Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992
SKERÐING ÞORSKVEIÐIHEIMILDA OG SALA AFLAHEIMILDA HAGRÆÐINGASJOÐS
Yestfirðingar eru full-
ir vonbrigða og reiði
Skerðing þorskveiði-
heimilda kemur mjög illa
niður á vestfirskum sjáv-
arútvegsfyrirtækjum.
Vestfirðingar eru ugg-
andi um þessar aðstæður
og fullir vonbrigða og
reiði. Það er einkum
ákvörðun ríkisstjórnar-
innar um sölu aflaheim-
ila úr hagræðingasjóði
sem menn eiga bágt með
að þola. Greinilegt er að
þá ákvörðun ætla Vest-
firðingar ekki að láta
ganga yfir sig átaka-
laust. Jón Páll Halldórs-
son framkvæmdastjóri
Norðurtangans á ísafirði
segir að með flötum nið-
urskurði veiðiheimilda
sé verið að taka viss
byggðarlög og fyrirtæki
af lífi með handafli. For-
maður Sjómannafélags
Isfirðinga vill að ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar
verði virt að vettugi.
Guðfinnur Pálsson fram-
kvæmdastjóri Straum-
ness hf. á Patreksfirði
segir að ákvörðun ríkis-
sljórnarinnar sé hrein og
klár eignaupptaka.
c flísat'
HARÐVIÐARVAL
HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SfMI 671010
Eyöir
fljótt
stíflum
Tuskur
Feiti
Lífræn efni
Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Shell- og Esso
-stöðvar
@cai
TIIMinn
stíflu
og helstu byggingavöru-
verslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 77878.
Frá smábátahöfninni á ísafirði
Stefnir í at-
gervisflótta
- segir Einar G.
Hjaltason forseti
bæjarstjórnar
„Sveitarfélög á Vestfjörðum
eru engan veginn í stakk búin
til að bjóða í kvóta Hagræðinga-
sjóðs,“ segir Einar G. Hjaltason
forseti bæjarstjórnar á Isafirði.
Hann kveðst vera þeirrar skoð-
unar að ríkisstjórnin verði að
brjóta odd af oflæti sínu og
endurskoða án tafar ákvörðun
sína um sölu veiðiheimilda úr
hagræðingarsjóði.
Einar segir að óhjákvæmilega
leiði skertar veiðiheimildir af sér
samdrátt á ísafirði eins og annars
staðar. Um leið bendir hann á að
á ísafirði séu sterk fyrirtæki í út-
gerð og fiskvinnslu sem sýnt hafí
ótrúlega aðlögunarhæfni og staðið
af sér margar raunir. Að sögn
Einars hafa þessi fyrirtæki hingað
til plumað sig án aðstoðar bæjarfé-
lagsins og það hafi verið stefna
meirihlutans í bæjarstjórn að
leggja ekki fé í rekstur fyrirtækj-
anna. Nú hafa forsvarsmenn sjáv-
aútvegsfyrirtækja farið fram á það
að sveitarfélagið létti af þeim
birgðum. Meðal þess sem þá er
nefnt eru aðstöðugjöld, en þau
nema u.þ.b. einu prósenti af veltu
fyrirtækjanna. Einar segir að
þarna sé um pólitískar ákvarðanir
að ræða og eðlilegt væri að ríkis-
valdið kæmi til móts við sveitarfé-
lögin. Hann telur það í hæsta
máta óeðlilegt að eftir að ríkið
hefur að undanförnu stóraukið
álögur á bæði sveitarfélög og sjáv-
arútveg skuli nú enn vera hert á
innheimtunni með veiðileyfagjöld-
um.
