Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 3 Miðfjarðará: 160 laxar á fjórum dögnm Stórveiði hefur verið í Mið- fjarðará síðustu daga, hópur ís- lenskra veiðiraanna sem lauk þriggja daga veiðitörn á hádegi miðvikudags veiddi 130 laxa sem er mesta veiði eins veiðihóps í ánni í sumar. Ekkert lát var á veiðinni, því hópurinn sem tók við hafði fengið 30 laxa eftir fyrsta veiðidaginn, en honum lauk á hádegi í gær. Að sögn Böðvars Sigvaldasonar á Barði, formanns Veiðifélags Miðfjarðarár er uppi- staðan í aflanum eins árs fiskur úr sjó sem gengur af krafti um þessar mundir. Á hádegi í gær voru komnir rúmlega 700 laxar á land úr ánni, rösklega 200 löxum fleiri en á sama tíma í fyrra. Það berast fregnir af stórveiði víðar að á landinu, í fyrradag veidd- ust t.d. 32 laxar í Rangánum, 22 í Eystri Rangá og 10 í Ytri Rangá. Það er metdagur sumarsins og sagði Þröstur Elliðason leigutaki Ytri Rangár að dagurinn hefði minnt á stórveiðidaga metveiðisumarsins 1990. „Það er hins vegar grenjandi slagveður í dag og minni veiði fyrir vikið,“ bætti Þröstur við. 270 laxar voru komnir úr Rangánum í gær- dag, 155 úr Eystri Rangá og 115 úr Ytri Rangá. Sjá ennfremur „Eru þeir að fá ’ann?“ blaðsíðu 29 25 þúsund tonn af brotajárni Morgunblaðið/Kristinn Alls hafa safnast um 25.000 tonn af brota- járni við brotajárnsmóttökuna við verksmiðju íslenska stálfélagsins en mótttöku brotajárns hefur verið haldið óslitið áfram frá því að starfsemi verksmiðjunnar stöðvaðist í októ- ber á síðasta ári þegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota. Að sögn Helga Jóhannessonar bústjóra má ætla að það brotajám sem safn- ast hefur á þessum tíma svari til alls brota- járns sem leggst til á íslandi á tveimur árum. Fjórir starfsmenn á vegum þrotabúsins starfa á vöktum við móttöku brotajámsins og auk þess starfa tvö verktakafyrirtæki, Jarðvinnslan hf. og Kranaþjónustan hf., við brotajámsmóttökuna. Að sögn Helga hefur verið gert sértstakt átak til vamar því að skaðleg efni safnist upp á haugunum vegna ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti ríkisins. Sagði hann að engin skaðleg efni væra á haugnum þótt af honum stafaði vissulega sjónmengun. Mikill kostnaður Flugleiða vegua nýrra flugvéla og þjálfunar starfsfólks Tap á innanlandsflug’imi hátt í 200 miUjónir á árinu TAP Á innanlandsflugi Flugleiða stefnir í að verða hátt á annað hundrað milljónir króna í ár. Margrét Hauksdóttir hjá upplýs- ingadeild Flugleiða staðfesti þessar upplýsingar, en sagði að reksturinn væri í stórum dráttum í samræmi við rekstraráætlanir. Flugleiðir tóku fyrr á árinu fjór- ar Fokker 50 vélar í notkun í innanlandsfluginu og seldu eldri vélar. Kolbeinn Arinbjamarson, forstöðumaður innanlandsflugs Flugleiða, segir að nýju vélarnar hafi reynst mjög vel, en umtals- verður aukakostnaður hafi fylgt þjálfun áhafna á nýju vélarnar og skoðun eldri vélanna vegna sölu þeirra. Tap á innlandsflugi Flugleiða á árinu 1991 var 144 milljónir króna. Fokker vélamar fluttu 33.411 farþega í júlímán- uði síðastliðnum. Innanlands- deild flugfélagsins hefur aldrei áður flutt jafnmarga farþega í einum mánuði. Fyrra metið var 33.367 farþegar í júlí 1987. Til innanlandsdeildarinnar heyrir allt flug á Fokker 50, þar á með- al Grænlands- og Færeyjaflugið. Kolbeinn sagði að kostnaðurinn í ár gæfi ekki rétta mynd af stöðu innanlandsflugsins. Kostnaður vegna þjálfunar starfsfólks, bæði flugáhafna, viðhaldsfólks og ann- arra, sem félli að miklu leyti til í ár, ætti eftir að nýtast í mörg ár. Hins vegar væri það alveg rétt að rekstur innanlandsflugsins væri ekki viðunandi og það væri unnið að því að koma honum í betra horf. Félagið þyldi ekki til langframa áframhaldandi rekstur eins og áætl- anir gerðu ráð fyrir að hann yrði á þessu ári. Aðspurður hvort rætt hefði verið um að taka eina flugvélina úr rekstri, sagði Kolbeinn að það væri 2aaæsn»aBai Farþega- met í júlí Fokker vélarnar fluttu 