Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐÍÐ FÖSTÚDAGUR 7. ÁGUST 1992 Tilþrifin voru mikil í torfærunni og hér ekur Reynir Sigurðsson á Kjúklingnum sínum, með svip- Sigurvegarinn í flokki götujeppa, Gunnar Pálmi Pétursson frá mikla Þrídrangana í Vík í Mýrdal í baksýn. Hornafirði, bjástrar við reimavandamál vélarinnar, sem er yfir 600 hestöfl og rifur viftureimar eins og um lakkrís sé að ræða. Torfæra Vík í Mýrdal: „Fæ útrás fyrir óþekktina“ - sagði Gunnar Pálmi Pétursson, sigurvegari á götujeppum ÁRNI Kópsson og Gunnar Pálmi Pétursson unnu í torfæru- móti sem haldið var um verslunarmannahelgina á Vík í Mýrd- al, en Magnús Bergsson og Eiður Eiðsson unnu í annars kon- ar þrautaakstri, sem haldinn var í fjörunni í Vík, en keppnin var vísir að landsmóti torfæruökumanna, sem í framtíðinni gæti orðið viðburður meðal jeppamanna. Þrautirnar í torfærunni lögðu meira á hæfni keppenda sem ökumanna en styrk jeppanna og tímabrautin í lokin bauð upp á mikil tilþrif, sérstaklega tóku nokkrir jeppar í flokki götujeppa ævintýraleg tilþrif og Gunnar Pálmi Pétursson nældi í tilþrifa- verðlaun á leið til sigurs og hlaut að launum eins metra Toblerone- súkkulaðiverðlaun, 5 kg að þyngd. „Keppnin var haldin í léttum anda og tókst vel. Ég hef fullan hug á því að skipuleggja svona mót aftur á næsta ári og sjá um mótshaldið," sagði Ámi Kópsson, sem vann sérútbúna flokkinn með 80 stiga mun. Tyrf- ingur Leósson varð annar og Gísli Jónsson þriðji. „Daginn eft- ir torfæruna héldum við svig- keppni í sandinum og ókum braut sem dró lögun sína af tölunni átta. Til gamans stökk ég um borð í hjólabát þeirra Vík- urmanna og ók brautina með fullfermi af túristum og síðan með miklum buslugangi beint út í sjó. Þeir höfðu gaman af þessum látum, útlendingamir," sagði Ámi. í flokki götujeppa hafði Gunn- ar Pálmi talsverða yfirburði, bú- inn rúmlega 600 hestafla vél, en honum hefur ekki gengið sem skyldi í torfærumótum ársins. „Ég hef lent í bilunum, vél bil- aði, svo braut ég millikassa og hásingar. En þetta er að skríða saman núna og ég stefni á topp- inn í komandi mótum,“ sagði Gunnar. Hann var lánsamur að velta ekki í tímabrautinni þegar jeppi hans fór nánast á hliðina í hliðarhalla. „Ég skil ekki af hveiju hann valt ekki. Hjálmur- inn var nánast kominn í jörðina og fylltist af sandi, en einhvern veginn tókst mér að stýra undan hallanum og slapp eftir að hafa ekið smáspöl á tveimur hjólum. Þetta var einhver slembilukka. Svona er það þegar maður lætur gamminn geisa og fær útrás fyr- ir óþekktina í sér,“ sagði Gunn- ar. Mikil læti vora í tímabraut- inni og einn keppandi affelgaði Árni Kópsson vann sérútbúna flokkinn og átti marga aðdá- endur sem vildu eiginhandará- ritun. á þremur hjólum, slíkur var at- gangurinn í keppninni við klukk- una. - G.R. íslendingadagurinn í Kanada Heimsókn Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra á íslendingadaginn í Kanada Frá Oddnýju Sv. Bjfirgvins, blaðamanni Horgunblaðsins. Wolfgang Portugall og Egbert Lewark leika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 9. ágúst. Tónleikar í Hallgríms- kirkju TÓNLEIKAR verða í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 17. Égbert Lewark trompetleikari og Wolfgang Portugall orgelleik- ari hafa leikið saman frá árínu 1985 undir nafninu Duo Lewark — Portugall. Þetta verða lokatón- leikar þeirra i íslandsför sinni en áður hafa þeir leikið á Akureyrí, Dalvík, í Hóladómkirkju og Reykjahlíðarkirkju. Lewark og Portugall hafa leikið inn á geisladiska og hljómplötur og þykja stílhreinir í túlkun. Auk þess að