Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 28
Utvegsmannafélag Norðurlands; Fundur með stjómarþing- mönnum á Akureyri í gær Útvegsmannafélag Norðurlands boðaði stjórnarþingmenn af Norð- urlandi til fundar á Akureyri i gær. Til umræðu var vandi sjávarút- vegs í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um fiskveiðar, aflaskerð- ing sem svæðið verður fyrir, fyrirkomulag Hagræðingarsjóðs og fleira tengt þessum málum. Kjarnalundur í Kjarnaskógi: Söluandvirði Sogns í byggingarsjóðinn hjá heilsuhælinu Sverrir Leósson, formaður Út- vegsmannafélags Norðurlands, sagði að Vestfirðir og Norðurland yrðu hart úti í þeim skerðingum sem yrðu á afla, enda vægi þorskur svo þungt í þeim efnum. Hann sagði FJÖLSKYLDUSKEMMTUN verður í dag klukkan 14 í Glerár- skóla á Akureyri á vegum Sumar- skólans á Akureyri. A vegum skól- ans hafa í sumar verið haldin nám- skeið fyrir böm í ýmsum listum. ÚTIMARKAÐUR verður í göngu- götunni á Akureyri í dag. Markað- urinn hefst klukkan 10 og stendur fram eftir degi. Kaupmenn og ein- staklingar bjóða þar fram ýmsan fjölbreyttan vaming. útvegsmenn telja að nota ætti Hag- ræðingarsjóð til að mæta þessu áfalli og umfram allt án endur- gjalds, en það væri þó ekki nema eitt af fjölmörgum skrefum sem stíga þyrfti gegn þeim vanda sem að steðjaði. Sverrir sagði að þessi fundur með þingmönnum hefði verið málefna- legur og góður, skipst hefði verið á skoðunum og þingmönnum gerð skýr grein fyrir því hveijar skoðan- ir útvegsmanna á Norðurlandi em á þessum málum. Stefnt væri að því að hitta þingmenn aftur um miðjan ágúst til frekari viðræðna um málin. Tómas Ingi Olrich, alþingismað- ur, taldi að fundurinn hefði verið gagnlegur. Útvegsmenn hefðu gert grein fyrir skoðunum sínum, en þeir hefðu ekki frekar en alþingis- menn talað einum rómi um málin. Hann sagði að þetta hefði verið viðræðufundur og ekki verið tilefni til að gefa yfirlýsingar um það hvernig fundin yrði lausn á vanda útgerðarinnar. Tómas sagðist telja óhjákvæmi- legt að endurskoða lög um Hagræð- ingarsjóð, en sagðist leggja áherslu á að það væri á misskilningi byggt að það eitt leysti þennan vanda. Hitt væri óumflýjanlegt að_ verð- lækkun á sjávarafurðum íslend- inga, fall Bandaríkjadals og minnk- andi afli kæmu til með að skerða lífskjör þjóðarinnar. Spurður um afstöðu til gengisfellingar sagði Tómas að til hennar væri ekki hægt að grípa sem efnahagsráð- stöfunar nema almennur skilningur væri fyrir því að slík leið væri óhjá- kvæmileg, að öðrum kosti lenti þjóðin í gamalkunnri víxlverkun hækkana kaupgjalds og verðlags. Byggingaframkvæmdum við heilsuhælið Kjarnalund þokar stöðugt áfram. Hluti söluandvirðis Sogns hefur þegar borist í bygg- ingasjóðinn og framlög einstak- linga eru dijúgur þáttur í fjár- mögnun byggingarinnar. Vonir standa til að starfsemi geti hafist í Kjarnalundi á næsta ári. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Náttúrulækningafélagi Akureyrar er bygging heilsuhælisins Kjarnalundar í Kjarnaskógi komin vel á veg. Stutt er þar til suðurhluti kjallarans verður tilbúinn, en þar verður meðal annars aðstaða fyrir þá sem stunda útivist í Kjamaskógi svo og þjálfunarað- staða, böð og fleira. Stefnt er að því að ljúka sem fyrst innréttingu fyrstu hæðar auk þess að vinna að lóðarfrá- gangi og nýjum vegi að Kjama- lundi. Síðan verður innréttingum efri hæða haldið áfram eftir því sem fjár- hagur leyfír. Akveðið hefur verið að söluand- virði Sogns í Ölfusi renni að mestu til byggingaframkvæmda í Kjama- lundi. Þar er um að ræða 30 milljón- ir króna og eru 8 milljónir þegar komnar norður. Annars hefur Kjamalundur að mestu risið vegna fijálsra framlaga einstaklinga, sveit- arfélaga, og annarra samtaka. Á fyrri helmingi þessa árs hafa heilsu- hælinu borist framlög einstaklinga að upphæð 2.260.200 krónur en á sama tíma hefur borist ríkisframlag 500.000 krónur og styrkur frá Akur- eyrarbæ 50.000 krónur. Mestu mun- ar um framlag níræðs manns sem gaf eina og hálfa milljón króna, sem varið var til að koma upp rafknúnum útihurðum auk frágangs á aðgengi með hellulögn og snjóbræðslukerfí. Um stuðning og framlög einstakl- inga, segja forráðamenn Náttúm- lækningafélagsins, að sá góði stuðn- HALLÓ AKUREYRI býður meðal annars upp á ókeypis sýningu á kvikmyndinni Hárið í 1929 klukk- an 18 í dag. Klukkan 20 í kvöld verða djasstónleikar á Ráðhús- torgi. Á