Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 19 skammt milli ljóss og skugga, gleði og sorgar. Þegar góðir vinir og sam- ferðaménn falla frá er sem ský dragi fyrir sólu og hugurinn fyllist trega og eftirsjá. Það er eins og tíminn nemi staðar eitt andartak og myndir og minningar frá liðinni ævi koma fram í hugann. Mig langar að minnast með fáein- um orðum mágs míns og góðs vin- ar, Knúts Jónssonar, sem andaðist 24. júlí eftir erfið og þungbær veik- indi sl. fjóra mánuði. Hann var að- eins tæplega 63 ára er hann lést og erum við fjölskylda hans og vinir harmi slegin að fá ekki lengur að njóta samfyigdar við hann. Knútur fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1929, sonur hjónanna Gíslínu Magnúsdóttur og Jóns Halldórsson- ar. Gíslína var ættuð frá Hnjóti í Rauðasandshreppi, en Jón var ætt- aður úr Mosfellssveit. Þau áttu lengst af heimiii á Freyjugötu 27a í Reykavík. Voru þau bæði annáluð fyrir dugnað og myndarskap. Knút- ur var yngstur barna þeirra. Systur hans eru Gyða, fædd 1920, hún var gift Friðjóni Bjarnasyni prentara, sem er látinn, og Erna, fædd 1922, gift þeim sem þetta ritar. Gíslína átti einnig son af fyrra hjónabandi, Ólaf Hólm, fæddan 1914, sem kvæntur er Þorgerði Grímsdóttur. Þau systkinin voru öll sett til mennta eftir því sem efni og aðstæður gátu leyft á þeim tíma. Knútur varð stúdent frá Verslun- arskóla íslands árið 1949. Hann stundaði síðan nám erlendis árin 1949 til 1954. Árið 1953 steig hann mikið gæfu- spor er hann kvæntist Önnu Snorra- dóttur frá Siglufirði, mikilli myndar- og mannkostakonu. Ljóst var að milli þeirra ríkti kærleikur og traust og þau studdu hvort annað heils hugar í lífsbaráttunni. Þeim hjónujn varð ekki barna auðið, en ólu upp tvö fósturbörn, Fjólu og Óskar. Fjóla er gift á Siglufirði og á eina dóttur, Önnur Þóru, sem var augasteinn afa síns. Þau Knútur og Anna bjuggu fyrst nokkur ár í Reykjavík en fluttust síðan til Sigluíjarðar, þar sem lieim- ili þeirra var ætíð síðan. Knútur var greindur maður og einkar vel gerður. Prúðmennska og háttvísi voru honum eiginlegar. Hann var orðvar og forðaðist alla sleggjudóma um menn og málefni. Hann naut mikils trausts og honum voru falin margvísleg trúnðarstörf, bæði fyrir bæjarfélagið og á vegum Sjálfstæðisflokksins. Mér er efst í huga þakklæti fyrir áratuga trausta vináttu og fyrir góðar samverustundir sem ánægja er að minnast. Ég vil að lokum votta ástvinum Knúts innilega samúð. Megi minningin um góðan dreng veita þeim huggun. Blessuð sé minning hans. / Signrður Ingason. Það var fyrir réttum tíu árum að hópur Sigfirðinga lagði land undir fót og heimsótti vinabæ Siglufjarðar í Finnlandi, Kangasala, þar kom fram kirkjukór Siglufjarðar og flutti tónlist eftir séra Bjarna Þorsteins- son, fyrsta heiðursborgara Sigluf- jaðar. Knútur Jónsson var fenginn til að kynna Siglufjörð og tónsmíðar séra Bjarna. Þar stóð hann mitt í hinni fögru kirkju í Kangasala, Konungssölum, og flutti orð sem munu seint líða úr minni. Á fágaðri sænsku talaði hann eins og innfæddur. Sagði frá Siglufirði og tónlist séra Bjarna. Það kom eflaust engum, sem þekktu til Knúts, á óvart hve vel hann talaði erlend tungumál. Hafði hann á sínum tíma stundað nám í rómsönskum málum við háskólana í Osló, Kaupmanna- höfn, Madrid og Róm. Mér var hugsað til þess á þessari stundu, hve dýrmætt það væri fyrir kaupstað við hið nyrzta haf að eiga að slíkan hæfileikamann sem Knútur var. Hann var ávallt reiðubúinn að gefa holl og góð ráð þegar til hans var leitað. Fólk