Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 Fyrsta sumar- loðnan á Þórshöfn Sýning á sjávarlífsmynd- um Gunnlaugs Scheving SÝNING á nokkrum stórum sjávarlífsmyndum eftir Gunnlaug Scheving verður opnuð í List- munahúsinu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á laugardag, 8. ágúst. Gunnlaugur, sem fæddist árið 1904 og lést árið 1972, var þekktastur fyrir sjávar- og sveitalífsmyndir sínar. Mörg þessara stóru verka Gunnlaugs er að finna í opinberum byggingum og söfnum, en veitt hafa verið leyfi til að safna þeim saman á þessa sýningu í Listmunahúsinu. Listmunahúsið og Klausturhólar setja saman upp sölusýningu á verkum gömlu meistaranna á annarri hæð í Hafnarhúsinu. Þar verða meðal annars mynd- ir eftir Kjarval, Ásgrím Jónsson og Jón Stefánsson. Þórshöfn. NORSKA loðnuskipið Ligrunn landaði rúm- um 900 tonnum af góðri loðnu á Þórs- höfn á dögunum. Það er fyrsta loðnan sem verksmiðjan hér fær á sumarvertíðinni og er hún nokkuð góð. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Trillukarlinn Fjólmundur Fjólmundsson ræð- ir við tvo norska sjómenn um þorskverðið o.fl. ásamt upplýsingum um þorsktorfu sem var á leið þeirra Norðmanna. Loðnan veiddist á miðunum milli Islands og Jan Mayen og voru greiddar 420 kr. norsk- ar fyrir tonnið. Norska skipið er tæpar 13.000 brúttólestir að stærð og var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð því skipið er alveg nýtt. Það er mjög fallegt og vandað og er Norðmenn buðu fréttaritara og túlki hans um borð þá bentu þeir á það að allar innréttingar skipsins eru úr stáli, klætt óeldfimu efni. Timbrið vilja þeir ekki sjá vegna eldhættu. Níu manns eru um borð og eru það færri menn en jafn- an gerist á íslenskum skipum af þessari stærð. Skipveijar voru við- ræðugóðir og upplýstu m.a. trillu- karl á Þórshöfn um það að þeir hefðu lóðað á stóra þorsktorfu utan við Langanes og gáfu honum upp lóranstaðsetninguna. Einnig fræddu Norðmenn hann um það að þrefalt hærra verð fengist fyrir þorskinn í Noregi en hér á landi. Það þótti áheyrendum fróðlegt að vita. Loðnuverksmiðjan hér er vel í stakk búin til að taka á móti meiri loðnu og hefur Þórshamar landað 500 tonnum. Ágæt aðstaða er til löndunar hér eftir dýpkun hafnar- innar og gott legupláss. - L.S. Verk Gunnlaugs Scheving sett upp í Listmunahúsinu í gær. 30 tonn af ís úr Græn- Foldaskóli: landsjökli rannsökuð Vænta má skýringa á náttúrulegum sveiflum í veðurfari VÍSINDAMENN frá átta Evrópulöndum hafa undanfarin fjögur sum- þeim tíma sem úrkoma féll. Komið ur verið við boranir og rannsóknir á ísnum í Grænlandsjökli. Þrír íslendingar hafa tekið þátt í þessu starfi. Rannsóknirnar beinast að því að kanna ýmsa þætti í fornveðurfari, efnafræði lofthjúpsins og umhverfi jarðar síðustu árþúsundir. Borað var 3.029 metra niður í hefur verið eftir fyrri boranir í jökulinn og er borkjaminn 10 sentí- metrar í þvermál. Alls vegur þessi ís í kringum 30 tonn. Elsti ísinn í borkjamanum er talinn vera 200 til 250 þúsund ára gamall og jafn- vei eldri. Með rannsóknum á bor- kjamanum má fá upplýsingar um verðurfar á að minnsta kosti tveim- ur síðustu ísöldum og hlýskeiðum á milli. Elsti ís sem rannsakaður Olíuverzlun Islands: Oráðið hver tekur við for- stjórastöðu STJÓRNARFORMAÐUR Olíu- verzlunar íslands, Óskar Magn- ússon, hefur afþakkað að taka við starfi forstjóra félagsins. Hörður Helgason, aðstoðarfor- stjóri, verður starfandi forstjóri þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Á stjómarfundi OLÍS þann 17. júlí sl. fór stjóm félagsins þess á leit við Óskar Magnússon, stjómar- formann OLÍS, að hann tæki við starfí forstjóra. Óskar segir í frétta- tilkynningu, sem send var frá OLÍS í gær fimmtudaginn 6. ágúst, að hann hefði nú íhugað beiðni stjóm- arinnar og hefði ákveðið að taka ekki við starfinu. Grænlandsjökul var í kringum 120 þúsund ára gamall. Boranimar fóru fram á hábungu jökulsins í 3.226 metra hæð yfír sjávarmáli. Alls tóku í kringum 40 vísindamenn þátt í rannsóknunum uppi á sjálfum jöklinum. Þrír íslend- ingar hafa verið við rannsóknar- störf á Grænlandsjökli í sumar, þau Ámý E. Sveinbjömsdóttir, jarð- fræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, Sigfús Johnsen jarðeðl- isfræðingur, prófessor við Háskóla íslands, og Pálína Kristjánsdóttir aðstoðarmaður. Ámý