V^terkurog
k./ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Annars segir Einar að erfitt sé
að átta sig á stefnu ríkisstjómar-
innar í atvinnumálum. Þetta birtist
meðal annars í því að á sama tíma
og félagsmálráðherra leggst gegn
því að sveitarfélögin taki þátt í
atvinnurekstri sendir sjávarút-
vegsráðherra bréf til sveitar-
stjóma um að þau kaupi aflaheim-
ildir úr hagræðingarsjóði, og það
með fyrirvara um verð.
„Verst er þó hvað þessi mikla
skerðing aflaheimilda ár eftir ár
dregur þrótt úr fólki,“ segir Ein-
ar. „Mér segir svo hugur um að
ef að þróuninn veður ekki snúið
við bresti hér á atgervisflótti. ís-
lendingar búa yfir mikilli þekkingu
á sjávarútvegi og ef þeir menn sem
aflað hafa sér þeirrar þekkingar
fá ekki að njóta sín hér er hætt
við að þeir láti reyna á mögueika
sína erlendis.“
Um sjávarútveginn almennt
segir Einar að það sé augjóst að
kvótinn standi ekki undir rekstri
og fjárfestingum. Hann telur það
mjög brýnt að skuldabyrði sjávar-
útvegsfyrirtækja verði létt, meðal
annars með því að selja úr landi
þau tæki og vélar sem hvort sem
er standi hér ónotuð.
Siðferði-
lega rangt
- segir Guðfinnur
Pálsson framkvæmda-
stjóri Straumness hf.
Patreksfirði
„Lög og reglur sem heimila
að mönnum og byggðarlögum
sé mismunað jafn herfilega og
raun ber vitni eru siðferðilega
rangar,“ segir Guðfinnur Páls-
son framkvæmdastjóri fisk-
vinnslunnar Sraumness hf. á
Patreksfirði. Guðfinnur segir
að eignir í sjávarútvegi séu
metnar eftir kvótaeign og því
sé það hrein og klár eignaupp-
taka þegar aflaheimildir sumra
fyrirtækja séu auknar um
6-7%o en annarra skertar um
allt að 20%«.
Að sögn Guðfínns verður
Straumnes hf. mjög hart úti vegna
skertra veiðiheimilda nú, því að
fyrirtækið byggir afkomu sína að
miklu leyti á bátaútgerð. Guðfínn-
ur kveðst álíta að nota hefði átt
aflaheimildir hagræðingasjóðs til
að jafna út áfallið. Guðfínnur tek-
ur fram að það séu ekki sjónarmið
til verndunar þorskstofninum sem
menn eru ósáttir við heldur flatur
niðurskurður á veiðiheimildum.
„Ég held að Vestfírðingar myndu
sætta sig við skerðingu upp að
ákveðnu landsmeðaltali," segir
Guðfinnur. „Á annað getum við
ekki sæst og ég ætla rétt að vona
að þingið taki fram fyrir hendurn-
ar á ríkisstjórninni og hnekki
ákvörðunum hennar um hagræð-
ingarsjóð."
Fólki líður
eins og á því
hafi verið
brotinn
réttur
- segir Jón Páll Hall-
dórsson framkvæmda-
stjóri Norðurtangans
„Ríkisstjórnin hlýtur að átta
sig á því að þegnar hennar sitja
ekki aðgerðarlausir undir þeim
skerðingum á lífsafkomunni
sem nú er boðuð," segir Jón
Páll Halldórsson framkvæmda-
stjóri hraðfrystihússins Norð-
urtangans hf. á ísafirði. „Ég
treysti því að ráðherrarnir sjái
að sér og noti hagræðingarsjóð
til þess að milda áhrif skertra
veiðiheimilda."
Jón Páll bendir á að á síðustu
tólf árum hafi orðið nærri sextíu
prósent skerðing á þorskveiði-
heimildum. Hann segir að afkomu-
möguleikar sjávarútvegsfyrir-
tækja hafi verið óviðunandi fyrir
og telur að mjög fá fyrirtæki hafi
möguleika til áframhaldandi
reksturs eftir niðurskurðinn nú
nema með algerri uppstokkun.