í heimabyggð fann að hann bjó yfir mikilli þekkingu og kunnáttu, sem kom mörgum að not- um í starfi, lífi ög leik. Vegna hæfileika hans á hinum ólíkustu sviðum, var hann snemma valinn til forystustarfa. Hann gengdi mörgum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. bæjarfulltrúi og bæjarráðsmað- ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Siglu- firði á árunum 1966-1978. Hann var um langt árabil í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlands- kjördæmi vestra. Hann tók þátt í margháttuðum félagsmálastörfum. Hann var mikill Lionsmaður. í því starfi kenndi hann svo sannarlega félögum, hve mikil- vægt væri að vera stundvís, og skipuleggja starfið út í yztu æsar. Það er oft þáttur í eðli þeirra, sem eru virkir í féiagsmálastörfum, að vera opnir og ræðnir. Knútur var dulur, hæglátur og rólyndur, það var aldrei flanað að neinu. Hann virtist ávallt vera búinn að þaulhugsa það sem hann lagði til málanna, bæði í starfi sem og á hinum félagslega vettvangi. Eflaust þess vegna var mikið til hans leitað. Allir sem þekktu hann, allir þeir sem voru svo heppnir að fá að kynnast honum og leituðu til hans fengu góð ráð sem dugðu. Af því naut hann mikillar virðingar. Knútur fæddist í Reykjavík 5. ágúst árið 1929. Hann var sonur hjónanna Gíslínu Magnúsdóttur frá Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð og Jóns Halldórssonar sem ættaður var frá Hrauni í Ölfusi. Knútur var yngstur þriggja barna þeirra hjóna, systurnar eru tvær, Gyða og Érna. Gíslína móðir Krrúts átti frá fyrra hjónabandi einn son, Ólaf Hólm Ein- arsson. Knútur var strax í æsku mjög bókhneigður, átti gott með allt nám. Eftir að hann lauk stúdentsprófí frá Verzlunarskólanum fékk hann eft- irsóttan styrk til að stunda háskóla- nám erlendis. Eins og áður sagði stundaði hann nám sitt í rómönskum málum við marga háskóla. í Verzlunarskólanum kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Snorradóttur, Stefánssonar framkvæmdastjóra Síldarverksmiðj- unnar Rauðku í Siglufirði og Sigríð- ar Jónsdóttur. Snorri, faðir Önnu, mótaði um margt líf í Siglufirði, rétt eins og Knútur á meðan hans naut við. Ég rifjaði það upp við upphaf þessara minningarorða, hve vel Knútur hefði sagt frá Sigiufirði og menningarlífi staðarins í Kangsala í Finnlandi. Þegar ég rifjaði upp þennan atburð kom hún einnig upp í huga minn, hún Anna okkar Snorradóttir. Þar í Kangsala, sem og í nærri fimmtíu ár, hefur hún sungið í Kirkjukór Siglufjarðar og yijað mörgum um hjartarætur, sem unna fögrum kirkjusöng. Þau hjónin hafa verið samhent í því að vinna Siglufirði allt í félags- menningar- og kirkjumálum um langt árabil. Fyrir það veit ég að margir eru þakklátir. Anna kveður eiginmann sinn ásamt börnum þeirra hjóna, Fjólu og Óskari, sem sjá á eftir góðum föður sem leiddi þau útí lífið — gerði þau hæf til að feta lífsins braut. Knútur verður lagður til hinztu hvíldar í Siglufirði. Leiðin liggur enn á ný heim í Þormóðs ramma fagra fjörð. Heim í sveitina góðu í skjóli fjallahlíða, þar sem hafið breiðir faðminn fríða og fram á djúpið bend- ir vaskri drótt. Sérstakt um margt er að hann, sem svo lengi starfaði sem fulltrúi hjá Síldarútvegsnefnd í Siglufirði og var framkvæmdastjóri Tunnuverksmiðju ríkisins á Siglu- firði og lagði sitt af mörkum í sjálfu síldarævintýrinu, skuli einmitt vera kvaddur þegar þess ævintýris er minnst á Siglufirði. Hann er kominn heim. Við trúum að sá sem gefur allt líf, sá sem sigr- aði sjálfan dauðann á krossi hafi gefið honum