morgun verður kvikmynd- in Purple Rain sýnd í 1929 og klukkan 20 annað kvöld verður risagrillveisla á Ráðhústorgi. Bæði kvöldin eru dansleikir í 1929 og Sjallanum. ingur og velvilji verði seint fullþakk- aður öðruvísi en svo að Kjarnalundur standi sem fyrst fullbúinn til að veita 50 dvalargestum bestu þjónustu og heilsu og með samstilltu átaki gæti sá draumur ræst á árinu 1993. -----------♦ ♦ ♦----- Akureyrarlögreglan: Gæsla á veg- um og til fjalla um helgina LÖGREGLAN á Akureyri mun hafa gæslu með umferð á vegum beggja vegna Akureyrar um helg- ina og einnig upp til fjalla, en lögreglan fer í eftirlitsferð frá að Laugafelli. Töluverð umferð var orðin á vegum við Akureyri um miðjan dag í gær. Að sögn Gunnars Randverssonar hjá lögreglunni á Akureyri var tals- vert mikil umferð fólks og bifreiða í miðbæ Akureyrar í gær, enda hiti um 14 stig og lygnt um hádegi; Gunnar sagði að lögreglan myndi um helgina hafa eftirlit með umferð á vegum austan og vestan bæjarins, til móts við lögregluna á Húsavík að austanverðu og lögregluna á Sauðárkróki að vestan. Lögreglumaður á eftirliti í Öxna- dal sagðist hafa mætt 70 bílum á 25 mínútna ferð frá Akureyri. Af þessum 70 hefði orðið vart við alls 7 þar sem ekki hefðu verið notuð öryggisbelti en ástand og allt fram- ferði ökumanna verið að öðru leyti til fyrirmyndar. Hann sagði að jafn- framt væri nokkur umferð frá Akur- eyri, en ökuhraði virtist hóflegur þá stundina. Að sögn Gunnars er ómögulegt að segja til um það hve mikil lög- gæsla verður í bænum um verslunar- mannahelgina, enda óljóst hversu hátíðin Halló Akureyri dregur til sín fólk. Hins vegar færi lögreglan í aðra ferð sína á þessu sumri upp til óbyggða. Farið yrði í dag fram að Laugafelli, en í ferð sem þangað var farin fyrir skemmstu hefði komið í ljós að umferð væri þar mikil, einn daginn hefðu að minnsta kosti tutt- ugu bílar komið þar við í skála. BYGGÐASTOFNUN AUGIÝSIR TIL SÖIU 3. hæð húseignarinnar Tryggvabraut 22 á Akureyri. Húsnæðið er 346,8 m2 að stærð og skiptist þannig: Tveir salir, annar 107,2 m2, hinn 31,2 m2, tvö búningsherbergi, tveir saunaklefar, tveir sturtuklefar, aðstaða fyrir sólbekki, kaffistofa, þrjú salerni, afgreiðsla og skrifstofa. Húsnæðið hentar vel undir lík- amsræktarstöð, dansskóla eða svipaða starfsemi. Tilboð sendist til Byggðastofnunar á Akur- eyri, Geislagötu 5, eða Byggðastofnunar í Reykjavík, Rauðarárstíg 25, merkt: nTryggvabraut 22“ fyrir 7. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir Benedikt Guð- mundsson, Byggðastofnun á Akureyri, sími 96-21210. Átak í vatnsútflutningi til Bandaríkj anna í haust Jón Þór Gunnarsson kannar grund- völl fiskréttaverksmiðju á Dalvík Á HAUSTDÖGUM er ætlunin að setja kraft í markaðskannanir fyrir vatnsútflutning á vegum Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri til Bandaríkjanna, en hjá Mjókursamlagi KEA hefur verið sett upp átöppunarlína fyrir vatn á plastflöskur. Þá hefúr verið ráðinn starfsmaður til að kanna grundvöll fyrir fiskréttaverksmiðju á Dalvík á vegum KEA og Dalvíkurbæjar. Magnús Gauti Gautason, kaup- félagsstjóri á Akureyri, sagði að á vegum Kaupfélagsins hefði tals- vert hefði verið unnið að undirbún- ingi vatnsútflutnings. Þar hefði verið farið hægt og varlega en á komandi haustdögum væri þess að vænta að settur yrði talsverður kraftur í það mál og meiri pening- ar en hingað til. Fyrr á árinu var komið upp í húsnæði Mjólkursam- lags KEA átöppunarlínu fyrir plastumbúðir og þar sagði Magnús að vatni hefði verið tappað á flösk- ur í nokkra gáma og sent vestur til Bandaríkjanna. Því máli yrði fylgt eftir í haust. Á Bandaríkja- markaði væru margir stórir aðilar í vatnssölu, en þar væru einnig fjölmargir smærri. Menn væru ekki hér að hugsa til þess stefna að stórri markaðshlutdeild í Bandaríkjunum heldur mætti hugsa sér að koma þessu góða vatni á markað fyrir vestan þótt í smærra mæli væri. Menn myndu í þessari atrennu einbeita sér að Bandaríkjamarkaði og láta Evr- ópumarkað bíða meðan á því stæði. Magnús Gauti sagði að strax eftir helgi hæfust kannanir á veg- um KEA og Dalvíkurbæjar á því hvort komið yrði á fót fískrétta- verksmiðju á Dalvík. Ráðinn hefði verið til þessa undirbúningsverks Jón Þór Gunnarsson, verkfræðing- ur, en hann var áður fram- kvæmdastjóri K. Jónssonar á Ak- ureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.