Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 JRórgmifybifefi Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ferðalög og ferðalok Arið 1991 var stærsta „ferða- ár“ í sögu íslenzkrar ferða- þjónustu. Að meðtöldum farþeg- um, sem hingað komu með far- þegaskipum, heimsóttu rúmlega 156.000 erlendir ferðamenn landið á árinu. Ferðamálastjóri taldi í áramótagrein að gjaldeyr- istekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn árið 1991 hefðu num- ið um 12 milljörðum króna. Hann sagði og að tuttugasti hver ís- lendingur hefði atvinnu af því að selja ferðamönnum þjónustu. Af þessum tölum má sjá að ferðaþjónustan, sem í víðum skilningi er hluti af verzlunar- geiranum í þjóðarbúskap okkar, gegnir mikilvægu hlutverki í at- vinnu- og efnahagslífi okkar. Sá árangur sem náðst hefur á þess- um vettvangi er ávöxtur viða- mikils, viðvarandi og kostnaðar- sams kynningar- og sölustarfs á vegum ferðamálaráðs, flugfé- laga, ferðaskrifstofa, samtaka gisti- og veitingahúsa o.fl. En samkeppnin á þessum vettvangi er hörð og vaxandi. Hátt verðlag hér á landi hefur trúlega reynzt Þrándur í Götu þess vaxtar sem vonir stóðu til að yrði í streymi ferðamanna til landsins á líðandi ári. Það er nauðsynlegt að með- höndla allt sem lýtur að ferða- þjónustu af sömu vandvirkni og varkámi og viðhöfð er þegar viðkvæm útflutningsvara á í hlut. íslendingar ferðast og í vax- andi mæli um eigið land, sem þeir em smám saman „að upp- götva“ sem fýsilegan og spenn- andi orlofskost. Þar kemur fjöl- margt til. Meðal annars svoköll- uð bændagisting, sem nýtur vax- andi vinsælda, og býður á stund- um upp á veiði í ám og/eða vötn- um, hestaferðir, fagrar göngu- leiðir o.s.frv. Hálendið laðar sí- fellt fleiri ferðamenn á sinn fund, íslenzka sem erlenda. íslenzk sjávarpláss bjóða og upp á sitt- hvað forvitnilegt, m.a. sjó- stangaveiði og ferðir út í eyjar. En verðlagið í íslenzkri ferða- þjónustu skiptir máli fyrir heimafólk, ekkert síður en að- komið þegar orlof er skipulagt. Nú fer í hönd lang stærsta ferðahelgi íslendinga. Segja má að einstaklingar úr nær öllum fjölskyldum landsins leggi veg undir hjól um verzlunarmanna- helgina. Það verður því mikil örtröð á þjóðvegum landsins og mikils um vert, að allir sýni hátt- vísi og tillitssemi í umferðinni. Það er of seint að sýna varkárni þegar slys hefur átt sér stað. íslenzka umferðin hefur tekið tvö mannslíf í umferðarslysum að meðaltali í mánuði hverjum síðastliðin nokkur ár. Þá er ótal- inn fjöldi slysa, sem sum hver valda ævilöngu örkumli auk verulegs eignatjóns. Það er því full ástæða til þess að hvetja alla, sem undir stýri sitja, til að aka eftir aðstæðum og sýna fyllstu aðgætni og tillitsemi. Það liggur engum svo mikið á, þegar grannt er gáð, að hann megi ekki vera að því að lifa! Höfum það að meginmarkmiði okkar þessa verzlunarmanna- helgi að hún verði slysalaus; að allir megi heilum vagni heim aka í ferðalokin. Verzlunin og lífskjör- in Fáar þjóðir flytja út jafn hátt hlutfall framleiðslu sinnar, einkum af sjávarvörum, né inn jafn mikið af meintum nauðsynj- um og við íslendingar. Milliríkja- verzlunin, það er viðskiptakjörin við umheiminn, hafa því meiri áhrif á almenn lífskjör í landinu en flestir gera sér grein fyrir. Þetta á ekki sízt við um stöðu okkar á mikilvægustu mörkuð- um sjávarvöru, beggja megin Atlantsála, sem