E. Sveinbjömsdóttir segir að ýmsar rannsóknir hafí verið gerðar á borkjamanum uppi á jökl- inum, en mikil vinna er eftir áður en endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Á Raunvísindastofnun Há- skólans verða gerðar mælingar á hlutfalli súrefnis- og vetnissamsæta borkjamans. Hlutfallið ræðst af ýmsum þáttum, meðal annars hita- stigi á þeim tíma þegar úrkoman féll. Þess vegna er hægt að rekja sumar- og vetrarlög niður eftir ísn- um. Hlýviðris- og kuldaskeið koma einnig fram við þessar mælingar. Árný segir að rannsóknimar hafí þegar leitt í ljós að á Grænlandi hafi verið kuldatímabil á árunum upp úr 1400, sem meðal annars gæti skýrt eyðingu norrænna byggðá þar á þeim tíma. Þá má einnig sjá í ísnum að mun kaldara var þegar Hrafna-Flóki kom til ís- lands en við landnám Ingólfs nokkr- um árum síðar. Fleiri eiginleikar íssins en sam- sætumar segja til um veðurfar á hefur í ljós að ís frá köldum tímabil- um inniheldur mun meira ryk en þegar hlýrra var í veðri. Af því má draga þá ályktun að stormasamt hafí verið á kuldaskeiðum. Kristall- ar í ísnum stækka eftir því sem heitara var í veðri þegar þeir mynd- uðust og það segir einnig sína sögu um veðráttuna. Ámý segir að með þessum rann- sóknum á fomveðurfari geri vís- indamennimir sér vonir um að geta sett fram grundvallaðar kenningar um náttúruiegar sveiflur í veðurfari og skýrt þær. Hún nefnir í því sam- bandi að gróðurhúsaáhrifín sem nú eru mjögtil umræðu hafi mun minni áhrif til breytinga á veðurfari en sjá megi í ísnum af völdum náttúru- legra sveiflna. Að sögn Árnýjar hljóta menn því að spyrja sig að því hvort gróðurhúsaáhrifín séu ein- ungis af manna völdum eða hvort að einhveiju leyti sé um eðlilegar sveiflur í náttúmnni að ræða. Því til áréttingar bendir Ámý á að fimb- ulkaldri ísöldinni lauk fyrir um það bil 10 þúsund árum á ótrúlega stutt- um tíma, eða tuttugu til fímmtíu árum. Evrópski vísindasjóðurinn styrkir rannsóknimar á ísnum úr Græn- landsjökli auk vísindasjóða þátt- tökuríkjanna. Framlag íslendinga er því sem næst 1% af heildarkostn- aðinum og hefur numið einni milljón króna á ári undanfarin fjögur ár. Ragnar Gíslason skólastjóri RAGNAR Gíslason, kennari við Garðaskóla, hefur verið ráðinn skólastjóri Foldaskóla í Grafarvogi. Ragnar hlaut meðmæli allra skólaráðs- manna, fræðslustjóra ,og kennararáðs og tók við starf- inu þann 1. ágúst. Átta umsækjendur vom um stöðuna. Foldaskóli er annar stærsti skóli Reykjavíkur, með 1070 nemendur, en stærstur er Seljaskóli, með 1200 nemendur. Á næsta ári taka Húsa- og Hamraskóli einnig að fullu til starfa í Grafarvogi. Egill Jónsson: Mjög málefnalegur fund- ur með útvegsmönnum „ÉG vil lýsa yfir mikilli ánægju minni með þá málefnalegu umræðu sem fram fór á þessum fundi okkar þingmanna með austfirskum útvegsmönnum á miðvikudag,“ sagði Egill Jónsson, alþingismaður í samtali við Morgunblaðið. Egill segir, að fundarmenn hafi verið sammála um að samdráttur í aflaheimildum hafi verið nauðsynleg- ur, en hins vegar kalli það á samfélagslegar aðgerðir til aðstoðar þeim byggðarlögum sem samdrátturinn bitnar verst á. í því sam- bandi hafi menn eystra orðið fyrir vonbrigðum með ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar í málefnum Hagræðingasjóðs. „Það var ekki uppi nein rödd á fundinum sem gagnrýndi minnkun aflaheimilda, og mér sýnist sem austfirskir útvegsmenn séu sáttir við þá ákvörðun sem tekin hefur verið í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig sem þingmann að finna að skoðanir mínar koma heim og saman við skoðanir hagsmunaaðila í kjördæminu," sagði Egill. „Hins vegar fengum við alþingismennirnir margar fyrirspurnir um hvemig bmgðist skuli við áhrifum sem sam- drátturinn ófrávíkjanlega hefur á fyrirtæki og byggðarlög í kjördæm- inu. Það verður að ráða bót á því misræmi sem orðið er hvað dreif- ingu aflaheimilda milli landshluta varðar. Menn voru sammála um að með þeirri ákvörðun sem tekin hef- ur verið í málefnum Hagræðinga- sjóðs hafí verið sleppt góðu tæki- færi til að „deyfa sárasta sviðann" eins og einn fundarmanna orðaði það. En nú er rétt að bíða og sjá, í trausti þess að Byggðastofnun komist að bitastæðri niðurstöðu í málinu. Mistakist það er kominn upp nýr vandi í íslenskum stjórn- málum,“ sagði Egill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.