hlutdeild í hinni eilífu gleði, sem kristallast í hinu eilífa ríki hans. Megi Ijósið hans bjarta, sem lýsir upp allt myrkur, lýsa okkur öllum. Vigfús Þór Árnason. Knútur Jónsson lést í Borgarspít- alanum 24. júlí sl. eftir erfiða bar- áttu við sjúkdóm sinn. Með honum er genginn einn helsti forystumaður sjálfstæðismanna á Siglufirði um áratuga skeið. Sjálfstæðismenn hafa misst mikið við fráfall Knúts Jónssonar. Hann var mikill gáfumaður og bjó yfir sterkri réttlætiskennd. Til hans var jafnan horft þegar mest reið á. Sjálfur kynntist ég Knúti fyrst þegar val á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins á Norðurlandi vestra fyr- ir kosningarnar 1987 stóð fyrir dyr- um. Þá fann ég hversu mikillar virð- ingar hann naut meðal samstarfs- manna sinna annars staðar í kjör- dæminu. Þegar innt var eftir skoðun- um sjálfstæðismanna á Siglufirði á framboðsmálunum var jafnan spurt: „En hvað segir Knútur Jónsson?" Við fyrstu kynni okkar fann ég að virðingin fyrir Knúti og skoðunum hans var engin tilviljun. Þar fór gegnheill maður sem óhætt var að treysta í hvívetna. Allt sem hann sagði var skynsamlegt og skipti máli. Knútur var hæglátur maður og á fundum hafði hann sig oft ekki mikið í frammi. En þegar hann tók til máls var hlustað gaumgæfilega og hann hafði mikil áhrif með orðum sínum. Knútur talaði jafnan með mikilli rökfestu, yfirvegun og sann- færingarkrafti og var ekki fyrir það að fela skoðanir sínar. Hann var einnig einn af þeim mönnum sem geta sagt skoðun sína með einni beittri spurningu meðan margir aðr- ir hefðu þurft langa ræðu til þess að koma hinu sama frá sér. Menn þurftu að vanda sig þegar þeir töluðu við hann. Knútur fylgdist afar vel með þjóð- málum og það var hvergi komið að tómum kofunum hjá honum í þekk- ingu á mönnum og málefnum. Knút- ur hafði ákveðnar skoðanir sem mótuðust í senn af skynsemi og rétt- læti. Hann var einlægur sjálfstæðis- maður og einn af þeim máttarstólp- um sem hafa borið Sjálfstæðisflokk- inn uppi í byggðum landsins og gert hann að því afli sem hann nú er. Einn sá eiginleiki sem vakti hvað mest virðingu samstarfsmanna fyrir Knúti var hversu yfirvegun hans og rökvísi jukust þegar átök stóðu yfir. Hann hélt rósemi sinni þess betur eftir því sem deilur mögnuðust og gaf því betri ráð þegar aðrir áttu til að gleyma sér í hita leiksins. Þess vegna var leitað ráða hjá Knúti þegar mikið lá við. Sjálfstæðismenn fengu að njóta starfa, hollustu og visku Knúts í margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar í 12 ár og var í forystusveit í kjör- dæmisráði flokksins á Norðurlandl vestra. Knútur lagði mikið af mörk- um í þágu þeirra hugsjóna sem sjálf- stæðismenn beijast fyrir. Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast Knúti Jónssyni og ég votta Önnu Snorradóttur konu hans og öðrum aðstandendum samúð mína. Minning Knúts Jónssonar mun ávallt lifa. Vilhjálmur Egilsson. Færð þú endurgreiðslu frá skattinum um mánaðarmótin? Fjárfesting í erlendum verðbréfa- sjóðum getur gefið góða ávöxtun. Hafðu það í huga ef þú færð glaðn- ing frá skattinum. Leitaðu ráðgjafar hjá sérfrœðingum okkar! Dæmi um raunávöxtun í erlend- um verðbréfasjóðum frá áramót- um til 1. júlí: Sjóður: Raunávöxtun: FAR EAST 43,0% NATURAL RESOURCES 27,1% CONTINENTAL EUROPE 9,3% Skandia w Til hagsbóta fyrir íslendinga FJÁRFÉSTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF. Hafnarstræti 7, sími (91) 619700, Kringlunni 8 - 12, sími (91)689700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.