hæst verð greiða fyrir slíka framleiðslu. En það er ekki einungis milli- ríkjaverzlunin sem vegur þungt í almennum lífskjörum í landinu. Færa má að því rök að einka- framtaksmenn, sem stokkuðu upp matvörumarkaðinn á höfuð- borgarsvæðinu með tilkomu Hagkaups og fleiri stórmarkaða, hafi lækkað vöruverð og bætt kjör nejdænda verulega. Hverfaverzlanir hafa mætt vaxandi samkeppni með lengri opnunartíma, vandaðri vöru og „persónulegri" þjónustu. A heildina litið er niðurstaðan fjöl- breyttara vöruúrval, meiri vöru- gæði og lægra verð. Verzlunin gegnir þýðingar- miklu hlutverki í daglegu lífi og afkomu alls almennings í land- inu, bæði sem vinnuveitandi og þjónustuaðili. Það er ástæða til að minna á þessar staðreyndir um fríhelgi verzlunarfólks. Morgunblaðið árnar verzlunar- fólki og öðrum landsmönnum gleðilegrar og slysalausrar verzl- unarmannahelgi. V erslunarmannahelgin: Fólk á leið í ferðalag AÐ MÖRGU er að huga áður en lagt er af stað í útilegu. Sum- ir þurfa alveg nýjan útbúnað, tjald, svefnpoka og nýja skó á meðan aðrir huga að matar- kaupum enda er ekki mikið um að verslanir séu opnar yfir verslunarmannahelgina. Einar, Gunnar og Christel voru tilbúin strax upp úr hádegi í gær og lá leið þeirra á Þjóðhátíð í Eyj- um. Þau gátu ekki gert gert upp hug sinn fyrr en tveimur dögum áður hvort þau myndu fara á Eld- borg eða út í Eyjar en sögðu að á endanum hafi þau ákveðið að fara það sama og vinir sínir, sem flestir ætluðu út í Eyjar. Þau væru til í slaginn og höfðu ekki áhyggj- ur af því að veðrið myndi neitt spilla fyrir. Orri, Stefán og Margrét ætluðu í Búðir á Snæfellsnesi. Ferðalagið lagðist vel í þau og undirbúningur- inn var í hámarki þegar myndin var tekin af þeim. Þau nýttu sér tölvurnar, sem nýverið er búið að setja á alla vagna í Hagkaupum og sýndi hún 5.060 kr. og voru þau samt enn í óðaönn við að týna í vagninn. Þessi hópur var að leggja af stað til Vestmannaeyja. Morgunbiaðið/Ami Sæberg Hráskimisleikur með Hagræðingarsj óð eftir Friðrik Sophusson I tengslum við undirbúning ákvörð- unar ríkisstjómarinnar um aflaheim- ildir á næsta fiskveiðiári hafa átt sér stað sérkennilegar umræður um ráð- stöfun væntanlegra tekna svokallaðs Hagræðingarsjóðs. I þeim umræðum hefur jafnvel verið gefíð í skyn að mannvonsku og héraðaríg sé um að kenna, að aflaheimildum sjóðsins var ekki úthlutað til að jafna áhrif þorsk- brests á byggðarlögin í landinu. Hér á eftir verða skýrðar hinar raunveru- legu ástæður málsins. Fjárlagahalli og kostnaðarþátttaka Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum blasti við stórkostlegur halli á ríkissjóði, en hann varð 12,5 millj- arðar á sl. ári, þrátt fyrir aðgerðir stjómvalda til að draga úr honum. Viðskiinaður ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og ný efnahagsáföll leiddu til þess að taka þurfti ríkisfjár- málin fastari tökum en áður hafði verið gert. Til að verja velferðarkerfíð og koma í veg fyrir stórkostlegar er- lendar lántökur umfram efnahags- getu þjóðarinnar var meðal annars gripið til þess ráðs að láta fólk og fyrirtæki greiða fyrir hluta þeirrar þjónustu sem ríkið lætur þeim í té. Almennum skattahækkunum var hafnað. Um þessa stefnu var fullt samkomulag í ríkisstjóminni og stjómarflokkunum. Hafró og Hagræðingarsjóður Að áliti ríkisstjómarinnar og án efa flestra landsmanna er starfsemi