Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 . 17 Togstreita til óþurftar eftir Kristínu Halldórsdóttur Nokkur blaðaskrif hafa orðið í tilefni af stofnun Ráðstefnuskrif- stofu íslands, en að henni.standa Ferðamálaráð, Flugleiðir, Reykja- víkurborg, Samband veitinga- og gistihúsa og Félag íslenskra ferða- skrifstofa. Væntanlega bætast fljótlega við fleiri rekstraraðilar, enda mikið í húfi að leggjast á eitt um að auka funda- og ráð- stefnuhald, sem er ein vænlegasta leiðin til að lengja ferðamannatím- ann og auka gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu. Stofnun Ráðstefnuskrifstofunn- ar hefur staðið til mjög lengi og verið vandað til undirbúnings. Þeim mun leiðinlegra er, að þeir hnökrar hafa orðið á endasprettin- um, sem kunnugt er af frétta- og greinaskrifum. Undirrituð hafði vonast til, að nú hefði fengist frið- ur um þetta mál, en þá birtist grein í Morgunblaðinu 31. júlí sl. eftir ágæta ráðskonu, Karenu Erlu Erlingsdóttur, sem ástæða er til að gera athugasemd við. „Allt starfsfólk Ferða- málaráðs vinnur af heil- indum að málefnum ís- lenskrar ferðaþjónustu utan sem innan höfuð- borgarsvæðisins, og þar er Magnús Oddsson engin undantekning.“ Ómakleg orð Karen Erla er ein þeirra, sem taldi framkvæmdastjóra Ferða- þjónustu bænda ákjósanlegri full- trúa Ferðamálaráðs í stjórn Ráð- stefnuskrifstofu íslands en Magn- ús Oddsson, markaðsstjóra Ferða- málaráðs, og færir rök fyrir því í grein sinni. Til þess hefur hún vitanlega fullan rétt, en vonandi talar hún í raun og veru ekki fyrir munn margra, þegar hún segir m.a.: „ .. .mörgum fannst væntanleg stjóm ráðstefnuskrifstofunnar Kristín Halldórsdóttir endurspegla valdasamþjöppun hagsmunaaðila á höfuðborgar- svæðinu og vildu gjama fá inn einn aðila, sem einnig bæri hags- muni ferðaþjónustu á landsbyggð- inni fyrir bijósti." Eigi að skilja þessi orð bókstaf- lega, þá virðist Karen Erla telja, að Magnús Oddsson markaðsstjóri Ferðamálaráðs beri ekki hagsmuni ferðaþjónustu á landsbyggðinni fyrir bijósti. Þetta eru ómakleg orð, sem ég hlýt að mótmæla. Allt starfsfólk Ferðamálaráðs vinnur af heilindum að málefnum íslenskrar ferðaþjónustu utan sem innan höfuðborgarsvæðisins, og þar er Magnús Oddsson engin undantekning. Ástæður þess, að stjórn Ferðamálaráðs mælti með Magnúsi sem fulltrúa ráðsins í stjórn Ráðstefnuskrifstofunnar, voru einmitt þær, að við treystum honum manna best til að vinna þar af fagmennsku og trúmennsku gagnvart öllum sjónarmiðum ráðs- manna. Sú skoðun haggaðist ekki þrátt fyrir úrslit kosningar milli manna á fundi Ferðamálaráðs, auk þess sem ég hef rökstuddan grun um, að úrslit yrðu á annan veg, ef kosning yrði endurtekin nú. Mál er að linni í grein sinni segir Karen Erla ennfremur: „Það hlýtur að vekja undrun, að ráðherra skuli grípa inn í mál með þessum hætti. Það vekur óneitanlega upp þá spurningu, af hveiju Ferðamála- ráð sé yfirleitt að koma saman til þess að ijalla um og taka afstöðu i hinum ýmsu málum, þegar ekk- ert mark er síðan tekið á því af þeim sem völdin hafa.“ Hér þykir mér fast að orði kveð- ið. Núverandi samgönguráðherra hefur aðeins haft afskipti af þessu eina máli og hefur skýrt ástæður sínar fyrir því, m.a. í grein i Morg- unblaðinu. Núverandi Ferðamálaráð hefur haldið óvenju marga fundi og tek- ið afstöðu í ýmsum málum, sem hefur fengið að standa óáreitt fyr- ir „þeim sem völdin hafa“. Ágrein- ingurinn um fulltrúa okkar í stjórn Ráðstefnuskrifstofunnar er und- antekning, en valdið er vissulega ráðherrans. Vonandi er nú þessum ýfingum um fulltrúa Ferðamálaráðs hér með lokið. Núverandi ráðsfólk hef- ur borið gæfu til þess að skiptast hressilega og oftast málefnalega á skoðunum og standa jafnframt saman að eflingu ferðaþjónustu, og ég trúi, að svo verði áfram. Persónuleg togstreita er sjaldnast til fagnaðar og oftast til óþurftar. Mál er að linni. Höfundur er formaður - FerðamáJaráðs. Norrænt gigtarár 1992: Gigt og endurhæfing eftirJakob Úlfarsson Þjálfun og meðferð Gigtveikir eru fjölmennasti hóp- ur þeirra sem koma til endurhæf- ingar og er starfsgeta skert hjá flestum þeirra. Hefðbundin lækn- isfræði felst í lyfjagjöfum og að- gerðum en heilladijúgt ráð við gigtarverkjum er hreyfing og lík- amsrækt. Tilgangur þjálfunar er m.a. að auka hreyfí- og starfs- getu, minnka sársauka, fræða um liðvemd og val og prófun á hjálp- artækjum. Hitameðferð er ýmist staðbund- in eða alger. Dæmi um staðbundna upphitun eru heitir bakstrar og eða jafnvel kalda bakstra. Æfíng- ar og dagleg ástundun þeirra geta skipt sköp- um með tilliti til hreyfígetu og aukins vöðva- styrks. Til að vinna gegn krepptum liðum og rýmun á vöðvum þarf virka þátttöku í æfingum en sjúkraþjálfarinn fylgist með að æfíngin sé rétt gerð. Stundum er „ Algengast er að vöðvagigt taki sér ból- festu í hálsi, herðum eða í baki. Fyrirbygg- ing fellst að miklu leyti í því að hvetja fólk snemma til æfinga og þjálfunar, áður en ástandið versnar enn frekar.