leika saman hafa þeir víða komið fram á einleikstónleikum. Á tónleik- unum í Hallgrímskirkju flytja þeir verk eftir Telemann, Samuel, Scheidt, Bach og Handel. Auk þess leikur Wolfgang á orgelið preludíu og fúgu í c-moll eftir Bach og sálma- lag og 9 partítur eftir Pachelbel. HÁLFOPINBERRI heimsókn Ól- afs G. Einarssonar menntamála- ráðherra til íslendingabyggða í Kanada er um það bil að ljúka. Nokkuð óvænt breyting varð á ferðalaginu í upphafi þegar fljúga varð til Baltimore í stað Kennedy-flugvallar vegna flug- slyss sem þar hafði orðið. Kanadaferðin hófst með stuttri heimsókn til Toronto þar sem ís- lenski ræðismaðurinn, Jón Johnson, og formaður íslendingafélagsins í Ontario, William Hurst, tóku á móti gestum í kvöldverðarboði með fleira fólki af íslenskum ættum. Um há- degið á laugardag var síðan lent í Winnipeg og Birgir Brynjólfsson ræðismaður Islendinga í Winnipeg og Morris Eyjólfsson fulltrúi hátíð- amefndar í Gimli tók á móti menntamálaráðherra og fylgdarliði. Geta má þess að Morris er bama- bam Guttorms skálds Guttormsson- ar. Ekið var beint til Gimli og um daginn var móttaka í sumarhúsi landstjórans Georg Johnson og kvöldverðarboð hjá formanni hátíð- amefndar Kristjáni Stefanson yfir- dómara Winnipegborgar. Um kvöld- ið var íslenski háskólakórinn með hljómleika, en hann er hér í boði íslensk-kanadísku samskiptanefnd- ar utanríkisráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins. Formað- ur samskiptanefndarinnar er Heimir Hannesson, en hann er í fylgd með Ólafi G. Einarssyni menntamálaráð- herra í þessari heimsókn. Á sunnu- dag var Ólafi og gestum nokkuð óvænt boðið í sumarhús Gary Silm- on forsætisráðherra Manitoba. í óformlegu spjalli ráðherra kom fram að stór hluti ráðamanna í Manitoba er Vestur-íslendingar, má þar nefna landstjórann, yfirdómarann og sam- göngu- og menningarráðherra. Elli- heimilið á Betel var heimsótt, en elsti íbúi þar er hin 103 ára Guðrún B. Árnason sem kom frá Mývatns- sveit 4 ára gömul. Guðrún er mjög ern og sagðist kunna best við sig með ungu fólki og í æmum hávaða. Um kvöldið var síðan flugeldasýning úti við vatnið að viðstöddu miklu fjölmenni, en talið er að um 40 þúsund manns komi til Gimli um þessa helgi, flest fólk af íslenskum ættum eða tengt íslendingum, og dagskráin er farin að teygja sig yfir alla helgina. Hin hefðbundna dagskrá íslendingadagsins er alltaf á mánudag í Gimli-garði, þar sem menntamálaráðherra flutti minni Kanada og fslenski háskólakórínn söng. Fjallkonan flutti sitt hefð- bundna ávarp á íslensku og ensku, en í ár var það Guðný Þórunn Crons- haw. Kalt og vætusamt hefur verið í allt sumar á kanadísku sléttunum en sólin skartaði sínu fegursta á hátíðargesti, fyrsti sumardagurinn sögðu Vestur-íslendingar. Að Gimli- hátíð lokinni vora fundir og móttök- ur hjá mörgum ráðamönnum í Winnipeg, íslenska bókasafnið í Manitoba-háskóla heimsótt, hádeg- isverður í boði samgöngu- og menn- ingarráðherra Manitoba, Eriks Stef- anson, og nýtt elliheimli í Winnipeg, Betel-staðir, heimsótt. Heimsókn- inni lauk á þriðjudagskvöld. Excel á Macintosh & PC Grafík, fjölbreyttir útreikningar og öflugustu aðgerðir Excel. Námskeið sem gefur þér meira fyrir minna. Höfum kennt á Excel frá árinu 1986. Tölvu- og verkfræðiþjónustan - Verkfræðistofa Halldórs Kristiánssonar tíP Verkfræöistofa Halldórs Kristjánssonar Grgnsásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 BRÆOURNIR «HF BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Raíviðgerðir • Ljósastillingar • Díselverkstæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.