Hafrannsóknastofnunar nauðsynleg forsenda skynsamlegra fiskveiða á íslandsmiðum. Til að standa straum af kostnaði stofnunarinnar þarf að sjálfsögðu fjármagn. Sérstaða hennar gagnvart öðmm rannsóknarstofnun- um felst í því að nánast er ógjörning- ur að deila kostnaðinum á tiltekna aðila í sjávarútvegi eftir því hvernig þjónustan nýtist þeim. Ég lagði því til á síðasta ári, að sérhver útgerða- raðili greiddi til stofnunarinnar eina krónu á hvert þorskígildiskíló, sem útdeilt er á veiðiskip (allur fiskur meðtalinn). Þannig hefði verið hægt að afla u.þ.b. 500 milljóna króna. Á þessa aðgerð var ekki fallist, því að henni þótti svipa til veiðileyfagjalds. Að áliti ráðamanna í sjávarútvegi var álitinn illskárri kostur að beina tekjum Hagræðingarsjóðs af sölu veiðiheim- ilda í ríkissjóð og standa þannig und- ir verulegum hluta rekstrarkostnaðar Hafrannsóknastofnunar. Eftir miklar viðræður var fallist á þessa tilhögun. Ríkissjóður mun þvi þrátt fyrir þetta þurfa að fjármagna stofnunina með lánum meginhluta ár§ins, þar sem kvótasalan fer fram í lok ársins. Einnig er tekin nokkur áhætta, þar sem ekki er ljóst hvort aflaheimildir Hagræðingarsjóðs selj- ast, né heldur hvert gangverðið verð- ur. Áætluð upphæð í fjárlögum er 525 milljónir króna, sem er á að giska 0,7% af útflutningsverðmæti sjávaraf- urða. Nú þegar hefur stofnunin eytt rúmum helmingi upphæðarinnar og þess vegna hefur safnast upp veruleg skuld við ríkissjóð. „Jöfnunaraðgerðir" Óánægja ýmissa forystumanna í sjávarútvegi með Hagræðingarsjóð og núverandi hlutverk hans hefur ávallt verið fyrir hendi. Sá, sem þessar línur ritar, veit hve algeng sú skoðun er að ríkisstofnanir eigi að láta fólki og fyrirtækjum í té þjónustu án endur- gjalds. Hefði ríkisvaldið látið undan þeirri kröfu að almennir skattgreið- endur eigi að greiða allan rekstur Hafrannsóknastofnunar, eru líkur á að sams konar kröfur annarra at- vinnugreina hefðu siglt í kjölfarið. I þessu sambandi megum við ekki gleyma að allur almenningur hefur þurft að sætta sig við versnandi kjör vegna ytri áfalla. Ef fyrirtækin greiða ekki hlutdeild í rekstrarkostnaði rann- sóknarstofnana atvinnulífsins, hví skyldi þá ríkissjóður heimta þjónustu- gjöld af einstaklingum og fjölskyld- um? í þeirri erfíðu stöðu, sem ríkis- stjómin var vegna tillagna fiskifræð- inganna, var enginn kostur góður. Ekkert getur fyllt það skarð, sem þorskbresturinn skilur eftir. Ríkis- stjómin valdi þá leið að leyfa heldur stærri aflakvóta en Hafrannsókna- stofnun mælti með til að draga úr því mikla höggi sem stórfelldur samdrátt- ur í þroskveiðum óhjákvæmilega veld- ur. Mönnum er eðlilega tíðrætt um jöfnunaraðgerðir vegna þess að þrosk- bresturinn lendir með misjöfnum þunga á byggðarlögin. Að mínu mati var virkasta jöfnunaraðgerðin að taka frá 10-15 þúsund tonna þorskkvóta og deila honum út á þau skip sem urðu fyrir mestri skerðingu. Ef grípa átti til jöfnunaraðgerða var ekki hjá því komist að breyta gildandi lögum, því að fiskveiðikerfið er þrælbundið í lög. Sömu sögu er að segja um ráð- stöfun á aflaheimildum Hagræðinga- sjóðs. 1 aflaheimildum Hagræðingar- sjóðs er hins vegar aðeins u.þ.b. 60% þorskur og þess vegna nýtast þær illa til jöfnunar. Þrátt fyrir þessa stað- reynd var áfram haldið að togast á um aflaheimildir sjóðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.