kjartan Sigur- jónsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. Sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Baldur R. Sig- urðsson. GRENSÁSKIRKJA: Prestar og starfsfólk kirkjunnar eru í sumar- leyfi. Viðhald og viðgerð fer fram á kirkjunni. Prestar Háteigskirkju annast þjónustu á meðan. HALLGRIMSKIRKJA: Messa og barnastund kl. 11.00. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Þriðjudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beð- ið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbæn- ir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Vegna sumarleyfa starfsfólks Langholtskirkju er , minnt á guðsþjónustu í Bústaða- kirkju, sunnudag kl. 11. Sóknar- nefndin. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdótt- ir. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Ath. kirkjubíllinn fer ekki um sóknina. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðviku- dag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi- stund kl. 11 í umsjá sóknarnefnd- ar. Organisti Kristín Jónsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson messar. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sóknarnefnd. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðsþjónusta vegna sumarleyfa, en bent á guðsþjónustu í Árbæj- arkirkju. Sr. Gísli Jónasson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Org- anisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta í Seljahlíð kl. 11, í dag laugardag. Engin guðsþjónusta vegna sumar- leyfis starfsfólks kirkjunnar. Sókn- arprestur. SAFNKIRKJAN ÁRBÆJARSAFNI: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. KFUM/K: Vegna fjölskyldumóts í Vatnaskógi fellur sunnudagssam- koman niður. KRISTSKIRKJA Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- dagsmessa kl. 14 og ensk kl. 20. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18.30. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messa kl. 11. Laugard. kl. 14 og fimmtu- daga kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga kl. 18.30. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspítala Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúm- helga daga kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga kl. 8. VEGURINN: Samkoman fellur nið- ur vegna móts á Þingvöllum. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11. Sr. Bragi Friðriks- son messar. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í Hvannagjá kl. 11. Helgi- stund í Þingvallakirkju kl. 21. Sókn- arprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: í dag, laugardag sumartónleikar kl. 15 og 17. Þeir verða kl. 15 sunnudag og sunnudagsmessan kl. 17. Á frí- degi verslunarmanna, mánudag eru sumartónleikar kl. 15. Sóknar- prestur. KELDNAKIRKJA, Rangárvöllum: Messa kl. 14. Sóknarprestur. STAÐARHRAUNSKIRKJA í Söðul- holtsprestakalli: Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarpresturinn sr. Hreinn S. Hákonarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjarni Valtýr Guðjónsson. Sóknarnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.