33.411 farþega í júlí- mánuði síðast- liðnum. Innan- landsdeild flugfélagsins hefur aldrei áður flutt jafn- marga farþega í einum mánuði. einn möguleiki af mörgum sem skoðaður hefði verið. Einnig væri verið að leita eftir auknum verkefn- um fyrir Fokker-vélarnar í milli- landaflugi, en alltaf hafi verið gert ráð fyrir að auka umsvifin með því að sækja inn á nýjar brautir í milli- landafluginu. Nú væri flogið til Grænlands og Færeyja og þaðan áfram til Skotlands með Fokker- vélunum. „Allir ábyrgir stjórnendur skoða auðvitað alla kosti og mögu- leika sem upp geta komið þegar að þjóðarbúinu steðjar ein mesta kreppa frá stríðslokum. Hér hafa verið uppi ýmsar vangaveltur um hvernig eigi að bregðast við því,“ sagði Kolbeinn. I ræðu Harðar Sigurgestssonar, stjómarformanns Flugleiða, á síð- asta aðalfundi, kom fram að af- koma innanlandsflugsins hefði verið með öllu óviðunandi undanfarin ár og eitt þýðingarmesta verkefni fé- lagsins væri að snúa þessu tapi í hagnað. Hann benti á að sam- gönguyfirvöld hefðu ákveðið að koma á samkeppni á helstu flugleið- un innanlands. Þessi samkeppni verði aukin um næstu áramót þegar Flugleiðir missi sérleyfí sitt til fliigs. til Akureyrar, Egilsstaða og ísa- fjarðar og takmörkuð samkeppni verði heimiluð á flugleiðum þangað, en nú þegar sé takmörkuð sam- keppni á flugleiðum til Vestmanna- eyja og Húsavíkur. Hörður sagði að félagið hefði þegar hafið undir- búning að stefnumótun í innan- landsflugi sem yrði kjmnt síðar á árinu. Sex bæjarfélög gerast stofn- endur að Málræktarsjóði SEX bæjarfélög hafa gerst stofnendur að Málræktarsjóði. Átta félög og stofnanir, og hundrað einstaklingar hafa jafnframt lagt fram fé og gerst stofnendur. Þær upplýsingar fengust hjá Kára Kaaber, framkvæmdarstjóra Málræktarsjóðs, að sex bæjarfélög hefðu nú þegar svarað beiðni sjóðs- ins um stuðning jákvætt. Það eru Akureyri, Mosfellsbær, Njarðvík, Dalvík, Grindavík, og Olafsfjörður. Akureyrabær hefur gefið loforð um 500.000 krónur. Mosfellsbær hefur lagt fram 100.000 krónur, Dalvík- urbær 25.000 krónur og hinir bæ- imir 10.000 kr. hver. Þrír staðir í viðbót hafa tekið jákvætt í beiðni Málræktarsjóð en ekki tilgreint upphæð enn. Hafnarfjarðarbær fól æsku- og tómstundaráði að fylgja erindinu eftir, og Garðabær og Reykjavíkurborg afgreiða erindið við endurskoðun fjárhagsáætlana í haust. Sjö félög og stofnanir hafa lagt fram samanlagt 125.000 krónur í sjóðinn. Það eru Félag kennara á eftirlaunum, Félag sjónvarpsþýð- enda, Félag verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri, Húsnæðis- stofnun ríkisins, Orðanefnd raf- magnsverkfræðinga, Rithöfunda- samband íslands, og Starfsmanna- félag Ríkisútvarpsins. Samband ís- lenskra sparisjóða hefur gefið fyrir- heit um 500.000 krónur. Hundrað einstaklingar hafa gerst stofnendur Málræktarsjóðs með því að leggja fé í sjóðinn. Núna era í sjóði rúmar 7 milljónir króna. Þórshamar GK 75. Loðnuveiðar: Þórshamar landar 570 tonnum á Þórshöfn ÞÓRSHAMAR GK 75 kom að landi í Þórshöfn síðastliðinn mið- vikudag með fullfermi af loðnu eftir hálfan sólarhring á miðun- um. Skipið hélt svo aftur út næstu nótt. Þórshamar er nú einn á loðnumiðunum fyrir utan eitt færeyskt skip. Norsku skipin eru hætt loðnuveiðum þar sem þau hafa fyllt 55 þúsund tonna kvóta sinn. Að sögn Jóns Eyfjörð, skipstjóra á Þórshamri, gekk veiðin ágætlega þegar Norðmennirnir vora við loðnuleitina. „Þetta vora 20 til 30 skip og það gerir gæfumuninn á' svona stóru hafsvæði," sagði Jón. Hann sagðist ekkert hafa fundið enn og sömu sögu væri að segja með færeyska skipið. Hann sagðist þó hafa góða trú á þessu og bjóst við að loðnan kæmi með næstu nótt. Aðspurður sagðist Jón hafa feng- ið 4.200 kr. fýirir loðnutonnið við síðustu löndun og það væri þolan- legt verð. Hins vegar kvað hann verðið hafa lítið breyst undanfarin ár og taldi það svipað því sem hefði verið árið 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.