„Þetta kallar á aukna frystingu
úti á sjó með vaxandi samdrætti
og atvinnuleysi í landi,“ segir Jón
Páll. „Afkastageta frystihúsanna
er miðuð við vinnslu 400 til 500
þúsund tonna af þorski á ári.
Undanfarin ár hefur aflasam-
drætti verið mætt með aukinni
hagræðingu og fyllri vinnslu af-
lans í frystihúsum. Núí er hætt við
að stórt skref verði stigið aftur á
bak, því að vinnslan um borð í
togurunum getur ekki staðist sam-
jöfnuð við það sem best er gert í
landi.“
Jón Páll segir að það valdi mest-
um vonbrigðum að hagræðingar-
sjóður skuli ekki hafa verið nýttur
til að draga úr áfallinu eins og
gert hafí verið við áþekkar aðstæð-
ur á undanförnum árum. Jafn-
framt segir Jón Páll að lagfæra
þurfí ýmislegt í rekstrarumhverfi
sjávarútvegsins og nefnir í því
sambandi vexti, lengingu lána og
ýmis gjöld.
„Ég hef aldrei orðið vitni að
öðrum eins vonbrigðum og heift
og í þessari viku,“ segir Jón Páll.
„Fólkinu líður eins og á því hafi
verið brotinn réttur. Þetta er skilj-
anlegt því hér er beinlínis verið
að taka ákveðin byggðarlög og
viss fyrirtæki af lífí með handafli
eins og sést glögglega á töflu sem
birtist í Morgunblaðinu á fímmtu-
dag. Ég býst ekki við því að ráð-
herrarnir hafí fengið umboð til
slíkra aðgerða. Ég held að ýmsir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu
átt að gera sér ljóst að Vestfirðing-
ar láta ekki vaða þannig yfír sig
án þess að hreyfa andmælum.“
Sókn uiii-
fram veiði-
heimildir
nauðvörn
- segir Sigurður R.
Olafsson formaður Sjó-
mannafélag's Isfirðinga
Vestfirðingar eiga ekki um
nema tvennt að velja að mati
Sigurðar R. Ólafssonar for-
manns Sjómannafélags ísfirð-
inga. Annað hvort að pakka
saman eða gæta að því hvort á
svæðinu leynist afkomendur
Þórðar kakala, menn sem eru
tilbúnir til að virða skerðinguna
að vettugi og veiða þrátt fyrir
hana. „Sókn umfram veiðiheim-
ildir nú væri bara nauðvörn,"
segir Sigurður.
„Ég er alveg sannfærður um að
það eru ekki mörg ár þangað til
ríkisstjórn íslands skipar fortíðar-
vandanefnd til að rannsaka hvern-
ig í ósköpunum stóð á því að ríkis-
stjóm Davíðs Oddssonar fór að til-
lögum fískifræðinga árið 1992,“
segir Sigurður.
Sigurður kveðst ekki vera and-
stæðingur einhverrar stjórnunar á
fiskveiðum en mjög andvígur kvóta
á einstök skip. Jafnframt lýsir
hann eftir nákvæmum gögnum um
það hvar á miðunum fisksins sé
aflað. „Það er ljóst að meirihluti
þorskafla togaranna er veiddur á
Vestfjarðamiðum rétt eins og afli
vertíðarbáta er mestur við Suður-
land,“ segir Sigurður. „Til þessara
staðreynda þarf að taka meira til-
lit til stjórnunar á veiðunum. Sjó-
mannasambandið hefur barist fyrir
því að sjóðakerfið verði lagt niður.
Hagræðingasjóður er þar með tal-
innn. Menn eiga að fá að veiða
eins og geta þeirra leyfir. Ég er
sannfærður um að það á eftir að
koma upp fiskur-við landið og þá
lendir útgerðin í vandræðum af því
hún ekki lengur neinn kvóta.“