“ létt undir með sjúklingi svo hann geti gert æfínguna en í annan tíma er mótstaðan aukin þannig að Jakob Úlfarsson æfíngin þyngist. Tog á liði er not- að til að auka liðferli í krepptum liðum. Þess á milli sem æfíngar eru stundaðar er góð hvíld nauð- synleg. Með liðverndarfræðslu fær sjúklingurinn upplýsingar um eðli- lega starfsemi liðamóta og stell- ingar til að hlífa liðum og liðbönd- um við ofálagi. Hjálpartæki til stuðnings gigtveikum eru aðallega stafír, hækjur, grindur og spelkur. Oft er þörf á að hlífa sárri mjöðm eða hné með góðri hækju eða létt- um staf. Ýmis önnur hjálpartæki fyrirbyggja rangt álag á liðamót. Vöðvagigt Algengast er að vöðvagigt taki sér bólfestu í hálsi, herðum eða í baki. Fyrirbygging fellst að miklu leyti í því að hvetja fólk snemma til æfínga og þjálfunar, áður en ástandið versnar enn frekar. Sjúkranudd er notað við slæma vöðvabólgu, sérstaklega í hnakka, hálsi og baki. í nuddi og slökun dregur úr vöðvaspennu og vellíðan eykst, jafnframt er ráðlagt að stunda líkamsþjálfun. Aukin hreyfíng þrisvar í viku dregur úr hættu á hrömunarsjúkdómum. Fólki er ráðlagt er að gera eitt- hvað sem því þykir skemmtilegt, t.d. að stunda sund og leikfimi, ganga, skokka eða hlaupa. Með þessu aukast vöðvakraftur, jafn- vægi og úthald. Við styrktarþjálf- un verða gigtveikir meira sjálf- bjarga og fá jákvæð sálræn áhrif í kaupbæti. Vatnsþjálfun Mörgum gigtveikum sem eiga erfítt með að gera æfíngar vegna verkja reynist það auðveldara í vatni og þar næst oft góð hreyfi- geta án sársauka. Hreyfíngar í vatni veita slökun og þar er hægt að teygja og styrkja vöðvana. Breyting til hins betra sést oft fljótlega eftir að meðferð hefst. Til að auka hreyfígetu stærri vöðvahópanna er gigtarsjúklingur klæddur í flotvesti og án þess að snerta botn getur hann svo gengið eða hlaupið í vatninu. Þessar æf- ingar eru smám saman lengdar samkvæmt getu sjúklings úr 10 mínútum á hægum hraða, þrisvar í viku, upp í 20-30 mínútur. Að lokum er vert að minnast þess að þrátt fyrir ýmis hjálpar- tæki og meðferð jafnast fátt á við að fólk hreyfi sig og stundi heil- brigða líkamsrækt í baráttunni við gigtina. Ábyrgð á heilsu þinni hvílir á þér sjálfum. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og gigtsjúkdómum við Heilsustofnun NLFÍí Hveragerði. Hreppsnefnd Patrekshrepps: Mótmælir skerðingn á aflaheimildum HREPPSNEFND Patrekshrepps sendi nýlega frá sér ályktun þar sem hún lýsir furðu sinni á skerðingu ríkisstjórnarinnar á aflaheimildum.Hún bendir á að skerðing aflakvóta á Patreks- firði nemi 18,33% sem sé tæplega 16% umfram landsmeðaltal. Ennfremur telur nefndin skerðingu síðustu tveggja ára samtals nema um 45-50 af hundraði. Af þessum sökum er það álit nefndarinnar að hvorki sjávarútvegsfyrirtæki né sveit- arfélagið þoli slika tekjuskerð- ingu. Nefndin átelur þessa ákvörðun ríkisstjómarinnar og telur það sæta furðu að engar ráðstafanir muni koma til jöfnunar á aflaheimildum milli svæða. Hún líkir í ályktun sinni afleið- ingum skerðingarinnar við aftöku heilla byggðarlaga. Nefndin telur það sérstaklega undrunarvert að ráðherrar í ríkisstjóm íslands skuli standa að slíkum ójöfnuði sem hún telur skerðinguna augljóslega vera. Það er ennfremur álit hrepps- nefndarinnar að sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að Byggðastofnun skoði og skilgreini ástand mála og geri tillögur þar að lútandi sé gagnslaus nema til komi fjármagn sem nýtist til jöfnunaraðgerða. Það sé því skýr krafa hrepps- nefndarmanna að ríkisstjómin beiti sér fyrir aðgerðum til að mæta skerðingu á aflakvóta og eyði þar með því óvissuástandi sem ríkir í atvinnu- og byggðamálum. Hefst á morgun \ ^ Opiðkl. 10-16 #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.